Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 Dómur í Frostamálinu: Frosti og Tog sýknaðiraf kröfum hreppsins DÓMUR var kveðinn upp á mánudag- í máli Súðavíkurhrepps gegn Frosta hf. og Togi hf. á Suðavík. Hreppsnefndin krafðist þess, að ákvörðun stjórnar Frosta hf. um sölu á 41,42% hlutafjár til Togs hf. yrði dæmd ógild og kaupsamningur um hlutaféð sömu- leiðis. Dómurinn hafnadi þeirri kröfu og gerði hreppsnefndinni að greiða 300 þúsund krónur í málskostnað til hinna stefndu. Málið var þingfest þann 25. júní bent, að einn eigenda hins nýja á síðasta ári, en þá höfðu miklar deilur verið um hríð á Súðavík, vegna sölu hlutafjár í fiskvinnsl- unni Frosta hf. Eftir sveitarstjórn- arkosningar 1986 varð sveitarfé- lagið um skeið eini hluthafínn í Frosta hf. Þá var það hlutafé, sem fyrirtækið hafði keypt inn, boðið til sölu. Fimm einstaklingar tryggðu sér meirihlutaaðild í fyrir- tækinu, en áður hafði hreppsnefnd hafnað forkaupsrétti. Meirihluti hreppsnefndar taldi, að salan á hlutafénu hefði verið ólögmæt og krafðist ógildingar. Var á það hlutafélags, Togs hf., væri fram- kvæmdastjóri Frosta hf. og hefði verið óhæfur að semja þannig við sjálfan sig. Dómurinn sýknaði forsvars- menn Frosta hf. og Togs hf. af öllum kröfum Súðavíkurhrepps og var hreppnum gert að greiða hvor- um aðila um sig 150 þúsund krón- ur í málskostnað. Dóminn kváðu upp Pétur Kr. Hafstein, sýslumað- ur, og meðdómendur hans, þeir Garðar Gíslason, borgardómari, og Gylfí Knudsen, lögfræðingur. Borgarráð: Lóðum úthlutað við Skeiðarvog BORGARRÁÐ hefur samþykkt, að úthluta eftirtöldum aðilum lóðir undir atvinnuhúsnæði, á mótnum Skeiðarvogs og Suður- landsbrautar. Eftirtaldir aðilar fengu úthlutun: ísfilm hf., Sigurður H. Egilsson, Egill Árnason hf., Parketval Skeif- unni 3g, Lögmenn sf., Verkfræði- Eigenda- __ skipti hjá ís- lenska mynd- verinu h.f. RAGNAR Guðmundsson og Valdimar Steindórsson, sem átt hafa 49% í íslanska mynd- verinu h.f. á móti íslenska sjónvarpsfélaginu, hafa selt hlut sinn í fyrirtækinu. Kaup- endur eru hjónin Svavar Eg- ilsson hagfræðingur og Sigríður Margrét Guðmunds- dóttir. Islenska myndverið h.f. hefur starfað í tengslum við Stöð 2, sem rekin er af íslenska sjón- varpsfélaginu h.f. en auk þess hefur Myndverið annast sjálf- stæð verkefni. Svavar Egilsson tekur við starfí forstjóra Is- lenska myndversins af Ragnari Guðmundssyni hinn 1. apríl næstkomandi. stofan Ferill hf., Raftækjaverslunin Rafkaup Suðurlandsbraut 4, Vaka Helgafell Síðumúla 29, Ferðafélag íslands Öldugötu 3, og Viðar Guð- johnsen Brautarholti 22. Sigurjón Pétursson borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, lagði fram tillögu um að þær lóðir, sem ekki verða nýttar undir framleiðslu at- vinnuvega, yrðu auglýstar til sölu og seldar hæstbjóðanda, þar sem um eftirsóttar lóðir er að ræða. Tillagan var felld og tillagan um úthlutun samþykkt með þrem sam- hljóða atkvæðum. Sigrún Magnúsdóttir lét enn- fremur bóka að synjun borgarráðs á úthluturí'til Framsóknarflokksins ylli sér vonbrigðum, þar sem hún taldi að borgarstjóri hefði gefið lof- orð um lóðarúthlutun til flokksins á þessum stað. Morgunblaðið/ÓI.K.M. Frá opnun amerísku vikunnar á sunnudaginn, f.v.: Frú Connors, Connors, sendiráðsritari Banda- ríska sendiráðsins, Jónas Hvannberg, framkvænidastjóri hótelsviðs Holiday Inn, Ólafur Örn Har- aldsson, framkvæmdastjóri Holiday Inn og Niholas Ruwe, sendiherra Bandaríkjanna. Amerísk vika á Holiday Inn AMERÍSK vika stendur nú yfir á hótel Holiday Inn. Á amerískri viku kynna Col- umbia Gorge, Oregon og Holiday Inn hótelin ameríska rétti í Teigi og Lundi og stýra tveir banda- rískir matreiðslumenn matseld- inni. Einnig hefur nokkrum inn- flytjendum amerískrar vöru verið boðið að kynna vöru sína. And- dyri og matsalir hússins verða með amerískum blæ á meðan vik- unni stendur og bandarískir skemmtikraftar munu korpa fram. Ameríska vikan stendur til 19. Kynning á amerískri vöru er einn þáttur í amerískri viku. Hallarekstiu' á Sam- bandinu á liðnu ári „Þurfum að taka upp breytta starfshætti,“ segir forstjórinn SAMKVÆMT bráðabirgðatölum um afkomu Sambands íslenskra samvinnufélaga varð á liðnu ári lítilsháttar halli á nettóstöðu fé- lagsins. Niðurstöðutölur rekstr- arreiknings sýna verulegan halla og einungis áhrif frá sölu á eignum félagsins verða til þess að nettóstaðan er rétt neðan við núllið. Þetta kom fram í ávarpi sem Guðjón B. Ólafsson forsljóri Sambandsins flutti á hádegis- verðarfundi hjá ungum fram- sóknarmönnum i gær. Ríkisstjórnin samþykkir stuðning við refabændur: Lánum verður breytt og lánasjóðir veita styrki Borgarráð: Átta leigu- íbúðir keyptar BORGARRÁÐ hefur samþykkt að kaupa átta nýjar leiguíbúðir í Reykjavík. Að tillögu félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, hefur borgar- ráð samþykkt að kaupa átta nýjar leiguíbúðir víðsvegar um borgina, í Breiðholti, Vogahverfi, Norðurmýri og Vesturbæ. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti á fundi i gær að vinna að lausn á vanda refabænda á grundvelli tillagna fjármálaráðherra og þingmannanefndar sem um mál- ið fjallaði. Lausnin felst meðal annars í því að Stofnlánadeild landbúnaðaríns og Framleiðni- sjóði verða falið að veita 17 milljónum hvor, alls 34 milljón- um króna, til refabænda til hjálpar þeim fjárhagslega fram á haustið. Einnig verða afskrif- uð að hluta lán sem veitt hafa verið til fjárfestingar i refabú- um og vanskilum og lausaskuld- um breytt í föst lán. í samþykkt stjórnarinnar fólst að sama gildi fyrir alla refabændur varðandi skuldbreytingar hvort sem þeir hafa fengið lán í Framkvæmda- sjóði eða Stofnlánadeild og kall- ar það á lagabreytingu hvað varðar Stofnlánadeildina. Til að treysta fjárhagsstöðu fóð- urstöðva fyrir refabændur sam- þykkti ríkisstjómin að Byggða- stofnun yrði falið að gera úttekt á fjárhagslegri stöðu hverrar fóður- stoðvar og breyta hluta af núver- andi lánsfé Byggðarstofnunar við fóðurstöðvamar í hlutafé. Byggða- stofnun var einnig falið að taka 30-50 milljón króna lán og leggja fram í fóðurstöðvar sem viðbótar- hlutafé eða sem ný lán eftir atvik- um og mun ríkistjórnin gera Byggðastofnun kleyft að selja hlut- afé nýjum aðilum í loðdýrarækt og lána andvirði hlutabréfanna. Stofnlánadeild landbúnaðarins verður falið að taka að sér málefni loðdýrabænda en henni til aðstoðar verður skipaður samstarfshópur sem í eiga sæti fulltrúar frá land- búnaðarráðuneytinu, Stofnlána- deild og byggðastofnun. Leiðrétting í frétt blaðsins í gær um biblíu- vöku guðfræðinema, missagðist að ferð þeirra yrði á vori kom- anda. Hið rétta er að ferðin verður farín í júní. Þá var rangt með farið er sagt var að áheitum hefði verið safnað. Fjársöfnun var á meðan vökunni stóð og söfnuðust um 30.000 kr. Auk þess munu guðfræðinemar leita til velunnara sinna. Biðst Morgunblaðið velvirðingar á mis- sögnum þessum. Guðjón sagði að afkoma SÍS væri þung, fjármagnskostnaður hérlendis væri sá hæsti sem þekkt- ist í Vesturheimi, algengt væri að fyrirtæki í fískvinnslu bæru 20% af veltu í íjármagnskostnað meðan 2% tíðkaðist í samkeppnislöndun- um. Offjárfesting væri vandamál í flestum greinum atvinnulífsins. Fiskiskipastóllinn væri of stór, hér- lendis væru 53 sláturhús, þegar 19-20 myndu anna þörfinni, og ljóst væri að einungis þyrfti 15 frystihús til að vinna allan bol- fískafla landsmanna. Hann sagði ennfremur að hluta af vanda SIS mætti rekja til þess að vegna ná- inna tengsla við hinar dreifðu byggðir og höfuðatvinnuvegi lands- manna hefði samvinnuhreyfingin of oft og of lengi talið skylt að grípa til aðgerða til að leysa ýmis vandamál, án tillits til þess hvort tekjur og hagnaður standi undir slíkum aðgerðum. Guðjón B. Ólafsson sagði að SÍS þyrfti í náinni framtíð að tileinka sér breytta starfshætti á ýmsum sviðum, ætti fyrirtækið ekki að verða undir í þeirri þjóðfélagsbylt- ingu sem hér ætti sér stað. SÍS hefði dagað uppi og ekki tekist nógu vel að aðlagast aukinni sam- keppni, til dæmis í verslun. Fyrir- tækið hafí nú ekki efni á öðru en að láta arðsemissjónarmið ráða stefnumörkun, annað hafi í för með sér verri samkeppnisaðstöðu fyrir- tækisins og leiði til taps á öðrum sviðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.