Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 Bjami Ólafsson skrifar frá Holstebro, Danmörku Um götur og minjar ísland Á síðustu áratugum hefur gengið töluverð vakning yfir ís- land um viðhald og viðgerðir gamalla húsa og mannvirkja. Það er þakkarvert og þökk sé mönnum þeim er staðið hafa í fararbroddi slíkra starfa. Áhuga- samtök hafa sumstaðar tekið myndarlega til hendinni og söfn- uðir hafa bjargað gömlum timb- urkirkjum. Alltaf heyrast þó raddir þeirra sem rífa vilja niður allt gamalt og byggja nýtt í stað- inn. Þjóð okkar er ung og búseta í landinu hefur varað skamman tíma. Það var ekki fyrr en um síðustu aidamót, að verulegar breytingar tóku að verða á lífi fólks, vinnuháttum, áhöldum, húsum og búnaði. Það væri því vanræksla við þá sem erfa landíð, ef við gerum ekki okkar besta til að varðveita sögu okkar í minjum og í landinu sjálfu. Við eigum ekki gömul hús, miðað við aðrar þjóðir. Elstu steinhúsin okkar eru um 230 ára. Elstu timburkirkjurnar eru 143 ára. Mörg hús og kirkjur hafa verið rifin. Sumir hlutir fínnast okkur svo hversdagslegir að okkur kemur ekki tii hugar að geyma þá. Þannig er t.d. um götur og vegi og brýr. Vegagerð- in og Rafmagnsveiturnar hafa tekið upp þann hátt að ganga þannig um landið að sómi er að því. Þess er líka mikil þörf, þeg- ar farið er um landið með stór- virkar vélar til mannvirkjagerð- ar, að full aðgæsla sé viðhöfð. Hvarvetna geta leynst gömul bein, munir eða eitthvað sem telst til mannvirkja fyrri tíma. Þegar vegagerð hefur boðið út miklar framkvæmdir, skortir víða á góða umgengni. Gamlar götur, fjallvegir, leiðir til ver- stöðva, vörður og byrgi eru allt minjar um lífsbaráttu forfeðra okkar og ber að varðveita svo sterkan þátt þjóðlífsins. Fyrstu akvegimir eru orðnir mjög at- Bjarni Ólafsson „Gamlar götur, fjall- vegir, leiðir til ver- stöðva, vörður og byrgi eru allt minjar um lífsbaráttu for- feðra okkar og ber að varðveita svo sterkan þátt þjóðlífsins. Fyrstu akvegimir em orðnir mjög athyglisverðar minjar um verkfræði, áhöld og aðferðir.“ hyglisverðar minjar um verk- fræði, áhöld og aðferðir. Það sem rak mig sérstaklega til að skrifa þessa grein var frétt í Morgunblaðinu laugardaginn þann 27. febrúar. Þar var sagt frá ýmsu sem er að gerast hjá Pósti og síma. Rifjaðist þá upp fyrir mér, í sambandi við fréttir um lagningu svokallaðra leiðara, atburður sem gerðist fyrir tveim- ur eða þremur árum. Hellisheiði hefur mikið verið gengin á síðustu árum. Myndar- lega hefur verið tekið til hend- inni við að hlaða upp vörðumar og rétt við gömlu götuna uppi á háheiðinni stendur byrgi eitt gamalt. Byrgi þetta er vel hlaðið úr hraunhellum og er kúpulaga. Handverkið ber höfundi sínum fagurt vitni um kunnáttu og hagleik. Þegar gengið er yfír Hellis- heiði, er algengt að gangan ann- aðhvort hefjist eða endi við hinn gamla áningarstað, Kolviðarhól. Frá Kolviðarhóli liggur leiðin fyrst upp Hellisskarð. Uppi á fyrstu brekkubrúninni tekur svo við dálítill dalur eða skál sem gengið er yfír og síðan upp all- háan hjalla. Þar uppi voru unnin allmikil skemmdarverk á göml- um vegi, sem var með hlaðinn kant í hliðarhalla. Skemmdimar urðu við það að Póstur og sími lagði leiðara jrfír Hellisheiði. Þetta mun hafa valdið mörgum vonbrigðum að sjá hve Póstur og sími olli eyðileggingu, bæði á gróðri og vegi. Slíkar fram- kvæmdir vekja einnig reiði allra sem fara þar um og á það jafnt við um unga sem gamla. Tveir ungir piltar mótmæltu þessu á sinn ákveðna hátt og fengu ámæli fyrir. Mér hefði fundist réttlátara að sá er stóð að þessu verki væri látinn færa gróður og veg aftur í fyrra horf. Gróður er viðkvæmur þama uppi og lengi að gróa yfír sár. Eins og ég gat um hér að framan, þá er Hellisheiði fjölfar- in gönguleið og góð og fögur leið í góðu veðri. Gamla leiðin um Mosfellsheiði til Þingvalla er einnig mjög fögur og skemmtileg leið til gönguferða. Við þá götu er þörf að hressa við vörður, eins og á Hellisheiði. Rústir sæluhúsa eru líka þar uppi á heiðinni. Þannig mætti lengi telja upp. Hvaðeina bíður síns tíma, en margar þessar gömlu leiðir eru mikið gengnar. Það er skylda allra að fara vel með og skemma ekki gamlar minjar, hlúa fremur að þeim og kenna öðrum að virða þær. Höfundur er smíðakennari. Metsölublað á hverjum degi! Kæri ferða- málafrömuður eftirFriðrik Haraldsson Undirritaður þorir næstum að leggja höfuð sitt að veði um það, að Einar Guðjohnsen sé mun betur að sér um ferðamál og lög og regl- ur þeim tengd, hérlendis sem er- lendis, en hann af hógværð sinni vill láta í veðri vaka í grein sinni í Mbl. hinn 9. marz sl., þar sem hann vegur svolítið að leiðsögu- mönnum. Sé sú samt ekki raunin, hefur hann vafalaust bætt úr því nú með því að lesa sér betur til. Hafí hann engu að síður þökk fyr- ir skrifín. Það er tilhlökkunarefni að fá svo að eiga orðastað við hann og aðra á málefnalegum grundvelli í stað tilfinninga og gamalia rómantískra kerlinga- bóka. Nokkrar staðreyndir Að orðum Einars birtum verður ekki hjá því komizt að benda á tvær einfaldar staðreyndir: 1. Félag leiðsögumanna er stéttar- félag (350 félagar). 2. Ymis lög og reglugerðir eru til þess að vemda atvinnuvegi og starfstéttir. Flest okkar erum félagar í hin- um ýmsu stéttarfélögum til þess að tryggja sem bezt kjör okkar og réttindi í skjóli ýmissa laga, s.s. um stéttarfélög og vinnudeilur, atvinnuréttindi útlendinga o.s.frv. Það Iiggur því ljóst fyrir, að ekk- ert okkar líður takmarkalausan innflutning vinnuafls til starfa í greinum, þar sem nægilegur mannafli og þekking er fyrir hendi. Vitaskuld koma upp tilvik, sem krefjast undantekninga frá regl- unni, þ.e.a.s. að útlendingar fái atvinnuleyfi. Sú er líka raunin með leiðsögustarfíð. Samkvæmt upplýsingum, sem félagsmálaráðherra tíundaði í svari við fyrirspum á Alþingi í desember sl., hefur vinnumálanefnd félags- málaráðuneytisins veitt að meðal- tali 4 útlendingum atvinnuleyfí til leiðsögustarfa á ári síðan 1982. Margfalt fleiri útlendingar hafa engu að síður stundað þessi störf ólöglega á sama tíma, þrátt fyrir að réttum yfirvöldum hafi verið fullkunnugt um lögbrotin! Félag leiðsögumanna hefur í gegnum árin veitt mun fleiri já- kvæðar umsagnir um atvinnleyfís- umsóknir en fram komu í svari ráðherra, þannig að umboðsmenn umsækjenda hafa ekki gengið alla hina lögboðnu leið eða vinnumála- deildin hefur ekki uppfyllt skyldur sínar samkvæmt lögum. Ferskustu dæmin um lagalega nauðsyn þess, að útlendingar hafí atvinnuleyfi handbært við komu til landsins, hyggist þeir starfa hér- lendis, er erlenda starfsfólkið í fiskvinnslunni, pólska áhöfnin á einu farskipanna okkar og dávald- urinn, sem ætlaði að lækna með dáleiðslu. Þetta er vafalaust það, sem Einar Guðjohnsen nefnir „einkarétt“ þann, sem leiðsögu- menn krefjast. Full lenging og útvikkun beina á sér oftaststað til 20 ára aldurs. Mesta vaxtarskeið drengja er I kringum 12-14 ára aldurinn og stúlkna um 10-12 ára. ■4 áf §§ P. 9 § m . Jr - ,, • 2SgRr - :■ * ' ■ > lyix Fólksem hreyfirsig mikið hefurmeiri beinmassa á efri árum en þeirsem hreyfasig lítið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.