Morgunblaðið - 16.03.1988, Side 23

Morgunblaðið - 16.03.1988, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 23 þeirra mundi það í svipinn en skömmu síðar rifjaðist upp fyrir Haraldi að þau hefðu byggt bílskúr- inn um sumarið og þvi varð minna um ferðalög en venjulega. Reglusemi og öguð vinnubrögð einkenna Harald í ríkum mæli. A hveijum degi í áratugi hefur hann gengið um 5 kílómetra, inn að svo- nefndum brúsapalli fyrir neðan bæinn Snorrastaði, sem er fyrir austan Laugarvatn. Reyndar er fyr- ir löngu búið að rífa þennan brúsa- pall, en þessi gönguleið heitir ávallt „að ganga inn að brúsapalli". Þegar Haraldur vann við ritið íslenskir sögustaðir dvöldust þau hjónin tvo vetur á heimili okkar í Reykjavík. Það var fróðlegt að fylgjast með hvernig Haraldur gekk til verks. Hann sagði mér eitt sinn að hann einsetti sér að þýða fimm blaðsíður á dag. Eg spurði hvað hann reikn- aði með mörgum dögum í árinu. Hann svaraði: Það eru 365 dagar í árinu. Haraldur er skemmtilegur við- ræðu. Þekking hans á sögunni, ein- stakt minni og góð frásagnargáfa blandast þar vel saman. Ekki síst eru mér minnisstæðar samræður um hagræn efni í fomsögunum og stjórnmál. Meðal annars er lifandi lýsing hans á þingrofinu 1931 eftir- minnileg. Hann var þá þingritari og man orðrétt ýmis orðaskipti manna sem hvergi hafa verið skráð svo ég viti. Áður en ég iæt staðar numið vil ég minnast frásagnar í Biskupasög- um af samræðum manna um mann- kosti Isleifs biskups. Þar mælti fóst- ursonur hans, Jón Hólabiskup Ög- mundsson, hin fleygu orð um fóstra sinn: „Hans skal eg ávallt geta er eg heyri góðs manns getið“. Þessi orð vil ég gera að mínum um Har- ald og færa afmælisbarninu og Kristínu, konu hans, eirilægar árn- aðaróskir á þessum degi. Þórður Friðjónsson Störf mín að bókaútgáfu um rúmlega tveggja áratuga skeið hafa fært með sér kynni' af fólki með sömu áhugamál og ég hvað varðar sögu og sérkenni landsins. Þetta hefur verið mér ómetanlegur styrk- ur í starfi, sérstaklega vegna þess að í flestum tilfellum hefi ég verið þiggjandi og notið leiðsagnar fólks sem hefur aflað sér yfirburðaþekk- ingar á landinu og sögunni. Einn þeirra manna sem lagt hafa útgáfustarfi mínu ómetanlegt lið er dr. Haraldur Matthíasson, eða Haraldur á Laugarvatni eins og hann er oftast nefndur. Kynni okk- ar hófust þegar ég fékk spurnir af því að hann vaéri með í handriti árangur af áratuga athugunum og samanburði á Landnámabók og landinu sjálfu. Mér þótti málið svo athyglisvert að ég bauð honum út- gáfu á því óséðu. Það er skemmst frá því að segja að með samstarfi okkar að bók hans Landið og Land- náma hófust kynni sem hafa orðið mér ógleymanleg, bæði af Haraldi sjálfum sem og hans ágætu konu, Kristínu Ólafsdóttur. Verkefnið var þeim báðum jafnkært, enda unnið af þeim báðum frá upphafi. Það hafði lengi verið löngun mín að fá hæfan mann til þess að þýða hið mikla undirstöðurit Bidrag til en historisk-topografisk Beskriv- else af Island eftir Kristian Kálund. Eins og nafnið bendir til geymir ritverkið lýsingar á íslenskum sögu- stöðum en er auk þess almenn land- lýsing. Þegar kynni okkar Haraldar hófust varð mér strax ljóst að minni löngu leit að hæfum þýðanda var lokið. Rannsóknarstörf hans gerðu hann öðrum mönnum hæfari til þess að takast á við þetta mikla verkefni. Mér var jafnframt Ijóst að ég var ekki að biðja um neitt lítilræði. Þýðing þessa einstæða rits, sem teljast verður grundvallar- rit á sínu sviði og sem allir sem um staðfræði sögustaða hafa- fjallað hafa orðið að leita til, og munu halda áfram að gera, en nú í hinni frábæru þýðingu Haraldar, var ekk- ert áhlaupaverk fyrir hvern sem var. Þótt Haraldur væri þá þegar kominn á áttræðisaldur tók hann verkið að sér og tókst á við það af þeim krafti og eldmóði sem mun yngri ménn hefðu mátt vera hreyknir af. Nú sem fyrr var hann studdur með ráðum og dáð af sinni ágætu og einstæðu eiginkonu og ástæðulaust er að gleyma börnum þeirra og tengdabörnum sem alla tíð hafa stutt við bakið á Haraldi og með ýmsum hætti létt honum fræðastörf og lífsstundir. í dag er Haraldur vinur minn á Laugarvatni áttræður og minnist þessa áfanga í faðmi íjölskyldunn- ar. Ég sendi honum og fjölskyld- unni einlægar kveðjur mínar, konu minnar og samstarfsmanna í bó- kaútgáfunni, og árna honum allra heilla í tilefni tímamótanna. Englendingar eiga sér málshátt sem þýða má einhvern veginn á þá leið að sá sé ekki lord sem þurfi að segja frá því. Haraldur á Laugar- vatni þarf ekki að segja frá því að hann sé fræðimaður ,né láta aðra gera það. Hann er það af guðs náð, ber það með sér hvar sem hann fer, þrátt fyrir inngróið lítil- læti, en fyrst og fremst er Haraldur persónuleiki sem maður þakkar for- sjóninni fyrir að hafa fengið að kynnast. Lifðu heill, Haraldur. Orlygur Hálfdanarson Sundfélagi Akra- ness færð g'óð gjöf Kiwanis-klúbburinn Þyrill á Akranesi afhenti Sundfélagi Akraness veglega peningagjöf, 200 þúsund krónur, í tilefni 40 ára afmælis félagsins. Félagar í Kiwanis-klúbbnum Þyrli hafa verið iðnir við að styrkja. ýmsa félagastarfsemi á Akranesi á undanförnum árum og er skemmst að minnast veglegrar peningagjafar til' húsbyggingarsjóðs íþrótta- bandalags Ákraness á síðasta ári. Afhending gjafarinnar til Sund- félagsins fór fram í beinni útsend- ingu í útvarpi Akraness og veitti Sturlaugur Sturlaugsson formaður Sundfélagsins gjöfinni viðtöku úr hendi forseta klúbbsins, Bjarna Vésteinssonar. I stuttu ávarpi Bjarna kom fram að þeim félögum í klúbbnum þætti við hæfi í tilefni af merkum tímamótum í sögu fé- lagsins að færa þeim þcssa gjöf. Ekki hvað síst vegna þess að félag- ið héldi úti öflugu unglingastarfi og sýndi í verki góðan árangur og framfarir. Sturlaugur Sturlaugsson formaður Sundfélags Akraness þakkaði þessa höfðinglegu gjöf og kvað hana koma, sér vej í félags- hpmivli .hiisit'ut riiid tOlarl starfinu og væri þeim hvatning til enn meira starfs. - JG Háskólabíó; Sri Chinmoy með friðar- tónleika SRI Chinmoy, jógameistari, heldur friðartónleika í Háskólabíói í kvöld, miðvikudag, og hefjast tón- leikarnir klukkan 20.30. Aðgangur er ókeypis. Á tónleikunum hugleiðir Chinmoy frið og leikur eigin tónlist á ýmis hljóðfæri, t.d. esraj (indverskt strengjahljóðfæri), flautur, selló, írska hörpu, japanskt koto, harmón- íum og píanó. Hljóðfærin notai' Chinmoy til að veita áheyrendum hlutdeild í innri upplifun hans frekar en að sína leikni í hljóðfæraleik. Chinmoy mun m.a. hitta að máli frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta Islands, segir í fréttatijkynningu. . in uarttiJ A áliiffití nn«v STEINULLAR VERKSMICUAN HF ^HÚSA Í2J EINANGRUN Sími: 91/22866 Bílasími: 985/24595 iM NU BLASUM > VIÐ ici nycLíDi rrriMi i| | í veggi loft og gólf Steinullarverksmiðjan h.f. hefur nú hafið framleiðslu á lausull, steinull sem blásið er í loft, veggi eða gólf. Þess vegna getum við hjá Húsa- einangrun boðið lægra verð og betri þjónustu við einangrun húsa. Lausullin er framleidd undir ströngu gæðaeftirliti. Hún er sérstaklega vatnsvarin. Steinull er viðurkennd hita- og hljóðeinangrun og ein besta eldvörn sem völ er á í timburhús. Hringdu og við skoðum húsið þitt þér að kostnaðarlausu. puul fi itit«lð>!íUiJafi‘}N

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.