Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 25 Eru munnlegir kjarasamn- ingar það sem koma skal? Ríkiskassinn hirðir þriðjung kjarabótanna eftirArnór Ragnarsson En ein kjarasamningahrinan gengur nú yfir þjóðfélagið. Á þeim tíma sem kjarasamningar standa yfir ríkir visst ástand í þjóðfélaginu. Bæði launamenn, atvinnurekendur og verzlunarmenn fara sér hægt og bíða úrslitanna í viðræðunum. Jafn- vel ríkisstjómin bíður átekta með sínar ákvarðanir. Ég hefi oft velt því fyrir mér hver kostnaður þjóðfélagsins sé í sam- bandi við svona samningsgerð. Þama sitja tugir, jafnvel hundruð manna saman — dögum saman, jafn- vel vikum og mánuðum saman og karpa um hvemig skipta eigi þjóðar- kökunni. Er ekki kominn tími til að breyta þessu fyrirkomulagi. Það er ekki óeðlilegt að ætla að þarna sitji dýmstu starfskraftar þjóðarinnar og semji um hluti sem ríkisstjórnin ger- ir að engu með einu pennastriki nokkmm vikum síðar. Nefna má dæmi frá síðustu samningum. þar sem helztu launahækkanir byggðust á lækkun bíla og bensíns. Þessar lækkanir vom teknar aftur eftir nokkra mánuði. Og hvað með þá sem engan bílinn áttu? Eg verð að viðurkenna að ég hefi enga lausn í pokahorninu á þessu máli en hvað með að láta þessa menn sem sitja á fundum í Garða- strætinu vikum saman hafa það verkefni að koma með tillögur til úrlausnar á þessu úrelta kerfi. Það er verðugt verkefni. Staða samningamálanna er nú í Arnór Ragnarsson. „ Allir launþegar greiða í lífeyrissjóð. Árið 1990 munu þessar greiðslur verða komnar upp í 4% af launum á móti 6% atvinnurekenda. Ég- tel að launamenn eigi þessa peninga og eigi rétt á því að þeir skili eins háum arði og mögulegt er.“ miklum hnút. Þó er komin upp alveg ný staða sem hlýtur að hafa einhver eftirköst. Þar sem samningar hafa tekist eru þeir nú gerðir munnlega að hluta. Þannig að nú er sam- þykktur samningur sem þeir í Garða- strætinu geta sætt sig við. Síðan er gerður annar samningur munnlega og hann skírður innanhússsamning- ur og þá stendur ekki á atvinnurek- endum að semja. Hvaða skollaleikur er þetta að verða? Ég held að það hljóti að vera kominn tími til að snúa upp á höndina á framkvæmda- stjóra vinnuveitendasambandsins og spyrja hann að því hvers konar vinnubrögð þetta séu. Ekki er hægt að skilja við kjara- málaumræðuna án þess að minnast á þann aðila sem ber mest úr býtum í þessu argaþrasi. Og hver skyldi það nú vera? Jú, auðvitað er það ríkiskassinn. Af því 5,1 prósenti sem launamaðurinn fær í hækkun hirðir ríkið strax 1,8 prósent. Það þýðir að hækkunin er aðeins 3,3 prósent. Ég held að það sé alveg ljóst að hinn venjulegi launþegi er með yfir 480 þúsund krónur á ári þannig að ríkiskassinn hirðir 35,2% af hækkun- inni. Annað mál er sem ég vil aðeins tæpa á og tel verðugt verkefni fyrir hina fundarglöðu samningsmenn. Allir launþegar greiða í lífeyrissjóð. Árið 1990 munu þessar greiðslur verða komnar upp í 4% af launum á móti 6% atvinnurekenda. Ég tel að launamenn eigi þessa peninga og eigi rétt á því að þeir skili eins háum arði og mögulegt er. Ljóst er að ríkis- stjórn íslands er ekki á sama máli enda er svo komið að lífeyrissjóðim- ir þjóna ekki því hlutverki sem þeim Síðustu sýn- ingar í Hlað- varpanum EINÞÁTTUNGAR Harolds Pint- er, Einskonar Alaska og Kveðju- skál, hafa nú verið sýndir 30 sinn- um hjá Alþýðuleikhúsinu í Hiað- varpanum og verða allra síðustu sýningar um næstu helgi, föstu- daginn 18. mars kl. 20.30 og sunnudaginn 20. mars kl. 16.00. Með hlutverk fara Amar Jónsson, sem hlaut menningarverðlaun DV í ár m.a. fyrir hlutverk sitt í þessum verkum, Margrét Ákadóttir, María Sigurðardóttir og Viðar Eggertsson. Leikstjóri er Inga Bjamason. Leik- mynd hannaði Guðrún Svava Sva- varsdóttir og lýsingu annaðist Sveinn Arnar Jónsson og Viðar Eggertsson í hlutverkum sínum í Hlaðvarpan- Benediktsson. um, en þar lýkur sýningum Alþýðuleikhússins og einþáttungunum (Fréttatiikynning) Einskonar Alaska og Kveðjuskál um næstu helgi. er ætlað. Lífeyrissjóðirnir voru stofn- aðir til að borga lífeyri og ekki til neins annars. Skv. nýju lögunum, sem að fullu verða komin til framkvæmda 1990, fær lífeyrissjóður launamanns sem er með 100 þúsund kr. í mánaðar- tekjur, 120 þúsund krónur á einu ári, og ef rétt væri haldið á spilun- um, ætti þessi sami launþegi að geta hætt greiðslum í lífeyrissjóð eftir 20 ár og sá, sem borgað hefír undanfarin 10—15 ár ætti að geta hætt að greiða í lífeyrissjóð eftir tíu ár eða um aldamótin. Það hefir eng- in breyting, hvað þá þróun, orðið í lífeyrissjóðsmálum frá því þeir voru stofnaðir. Ég man að ég heyrði for- kólfa atvinnurekenda lýsa því fjálg- lega þegar lífeyrissjóðunum var komið á að innan fárra áratuga gætu menn hætt að vinna milli fímmtugs og sextugs. Hver er sann- leikurinn. Ætli hæstu greiðslur úr lífeyrissjóði séu ekki milli 20 og 30 þúsund krónur í dag? Sem veganesti fyrir samninga- menn vildi ég benda þeim á að kynna sér og kynna okkur hvemig lífeyris- sjóður verkfræðinga er rekinn. Þá vil ég einnig benda þeim á hugmynd- ir Olafsfirðinga sem vilja stofna lífeyrissjóð í sínu heimahéraði fyrir Ólafsfirðinga — einn lífeyrissjóð fyr- ir allt byggðarlagið. Ég held að nú sé kominn tími til að hinn almenni launþegi athugi sinn gang. Það ber ætíð að sama brunni þegar peningar eru annars vegar. Ríkið er komið með puttana í klink- ið. Á næstu tveimur árum mun verða mikil hækkun á greiðslum til lífeyris- sjóðanna. Athugum okkar gang á meðan þessi tvö ár eru að líða og verum tilbúin að vetja lífeyrisrétt okkar áður en peningarnir hverfa í þjóðarhítina. Ég tel miklu betra að láta lífeyrissjóðina sjá um ávöxtun peninganna. Ég treysti ríkisstjórn- inni ekki til þess. Höfundur er blaðamaður á Morg- unblaðinu. * AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 24. mars 1988, og hefst kl. 14.00. —--------: DAGSKRÁ---------- 1. Aðalfundarstörf. samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. 3. Onnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavik frá 17. mars. Reykjavík, 20. febrúar 1988 STJÓRNIN IMÝBÝLAVEGI 16 - P.O.BOX 397 - KÓPAVOGI - SÍMI 641222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.