Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 ^TACLESj------ revue avec Knsl r.-.Arirk Thor ClNtH innesdol\r FndriKsson joh»nn#l eftir Ágúst Guðmundsson og „Hrafninn flýgur“ eftir Hrafn Gunnlaugsson. Pjölmiðlar í Frakklandi fylgdust grannt með hátíðinni, og fóru Is- lendingar ekki á mis við þá at- hygli. Meðal annars voru tekin sjón- varps- og blaðaviðtöl við Friðrik Þór Friðriksson og Kristínu Jóhann- esdóttur. Aðrir íslendingar sem boðið var á hátíðina voru þau Sigurður Páls- son meðframleiðandi „A hjara ver- aldar“, Arnar Jónsson leikari, sem leikur aðalhlutverk í tveim af íslensku myndunum sem þarna voru, Þórarinn Oskar Þórarinsson annar af hetjum Friðriks Þórs úr Skyttunum og Guðbjörg Guð- mundsdóttir blaðamaður. Allur hóp- urinn kom í boði hátíðarinnar og Flugleiðaskrifstofunnar í París. Mánudagurinn 7. mars var íslenskur dagur en þá hélt Nína Gautadóttir myndlistarkona boð á málverkasýningu sem hún var með í nýlistasafni Rúðuborgar, „Skytt- urnar" eftir Friðrik Þór Friðriksson var frumsýnd, og um kvöldið voru Comptoir d’Islande og Flugleiðir með boð í ráðstefnuhöll Rúðuborgar þar sem fór fram landkynning á vegum þessara fyrirtækja meðan á hátíðinni stóð. Lokakvöldið fór svo fram verð- launaafhending. Dómnefndin, sem samanstóð af frönskum leikstjórum og leikurum, ákvað að verðlaunin fyrir bestu mynd hátíðarinnar skyldu hlotnast danska leikstjóran- um Gabriel Axel fyrir myndina „Babettes Gjestebud", en hún var einnig kosin besta myndin af al- menningi. Blaðamenn kusu bestu myndina „Álska mej!“ eftir sænska leikstjór- ann Kay Pollak. Verðlaunin fyrir bestu túlkun á karlhlutverki fékk sænski leikarinn Stellan Skársgard fyrir leik sinn í myndinni „Ormens vag pá Halleberget" eftir Bo Wider- berg, og fyrir bestu túlkun á kven- hlutverki fékk Ewa Fröling fyrir leik sinn í myndinni „Demoner" eftir Carsten Brandt sem einnig er frá Svíþjóð. Einnig fékk danska myndin „Flamberede Hjerterí' eftir Helie Ryslinge sérstaka viðurkenn- ingu. Engin verðlaun féllu í hlut íslensku myndanna að þessu sinni, en í þakkarræðunni sem Gabriel Axel hélt að lokinni verðlaunaaf- hendingu talaði hann sérstaklega um kvikmyndagerð íslendinga og margrómaði það hugrekki sem sýnt væri þegar þeir stæðu að baki slíkum myndum sem stærri þjóðir ættu fullt í fangi með. Almennt álit blaðamanna og gesta að hátíðinni lokinni var að norræn kvikmyndagerð ætti fullt erindi inn á franskan markað, þar sem hún gæfi áhorfendum kost á að kynnast nýrri hlið á kvikmynda- gerð, og hvemig leikstjórar þessara landa sæu sín þjóðfélög, þó svo að sú sýn þætti fremur svartsýn á köflum! — Þrjár íslenskar kvikmyndir sýndar Frá fréttaritara Morgunblaðsins, Dúa Landmark. NORRÆNA kvikmyndahátíðin í Rúðuborg í Frakklandi var hald- in i fyrsta skipti dagana 2.-8. mars. Yfirvöld Rúðuborgar í samvinnu við fjölmarga aðra stóðu að hátíðinni, og er ætlunin að gera hana að árlegum atburði. Takmarkið með henni er fyrst og fremst að gera hana að föstu stefnumóti þeirra sem standa að kvikmyndagerð á Norðurlöndum, og svo að kynna norræna kvik- myndagerð fyrir Frökkum, og um leið rækta þau fornu tengsl sem liggja á milli Normandí-búa og Norðurlandabúa síðan á dögum víkinganna. Hátíðin virðist hafa sannað til- verurétt sinn fyllilega, því aðsóknin á þær 37 myndir sem sýndar voru var framar öllum vonum eða rúm- lega 10.000 áhorfendur á vikutíma. Sumar myndirnar þurfti að sýna oftar en gert var ráð fyrir, og færri komust í salina en vildu. Sýnt var frá kl. 10 á morgnana til kl. 11 á kvöldin, og var mörgum myndanna fýlgt eftir með umræðum þar sem áhorfendum gafst kostur á að spyija leikstjóra og leikendur úr spjörunum.. Islensku myndirnar í þessum hópi voru „Útlaginn" eftir Ágúst Guðmundsson, „Á hjara ver- aldarí' eftir Kristínu Jóhannesdótt- ur og „Skyttumarí' eftir Friðrik Þór Friðriksson, en hún var eina íslenska myndin sem var í opin- berri 10 mynda samkeppni sem hátíðin stóð fyrir. Hinar íslensku myndirnar voru „Með allt á hreinu“ Norræn kvikmynda- hátíð í Rúðuborg DANCMARK HNIANDE ISIANDE NORVEGE norifi jí Jf ZU l í V UÍ du (ji fiémti ri' U 'ycl í q u v 2 lí u 8 misrx l'Jou ■IWtjkU - FiíAUCE Danski leikstjórinn Gabriel Axel við verðlaunaafhendingu. framan kirkjuna í Rúðuborg. Nína Gautadóttir á málverkasýn- ingu sinni ásamt dóttur sinni. Cap D'agde er 1. flokks og einn af vinsælustu ferðamannastöðum Suður Frakklands. Tennisvellir, kappakstursbrautir, „Aqualand", ferðaleikhús, tívolí, snekkjur, smá- bátar, litskrúðugt mannlíf og alltaf eitthvað um að vera. Áætlunarflug um Amsterdam eða París. Einstakl- ings- eða hópferðir. FERDASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7 S.624040
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.