Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 35 Verkfall er Dolmatov náði í sautján og hálfan vinning i átján manna fjöltefli. Dolmatov í fjöltefli: Einn gerði jafntefli Morgunblaðið/JI SOVÉSKI stórmeistarinn Sergey Dolmatov tefldi fjöltefli á sal Menntaskólans á Akureyri í fyrra- kvöld. Alls tóku átján manns þátt í fjölteflinu. Dolmatov vann sautján skákir, en einum mennt- skælingi, Bimi Jónssyni, tókst að gera jafntefli við stórmeistarann. Ferðamálasamtök landshlutanna héldu aðalfund á Akureyri um helgina. Aðalmál fundarins voru fjármál samtakanna og tengsl þeirra við fjárveitingavaldið. Rætt var sérstaklega um hvemig bæta megi ferðaþjónustu á landsbyggðinni auk þess sem fjallað var lítillega um ferðamálalögin, sem nú em í endurskoðun hjá stjórnvöldum. Hátt í 20 manns komu á fundinn, Ferðamálaráð að fá 10% af veltu þar á meðal fulltrúar frá Upplýs- ingamiðstöð ferðamála á Islandi sem sett var á laggimar í júlí í fyrra, en að mati ferðamálafrömuða á lands- byggðinni er afar brýnt að auka þá starfsemi og fá slíkar miðstöðvar víðar en í Reykjavík. Ætlunin er að leggja það til við stjórn Upplýsinga- miðstöðvarinnar að slíkum útibúum verði komið á fót úti á landi og er lagt til að í sumar fái Akureyrar- kaupstaður og Egilsstaðir slík útibú til að byija með. Aðrir byggðakjam- ar fylgi síðan í kjölfarið á komandi árum, að sögn Guðmundar Sigurðs- sonar, fráfarandi formanns samtak- anna á Akureyri. Þá er fyrirhugað að bjóða þingflokkunum að senda fulltrúa sína á samráðsfund hjá sam- tökunum þar sem þeim verði kynnt- ar ýmsar hugmyndir. „Ef skilningur þingmanna eykst ekki á ferðamálum þjóðarinnar, þá deyr þessi unga at- vinnugrein, svo einfalt er það. Höf- uðskilyrði er að stjómvöld taki nú við sér. Ferðaþjónustan er eins og seiði sem ekki er gefið að éta. Það er ekki nægjanlegt að hafa eldis- kvíamar, það þarf að fóðra líka,“ sagði Kristleifur Þorsteinsson, ferðaþjónustubóndi á Húsafelli. Rúnar Pálsson, umdæmisstjóri Flugleiða á Egilsstöðum, sagði að það væri ekki eitt heldur allt sem byggja þyrfti upp með tilliti til ferða- mannsins. Sveitarfélögin væru að basla við að setja upp sín tjaldstæði og hótel,.sem gengju engan veginn. Til þyrfti að koma sameiginlegt átak þar sem allir ynnu saman að því að gera ísland áhugavert fyrir erlenda jafnt sem innlenda ferðamenn. Skipuleg upplýsingaöflun fyrir ferðamannaiðnað hefur aldrei farið fram fyrr en upplýsingamiðstöðin komst upp sl. sumar, en auka þyrfti verulega starfssvið hennar, meðal annars með því að tölvuvæða stöðv- amar. Guðmundur sagði að stjórn- völd hefðu sýnt greininni aukin skilning upp á síðkastið og væri mikils vænst af stjómmálamönnum í framtíðinni varðandi uppbyggingu. „Samkvæmt lögum um ferðamál á fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, en hefur aðeins fengið lítið brot af þeim hluta til þessa. Þetta sýnir greinilegt fjársvelti sem leitt befur til þess að hagsmunaaðilar sjálfir eru að reyna að gera eitthvað ferða- málum til bjargar og oft á eigin reikning, samanber Kristleif sem rekið hefur þjónustu sína á Húsa- málasamtök landshlutanna sóttu um 12 millj. kr. til fjárveitinganefndar á yfirstandandi ári, en fengu til af- greiðslu 900.000 krónur. Guðmund- ur sagði að samtökin hefðu engan tekjustofn heldur hefðu þau byggt á sníkjum hjá félögum og einstakl- ingum hingað til svo hægt væri að byggja upp einhvetja kynningar- starfsemi og ráðgjöf. Hinsvegar væri á döfínni að ráða starfsmann fyrir hvern landsfjórðung til að sinna því brýna verkefni að byggja upp þá ungu atvinnugrein sem ferðaiðn- aður væri. neyðarúrræði - segir Sverrir Thorsteinsen formaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra „VERKFALL er auðvitað neyðarúrræði. Stöðuna metum við hinsvegar , þannig að samninganefnd ríkisins tali ekki við okkur að neinu viti nema við höfum heimild til verkfallsboðunar í höndunum og um hana verður kosið í dag og á morgun á vegum Kennarasambands íslands," sagði Sverrir Thorsteinsen formaður Bandalags kennara á Norður- landi eystra og skólastjóri á Stóru-Tjörnum. Ferðamálasamtök landshlutanna: Brýnt að stjómvöld taki við sér á sviði ferðamála Fjölmennur kjaramálafundur BKNE var haldinn í gær í Gagn- fræðaskóla Akureyrar þar sem reif- aðar voru helstu kröfur kennara. Sverrir setti fundinn og ávörp fluttu þau Ragnhildur Skjaldardóttir stjórnarmaður í Kennarasambandi íslands, Rósa Eggertsdóttir í Skóla- málaráði og Loftur Magnússon vara- formaður KÍ. Á flórða hundrað fé- lagar úr KÍ eru í BKNE. í lok fundar- ins var samþykkt eftirfarandi álykt- un: „Starfskjaranefndir kennarafé- laganna, menntamálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins skiluðu á sl. hausti áliti og tillögum um hvern- ig efla megi skólastarf í landinu. Þar er megináhersla lögð á bætt kjör kennara. Nú hafa samningaviðræður staðið yfir frá því í desember og ekkert miðað í samkomulagsátt. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um kjarabætur til kennara og bætt skólastarf liggur nú fyrir tilboð sem gengur í þveröf- uga átt. Fundurinn harmar afstöðu nkis- valdsins í þessum samningaviðræð- um og átelur stjómvöld harðlega fyrir að etja kennurum enn einu sínni út í verkfallsaðgerðir sem koma til með að bitna á þeim er síst skyldi. Fundurinn lýsir fullri ábyrgð á hend- ur stjómvöldum vegna þeirrar rösk- unar sem verður á skólastarfi ef kennarar verða neyddir til verk- falls.“ Sverrir sagði að verkfall hefði verulega röskun í för með sér. Sam- ræmdu prófin eiga að fara fram síðustu viku aprílmánaðar. Ekki er hægt aðfresta samræmdu prófunum lengi þar sem starfsáætlun átta mánaða skóla rennur út um miðjan maí, að sögn Sverris. Hinsvegar væri það í valdi mepntamálaráðu- neytisins að fresta prófunum. „Við vonum auðvitað að ríkisvaldið semji við okkur á grundvelli niðurstaðna starfskjaranefndar og ráðherrar hafa marglýst því yfír að það verði að gera kennarastarfið eftirsóknar- verðara. Samningar hafa verið laus- ir síðan í desember og hafa samn- ingafundir engan árangur borið. Það fer að verða hættuleg þróun þegar launþegasamtök þurfa að beita verk- falli til að fá samningamenn að við- ræðuborðinu," sagði Sverrir. Helstu kröfur KI eru þær að kaup- máttur grunnlauna hækki verulega frá því sem var í október 1987. Umsamin laun haldi kaupmætti út samningstímabilið. Kennsluskylda lækki. Kennsluafsláttur verði veittur vegna umsjónar með bekk. Ollum skólum verði ætlaður ákveðinn stundafjöldi til deildar, árganga eða fagstjómar og starfsaldurshækkanir verði fleiri og fullum starfsaldri náð fyrr en nú er. Atvinnugolfmót- ið haldið á Jaðri Endurbyggingu golfskálans lokið Morgunblaðið/JI Frá aðalfundi Ferðamálasamtaka landshlutanna á Akureyri um helg- ina. GOLFKLÚBBUR Akureyrar hef- ur nú ákveðið að halda eitt af opnu Evrópumótunum í flokki atvinnukvenna í byrjun ágúst nk. Eins og fram hefur komið nemur kostnaður við mótið fimm og hálfri til sex milljónum króna og verður mótshaldari að standa straum af öllum kostnaði auk þess að greiða verðlaunafé. Gunnar Sólnes formaður GA sagði í samtali við Morgunblaðið að viðræður stæðu enn yfir við inn- lend og erlend fyrirtæki um fjár- mögnun mótsins. Mótið fer fram á Jaðri dagana 4.-7. ágúst nk. Von er á um 85 af bestu kvenkylfingum heims til landsins. Enginn íslensku kvenkylfingana kemur til með að taka þátt í mótinu þar sem þær hafa ekki náð fimm í forgjöf til þessa. Daginn fyrir mótið, þann 3. ágúst, fer fram keppni þar sem atvinnuleikaramir keppa með áhugamönnum hérlendis. felli algjörlega á eigin spýtur í tutt- ugu ár.“ Kristleifur sagði að Reykjavíkur- svæðið hefði hingað til dregið flesta erlendu ferðamennina til sín og hald- ið þeim þar. Landsbyggðin fengi lítið að njóta þeirra. „Landsbyggðin verð- ur því skipulega að vinna gegn þeirri þróun og byggja upp staðina til að vera samkeppnisfæra. Þá þurfum við sérstaklega að vinna að því að fá íslendinga sjálfa til að ferðast um landið og í því sambandi þurfum við að keppa við sólarlandastrendur. Á sl. ári ferðuðust 140 þúsund íslend- ingar til útlanda og gera má ráð fyrir að hver þeirra hafi eytt 40.000 krónum sem þýðir alls um 5,6 millj- ónir króna. Við höfum ýmislegt sem sólarlönd hafa ekki og viljum njóta sömu aðstöðu til uppbyggingar og aðrar þjóðir hafa fengið." Ferða- Blúsað í hálfan annan sólarhring til styrktar Skáksambandi Islands Maraþonblústónleikar verða haldnir á veitingastaðnum Uppan- um við Ráðhústorg á Akureyri um helgina. Byrjað verður að spila um hádegi á laugardag og leikið verður samfleytt i 36 klukkutíma. Yfir tíu hljómlistarmenn úr Reykjavík hafa tilkynnt komu sína auk flestra hljómlistarmanna hér norðanlands. Hljómlistarmennimir gefa allir vinnu sína og eru þeir með þessu að safna peningum handa Skáksam- bandi íslands, sem er mjög fjárvana. Ætlunin er sem sagt að lyfta Grettis- taki fyrir hönd Skáksambandsins, að sögn Þráins Lárussonar veitinga- manns á Uppanum. Hann gerði sér vonir um að yfir 50 hljómlistarmenn tækju þátt í maraþoninu. Til dæmis ætlaði Ingimar Eydal að koma með hljómsveit sína beint úr Sjallanum eftir dansleik kl. 3. Þráinn sagði að vissulega væri öllum hljómlistar- mönnum á landinu frjálst að taka þátt í maraþoninu, þeir þyrftu aðeins að tilkynna þátttöku sína í síma 96-24199 á Uppanum. Þráinn sagði að sérstakur stórmeistaramatseðill yrði útbúinn vegna þessarar uppá- komu og á meðan á maraþontónleik- unum stæði yrði tekið á móti fram- lögum símleiðis og einnig á veitinga- staðnum. Leikklúbb- urinn Saga frumsýnir Grænjaxla Leikklúbburinn Saga á Akureyri frumsýnir leikri- tið Grænjajfla eftir Pétur Gunnarsson í Dynheimum fimmtudaginn 17. mars kl. 20.30. Tónlist í verkinu er eftir Spilverk þjóðanna, leikstjóri er Amheiður Ingimundardótt- ir og með aðalhiutverk fara Friðþjófur Sigurðsson, Gunn- ar Gunnsteinsson, Helga Hlíf Hákonardóttir og Ásta Júlía Theódórsdóttir. Önnur sýning verður laug- ardaginn 17. mars kl. 17 og þriðja sýning þriðjudaginn 22. mars kl. 20.30. (F réttatilkynnin jf)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.