Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 + Eiginmaður minn, INGÓLFUR THEÓDÓRSSON netagerðarmeistari, Höfðavegi 16, Vestmannaeyjum, lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 14. mars. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Sigri'Aur Sigurðardóttir. + Sonur okkar og bróðir, GUNNAR ÞORKELL JÓNSSON, Sléttahrauni 28, Hafnarfirði, lést af slysförum aðfaranótt 14. mars. Sigurlaug R. Guðmundsdóttir og fjölsk. Jón Hreiðar Hansson og fjölsk. + Konan mín, ÁSTRÍÐUR JÓHANNESDÓTTIR á Torfalæk, lést í Héraðshaelinu á Blönduósi sunnudaginn 13. mars. Torfi Jónsson. + Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Bollastöðum, sem lést 10. mars sl., verður jarðsúngin frá Hraungerðiskirkju laugardaginn 19. mars kl. 14.00. Bilferð verður frá BSÍ kl. 12.30. Guðjón Guðjónsson, Sigríður Guðjónsdóttir, Gunnar Halldórsson, Helga Guðjónsdóttir, Helgi Guðmundsson, Gróa S. Guðjónsdóttir, Hafsteinn Magnússon, Ólafur Guðjónsson, Sigurbjörg Eyjólfsdóttir, Bragi Antonsson, Brynja Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaöur minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN HAFBERG, Réttarholtsvegi 77, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá kirkju Fíladelfíusafnaðarins fimmtudaginn 17. mars kl. 13.30. Guðrún Ó. Hafberg, Ingibjörg Þ. Hafberg, Leifur Núpdai Karisson, Ólafur Þ. Hafberg, Þóra Júlfusdóttir, Engilbert Þ. Hafberg, Auður S. Einarsdóttir, Sigurður Þ. Hafberg, Auður Magnúsdóttir og barnabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN JENNÝ JAKOBSDÓTTIR formaður Póstmfél. íslands, verður jarðsungín frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 17. mars kl. 15.00. GunnarÁ. Ingvarsson, Sigurður Gunnarsson, Iðunn A. Valgarðsdóttir, Sigurður G. Gunnarsson, Unnur S. Bragadóttir, Gunnar R. Gunnarsson, Hafdfs S. Valdimarsdóttir, og barnabörn. + Systir okkar, SÓLVEIG SIGFÚSDÓTTIR frá Hólmlátri, til heimilis á Hrafnistu, Reykjavfk, er andaöist 8. mars verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 17. mars kl. 15.00. Málfrfður Sigfúsdóttir, Unnur Sigfúsdóttir. + Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför SVANDÍSAR VILHJÁLMSDÓTTUR, Helga Benediktsdóttir, Zíta Benediktsdóttir. Minning: Jón Björnsson frá Hafsteinsstöðum Þann 23. febrúar 1988 hefði Jón Bjömsson, tónskáld frá Hafsteins- stöðum, orðið áttatíu og fimm ára ef honum hefði enst aldiir. En í nóvember síðastliðinn lést hann saddur lífdaga eftir erilsama ævi. Jón fæddist í Glaumbæ í Skaga- firði þann 23. febrúar 1903. Lengi vel var honum ekki hugað líf því fæðingin reyndist erfið og bamið veikburða. Það mætti kannski segja sem svo að honum hafí ekki verið ætlaður samastaður í tilver- unni hér. En fyrst hann á annað borð var kominn í heiminn vildi hann vera um kjurt og það gerði hann. Sama ár og Jón fæddist fluttust foreldrar hans, Bjöm Lár- us Jónsson og Steinvör Véfreyja Siguíjónsdóttir, að Stóru-Seylu í sömu sveit. Þar ólst hann upp við hefðbundin bústörf eins og þau tíðkuðust í byijun aldarinnar. Hver og einn varð að taka til hendinni um leið og máttur efldist og stund- um ívið fyrr. Móður sinnar naut Jón aðeins örfá ár. Áður en hann fyllti tíunda aldursárið var Steinvör burtkölluð úr þessum heimi, heltekin af berkl- um. Mun móðurmissirinn hafa markað djúp spor í bamssál hans. Stundum hvarflar að manni sú hugsun að stormasöm æska hafí glætt þá elda sem loguðu og stýrðu skaphöfn Jóns síðar meir. Þessir logar gátu orðið að stóru báli en þeir gátu líka orðið að skínandi skæmm geislum eða töfrandi tón- um sem flæddu um umhverfíð og glæddu það lífí og fögrum litum. Tónlistin mun snemma hafa átt huga Jóns allan. Til þess að fanga tónana sem ómuðu í huga hans hélt hann í söngnám til Geirs Sæ- mundssonar, vígslubiskups á Ak- ureyri. Þar dvaldist hann í tæp þijú ár og naut tilsagnar í söng og orgelleik. Yfír sumartímann vann hann á búinu. Til að glata ekki niður þekkingunni þessar sumarstundir nam hann af þekk- ingarbrunni Sigurgeirs Jónssonar frá Stóru-Völlum í Skagafírði. Ekkert varð úr frekara tónlistar- námi og með þessa undirstöðu t Systir okkar, FÍDES ÞÓRÐARDÓTTIR, Hamrahlíð 17, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu i dag, miðvikudaginn 16. mars, kl. 15.00. Blóm og kransar afbeðið. Þeim sem vildu minn- ast hennar er bent á Blindrafélagið, Hamrahlíð 17. Elísabet Þórðardóttir, Viktor Þórðarson, Karl Þórðarson. t Þökkum hjartanlega öllum þeim er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LOVÍSU JÓNÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Ási, Hegranesi. Megi blessun Guðs fylgja ykkur öllum. Hilmar Jónsson, Ólafur Jónsson, Ástmundur Jónsson, Björgvin Jónsson, Sigurður Jónsson, Jóhanna Jónsdóttir, Þórunn Jónsdóttir, Magnús Jónsson, Sigurlaug Jónsdóttir, barnabörn og Birgit Andersdóttir, Jófríður Tobíasdóttir, Guðlaug Sigfúsdóttir, Steingrímur Lilliendahl, Sigurjón Björnsson, Guðriður Valtýsdóttir, Gunnar Guðbjartsson, barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ; GÍSLA HÓLMBERGSSONAR, (safirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Elliheimili og Fjórðungssjúkra- húsi ísafjarðar. Kristmundur Gi'slason, Anna Gísladóttir, Hólmberg Gíslason, Fri'ða Gi'sladóttir, Páll Sturlaugsson, Friðgerður Sigurðardóttir,. Sturlaugur Jóhannsson, Sóley Gestsdóttir, Pétur Blöndal Snæbjörnsson, Emma Rafnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þakka innilega samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns rpíns, STEFÁNS ÓLA ALBERTSSONAR, Kleppsvegi 48, Reyjrjavfk. Halldóra Andrésdóttir. LOKAÐ Skrifstofa Félags íslenskra símamanna verður lokuð frá kl. 14.00 fimmtudaginn 17. mars vegna jarðarfarar KRISTÍNAR JENNÝAR JAKOBSDÓTTUR, formanns Póstmannafélags (slands. hellti hann sér út í tónlistarlíf Skagaíjarðar. Jón var einn af stofnendum karlakórsins Heimis árið 1927 og tók brátt við stjóm hans. Þeirri stöðu gegndi hann í full fjöratíu ár og tók þetta óskabam hans ómældan tíma og kraft frá honum. En þeim tíma fannst honum aldrei illa varið. Söngurinn var hans líf og yndi, lífsfylling hans. Stundum var hugur hans allur einn konsert. Þá flögraðu hljóm- amir ýmist einraddaðir eða marg- raddaðir, í ein- eða tvísöng eða jafnvel kvartett. Þessir tónar gátu ýmist veri kröftugir eða undurblíð- ir. Það var sama hvað var verið að starfa þegar hugurinn fylltist af hljómlist og lagpartar leituðu á hann. Þá varð allt annað að víkja, blíða. Okkur er það sérstaklega minnisstætt þegar allir vora við heyskap og afli var skyndilega horfínn. Þá þurfti hann að skreppa heim til að koma lagi á blað og notaði þá gjaman píanóið. Þegar komið var heim í síðdegiskaffíð fengum við síðan að njóta afrakst- ursins. Afkvæmið var komið á blað, ef til vill dulítið nakið en fljótlega var það fært í viðeigandi búning. Jóni nægði ekki að starfa með Heimi þótt það væri ærinn starfi. Þegar hann fluttist út í Hafsteins- staði í Staðarhreppi stofnaði hann blandaðan kór sem söng við ýmis tækifæri. Árið 1966 var samkór Sauðárkróks settur á laggimar og starfaði sá kór til ársins 1971. Kirkjutónlist fékk ekki síður en kóramir að njóta krafta Jóns. Hann gegndi organistastarfí við Reynistaða- og Glaumbæjarkirkju í sex áratugi og við Sauðárkróks- kirkju, Ketu- og Hvammskirkju frá árinu 1972, í samtals ellefíi ár. Það lýsir á nokkuð sérstæðan og skemmtilegan hátt kjarkinum og þrekinu í Jóni, þá kominn undir sjötugt, að bæta við sig þremur kirkjúm og læra að spila á nýstár- legt hljóðfæri. í Sauðárkrókskirkju var veglegt pípuorgel með tvöföldu hljómborði auk einu til viðbótar fyrir fætuma. En Jón var ekkert banginn. Hann hélt nú að hann gæti lært að spila á svona hljóð- færi eins og aðrir. Annar megin þátturinn í lífi Jóns var búskapurinn. Á Akureyrarár- um sínum kynntist. hann konu sinni, Sigríði Tijámannsdóttur frá Fagranesi í Öxnadal. Þau hófu búskap að Brekku í Seyluhreppi, síðar bjuggu þau á Reykjarhóli, en frá og með árinu 1939 á Haf- steinsstöðum í Staðarhreppi. Sigríður var mikil ágætiskona og studdi bónda sinn við umsvifamikil bústörf og erilsamt tónlistarlíf. Þau Sigríður og Jón eignuðust einn son, Steinbjöm Marvin, sem bjó á móti föður sínum þar til Jón hætti búskap og flutti búferlum út á Sauðárkrók. Á Sauðárkróki átti Jón hamingjuríkt ævikvöld með Önnu Jóhannsdóttur, fyrrverandi húsfreyju frá Vindheimum, meðan hún lifði. Jón átti þijú hálfsystkini og era þau öll á lífí. Þau era Lovísa, hús- móðir, búsett á Sauðárkróki, Ingi- björg, sem lengst af hefur unnið á Kristneshæli í Eyjafirði og Hall- dór, bóndi á Stóra-Seylu. Síðustu æviárin dvaldi Jón á öldranardeild Sjúkrahúss Skag- fírðinga á Sauðárkrói. Þar leið honum vel, enda aðbúnaður hinn besti og hæfíleikaríkt starfsfólk. Jón Bjömsson frá Hafsteinsstöðum andaðist hinn 18. nóvember síðast- liðinn. Björn Steinbjörnsson, Sigríður Steinbjörnsdóttir. sgSsss CiD PIONEER HUÓMTÆKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.