Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 16.03.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. MARZ 1988 0 * m Bubbi í Sjallanum Hljómsveitin Rauðir fletir var áberandi f tónleikahaldi á Stór- Reykjavíkursvœðinu á síðasta ári og kom frá sveitinni plata stuttu fyrir síðustu jól. Platan seldist þokkalega, en hljóm- sveitin hélst ekki saman eftir útkomu hennar og hætti stuttu síðar. Hljómsveitarmenn fóru hver í sína áttina og fyrir stuttu stofn- aði Davíð Traustason, fyrrum söngvari Rauðra flata, nýja sveit með þeim Gunnari Hilmarssyni bassaleikara, Einari Scheving trommuleikara og Braga Einars- syni gítarleikara. Hljómsveitina nefna þeir félagar Eftirlitið og næsta mánudag, 21. mars, held- ur Eftirlitið sína fyrstu tónleika í Stapa. Rokksíðan náði tali af sveitarmönnum. Hver var aðdragandinn að stofnun Eftirlitsins? Þegar Rauðir fletir leystust upp ákvað Davíð að stofna nýja hljómsveit. Til að byrja með var það með allt öðrum mönnum en eru í sveitinni núna og það gekk hálf erfiölega. Eftir tveggja mán- aða þæfing kom Gunni til sög- unnar og úr því varð Eftirlitið til. Það gekk illa að setja saman sveitina því ætlunin var að ná saman mönnum sem væru ekki að þessu bara til að komast í blöðin, heldur mönnum með metnað fyrir því sem þeir væru að gera og sem væru til í að spila mikið til að ná að gera eitt- hvað meiriháttar gott. Af hverju Eftirlitið? Það er bara nafn, eða merki- miði. Það er ekkert á bak við það. Rauðir fletir voru komnir í tónlistarsjálfheldu. Hvernig hljómsveit er Eftirlitið? Eftirlitið er mjög áhugaverð sveit að okkar mati. Við leikum harðari tónlist en Fletirnir, reggí- blandað rokk, og það er meiri breidd í tónlistinni, hún spannar fleiri svið. Þá finnst okkur sem við höfum náð að móta eigin stíl. Hver er framtíð sveitarinnar? Framtíðin er björt að okkar mati og við ætlum að byrja sam- starfið á að spila mjög grimmt. Fyrstu tónleikarnir verða í Stap- anum núna 21. og síðan ætlum við að spila hvar sem tækifæri gefsttil. lapríl liggur leiðin íhljóð- ver að taka upp prufur sem leggja grunninn að plötu síðar á árinu. Eins og er er einn útgef- andi líklegri en aðrir, en þó er ekkert ákveðið. Reggíblandað rokk, segið þið. Eruð þið þá á einhverri Clashlínu? Nei, ekki er hægt að segja það. Tónlistin er frekar nýrri, viss framúrstefna. Okkur finnst reyndar ekki að hægt sé að líkja okkur frekar við einn eða annan. Þetta er bara okkar tónlist, þetta er ekki hermitónlist. Það eru viss áhrif frá pönkinu og líka frá því sem er að gerast í dag, en við eigum lokaorðið. Er einhver leiðtogi í hljóm- sveitinni; einhver einn sem ræður, sem er frekari en hinir? Við erum allir frekir, en við höfum lært það að ef það eru einhverjir foringjar þá fer allt í bál og brand. Menn verða að ræða vandamálin um leið og þau koma upp og það verður að reka hljómsveitina á lýðræðislegum grunni ef það á að vera eitthvað vit í samstarfinu. Eruð þið með mikið af frum- sömdu efni í farteskinu? Við höfum æft daglega undan- farið og eins og er höfum við æft upp um klukkutíma dagskrá. Ljósmynd/BS er á förum til Svíþjóðar fyrir mán- aðamót og þar tekur hann upp Svíþjóðarplötuna sem hefur verið í burðarliðnum í a.m.k. þrjú eða fjögur ár. Platan sú kemur síðan út ytra í sumar. Bubbi Morth- ens hélt tónleika í Sjallanum á Ak- ureyri á föstudag og laugardag. Rokksíðuútsend- ari var á staðnum vegna tónleika í Borgarbíói sama dag og brá sér í Sjallann til að hlýða á Bubba og —•yheyra eitthvað þeirra laga sem væntanleg eru á plötu sem kemur út í haust. Veitingahús er kannski ekki besti staðurinn til að halda trúbadúr- tónleika, enda alltaf eitthvað af fólki sem kemur til að drekka en .ekki hlusta og skemmir þannig fyrir hinum. Bubba tókst þó að halda í horfinu og fékk fólk til að klappa takt og taka undir á réttum stöðum. Lögin sem leikin voru voru mörg hver ný en einnig gaf að heyra lög eins og Silfraður bogi, Aldrei fór ég suður og Bak við veggi martraðar af Dögun, auk eldri laga eins og Stál og hnnífur, (sbjarnarblús og Rómeó og Júlía, sem aldrei er í sömu útsetningu. Leadbellylögin voru á sínum stað og gaman var að heyra spariklædda áheyrendur taka undir og syngja um baömull- artínslu í lagi sem að stofninum til er komið á sjöunda tuginn ef það er ekki eldra. Nýju lögin lofuðu góðu og það verður gaman að heyra hvað þeir Hilmar gera við grunnana í sameiningu. Því má bæta við hér að Bubbi Morgunblaðið/BS Geiri Sæm og Hunangstunglið Fimm stjörnur!! í sætum. Að baki býr þó alvar- legri undirtónn og það þarf að hlusta næsta grannt á lögin til þess að kunna að meta þau til fulls. Ekki svo að skilja að þau séu óaðgengileg, heldur er bara svo mikið að gérast. Hljóðfærasláttur til fyrirmyndar Flutningurinn var til mikillar fyr- irmyndar, þó svo að hljómburður hafi verið misjafn. Bjarna mixer- manni er þó vart kennandi um það — öllu heldur innanhúsarkítektn- um, en Casablanca getur stund- um verið hreinasta martröð hvað hljómburð áhrærir. Þó má drepa á það, að hljómsveitin hefði að ósekju mátt vera líflegri á sviðinu í byrjun. Að vísu má á móti segja að áheyrendur hafi verið þumbara- legir, en við slíku er ekkert að gera nema að sýna táp og fjör. Þrátt fyrir að gagnrýnanda leið- ist að stunda samanburðarfræði af gríð og erg, verður að segjast eins og er að trommuleikarinn Þorsteinn Gunnarsson var maður kvöldsins. Það sakaði vitaskuld ekki að trommusettið hljómaði af- burðavel í kerfinu, en það sem mestu um réð var færni Þorsteins og smekkvísi. Maðurinn er hiklaust einn af fimm bestu trommuleikur- um íslands. Aðrir hljómsveitarmeðlimir stóðu sig einnig af mikilli prýði: Kristján Edelstein fór á kostum á gítarinn (minnti stundum á Alex Lifeson í Rush) og Styrmir sá um að hljómborðspakkinn væri á sínum stað. Þá verður að geta Kristins sem lék á undrahljóðfærið „ Stick" í bassa stað. Því miður heyrðist fulllítið í honum, en það sem heyrðist, var upp á 9,5 (á þessum síðum er helst ekki gefið 10). Hljóðfæri þetta kemur fyllilega í staðinn fyrir bassa, en hefur mjög sérstakan hljóm — framandlegan og geðþekkan í senn. Síðast en ekki síst var Geiri Sæm. Sjálfur foringinn. Þótt und- arlegt megi virðast, þá eiga einu athugasemdirnar, sem gagnrýn- andi gerir við tónleikana, við um hann. Og það er, að undirrituðum finnst Geiri syngja full tilgerðar- lega. Ég hef heyrt Geira syngja „full- um hálsi" og hann hefur hreint prýðilega rödd, sem nyti sín til fulls. En þegar einu athugasemd- irnar snúast um það, að söngvar- inn hugsi of mikið um sönginn, er smámunacemin auðsjáanlega að drepa gagnrýnanda og full ástæða til þess að gefa fimm stjörnur. Andrés Magnússon. Geiri Sæm og Hunangstunglið hófu nýverið tónleikahald og síðastlið- ið fimmtudagskvöld léku þeir í Casablanca við flautandi undirtektir áheyrenda. Sama kvöld var E-X reyndar að spila í Lækjartungli og sú staðreynd, að bæði böndin trekkja jafnvei og raun bar vitni, stað- festir enn betur þá sannfæringu umsjónarmanna Rokksíðunnar, að lifandi tónlist eigi sivaxandi fylgi að fagna. Hvað sem því líður þá voru tónleikar Geira Sæm og Hunangstunglsins þræimagnaðir. Hljóm- sveitin sýndi vel hvað í henni bjó og þar er ekki komið að tómum kofunum. Sást það reyndar best á því hversu margir tónlistarmenn voru komnir til þess að hlýða á hljóðfærasláttinn. Það fyrsta sem maður tekur eftir hjá GS&H er hversu feyki- þéttur og faglegur allur hljóð- færaleikur er. Hljómsveitin hélt uppi prýðilegri keyrslu allan tímann og jók þungann eða minnkaði af stakri smekkvísi. Dagskráin byggðist að mestu leyti á plötunni, sem Geiri sendi frá sér fyrir jól, en einnig mátti heyra ný lög og þau gáfu hinum gömlu ekkert eftir nema síður væri. Lagasmíðunum er nokkuð erf- itt að lýsa. Þær eru velflestar til- tölulega grípandi og fyllilega danshæfar — jafnvel þannig gerðar að menn iða sér ósjálfrátt Þetta er bara okkar tónlist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.