Morgunblaðið - 20.03.1988, Síða 1

Morgunblaðið - 20.03.1988, Síða 1
120 SIÐUR B 67. tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 Sovétríkin: Armenar Jerevan Sandinistar hætta sókn- inni á hendur skæruliðum Tegucigulpa, Managua. Reuter. STJÓRN sandinista í Nicaragna hefur hætt við sóknina gegn skæru- liðum og er það haft eftir heimildum í Managua, að aðalástæðan sé sú, að B;uidaríkjastjórn sendi herlið til Hondúras. Moskvu, Reuter. ARMENSKIR flóttamenn frá Az- erbajdzhan streyma nú til Jere- van, höfuðborgar Armenfu. Að sögn heimamanna f Jerevan hefur sjónvarpið sýnt hvar flóttamenn- imir koma til borgarinnar með flugvélum, bflum og lestum. í gær samþykkti kommúnistaflokkur- inn f Nagorno-Karabakh, um- deildu héraði í Azerbajdzhan, að héraðið yrði sameinað Armeniu. Utvarpið í Jerevan segir að 1.661 flóttamaður hafi komið til Jerevan síðan íbúar í Sumgajt í Azerbajdzhan eltu uppi og myrtu Armena sem þar eru búsettir. Samkvæmt opinberum tölum létust 32 menn í óeirðunum. Armenar, sem komnir eru til Jere- van, segja að mun fleiri hafí fallið og lýsingar þeirra á atburðum eru hraeðilegar. Atökin í Sumgajt eiga rætur að rekja til deilna milli Armena og Azerbajdzhana um NagomorKarab- akh, hérað sem áður tilheyrði Arm- eníu en er nú á yfirráðasvæði Az- erbajdzhans. Búist er við að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi leggi fram málamiðlunartillögu í næstu viku. Samþykkt kommúnistaflokksins t Nagomo-Karabakh gengur gegn vilja ráðamanna í Kreml. Préttaskýr- endum bar einnig saman um að sam- þykktin storkaði flokksleiðtogum í Bakú, höfuðborg Azerbajdzhan, sem ítrekað hafa mikilvægi héraðsins fyrir Azerbajdzhan. Þingið í Nag- omo-Karabakh samþykkti tillögu í febrúar síðastliðnum um að héraðið, sem Armenar byggja að mestu, yrði sameinað Armeníu. Bangladesh: Störf kenn- ara vanmetin Dhaka, Rcuter. TÆPLEGA 100 manns slösuðust í óeirðum sem brutust út í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, í gær er gagnfræðaskólanemendur kröfð- ust þess að fá að svindla á prófum. Að sögn embættismanna í Bangladesh vom um 800 nemendur í gagnfræðaskólum borgarinnar staðnir að því að svindla á lokapróf- um, sem fram fóru í gær, og var þeim meinuð frekari þátttaka í þeim. Neyddust forráðamenn skólanna til að óska eftir aðstoð lögreglunnar þegar öskuillir nemendumir rifu prófgögn og ógnuðu kennurum sínum. Gengu þeir síðan fylktu liði að skólabyggingu í hverfi einu í borginni þar sem lokaprófin fóru fram og hrópuðu allir sem einn: „Leyfið vintím okkar að hjálpa okk- ur“ og „við krefjumst þess að fá að skrifa upp hver eftir öðrum“. Lögreglumenn beittu táragasi og bareflum í viðureign sinni við nem- enduma vanþakklátu og slösuðust um 100 manns þar af sjö Iögreglu- þjónar. 50 óeirðaseggir voru hins vegar færðir í fangageymslur lög- reglunnar. Sandinistar hafa hætt sókninni á hendur skæruliðum í Nicaragua og er það haft eftir embættismanni í vamarmálaráðuneytinu í Managua, að það hafi verið ákveðið þegar bandarískt herlið var sent til Hond- úras. Vestrænn sérfræðingur í Managua, sem hefur aðgang að háttsettum mönnum innan hersins, segist telja, að markmiðið með sókn sandinista hafi verið að ná á sitt vald stjórn- og birgðastöð skæruliða í Hondúras. „Svo virðist sem Ortega forseti hafi hætt sókninni vegna athyglinnar, sem hún vakti, og þeg- ar ljóst var orðið, að hún næði ekki tilgangi sínum," sagði sérfræðing- urinn. Jose Azcona, forseti Hondúras, sagði í gær, að bandarísku her- mönnunum yrði beitt gegn sandin- istum ef þeir létu ekki af yfirgang- inum á landamærum ríkjanna en lagði þó áherslu á, að koma herliðs- ins væri fyrst og fremst táknrænn stuðningur við Hondúras-búa. Komið hefur til harðra orðaskipta á Bandaríkjaþingi vegna ákvörðun- arinnar um að senda herlið til Hond- úras en þingmenn úr báðum flokk- um, þar á meðal demókratamir Sam Prentsmiðja Morgunblaðsins Panama: Boða til allsherjar- verkfalls Panamahorg, Reuter. Stjórnarandstaðan í Pan- ama boðaði til allsherjarverk- falls í Panama á föstudag, eftir að Panamastjórn hafði lýst yfir neyðarástandi til að bæla niður almenn mótmæli Panamabúa, sem krefjast þess að Manuel Antonio Noriega hershöfðingi láti af völdum. Hartnær tvö hundruð samtök boða til þessa verkfalls. Leiðtogar þeirra sögðu á fréttamannafundi að verkfallið hæfist á mánudag og tæki ekki enda fyrr en gengið yrði að kröfum þeirra. Þeir sögð- ust kreQast þess að Noriega yrði tafarlaust settur frá völdum. Nokkrum klukkustundum áður en boðað var til verkfallsins hafði Noriega lýst yfír neyðarástandi og afiiumið ýmis þegnréttindi Pan- amabúa. Stjómin getur til að mynda bannað almenna fundi, gripið til ritskoðunar, og látið handtaka landsmenn án þess að sýnd sé handtökuheimild. Stjómin getur einnig fellt niður þá grein stjómarskrárinnar sem vemdar einkaeignir landsmanna, og er tal- ið að stjómin hafi í hyggju að þjóð- nýta banka. Leiðtogar stjómarandstæðinga segja að ákvörðun Noriega sé „misheppnuð tilraun til að bæla niður mótmæli Panamabúa." Tals- menn stjómarinnar segjast hins vegar aðeins vilja veija sig gegn „árás Bandaríkjamanna á efnahag landsins," sem gerð sé „í samvinnu við önnur pólitísk öfl í landinu." Sjónvarpsstöðvar í Banda- ríkjunum hafa greint frá því að viðræður eigi sér þegar stað milli Noriega og bandarískra embættis- manna, þar sem rætt sé um að Noriega flytjist til Spánar eða Frakklands. Noriega er sagður vonast til að geta samið um að fá að fara frjáls ferða sinna og halda hluta eigna sinna. Nunn, formaður hermálanefndar- innar, og David Boren, formaður lejmiþjónustunefndarinnar, hafa nú lagt fram tillögu um 48 milljón dollara aðstoð við skæruliða. Segja þeir hana nauðsynlega vegna þess, að sandinista-stjómin hafí reynt að ganga á milli bols og höfiiðs á skæruliðum áður en hún settist að samningum við þá um frið í Nic- aragua, en viðræðumar eiga að hefjast á mánudag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.