Morgunblaðið - 20.03.1988, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988
Shamir og Peres: kosningaskjálfti?
Shamir og Shultz: ágreiningnr um friðaráætlun.
Shamir og Reagan: „Misskilningur milli vina.“
Svipmynd á sunnudegi/Yitzhak Shamir
sáttasemjara SÞ, sem reyndi að fá
samþykkta áætlun um skiptingu
Palestínu í ríki gyðinga og araba.
Margir telja að Shamir hafi einnig
skipulagt tilræðið við Bemadotte.
Bretar handtóku Shamir þríveg-
is á þessum óróatíma, fyrst árið
1941, en en hann slapp alltaf.
Síðast gróf hann göng úr fanga-
búðum í Erítreu, sem þá var á
valdi Breta, og flúði til frönsku
nýlendunnar Djibouti við Rauða-
haf, þar sem hann var í haldi í tvo
mánuði. Þá fékk hann hæli í
Frakklandi og tilraunir Breta til
að fá hann framseldan voru unnar
fyrir gýg. Hann talar enn ágæta
frönsku og pólsku, en er lélegur í
ensku,
Eftir stofnun Ísraelsríkis í maí
1948 fór Shamir aftur til Pa-
lestínu: Hann hafði hægt um sig
og stundaði lögfræði- og kaup-
sýslustörf næstu sjö ár. Á árunum
1955 til 1965 starfaði hann í
Mossad og mun í fyrstu hafa fjall-
að um málefni arabalanda, einkum
Líbanons og Sýrlands. Hann fékk
orð fyrir að vera einn færasti
starfsmaður leyniþjónustunnar og
hlaut það ábyrgðarmikla starf að
stjóma aðgerðum hennar í Evrópu
frá París.
Um þann kafla á ferli Shamirs
segir aðeins í opinbem æviágripi
að hann hafí um skeið gegnt
„valdamiklu opinbem embætti,"
enda hvílir mikil leynd yfír öryggis-
málum í ísrael og fátt má birta
um fyrri störf hans. Þó er vitað
samkvæmt erlendum ritum að
hann átti þátt í því að bréfsprengj-
ur vom sendar þýzkum vísinda-
mönnum í Egyptalandi. Skömmu
síðar fóm þeir frá Kaíró og þá var
hætt smíði eldflauga, sem Nasser
forseti ætlaði að nota til að ógna
ísrael.
Leynd
Sonur Shamirs, Yair, sem lét
nýlega af starfí ofursta í flug-
hemum, hefur skýrt frá því hvem-
ig hann komst fyrst að því að fað-
ir hans gegndi ekki venjulegu
starfí: „Ég var um 10 ára gamall
þegar föður mínum var falið að
starfa í París. Hann sagði við mig
og systur mína: „Við ætlum að
setjast að í öðm landi. Vel á
minnzt, þið fáið líka nýtt nafn.““
Shamir hefur aldrei talað um
störf sín í Mossad og neðanjarðar-
hreyfíngunni, að öðm leyti en því
að hann hefur látið þau orð falla
að sá tími hafí verið „mest æsandi
og hættulegustu ár ævi minnar“.
Eini félaginn úr Stem-samtökun-
um, sem hann hefur haldið tryggð
við, er kona hans, Shulamit. Þau
hafa lifað kyrrlátu lífi og eiga eina
dóttur auk sonarins Yair.
Þótt ekki sé vitað hvers vegna
Shamir hætti í Mossad er talið
líklegt að þáverandi stjóm Verka-
mannaflokksins hafí talið hann of
hægrisinnaðan. Hann sneri sér aft-
ur að kaupsýslustörfum og rak
m.a. gúmmíverksmiðju um tíma.
Jafnframt hóf hann baráttu fyrir
málstað sovézkra gyðinga. Störfín
í leyniþjónustunni höfðu þau áhrif
Stjómmálafréttaritari Reuters
segir að Shamir hafi haft
heldur lítinn áhuga á Was-
hington-ferðinni og verið fastur
fyrir í viðræðum sínum við banda-
ríska ráðamenn. Að sögn aðstoðar-
manna Shamirs vildi hann fyrst
og fremst komast hjá uppgjöri við
Bandaríkjamenn, sem veita ísrael
þriggja milljarða dollara aðstoð á
ári. Hann vissi að litlar líkur voru
á því að hann gæti sannfært
bandarísku stjómina um að áfram-
haldandi hemám ísraelsmanna á
Vesturbakkanum og Gaza-svæð-
inu væri forsenda fyrir tilveru ísra-
elsríkis, en þótt hann vildi forðast
árekstra vildi hann ekki láta í minni
pokann. „Þrýstingur hefur engin
áhrif á mig,“ sagði hann í viðtali
áður en hann fór frá ísrael.
Shamir vildi líka sneiða hjá bein-
um árekstrum við marga banda-
ríska Gyðinga og aðra stuðnings-
menn ísraelsríkis, sem hafa fyllzt
ugg vegna uppreisnar Palestínu-
manna á herteknu svæðunum.
„Nokkrir helztu homsteinar heims-
skoðunar Shamirs hafa hrunið
snögglega á undanfömum mánuð-
um,“ sagði Jerusalem Post áður
en hann lagði af stað. „Hugmynd-
imar um alþjóðlega friðarráð-
stefhu, sem Shamir taldi að honum
hefði tekizt að grafa, risu upp frá
dauðum."
Stálvilji
Shamir, sem er aðeins rúmur
einn og hálfur metri á hæð, er
þannig lýst að hann sé gætinn,
óvæginn og fámáll, lítill ræðumað-
ur, hviki ekki frá settu marki og
hafí taugar úr stáli. Mestalla ævi
hefur hann fengizt við leyniaðgerð-
ir af ýmsu tagi. Fyrr á árum var
hann einn helzti leiðtogi neðanjarð-
arhreyfingar zíonista og síðan einn
af æðstu mönnum ísraelsku leyni-
þjónustunnar, Mossad. Hann hefur
því svipaðan feril að baki og
Menachem Begin fv. forsætisráð-
herra, sem kom honum til áhrifa
í ísraelskum stjómmálum, og er
ættaður frá Póllandi eins og hann.
Menn sem skrifað hafa um
Shamir segja að stjómmálaskoðan-
ir hans hafí mótazt af gyðinga-
hatri Pólveija og gyðingaofsóknum
nazista. „Afstaða hans er sú að
gyðingar lifí í fjandsamlegum
heimi, sem ekki sé^þægt að breyta,
og að arabar séu ævarandi óvinir,
sem ekki sé hægt að treysta," sagði
í grein um hann þegar hann varð
forsætisráðherra.
Shamir fæddist 15. október
1914 í Ruzinoy í austurhluta Pól-
lands, sem Rússar innlimuðu síðar,
og var skírður Yitzhak Yzemitzky,
en tók sér nýtt nafn eftir að ísrael
öðlaðist sjálfstæði. Áður en hann
fluttist til Palestínu 1935 var hann
félagi í Betar, öfgasinnuðum
æskulýðssamtökum svokallaðs
Endurskoðunarflokks gyðinga.
Hann hóf nám í lögfræði í hebr-
eska háskólanum í Jerúsalem og
stundaði jafnframt byggingar-
■vinnu til að sjá sér farborða. Þegar
arabar efndu til óeirða 1936 gekk
hann í neðanjarðarhreyfíngu gyð-
inga og síðan tók hann virkan þátt
í baráttunni fyrir því að Bretar
færu frá Palestínu og gyðingar
stofnuðu sjálfstætt ísraelsríki.
Árið 1940 klofnaði hreyfíngin
Irgun Zvai Leumi (IZL; Þjóðlegu
hemaðarsamtökin), sem var undir
forystu Begins, og Shamir gekk í
lið með róttækari arminum, sem
kallaði sig Lohamei Herut Yisrael
(LEHY; „Frelsishetjur ísraels"), en
varð þekktari undir nafninu
Stem-samtökin. Shamir og Begin
jöfnuðu ekki ágreining sinn fyrr
en 13 árum síðar. Bretar töldu
Stem-samtökin, sem vom kennd
við foringja þeirra, Abraham
Stem, miklu hættulegri en Irgun-
hreyfíngu Begins og sagnfræðing-
ar segja að þau hafí verið einhver
hættulegustu neðanjarðarsamtök á
síðari tímum.
Myrtu Bernadotte
Stem-samtökin myrtu brezka
embættismenn og lögreglumenn
og Bretar lögðu meira kapp á að
hafa hendur í hári Shamirs en
flestra annarra leiðtoga þeirra.
Hann var oft á flótta, stundum
dulbúinn sem pólskur hermaður
og stundum sem hálfblindur maður
með dökk gleraugu.
Samtökin kölluðu yfír sig reiði
Breta jafnt sem gyðinga í Palestínu
þegar þau myrtu Moyne lávarð,
sem fór með málefni Miðaustur-
landa í brezku stjóminni, í Kaíró
1944. Nokkrir sagnfræðingar telja
að Shamir hafí bæði skipulagt
morðið á Moyne og misheppnaða
tilraun, sem var gerð til að myrða
brezka stjómarfulltrúann í Pa-
lestínu, Michael MacMillan. Árið
1948 myrtu Stem-samtökin Folke
Bemadotte greifa frá Svíþjóð,
Yitzhak Shamir
forsætisráðherra, sem
hefurverið íWashington
og reynt að skýra út fyrir
Ronald Reagan forseta
hvers vegna hann er
mótfallinn friðartillögum
Bandaríkjamanna, leggur
höfuðáherzlu a varnir
ísraels og er talinn
fullkomið dæmi um
þrjózkan, fsraelskan
þjóðernissinna. Jafnt vinir
hans sem andstæðingar
segja að hann sé
dæmigerður „bítahónisti",
þ.e. maður sem teljiöryggi
skipta meginmáli (dregið
af hebreska orðinu
„bitahon" sem merkir
öryggi). Engin breyting
varð á viðhorfum hans og
Reagans i' viðræðum
þeirra.
Yitzhak Shamir: Þrýstingur hefur engin áhrif á mig.“
■
Harðjaxlinn í ísrael