Morgunblaðið - 20.03.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 20.03.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. MARZ 1988 41 Fred Kameny pianóleikari, sem leikur eitt af viða- mestu píanóverkum þessarar aldar á tónleikum Musica Nova S Norræna húsinu i dag kl. 17. Píanótónleikar á vegum Musica Nova: Fimamikið Messiaen verk — f lutt af bandarískum píanóleikara Á sunnudaginn kl. 17 verða harla sérstæðir pianótónleikar S Norræna húsinu á vegum Musica Nova. Bandarískur pianóleikari, Fred Kameny, leikur þá verk eftir Olivier Messiaen. Siðast var flutt verk eftir Messiaen á tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar æskunnar um daginn, en tónskáldið á áttræðisafmæli á árinu, svo það þykir við hæfi að flytja verk hans nú og er verið að gera víða. Verkið sem Kameny flytur heitir Vingt regards sur l’enfant Jésus, samið 1944, trúarlegt verk eins og fleiri verka hans frá þessum tíma. Verkið er eitt viða- mesta píanóverk frá þessari öld, þó ekki sé annað en lengdin, en flutningur þess tekur um tvær klst. Píanóverk Messiaens þykja afbragð, óendanlega litrík og gera miklar kröfur til flytjandans. En hver er hann þá, þessi píanóleik- ari sem ræðst í þetta stórvirki? Kameny er ungur að árum, faéddur 1956. Hann fékk fljótlega áhuga á samtímatónlist, var farinn að leika verk eftir Ives, Co- pland, Schönberg og Stoakhausen þegar hann var rétt skriðinn á táningsaldurinn. Og þessu hefur hann haldið áfram, vann meðal annars til verðlauna í keppni í flutningi samtímatónlistar í St.-Germa- in-en-Laye 1983. Hann lærði á píanó í Bandarílq'unum, en hefur haldið áfram námi í Evrópu hjá Yvonne Loriod, eigin- konu Messiaens, og hjá Peter Serkin. Auk þess að leika tónlist Messiaens, hefur hann lagt sig eftir tónlist We- bems, Zimmermanns og Boulez, hefur líka á takteinum flest af þekktari verkum fyrir píanó og fíðlu. Síðan 1984 hefur hann verið ritstjóri við Grove Dictionary of Music. Kameny kemur við hér á leið vestur um haf, er að koma frá Frakklandi, þar sem hann hefur meðal annars flutt verk- ið, sem hann spilar hér á sunnudaginn. Texti: Sigrún Davíðsdóttir Alþjóðleg- ar sumar- búðir barna Samtökin AJþjóðtegar sumar- búðír barna (CISV) voru stofnuð í Bandaríkjunum árið 1951 og var upphafsmaðurinn kona að nafni Doris Allen. Er hér um að ræða friðarhreyfingu, sem starf- ar í um 90 löndum og tengist Unesco, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Samtökin eru óháð stjómmálum, trú og kynþætti og hafa það að markmiði að hjálpa bömum og unglingum að öðlast traust hvert til annars, skilja ytri mismunun, lifa saman á grundvelli umburðarlyndis og jafnréttis og hugsa og álykta í anda alþjóðavitundar. Þeir, sem áhuga hafa á þessum félagsskap og vilja fræðast um hann, geta gert það með því að hafa samband við Jón Bjama Þor- steinsson lækni. FréttatUkynning frá stjórn CISV & ís- landi. Fyrirleslur um uppeldismál ÞRIÐÍUDAGINN 22. mars flytur Dóra S. Bjarnadóttir lektor fyrir- lestur á vegum Rannsóknastofn- unar uppeldismála er nefnist: Rannsókn á sameiginlegu uppeldi fatlaðra og ófatlaðra bama á dag- heimilum. Niðurstöður viðhorfa- könnunar, kerfíð, störfín, þjónusta. Fyrirlesturinn verður haldinn í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg og hefst kl. 16.30. Öllum heimill aðgangur. (Fréttatilkynning) Fyrirlest- ur um kulda og loðnu DR. JOHN Davenport sjávarlíf- fræðingur frá Sjávarrannsókna- stöð Háskólans i Wales í Menai Bridge heldur fyrirlestur um kulda og loðnu. Fyrirlesturinn verður þriðjudag- inn 22. mars 1988 kl. 15.15 í stofu G-6 á Líffræðistofnun háskólans, Grensásvegi 12. Fyrirlesturinn verður á ensku. (Fréttatilkynning) T-Jöföar til XX fólks í öllum starfsgreinum! Handhægl4eöa16 tommu litasjónvorp fyrir ungiingana. S.691520 SÆTÚNi, samtú<§Mm (/óíe/uutc 16tommu(terð^w m^inn^99 u rrr^naeöUOstoðvar.m.nni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.