Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 25

Morgunblaðið - 24.03.1988, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 25 Stjórn Orkustofnunar: „ Samdráttarað- gerðum lokið“ Jakob Björnsson, orkumálastjóri, á ársfundi Orkustofnunar í gær. Arsfundur Orkustofnunar; Utflutningur raforku ekki tímabær fyrr en um aldamótin Töluvert hefur áunnist í því að þróa rannsóknir Orkustofnunar að breyttri verkefnastöðu orkuð- inaðar. Jarðfrœðilegar grunn- rannsóknir hafa - í samvinnu við Landsvirkjun - verið fastur liður i starfseminni. Tekizt hefur sam- vinna milli Orkustofnunar og hagsmunaaðila um grundvallar- rannsóknir á sviði vatnamælinga. Varmi, vatn ogjarðsjór til fiskeldis Orkustofnun hefur unnið að svæðisbundnum rannsóknum á náttúrulegum skilyrðum fyrir fiskeldi, sem geta haft framtíð- aráhrif á staðarval og hönnun fiskeldisstöðva og byggðaskipu- lag almennt. Rannsóknirnar snúa einkum að jarðvarma, heitu vatni og köldu, sem og jarðsjó. Freysteinn Sigurðsson og Lúðvík S. Georgsson fluttu erindi um fram- angreindar rannsóknir á ársfundi Orkustofnunar sl. þriðjudag. Þær eru hluti af þriggja ára áætlun um könnun á jarðfræðilegum aðstæðum, þar sem áætluð eru líkleg afköst, rennsli og hiti, efnainnihalds vatns- ins, sem og líkur á jarðhita í undir- djúpum með jarðfræðilegum mæl- ingum. Stefnt er að lúkningu þessa fiskeldisverkefnis árið 1990, en verkhraði er háður fjárveitingum. Ennfremur við hagsmunaaðila í fiskeldi um rannsóknir í þeirra þágu. Vonir standa til að sam- vinna takizt um jarðfræðikort- lagningu á jarðskjálftasvæðum og víðar í samvinnu við aðrar ríkis- stofnanir. Þetta er liður í nýta rannsóknargetu Orkustof nunar utan orkugeirans. Framangreint kom fram í ávarpi Jónasar Elíassonar, formanns stjórnar Orkustofnunar, á ársfundi stofnunarinnar sl. þriðjudag. Jónas sagði ennfremur að ef úr yrði frek- ari raforkusölu til stóriðju eða út- flutnings þyrfti að herða á orkurann- sóknum umfram það sem gert hefur verið ráð fyrir. Jakob Bjömsson, orkumálastjóri, ræddi viðhorf í íslenzkum orkumál- um. Ami Snorrason fjallaði um vatnamælingar og vatnafarsathug- anir, Freysteinn Sigurðsson og Lúðvík Geirsson um varma, vatn og jarðsjó til flskeldis og Einar Kjart- ansson um úrvinnslu hafsbotnsmæl- inga til olíuleitar. Verkefni Orkustofnunar hafa dregizt nokkuð saman undanfarin ár. „Orkustofnun neyddist til að fækka starfsfólki talsvert á árinu", sagði Jónas Elíasson í ávarpi sínu. „Það er skoðun stjómar Orkustofn- unar að þessum samdráttaraðgerð- um sem staðið hafa frá 1982, sé lokið, og starfsmannahald nú komið í frambúðarhorf. En sú niðurstaða fékkst í athugun sem gerð var á framtíðarumfangi rannsóknarstarfs á Orkustofnun þar sem mið er tekið af fjárfestingarþörf orkuðinaðarins að starfsmannaQöldi svipaður og nú er væri hæfilegur...". Jakob Björnsson, orkumála- stjórí, ræddi um frumathugun á byggingu nýrrar álbræðslu í Straumsvik, og möguleika á út- flutningi á raforku um sæstreng til Bretlandsa á ársfundi Orku- stofnunar í gær. Orðrétt sagði hann: „Ómögulegt er að segja hvað framtíðin ber í skauti sínu í þessum efnum, nema hvað telja má víst að útflutningur verði ekki tímabær fyrr en um eða upp úr aldamótum. Það bezta sem við getum gert er að vera í viðbragðs- stöðu, reiðubúin að grípa tæki- færí sem bjóðast kunna, en gera okkur jafnframt grein fyrir óviss- unni, þannig að við kostum ekki of miklu til of snemma" Orkumálastjóri velti og fyrir sér, hvaða möguleikar séu á því mæta hugsanlegri orkueftirspum til stór- iðju og útflutnings, ef til kæmi. „Orkugeta þeirra vatnsaflsvirkjana, sem nú eru í byggingu eða á verk- hönnunarstigi, og líklegra jarðgufu- virkjana eins og á Nesjavöllum og víðar, er um 4900 GWh á ári. Árið 2005 yrði eftir af þessari orkugetu um 2000 Ghw á ári ef nýja álverið í Straumsvík verður reist. Ef fyrsti 500 MW áfanginn í útflutningi kæmi á því ári vantar 1500 GWh/a. Þær væm t.d. fáanlegur í efri hluta Þjórs- ár. Ef við nú hugsum okkur að út- flutningurinn vaxi S 2000 MW og 14000 GWh/a frá 2005 til 2015 vantar 11.200 GWh árið 2015. Af þeim mætti fá um 8.500 GWh/a úr Jökulsá á Brú og 2800 GWh/a yrðu að koma annarsstaðar frá, t.d. úr efri og neðri hluta Þjórsár og frá jökulsánum í Skagafirði. Þá em Hvítá, Markarfljót og fleiri ár enn ósnertar, svo að rúm væri fyrir ann- að álver,. auk útflutnings, ef menn svo kjósa. Vemlegur útflutningur getur þannig farið fram samtímis uþpbyggingu stóriðju í landinu". Við skulum setja okkur það mark, sagði hann, að hafa lokið forrannsóknum á efri og neðri hluta Þjórsár 1995, jökulsánna í Skagafirði og Jökulsá á Brú ásamt með Jökulsárveitu á Fjöllum. ggh,. ' J§ i: ■fjl'} /; ;/I 7' li(| •(% i <M h ft (ifp . ,. Jötun málningin er fáanleg í 1300 litum. Gæðamálning sem meistar- arnir mæla með. Strax innimálning, Jotaplast (3 gljástig), Lord og Lady lakkþykkni og margt fleira. Húsasmiðjan hjálpar þér við fermingarundirbúninginn Þú ætlar ef til vill að mála, smíða, leggja á góifin, klæða forstofuloftið eða klára eldhúsinnrétting- una og vera búinn að þessu öilu fyrir páska. Þá er einfaldast að hafa samband við Húsasmiðjuna. FAGMENN í ÖLLUM DEILDUM Þú nýtur leiðbeininga fagmanna við val á öllu sem prýtt getur heimilið. PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA Við gerum okkur far um að veita þér sem mesta og besta þjónustu. Fermingarundirbún- ingurinn verður léttari með aðstoð Húsasmiðj- unnar. HÚSA5MIÐJAN SÚDARVOGI 3-5 ^ 687700

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.