Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 24.03.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1988 25 Stjórn Orkustofnunar: „ Samdráttarað- gerðum lokið“ Jakob Björnsson, orkumálastjóri, á ársfundi Orkustofnunar í gær. Arsfundur Orkustofnunar; Utflutningur raforku ekki tímabær fyrr en um aldamótin Töluvert hefur áunnist í því að þróa rannsóknir Orkustofnunar að breyttri verkefnastöðu orkuð- inaðar. Jarðfrœðilegar grunn- rannsóknir hafa - í samvinnu við Landsvirkjun - verið fastur liður i starfseminni. Tekizt hefur sam- vinna milli Orkustofnunar og hagsmunaaðila um grundvallar- rannsóknir á sviði vatnamælinga. Varmi, vatn ogjarðsjór til fiskeldis Orkustofnun hefur unnið að svæðisbundnum rannsóknum á náttúrulegum skilyrðum fyrir fiskeldi, sem geta haft framtíð- aráhrif á staðarval og hönnun fiskeldisstöðva og byggðaskipu- lag almennt. Rannsóknirnar snúa einkum að jarðvarma, heitu vatni og köldu, sem og jarðsjó. Freysteinn Sigurðsson og Lúðvík S. Georgsson fluttu erindi um fram- angreindar rannsóknir á ársfundi Orkustofnunar sl. þriðjudag. Þær eru hluti af þriggja ára áætlun um könnun á jarðfræðilegum aðstæðum, þar sem áætluð eru líkleg afköst, rennsli og hiti, efnainnihalds vatns- ins, sem og líkur á jarðhita í undir- djúpum með jarðfræðilegum mæl- ingum. Stefnt er að lúkningu þessa fiskeldisverkefnis árið 1990, en verkhraði er háður fjárveitingum. Ennfremur við hagsmunaaðila í fiskeldi um rannsóknir í þeirra þágu. Vonir standa til að sam- vinna takizt um jarðfræðikort- lagningu á jarðskjálftasvæðum og víðar í samvinnu við aðrar ríkis- stofnanir. Þetta er liður í nýta rannsóknargetu Orkustof nunar utan orkugeirans. Framangreint kom fram í ávarpi Jónasar Elíassonar, formanns stjórnar Orkustofnunar, á ársfundi stofnunarinnar sl. þriðjudag. Jónas sagði ennfremur að ef úr yrði frek- ari raforkusölu til stóriðju eða út- flutnings þyrfti að herða á orkurann- sóknum umfram það sem gert hefur verið ráð fyrir. Jakob Bjömsson, orkumálastjóri, ræddi viðhorf í íslenzkum orkumál- um. Ami Snorrason fjallaði um vatnamælingar og vatnafarsathug- anir, Freysteinn Sigurðsson og Lúðvík Geirsson um varma, vatn og jarðsjó til flskeldis og Einar Kjart- ansson um úrvinnslu hafsbotnsmæl- inga til olíuleitar. Verkefni Orkustofnunar hafa dregizt nokkuð saman undanfarin ár. „Orkustofnun neyddist til að fækka starfsfólki talsvert á árinu", sagði Jónas Elíasson í ávarpi sínu. „Það er skoðun stjómar Orkustofn- unar að þessum samdráttaraðgerð- um sem staðið hafa frá 1982, sé lokið, og starfsmannahald nú komið í frambúðarhorf. En sú niðurstaða fékkst í athugun sem gerð var á framtíðarumfangi rannsóknarstarfs á Orkustofnun þar sem mið er tekið af fjárfestingarþörf orkuðinaðarins að starfsmannaQöldi svipaður og nú er væri hæfilegur...". Jakob Björnsson, orkumála- stjórí, ræddi um frumathugun á byggingu nýrrar álbræðslu í Straumsvik, og möguleika á út- flutningi á raforku um sæstreng til Bretlandsa á ársfundi Orku- stofnunar í gær. Orðrétt sagði hann: „Ómögulegt er að segja hvað framtíðin ber í skauti sínu í þessum efnum, nema hvað telja má víst að útflutningur verði ekki tímabær fyrr en um eða upp úr aldamótum. Það bezta sem við getum gert er að vera í viðbragðs- stöðu, reiðubúin að grípa tæki- færí sem bjóðast kunna, en gera okkur jafnframt grein fyrir óviss- unni, þannig að við kostum ekki of miklu til of snemma" Orkumálastjóri velti og fyrir sér, hvaða möguleikar séu á því mæta hugsanlegri orkueftirspum til stór- iðju og útflutnings, ef til kæmi. „Orkugeta þeirra vatnsaflsvirkjana, sem nú eru í byggingu eða á verk- hönnunarstigi, og líklegra jarðgufu- virkjana eins og á Nesjavöllum og víðar, er um 4900 GWh á ári. Árið 2005 yrði eftir af þessari orkugetu um 2000 Ghw á ári ef nýja álverið í Straumsvík verður reist. Ef fyrsti 500 MW áfanginn í útflutningi kæmi á því ári vantar 1500 GWh/a. Þær væm t.d. fáanlegur í efri hluta Þjórs- ár. Ef við nú hugsum okkur að út- flutningurinn vaxi S 2000 MW og 14000 GWh/a frá 2005 til 2015 vantar 11.200 GWh árið 2015. Af þeim mætti fá um 8.500 GWh/a úr Jökulsá á Brú og 2800 GWh/a yrðu að koma annarsstaðar frá, t.d. úr efri og neðri hluta Þjórsár og frá jökulsánum í Skagafirði. Þá em Hvítá, Markarfljót og fleiri ár enn ósnertar, svo að rúm væri fyrir ann- að álver,. auk útflutnings, ef menn svo kjósa. Vemlegur útflutningur getur þannig farið fram samtímis uþpbyggingu stóriðju í landinu". Við skulum setja okkur það mark, sagði hann, að hafa lokið forrannsóknum á efri og neðri hluta Þjórsár 1995, jökulsánna í Skagafirði og Jökulsá á Brú ásamt með Jökulsárveitu á Fjöllum. ggh,. ' J§ i: ■fjl'} /; ;/I 7' li(| •(% i <M h ft (ifp . ,. Jötun málningin er fáanleg í 1300 litum. Gæðamálning sem meistar- arnir mæla með. Strax innimálning, Jotaplast (3 gljástig), Lord og Lady lakkþykkni og margt fleira. Húsasmiðjan hjálpar þér við fermingarundirbúninginn Þú ætlar ef til vill að mála, smíða, leggja á góifin, klæða forstofuloftið eða klára eldhúsinnrétting- una og vera búinn að þessu öilu fyrir páska. Þá er einfaldast að hafa samband við Húsasmiðjuna. FAGMENN í ÖLLUM DEILDUM Þú nýtur leiðbeininga fagmanna við val á öllu sem prýtt getur heimilið. PERSÓNULEG ÞJÓNUSTA Við gerum okkur far um að veita þér sem mesta og besta þjónustu. Fermingarundirbún- ingurinn verður léttari með aðstoð Húsasmiðj- unnar. HÚSA5MIÐJAN SÚDARVOGI 3-5 ^ 687700
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.