Morgunblaðið - 30.04.1988, Side 10

Morgunblaðið - 30.04.1988, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 Leiðrétting í tilefni af rangfærslum Vilhjálms Egilssonar um skattbyrði eftir Jón Baldvin Hannibalsson í fréttum sl. miðvikudagskvöld mun Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs, hafa látið nokkur orð falla um aukna skattbyrði ríkissjóðs á þessu ári. Þar sem þessi ummæli voru afar villandi og raunar alröng á köflum, þá er nauðsynlegt að hið rétta komi fram. Það eru engar nýjar fréttir, að hlutfall skatttekna ríkissjóðs af þjóð- arframleiðslu sé hærri nú á þessu ári en í fyrra. Ástæðan er einföld. Hún er sú, að í fyrra var bullandi halli á ríkissjóði, en í ár er gert ráð fyrir hallalausum rekstri. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Vilhjálmur telur skattahækkunina frá því í fyrra vera upp á 5V2 millj- arð. Þetta er ekki rétt. Hann hefur lagt vitlaust saman. Ef við lítum á hlutfali skatttekna af þjóðarfram- leiðslu, kemur í ljós, að það hækkar úr 22,5% 1987 í 24,2% 1988. Þetta VITA5TÍG 13 26020-26065 Vindás. 2ja herb. ib. 55 fm á 2. hæð. Verð 3,5 millj. Laugavegur. 2ja herb. íb. 35 fm. Verð 1650-1700 þús. Reykás. 2ja herb. ib. á 1. hæð. 75 fm. Fallegar innr. Sérgaröur. Hagstæö lán áhv. Laus. Verð 3,8 millj. Áiftahólar. 3ja herb. ib. á 2. hæð 75 fm. Geysimikið útsýni. 40 fm bilsk. Meðalholt. 3ja herb. íb. 75 fm á 2. hæð. Verð 4,1-4,2 millj. Flyðrugrandi. 3ja herb. íb. góð á 2. hæð. Suðursv. Verð 4,5-4,7 millj. Vesturgata. 3ja herb. ib. 80 fm á 2. hæð i tvíbhúsi. Verð 3,5-3,6 millj. Engjasel 4ra-5 herb. falleg íb. 117 fm á 3. hæð auk bílskýlis. Fallegar innr. Fráb. út- sýni. Suðursv. Melabraut - Seltjnesi Efri sérh. í þríbhúsi. 110 fm. Fráb. út- sýni. Tvöf. bílsk. Verð 7,5 millj. Laugarnesvegur. Parhús á tveimur hæðum. 130 fm auk bílsk. Mik- ið endurn. Parket. Verð 6,5 millj. Bergur Oliversson hdl., 5H Gunnar Gunnarsson, s. 77410, Jón Baldvin Hannibalsson svarar til 4.300 m.kr. á núgildandi verðlagi. En það er ekki nóg með, að Vil- hjálmur leggi vitlaust saman. Hann fer líka ansi fijálslega með raun- verulegar ástæður þessarar skatta- hækkunar. í hvað fara peningar skattborgaranna, spyr hann í vand- lætingartóni. Ég skal segja honum i hvað þeir fara. Af þessum rúmlega 4 milljörðum, sem skattbyrðin eykst um á þessu ári, fer meira en helmingurinn, um 2.200 m.kr. í auknar bamabætur, auknar lífeyrisgreiðslu og auknar niðurgreiðslur á búvörum. Það sem eftir stendur fer í það að ná saman endum í ríkisbúskapnum. Til þess að stöðva gegndarlausan hallarekst- ur á ríkissjóði undanfarin þrjú ár. Til þess að þurfa ekki að halda áfram að bæta við erlendu skulda- súpuna. Hún er víst nógu mikil fyrir. Þetta em nú staðreyndimar í málinu. Um þetta snýst uppstokkun- in á skattkerfinu. Þetta verða menn að skilja. Ég get hins vegar verið sammála Vilhjálmi um það, að vandi ríkis- fjármálanna sé útgjaidavandi frem- ur en tekjuvandi. Ekki síst þegar okkur hefur tekist að koma tekjuöfl- unarkerfinu í lag. Enda er næsta mál á dagskrá að taka til hendinni á útgjaldahliðinni. Losna út úr þessu sjálfvirka útgjaldakerfi. Um það erum við sammála. Höfundur er fjármálaráðherra. SIMAR 21150-21370 SOLUSTJ, LARUS P. VALDIMARSSOMI LOGM. JOH. PORÐARSON HRL, Bjóðum til sölu meðal annarra eigna: Laus strax með stórum bílskúr 4ra herb. góð íbúð miðsvæðis í Kópavogi aö meöalstærö með sér- inng. Góð sameign. Rúmgóð geymsla í kj. Góð lán geta fylgt. í þríbýlishúsi við Snorrabraut Ný endurbyggð 4ra herb. íbúð 1. hæð um 105 fm nettó í reisulegu steinhúsi. Hiti og inngangur sér. Tvö góð kjallaraherb. með snyrtingu. Hæðin er laus 1. júní nk. Þetta er glæsileg eign á góðu verði. í gamla góða Austurbænum 3ja herb. rúmgóð íbúð á 3. hæð (þakhæð) skammt frá Sundhöllinni. Nýlega endurbyggð með stórum og góðum kvistum. Sólsvalir. Góð geymsla í kjallara. Sanngjarnt verö. Glæsileg eign - öll eins og ný Skammt frá Bústaðakirkju raöhús á pöllum í Fossvogi tæpir 200 fm nettó. 4 rúmgóð svefnherb. Glæsileg lóö. Góður bílskúr. Breiðholt - Hvassaleiti - skipti Þurfum að útvega 3ja herb. góöa íbúð í Hóla- eöa Seljahverfi. Skipti möguleg á 3ja-4ra herb. góðri íbúð viö Hvassaleiti meö bilskúr. Nán- ari uppl. á skrifstofunni. í Seláshverfi - hagkvæm skipti Góð 4ra-5 herb. ibúð óskast. Skipti möguleg á góðu einbýlishúsi með 4 svefnherb. Nánari uppl. á skrifstofunni. Stórt og vandað einbýlishús óskast til kaups í Breiðholti eða Selási ekki minna en 200 fm. Aðeins vönduð eign kemur til greina. Skipti möguleg á úrvalsgóðu endarað- húsi meö rúmgóöu vinnuplássi og bílskúr. Nánari uppl. trúnaðarmál. Opið í dag frákl. 11 til kl. 16. Nú er rétti tfminn til fasteignakaupa. ALMENNA FASTEI6NASA1AN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Karlakórinn Fóstbræður Karlakórinn Fóstbræður Tónlist Jón Ásgeirsson Karlakórinn Fóstbræður heldur sína árlegu tónleika fyrir styrktar- félaga sína þessa dagana í Lang- holtskirkju og er efnisskráin að því leyti til óvenjuleg að hún sam- anstendur aðallega af íslenskum lögum en aðeins fjögur laganna eru eftir Stravinskí. Tónleikarnir hófust á þjóðlaga- syrpu í raddsetningu eftir Viktor Urbancic ojg var þar margt fallegt að heyra. A sínum tíma lét Urban- cic sér annt um að íslensk tón- skáld, sem mörg hver lærðu hjá honum tónsmíði, leituðu sér efnis í þessum sérstæða tónlistararfí og sjálfur raddsetti hann mörg þekktustu þjóðlög okkar, sem fram að þeim tíma höfðu aðeins verið til í einraddaðri gerð.. Ragnar Bjömsson stjómandi Fóstbræðra átti eina þjóðlaga- syrpu sem í hans gerð heitir Runa, og var þar einnig margt fallegt að heyra, þó heild „rununnar" væri nokkuð slitrótt. Þama var fítjað upp á ýmsum útfærslu- möguleikum, bæði í hljómskipan og samsetningu radda og m.a. var nokkrum lögum slengt saman í eitt, er hljómaði oft mjög skemmtilega. Lagið Sú var fríðust rósa rós er fallega unnið en úr því mætti að ósekju vefa meira og svo má í raun segja um nokkr- ar aðrar útsetningamar, sem sumar hverjar em of stuttar. Nú sigla svörtu skipin, eftir Karl 0. Runólfsson er góð tónsmíð. Sama má segja um Brim eftir Pál ísólfsson en Brim og fjög- ur lög eftir Stravinskí vom þau lög tónleikanna sem lakast vom flutt af kómum. Einsöng í Brimi Páls söng Bjöm Jónatan Emilsson og söng hann af smekkvísi. Fyrir nokkmm ámm vom þeir sem um tíma höfðu stjómað Fóstbræðram fengnir til tónsetja ljóðakom eftir Helga Sæmundsson, er hann nefndi Blómarósir og var nokkur skemmtan í þessu þá og ekki óskemmtilegt að heyra þessi lög aftur. Tónleikunum lauk með Fóst- bræðrasyrpu nr. 2, sem Jón Þórar- insson raddsetti er hann stjómaði kómum og þar er smekklega far- ið með söngva eftir Áma Thor- steinsson. Lögin hans standa enn fyrir sínu og vom vel flutt. Kórinn var vel samstilltur og söng margt mjög vel og þó efnisskráin í heild væri ekki erfíð, var söngurinn í heild smekklega útfærður. Undir- leikari með kómum var Jónas Ingimundarson og má segja það sama um leik hans og flutning kórsins í heild. Þá lék Jónas með fíðlunemanda er flutti útfærslu Kreislers á fíðluverki eftir Corelli. Það kann að vera gott að gefa nemendum tækifæri til að koma fram en varla á samkomu sem þessari, þar sem slík uppákoma getur snúist upp í sársaukafulla upplifun, takist nemanda miður, sakir reynsluleysis. Hér fór þó allt vel að þessu sinni. Sinf óníutónleikar Efnisskrá: Mozart, fiðlukon- sert f A-dúr, K. 219. Tsjaj- kovskíj, Rókokkó-tilbrigðin op. 33. Prokofjev, Rómeo og Júlía, svíta nr. 2. Einleikarar: Judith Ingólfsson, Miriam Ingólfsson. Stjórnandi: Larry Newland. Tónleikamir hófust á einleiks- verkum sem flutt vora á fjöl- skyldutónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar um síðustu helgi, þ.e. á A-dúr fíðlukonsert Mozarts og Rókokkó-tilbrigðunum eftir Tsjajkovskíj. Svo sem þá vom systumar góðar og í raun ekki þörf að bæta neinu við fyrri umsögn, nema að ítreka, að báð- ar em gott efni í frábæra tónlist- armenn. Tónleikunum lauk með Rómeó og Júlíu svítunni nr. 2 að við- bættum einum þætti úr þeirri fyrstu. Tónlist Prokofjevs er í senn elskuleg og stórbrotin og auk þess sérlega leikræn. Hljóm- sveitarritháttur hans er sérkenni- legur og hafa af því spunnist ýmsar sögur, að þar hafi ýmsir aðrir en höfundurinn hjálpað til að einhverju eða jafnvel öllu leyti. Hvað sem því líður er ótrú- legt að einhveijir aðstoðarmenn hafi ráðið nokkm um gerð tón- listarinnar, því auðvitað mótast útfærsla hugmyndarinnar af því hvaða hljóðfæri á að flytja hana, svo að vart verður skilið á milli þess að semja og útfæra tón- hugmyndimar. Sinfóníuhljómsveit íslands lék svítuna mjög vel og sérstaklega þó síðasta þáttinn, þ.e. þann úr þeirri fyrstu, er fjallar um dauða Túbalts. Þar var hraðinn og öll útfærsla hljómsveitarstjórans, Larry Newlands, sterk og á köfl- um ofsafengin, svo að sjaldan hefur hljómsveitin leikið með meiri glæsibrag. Vonandi gefst Larry Newland tækifæri til að heyra Newland hann fái þá meira en eitt verk stýra hljómsveitinni oftar og að til að takast á við og móta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.