Morgunblaðið - 30.04.1988, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988
15
„Lögin gætu drepið naut“
- segir Sverrir Stormsker
Morgunblaðið/Sverrir
Johnny Logan kom fram við opnun Evrópvisjónklúbbsins og náði
upp feiknagóðri stemmningu.
um hálsinn stærðarinnar spjöld í
keðju sem tilgreina stöðu þeirra.
Þykir mönnum mismikil prýði af
spjöldunum. Þá eru nokkur liðanna
með óeinkennisklædda, vopnaða
öryggisverði, t.d. Þýskaland, Bret-
land — en IRA er með stöðvar í
Dyflinni — og ísrael. Leiðsögumað-
ur íslenska hópsins sagði blaða-
manni að eftir að ófriðurinn á her-
teknu svæðunum magnaðist l.efðu
borist sprengju- og íkveikjuhótanir
til margra þeirra staða sem gyðing-
ar sæktu í Dyflinni, m.a. barna-
skóla.
Á fimmtudag kom forsætisráð-
herra írlands í stutta heimsókn og
var mikill viðbúnaður vegna komu
hans. Leitaði mikill fjöldi öryggis-
varða að sprengjum í upptökuverinu
með aðstoð tröllaukinna Scháfer-
hunda.
Þá er að vona að Stefán Hilmars-
son verði laus við kvefið þegar að
úrslitakvöldinu kemur.
Hermann Gunnarsson mun lýsa
keppninni fyrir íslenskum sjón-
varpsáhorfendum. Hann segir lýs-
inguna leggjast vel í sig, rétt eins
og íþróttalýsingar á sínum tíma.
íslenska dómnefndin
í Söngrakeppninni
ÍSLENZKA dómnefndin í
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva 1988 hefur verið
valin. Hátt á þriðja hundrað
manna gaf kost á sér til setu í
nefndinni.
Samkvæmt reglum EBU skulu
fjórir þátttakendur vera á aldrin-
um 15 til 25 ára, fjórir 26 til 35
ára, Qórir 36 til 45 ára og fjórir
46 til 60 og eldri. Einnig á að
vera jöfn skipting á milli kynja
úr sem flestum starfsstéttum og
sem víðast af landinu. Dómnefnd-
ina skipa 16 manns sem greiða
atkvæði fyrir Islands hönd. Mark-
ús Örn Antonsson, útvarpsstjóri,
er formaður nefndarinnar og Guð-
rún Skúladóttir ritari.
Með tilliti til þessara reglna
hafa eftirtaldir verið valdir til að
sitja í dómnefndinni, sem mun
starfa í sjónvarpssal á meðan bein
útsending á söngvakeppninni
stendur yfir frá Dyflinni, nk. laug-
ardagskvöld 30. apríl, kl. 19.00:
Árni Gunnarsson, ferskfisk-
matsmaður, Vestmannaeyjum,
Ásgeir Guðnason, nemi,
Reykjavík,
Davíð Sveinsson, skrifstofumað-
ur, Stykkishólmi,
Elín Þóra Stefánsdóttir, vitavörð-
ur, Galtarvita,
Ellý Þórðardóttir, matráðskona,
Reykjavík,
Erla Björk Jónasdóttir, fiðlusmið-
ur, Mosfellsbæ,
Guðrún Kristmannsdóttir, fisk-
vinnslukona, Brekkuholti, Stokks-
eyri,
Hólmfríður Jónsdóttir, nemi og
netagerðarm., Neskaupstað,
Jónas Engiíbertsson, strætis-
vagnastjóri, Reykjavík,
Jónína Bachmann, bréfberi, Hafn-
arfirði,
Kjartan Þór Kjartansson, sjómað-
ur, Suðureyri,
Ólafur Egilsson, bóndi, Hunda-
stapa, Mýrasýslu,
Sigrún Kristjánsdóttir, nemi í MA,
Kópaskeri,
Sigurður Fanndal, kaupmaður,
Siglufirði,
Sigurður Ægisson, prestur,
Djúpavogi,
Þórdís Garðarsdóttir, húsmóðir og
starfsm. á ellih., Garði.
Dyflinni. Frá Urði Gunnarsdóttur, blaðamanni
DÓMNEFNDIR þátttökulanda í
Evrópusöngvakeppninni fella
sína dóma yfir lögum og flytjend-
um í kvöld. En Morgunblaðið fór
þess á leit i vikunni að Sverrir
Stormsker gerði sínar athuga-
semdir við keppinautana og birt-
ast þær hér ásamt kynningu á
flytjendunum. Sverrir var heldur
ómyrkur í máli um keppnina.
„Lögin eru svo leiðinleg að þau
gætu drepið naut. Ég hugsa að
annaðhvort vinni breski silfur-
refurinn eða sú svissneska. Og
ef við lendum aftur í 16. sæti,
skíri ég dúettinn upp á nýtt og
kalla hann „Skíthoven“.
Lið íslands, Beathoven, mætir
fyrst til leiks í keppninni í kvöld.
Þegar „Sókratesi" hefur verið varp-
að yfir álfunna þvera og endilanga
stígur Tommy Korberg frá Svíþjóð
á sviðið. Hann syngur lag Py Back-
man „Uppljómuð borg“ (Stadt i
ljus). Korberg vann söngvakeppn-
ina í Svíaríki með miklum yfirburð-
um. Lagahöfundinum hefur nýlega
verið lýst í einu Stokkhólmsblað-
anna sem Tinu Turner Svíþjóðar.
Um Korberg sagði Sverrir:
„Þetta er næstbesti söngvarinn
en næstversta lagið.“
Finnska lagið „Hýr augu“
(Nauravat silmat muistetaan)
hljómar næst á öldum ljósvakans.
í dagskrá keppninnar er flytjendun-
um, hljómsveitinni Boulevard lýst
sem fijálslegri, ungæðislegri hljóm-
sveit sem leikur grípandi og venju-
leg lög.
Finnarnir höfðu annarleg
áhrif á Sverri. „Það er hægt að
hlusta á þetta lag í finnsku
ástandi. Drukkinn," varð honum
á orði.
Á hæla Finnum syngur Scott
Fitzgerald frá Bretlandi lagið
„Farðu“ (Go) eftir Julie Forsyth.
Hann átti nýlega lag í þriðja sæti
breska smáskífulistans.
Um lag Forsyth lét Sverrir þau
orð falla að það væri ,jafn hall-
ærislegt og Díönu-prinsessu-
greiðsla söngvarans."
Fimmti flytjandinn í Dyflinni
verður tríóið M.F.O, Mazhar Alan-
son, Fuat Guner og Ozkan Ugar,
frá Tyrklandi. Þeir hafa samið lög
og sungið saman í fimmtán ár og
þykja enn vaxtarbroddurinn í tyrk-
neskri tónlist. Einhvetjir kynnu að
minnast framlags þeirra til Söngva-
keppninnar árið 1985, „Didai didai
dai“.
Lagið í ár, „Sufi“ telur Sverrir
Stormsker að sé leiðinlegasta
Evrósjón lag sem hann hefur
nokkru sinni heyrt. „Ég þarf
ekki að hengja mig ef illa fer,
mér nægir að hlusta á lagið,“
sagði hann.
Spánveijar senda sveitina La
Decada til keppni að þessu sinni.
Flytja þeir lagið „Stúlkan sem ég
elska“ (La chica que yo quiero) eft-
ir Enrique Peiro og Francisco
Dondiego.
Að mati Sverris gæti spænska
lagið gert góða lukku í „tyrk-
nesku baðhúsunum“ eins og hann
orðaði það.
Gerard Joling er einn af vinsæl-
ustu söngvurum Hollands og hefur
ferðast víða um heiminn. í Taiwan
hefur hann unnið til silfur og platín-
umplatna vegna sölu hljómplatna
sinna. Hann keppir fyrir hönd þjóð-
ar sinnar með laginu „Shangri-la“
eftir Peter De Wijn.
Telur Sverrir hljómkviðu Nið-
urlendinga „stórkostlega frum-
legt listaverk".
Þegar Evrósjón var haldið í Isra-
el árið 1979 var Yardena Arazi í
hlutverki kynnisins. Þremur árum
áður hafði hún náð þeim árangri
að verða í þriðja sæti keppninnar
ásamt félögum sínum í sveitinni
„Chocolate-Menta-Mastik“. Hún
hefur margoft verið útnefnd söngv-
ari ársins í ísrael. í Dyflinni syngur
Arazi lagið „Ben Adam“ eftir Boris
Dimitshteim og Ehud Manor.
Morgiinblaðsins.
Sverrir er þó ekki sannfærður
um höfundarrétt ísraelanna þvi
hann segir Ben Adam stolnasta
lag sem hann hafi nokkru sinni
heyrt. „Ég hafði heyrt lagið 70
sinnum áður en hún frumflutti
það,“ sagði hann.
Svissneska söngkonan Celine
Dion syngur lagið „Farið ekki fram-
ar án mín“ (Ne partez pas sans
moi) eftir Nella Martinetti. Hún er
ættuð frá Kanada og hefur unnið
til verðlauna víða um heim. Þessa
dagana starfar Dion jöfnum hönd-
um í París og Róm.
Dion fær vægari dóma hjá
Sverri. „Þetta er skemmtilegur
söngstíll hjá norninni. Lagið er
svona ágæt „dinnermúsík", segir
hann.
Tíunda lagið í röðinni er „Flyttu
Reuter
Stefán Hilmarsson í miklum ham
við æfingar á Sókratesi á sviðinu
í Dyflinni. Myndin var tekin í
vikubyijun.
hann heim“ (Take him home) í
flutningi írsku sveitarinnar Jump
the gun. Þetta lag verður á fyrstu
breiðskífu sveitarinnar sem vænt-
anleg er á markað. Síðastliðið sum-
ar kom fyrsta smáskífa Jump the
gun út og hlaut ágætar viðtökur.
„Þetta lag gæti lent í fyrsta
sæti hjá trúarofstækismönnum,"
var sú einkun sem Sverrir gaf
gestgjöfunum.
Þjóðveijar sigla í kjölfar íra.
Maxi og Chris Garden flytja þá
„Lag fyrir vin“ (Lied fur einem fre-
und). Þær mæðgur hafa sungið og
spilað saman um langan aldur. Hér
tefla Þjóðveijar fram sömu lagahöf-
undum og færðu þeim sigur árið
1983, höfundum „Dulítils friðar"
Ralph Siegel og Dr. Bemd Meinun-
ger.
„Stefið er stolið frá Elton
John,“ segir Sverrir um vinaróð-
inn. „Laginu verður vonandi
vísað úr keppni“.
Næsti söngvari er einnig þýsku-
mælandi. Austurríkismaðurinn
Wilfried Scheutz flytur sönginn
„Lisa Mona Lisa“ eftir sjálfan sig,
Klaus E. Kofler og Ronnie Herb-
holzheimer. Scheutz á fjórtán stórar
plötur að baki. Hann leikur, dans-
ar, syngur og spilar á gítar við
mikla hylli í heimalandi sínu.
„Þetta hefur sömu áhrif á mig
qg vondi maturinn í Dublin," var
allt sem Sverrir hafði um Sche-
utz að segja.
Nú mæta Kirsten Siggaard og
Sören Bundagrand til keppni fyrir
Danmörku í þriðja sinni. Þau hafa
komið fram saman og sitt í hvoru
lagi. Sören samdi lagið „Skilurðu
hvað ég á við“ (Ka’ du se hva’ jeg
sa’) við texta eftir Keld Heick sem
hefur sent sex slíka í Evrósjón
gegnum tíðina.
Telur Sverrir að danska lagið
gæti hlotið samúð dómnefnda og
lent í fimmta sæti.
Aphrodite Fryda ver heiður
Grikklands með laginu „Trúður"
(Clown) eftir Demitris Sakislis.
Áphrodite hefur sungið opinberlega
í sjö ár og lærði á harmóníku í ára-
tug. Sakislis hefur iðulega tekið
þátt í söngvakeppni Evrósjón, Þes-
salóniki og íþöku.
Að mati Sverris lenda Grikkjar
í 15. sæti. „Þetta er söngkona
með ógnvekjandi tennur,“ sagði
hann.
Frá Bergen mætir Karoline Kru-
ger til leiks fyrir hönd Noregs. Hún
er átján ára og stundar nám við
menntaskóla. Hún kom fyrst fram
í sjónvarpi 14 ára gömul en undir-
býr nú fyrstu breiðskífu sína. Lagið
„Fyrir jörðina okkar“ (For var jord)
er samið af Erik Hillestadt og An-
ita Skorgan sem keppt hefur í Evró-
sjón fjórum sinnum.
„Stelpan er augnakonfekt.
Lagið er eyrnavítissódi," segir
Sverrir um framlag frænda okk-
ar.
„Látið sólina skína“ segja Belgar
í Dyflinni þegar sextándi flytjand-
inn stígur á sviðið. Söngvarinn Jos-
eph Reynaert er margreyndur Evró-
sjón keppandi og segir Dylan og
Bítlanna vera efsta í plötubunkan-
um sínum. Lagahöfundurinn
Philippe Anciaux er þekktari í
heimalandi sínu sem ljóðskáld er
lætur félagsleg málefni til sín taka.
„Þetta er fyrirtaks árshátið-
arlag,“ að mati Sverris.
Sautjánda þjóðin er Lúxemborg
sem teflir fram átján ára gamalli
stúlku Lara Fabian að nafni. Hún
er ættuð frá Belgíu og Ítalíu. Lara
stundar nám í nútímadansi, jass-
ballet og steppi. Hún flytur lagið
„Að trúa“ (Croire). Höfundur text-
ans, Alain Carcia átti einnig lag í
Evrósjón árið 1983 og 1986.
„Lagið er mátulegt á Lúxem-
borgara,“ segir Sverrir.
í fyrra sungu ítalir um fólkið við
sjávarsíðuna og naut lagið „Gente
di rnare" nokkurra vinsælda hér á
landi. Nú mætir Luca Barbarossa
til Dyflinnar með lagið „Ég skrifa
þér“ (Ti Scrivo) eftir sjálfan sig.
„Þetta er spagettírokk með
pizzutexta," segir Sverrir og seg-
ir allt á sömu kokkabókina lært.
„Þetta er vont fyrir meltinguna."
Frakkar eru nítjándir í röðinni.
Ekki ómerkari maður en Gerard
Lenorman er keppandi þeirra, en
eitt laga hans var nýlega valið þriðja
vinsælasta lag aldarinnar í Frakkl-
andi. Við samningu lagsins „Meist-
arasöngvari" (Chanteur de charme)
naut Lenorman aðstoðar Claude
Lemesle sem býr að tveggja ára-
tuga reynslu í faginu. Hann hefur
samið lög fyrir Nana Mouskouri,
Mireille Metieu, Johnny Hallyday
og Sacha Distel meðal annarra.
„Titillinn er skemmtilegt öfug-
mæli,“ sagði Sverrir um lag Le-
norman.
Þegar íslendingar riðu á vaðið
með Gleðibankann fyrir tveimur
árum söng portúgalska tátan Dora
lagið „Vertu ekki vondur við mig“
(Nao sejas mau p’ra mim) fyrir
hönd Portúgal. Nú snýr hún aftur
í Evrósjón með „Ég er komin heim
í heiðadalinn" (Voltarei) eftir Jose
Calvario og Jose Niza. Calvario átti
heiðurinn að síðustu tilraun Doru
og Niza tekur nú þátt í Evrósjón
fjórða sinni.
„Þetta er góð útsetning á Save
all your kisses for me“ sagði
Sverrir.
Ekki fylgir sögunni hvað júgó-
slavneska lagið heitir sem rekur
lestina í Dyflinni. Það er flutt af
sveitinni Silfurvængir sem hefur
notið sívaxandi vinsælda í Júgó-
slavíu frá stofnun árið 1979. Hljóm-
sveitin höfðar mest til táninga, sem
veita henni það brautargengi er
nægir til að verma efstu sæti vin-
sældalistans ár eftir ár.
„Ég hef aldrei heyrt lagið sem
betur fer,“ voru ummæli Sverris
um Júgóslavana.