Morgunblaðið - 30.04.1988, Side 16

Morgunblaðið - 30.04.1988, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 ... og sumir læra alls ekki neitt! eftirHafdísi Ingvarsdóttur Ekki þarf að tíunda hér þær miklu breytingar sem hafa orðið á íslenskum framhaldsskólum á und- anfomum áratugum bæði hvað varðar nemendur sem þangað sækja, fjölda þeirra og samsetn- ingu og svo ytra skipulag. Minna hefur farið fyrir umræðum um innra starf skólans, kennsluhætti, samvinnu kennara, aðbúnað o.s.frv. Það er tími til kominn að við athugum þær „miklu breyting- ar“ sem hljóta að hafa orðið á þeim þáttum samfara breyttu skipulagi og ekki síst breyttu þjóð- félagi. Þeir nemendur sem nú stunda nám í framhaldsskóla munu verða á hátindi starfsferils síns um 2020 — í þriðja tug tuttugustu og fyrstu aldarinnar. hvemig mun sú viska sem við erum að troða í nemendur okkar í dag og þeir starfshættir sem við og þeir temjum okkur, nýtast þeim við þau verkefni sem þeir verða að fást við árið 2021, ef við gerum ráð fyrir að þjóð- félagið muni þróast með sama hraða og undanfama áratugi? Ég ætla að segja ykkur örstutta sögu sem er alveg dagsönn. Nýlega var í hópi íslenskra framhalds- skólanema sýnd um 40 ára gömul kvikmynd af kennslustund í menntaskóla og nemendur beðnir að skoða myndina með tilliti til þess hvað hefði breyst á þessum 40 árum. Nemendur fengu síðan nokkra stund til að velta þessu svari fyrir sér. Þeir voru nokkuð snöggir að komast að niðurstöðu, voru alveg einhuga, svarið var stutt og laggott, fatatískan! Kennsluefni, kennsluaðferðir, tjá- skipti, uppröðun nemenda, notkun kennslutækja, allt var með sama góða laginu. Skólar og tæknin Hvemig má þetta vera, spyr sá sem ekki veit. Hafa skólamir ekki nýtt sér allar þær tækniframfarir sem orðið hafa úti í þjóðfélaginu? Á undanfömum áratugum hefur komið fram nýr, geysisterkur mið- ill, sennilega sá sterkasti sem sög- ur fara af. Ég er hér auðvitað að tala_ um stónvarpið og myndband- ið. Áhrifamáttur þess er öllum ljós en birtist okkur kannski best í málfari bama. Hvemig er þessi miðill nýttur þar sem hann myndi gera mest gagn? Hvemig er tækjakostur skólanna? Myndbönd eru orðin nær jafn algeng og kaffí- kannan á heimilum en í skólum eru þau vægast sagt sjaldséður gripur þrátt fyrir þá gífurlegu möguleika sem þau bjóða upp á í kennslu. En það gildir jafnt um myndbönd sem önnur hjálpartæki, það þarf að útbúa sérstakt náms- efni fyrir þau, en það er mjög af skomum skammti. Og þótt það væri fyrir hendi verða hvorki myndbönd né önnur hjálpartæki notuð markvisst nema þau séu allt- af tiltæk. Kennarar verða að geta treyst því að þau séu ekki í notkun hjá öðrum þegar þeir þurfa á þeim að halda og að þeir þurfí ekki að eyða stuttum frímínútum í að leita þau uppi og dýrmætum mínútum í kennslustund til að spóla fram og aftur og leita uppi viðeigandi efni, þ.e.a.s. tækin verða alltaf að vera til staðar í stofunni. í flestum skólum þurfa kennarar að bítast um segulböndin og burð- ast með þau á milli stofa en þau eru þar að auki víðast hvar svo léleg að ekkert fermingarbam myndi sætta sig við slíkt tæki. Ekki eykur þetta beinlínis virðingu nemenda fyrir skólanum. Að sjálf- sögðu þurfa að vera þokkaleg hljómtæki í hverri stofu þar sem tungumál eru kennd. Myndvarpi í hverri stofu á að vera sjálfsagður. í sumum famhaldsskólum er til einn í öðrum 2—3. Fáir eða engir framhaldsskólar hafa myndvarpa í hverri stofu — en fyrr en svo verða þeir ekki það þarfa hjálpar- tæki sem þeim er ætlað að vera. Á hátíðlegum stundum er oft talað um að við lifum á upplýsinga- öld. Hvemig hefur framhaldsskól- inn brugðist við því? Skólasöfn framhaldsskólanna eru mjög vanbúin. Þau eru flest eingöngu bókasöfn í þeim gamla skilningi en eiga langt í land með að geta gegnt hlutverki sínu sem upplýsingamiðstöðvar og það vant- ar enn mikið á að nemendum og starfsfólki sé búin sú starfsaðstaða sem þarf að vera ef nemendur eiga að þjálfast í vinnubrögðum sem duga munu á „upplýsingaöld.“ Nú álykta ef til vill einhverjir út frá orðum mínum að ég telji nóg að fylla skólana af tækjum og þar með séum við búin að skapa góðan skóla — síður en svo. Það er lítið gagn í að fylla skólann af tækjum ef kennarar kunna ekki á þau og þekkja ekki möguleika þeirra. Mér hefur stundum flogið í hug hvort tækjaskortur í skólum sé að hluta til vegna áhugaleysis kennara. (Það gæti ef til vill skýrt að einhverju leyti hversu misvel skólamir eru búnir.) Kennarar fínni til vanmáttar gagnvart kennslutækjum sem þeir hafa aldr- ei lært almennilega að vinna með. Ég hef heyrt ótrúlega marga kenn- ara segja með afsökunarhreim: Nemendum fínnst óþægilegt að horfa mikið á myndvarpa. Eða: Eru þessi myndbönd ekki bara til að kennarar geti sent nemendur í bíó og haft það náðugt á meðan! Því miður heyrast svona drauga- hljóð allt of oft — þau afhjúpa vanþekkingu þess sem þau mælir. En hvemig getur staðið á því að kennarar fylgjast ekki betur með? Menntun framhalds- skólakennara Þá erum við komin að öðru og enn stærra máli sem er grunn- menntun og endurmenntum kenn- ara. Það er með kennaramenntun eins og alla aðra starfsmenntun í dag, hún úreldist hratt og kennar- ar þurfa eins og aðrar sérmenntað- ar stéttir að vera í sífelldri endur- menntun. Hvaða kennara snertir er þessi endurmenntun tvíþætt: Þeir þurfa annars vegar að fylgjast með og halda sér við í sérgrein sinni en ekki síður kynna sér þær nýjungar sem upp koma í sambandi við hvemig best megi koma þessari þekkingu til skila. Við skulum því líta aðeins á hvemig þessum mál- um er háttað hjá okkur. , Um grunnmenntun kennara hafa verið sögð mörg orð að und- anfömu í sambandi við skýrslur um íslenskukennslu og stærðfræði- kennslu, en sú gagnrýni sem þar kemur fram á vissulega við um fleiri greinar og sannarlega hefur verið ærin ástæða til gagnrýni, en mér er kunnugt um að gagnger endurskoðun á sér nú stað á upp- eldis- og kennslufræðinámi innan félagsvísindadeildar og ætla því ekki að vera langorð um grunn- menntunina. En það er að sjálf- sögðu nauðsynlegt að hinar ein- stöku deildir sem mennta kennara fylgi það á eftir að fari að átta sig á að það er ekki samskonar mennt- un sem hentar verðandi fræði- manni og verðandi kennara þó margt sé þar sameiginlegt. Þar sem mönnum er nú smám saman að verða ljóst, að mörgu er snertir grunnmenntun kennara hefur verið ábótavant á undanföm- um áratugum, er fróðlegt að at- huga hvemig ástandið er í endur- menntunarmálum framhaldsskóla- kennara. Engin skipuleg endurmenntun fyrir framhaldsskólakennara fer fram á íslandi í dag. Hvorki menntamálaráðuneytið né Háskóli Islands sem eru þær stofnanir sem eðlilegast væri að stæðu fyrir henni hafa sinnt þessu verkefni. Sú end- urmenntun sem staðið hefur kenn- urum til boða hefur verið skipulögð af fagfélögum — í sjálfboðavinnu. Til þessa námskeiða hefur verið úthlutað fé úr endurmenntunar- sjóði einu sinni á ári og verður að segjast eins og er að það hafa verið smáaurar (þó aðeins hafí rof- að til í ár), þannig að þátttakend- ur, kennarar, hafa sjálfír þurft að bera hluta kostnaðarins. Þetta hef- ur haft þær afleiðingar að þar sem aldrei er vitað hversu mikið fé verð- ur til ráðstöfunar, (nema við höfum vitað að það er lítið) hafa nám- skeiðin yfírleitt verið allt of stutt. Engin heildarstefna er á skipu- lagi námskeiðanna — og það sem er kannski alvarlegast, engin leið að fylgja þeim eftir með frekari úrvinnslu á vinnustað, til þess hef- ur skort fé og þar að auki er það mjög tilviljunarkennt hveijir sækja þau. Það er erfitt að skylda kenn- ara til að sækja námskeið utan skólatíma sem þeir þurfa þar að auki að kosta að hluta sjálfír. Enda er það opinbert leyndarmál að fjöldi kennara hefur aldrei stigið færi sínum á endurmenntunamá- mskeið og mun ekki gera að óbreyttu og lái þeim hver sem vill. Auk þess sem betra skipulagi þarf að koma á þessi stuttu endur- menntunamámskeið sem haldin em að sumarlagi — er knýjandi nauðsyn að farið verði af stað með vel skipulagða, markvissa endur- menntun sem unnin er af fagmönn- um og sem nær til sem flestra kennara. Ef það takmark á að nást þarf hún að vera kennurum að kostnaðarlausu og fara fram í skólum og á skólatíma. Þróunarstarf og tilraunakennsla Það er gott að geta lesið sér til í erlendum fræðiritum um „teóríu“ og rannsóknir og fengið vel mennt- aða leiðbeinendur en það er ekki nóg. Það hentar okkur ekki allt sem stendur í erlendum bókum. Við þurfum að hafa tækifæri til að þróa þessar hugmyndir, semja okkar eigið námsefni eða staðfæra og aðlaga íslenskum aðstæðum. Það gerir enginn kennari í fullri kennslu. til slíkrar starfsemi hafa þróaðar þjóðir sérstaka tilrauna- skóla eða ákveðnar deildir í skólum eru svonefndar tilraunadeildir, þar sem fram fer tilraunakennsla í ákveðnum greinum. Hvar fer sú starfsemi fram á íslandi? Ég spyr? Þetta er kannski einhver neðan- jarðarstarfsemi, sem enginn veit um? Hvaða áhrif hefur þetta allt svo á innra starf skólanna? Staðnaður skóli Skólastarf í íslenskum fram- haldsskólum er staðnað, kennslu- hættir við íslenska framhaldsskóla eru gamaldags og standa ekki undir kröfum nútíma þjóðfélags. Þeir segja í OECD-skýrslunni „somewhat oldfashioned" — kurt- eisir menn þeir OECD-menn! Nútímaskóli þarf að kenna nem- endum nútímaleg vinnubrögð, þjálfa þá í að laga sig að síbreyti- legum aðstæðum. Morgunblaðið/Bjarni Hafdís Ingvarsdóttir „Við þurfum ekki skóla til að búa nemendur undir eitthvað sem við vitum ekki hvað verður, við þurfum heldur ekki skóla sem er í tengslum við atvinnulíf eða önnur líf. Við þurfum lifandi skóla.“ Engir kennara búa við annað eins frelsi og íslenskir framhalds- skólakennarar hvað snertir val á námsefni og kennsluaðferðum. Það er að segja í orði. Þetta frelsi tak- markast þó mjög af skorti á góðu íslensku námsefni og lélegri vinnu- aðstöðu. En það breytir því ekki að þetta frelsi kallar á samvinnu milli skóla, og skólastiga, sam- vinnu sem því miður er allt og lítil. Yfírvöld gera hreint ekki ráð fyrir neinu slíku, enda nægði varla „bærilegt skipulag“ til að koma henni á. Ég sagði að í framhalds- skólunum væru viðhöfð úrelt vinnubrög. í kennslustundum er nær eingöngu um einhliða miðlun að ræða. Við sjáum það kannski best ef við skoðum uppröðun í kennslustofum. Þar er greinilega ekki gert ráð fyrir almennum tjá- skiptum, jafnvel í sérkennslustof- um, þar sem eingöngu eru kennd tungumál, er nemendum raðað í beinar raðir þannig að þeir sjái beint í hnakkann á næsta manni. Það hefur aldrei verið talið væn- legt til að örva tjáskipti að snúa hnakkanum að viðmælanda sínum. Afleiðingin er óvirkir nemendur sem sitja og bíða eftir að verða mataðir eða þá þeir sitja og hlust á bekkjarfélaga sína þylja upp úr bókum á meðan þeir sitja og bíða eftir að röðin komi að þeim. Er líklegt að svona kennsla örvi hug- myndaflug og sköpunarhæfni nemenda þeirrar þjóðar sem ætlar sér að gera íslenskt hugvit að út- flutningsvöru? „Bærilegt skipulag“ í framkvæmd Kennarar eru fangar fag- múranna. Allt er kennt í afmörkuð- um hólfum. Hvaða þjálfun fá nem- endur í að nýta sér þekkingu í einni grein til að leysa verkefni í ann- arri? Hvað kemur enskukennaran- um við hvað nemendur eru að gera í sögu? Hvemig stendur á því að á hveijum vetri þurfa nemendur að skila verkefnum og ritgerðum í öllum greinum á nær sama degi? Hvaða áhrif hefur það á gæði verk- efnanna? Hvers vegna er skellt á skyndiprófum í ótal greinum í sömu vikunni? Af því að það er svo hollt fyrir nemendur að venja sig á óvönduð vinnubrögð? Hvers vegna vinna kennarar ekki betur saman? Hvers vegna fylgjast kenn- arar svo illa með nemendum sínum að þeir geta ekki gefið umsögn eða einkunn nema leggja fyrir þá próf? Svörin við þessu þekkja kennar- ar og þeir hafa af því þungar áhyggjur, þeir gera sér vel grein fyrir afleiðingunum. Hvort stjóm- völd skilja ábyrgð sína í þessum efnum og gera sér grein fyrir or- sök og afleiðingum er svo annað mál. Marg^. virðist benda til að kenn- umm sé ekki ætlað að vinna sam- an, þekkja nemendur sína eða und- irbúa kennslu. Margt rennir stoð- um undir það. T.d. innréttingar húsnæðis þar sem hvorki virðist gert ráð fyrir samstarfí eða ann- arri vinnu utan kennslustofu. Þó virðist sem einhveijir þama úti í þjóðfélaginu séu að rumska og sjái að þetta er kannski ekki alveg nógu gott. Hvers vegna skyldi hafa sprottið upp þetta tískuslag- orð sem allt á að leysa: „Tengja þarf skólann við atvinnulífíð." Já, vel á minnst, atvinnulífíð, það má vera að það sem fram fer innan veggja skólanna eigi lítið skylt við atvinnulífíð, en þeim mun nánari eru tengsl nemenda okkar að verða við það. Ég hef oft verið spurð að því hvort ekki væru agavandamál í framhaldsskólum. Ég hef gjaman sagt að það færi nokkuð eftir því hvemig menn skilgreindu það hug- tak. í mínum huga er það ekki endilega agi að fá nemendur til að sitja og þegja. Miklu frekar að fá þá til að vera virka og skila vinnu sinni sómasamlega. Ég veit ekki um ykkur hin, en ég á við mikið agavandamál að etja, nem- endur mínir geta ekki lengur unn- ið skólavinnu sína sómasamlega, geta ekki lengur skilað verkefnum á réttum tíma, því þeir þurfa að stunda „vinnuna" sína. Er ekki eitthvað að þegar nemendur geta stundað nær fulla vinnu samhliða náminu — og farið áfallalaust í gegnum skólann? Hvað fínnst for- eldrum? Hvað er til ráða? Enginn er fúsari en kennara- stéttin til að hefja uppbyggingar- starf í skólum — en hún getur það ekki ein. Megi líta á þessa ráð- stefnu sem upphaf breyttrar stefnu menntamálaráðuneytisins í mál- efnum framhaldsskólans ber að fagna því. Aðeins með samstarfí stjómvalda og starfsliði skólanna verður hægt að snúa vöm í sókn. í því uppbyggingarstarfi er brýnt að hafíst verði handa um eftirfar- andi atriði: 1. Hefjaþarf sem allra fyrst mark- visst endurmenntunarstarf. 2. í tengslum við það þarf að koma upp skipulegu þróunarstarfí sem æskilegt væri að dreifðist á skólana. I einum skóla væri íslenska, í öðrum stærðfræði o.s.frv. 3. Bæta þarf stórlega tækjakost í skólum og efla skólasöfn. 4. Koma þarf upp gagnamiðstöð þar sem kennarar hafa aðgang að því kennsluefni sem til er í landinu og þeim fræðibókum sem tengjast kennslu í sérgrein þeirra. Það getur varla gengið til lengd- ar að stórfelldar breytingar og framfarir verði á öllum sviðum þjóðfélagsins en skólamir einir skildir eftir og látnir daga uppi eins og nátttröll. Það skilja allir hvað gerist ef læknir fylgist ekki með og heldur áfram að nota gömlu lyfin, gömlu læknisaðferðimar að ég tali nú ekki um gömlu tækin. Sjúklingum hans batnar hægar, verr og jafn- vel ekki. Allir sjá hvað það kostar þjóðfélagið. En skilja allir hvað gerist ef kennari fylgist ekki með, undirbýr sig ekki, notar engin hjálpartæki, þekkir ekki nemendur sína? Nemendur hans læra hæg- ar, læra verr og sumir læra alls ekki neitt. Skilja allir hvað það kostar þjóðfélagið?? Við þurfum ekki skóla til að búa nemendur undir eitthvað sem við vitum ekki hvað verður, við þurfum heldur ekki skóla sem er í tengslum við atvinnulíf eða önnur líf. Við þurfum lifandi skóla. Höfundur er formaður Samtaka tungumilakennara. — Greinin er erindi flutt á ráðstefnu mennta- málaráðuneytisins ogBK um framhaldsskólann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.