Morgunblaðið - 30.04.1988, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.04.1988, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 Krvddjurtir - fyrri hlutí Kryddjurtir hafa verið ræktaðar frá ómunatíð og verið notaðar til að bragðbæta mat og drykk. Fram að þessu hefur lítið verið ræktað af þeim hér á landi, e.t.v. hefur fólk haldið að það væri vandasam- ara en önnur ræktun, en svo er ekki. Hægt er að rækta kryddjurt- ir í sömu mold og langflestar mat- jurtir eru ræktaðar í. Flestar kryddjurtir þurfa skjól og sólríkan stað í garðinum. En við getum líka haft þær í keijum og pottum, á góðum stað við grillið, á svölunum eða í gluggunum. Af kryddjurtun- um er ýmist notuð öll plantan, eða einstaka plöntuhlutar, svo sem rætumar, stönglamir, blöðin, blómin eða fræin. Nú síðustu árin hefur vaknað mikill áhugi á ýmsum kryddjurtum og er skemmtilegt að rejma að rækta þær sjálfur. Ymist er sáð fyrir kryddjurtum inni í apríl eða þeim er sáð beint út í beð eða potta. Sé þeim sáð inni er farið með þær á sama hátt og aðrar sáðplöntur (sjá Blóm vikunn- ar 16. apr. ’88 nr. 89). Hér skal minnst á nokkrar kryddjurtir. Steinselja er kunnasta krydd- jurt ræktuð hér á landi. Fræið er lengi að spíra og er sjálfsagt að leggja það í bleyti í 2—3 sólar- hringa áður en því er sáð. Stein- selja þarf fijóan moldaijarðveg og mikinn raka yfír vaxtartímann. Hún þarf góða birtu svo blöðin verði hrokkin, dökkgræn og bragð- góð. Vöxtur steinselju er hægur og er gott að hafa plastskýli yfir henni til að byija með. Þarf áburð á 10 daga fresti yfir vaxtartímann. Blöð steinselju eru notuð í súpur, sósur, til bragðbætis í salöt og steikur. Einnig höfð til skreytingar á matarföt. Dill er einær, harðger jurt, þarf sólríkan stáð í garðinum. Hún þarf töluverðan raka um vaxtartímann, jarðvegurinn má því ekki vera sendinn og þurr. Dilli má sá beint út. Af dilli eru notuð blöðin, blóm- sveipimir eða fræin. Blöðin eru skorin af plöntunni eitt og eitt, eftir að hún heflr náð 8—10 sm hæð. Blöðin eru notuð í súpur og sósur og ýmsa fisk- og kjötrétti. Einnig eru þau ómissandi þegar laxinn er grafinn. Blómsveipimir em notaðir við niðursuðu og í edik- blöndur. Fræið er notað tii bragð- bætis t.d. við pottsteikingu. Dill má þurrka og geyma í lokuðum kmkkum eða frysta. Garðperla eða karsi er auð- ræktuð í kössum eða bökkum. Við notum létta moldarblöndu eða bara bómull. Fræinu er þétt dreifsáð og þrýst létt niður. Vökva þarf vel með volgu vatni og er gott að úða með blómaúð- ara 2—3 sinnum á dag þannig að fræið sé alltaf rakt. Ekki er þörf að hylja fræið. Það spírar eftir 1—2 sólarhringa. Af garð- perlunni — karsanum, eru það blöðin sem eru notuð. Þau eru skorin eftir 10—14 daga, þégar plantan er um 4—6 sm. Ekki myndast aftur ný blöð, þess vegna er rétt að sá á tveggja vikna fresti allt sumarið, reynd- ar allt árið. Nýskorin karsablöð eru mjög vítamínrik, þau eru afbragðs álegg, einnig eru þau notuð í salöt, til skreytingar og bragðbætis m. ýmsum mat. Karsablöðin ósoðin eru sett út á sósu fullsoðna. Ef blöðin eru soðin hverfur hið hressandi bragð þeirra. Úti í garði má láta karsann vaxa og verður hann um 40—60 sm og eru blöðin notuð á sama hátt. Skessujurt er gömul lækninga- og kryddjurt. Hún er harðger, fjöl- ær og má fjölga henni með sán- ingu og skiptingu. Hún er auðveld í ræktun, þarf fremur rakan áburð- arríkan jarðveg. Getur orðið all- stór, allt að U/2—2 m á hæð. Fer vel ein sér. Ætti að vera til í hveij- um garði. Af henni má nýta rót, unga leggi, blöð og fræ, ný, þurrk- uð eða fryst. Hún er mjög bragð- sterk, bragðið minnir á kjötkraft og verður að fikra sig áfram með magn. Vegna þessa sérstaka kryddbragðs hefir Skessujurtin víða verið nefnd „maggiurt". Skessujurtin hefir verið notuð í aldaraðir. Rómveijar notuðu rótina við maga- og þarmasjúkdómum. Munkar ræktuðu hana bæði sem matjurt og lækningajurt. Einnig var hún notuð í baðvatn. E.l.S. Arabískt salat Hrísgrjón í salatíð V2 bolli rúsínur lagðar í bleyti í heitt vatn, 2 epli, 2 laukar, 50 g smjör eða smjörlíki, 4 harðsoðin egg, 1 matsk. hveiti, 2 matsk. mjólk, salt og pipar, 2 tsk. worchestersósa, V2 tsk. engifer, V4 tsk. sinnep, 2 matsk. sykur. Hýðið tekið af eplum og lauk, skorið í sneiðar sem brúnaðar eru í smjöri. Hrísgijónum, eplum, lauk og rúsínum er blandað saman í potti, hveitið hrært út með mjólk- inni (að viðbættu vatni ef þurfa þykir) og sett saman við kryddið. Suðan látin koma upp við vægan straum. Sett á heitt fat, skreytt með eggjunum og borið fram með grænmetissalati og brauði. Amerískt hrísgijónasalat 3 bollar soðin hrísgijón, V2 bolli brytjaður laukur, V2 bolli biytjaður pikkles, 1 tsk. salt, V4 tsk. pipar, 1 bolli majones, 1 tsk. sinnep, 3-4 harðsoðin egg. Þessu er öllu blandað saman og kælt fyrir neyslu. Borið fram á salatblöðum. Ætlað fyrir 6. Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Hrísgijón eru góð sem meðlæti með kjöti og fiski, þau eru einnig góð í salöt, heit eða köld. Arabískt salat 2 dl soðin hrísgijón, safi úr einni sítrónu, 4 tómatar, steinselja, 1 stór púrra, V2 dl olía, 1 tsk. salt, dál. pipar, þurrkað timian. Soðin gijónin eru skoluð í köldu vatni og sítrónusafa síðan blandað saman við. Hýðið tekið af tómöt- unum og þeir skomir í bita. Púr- ran skorin í sneiðar (hringi) og öllu blandað saman við hrísgijón- in. Olíu, salti, pipar og kryddjurt- um blandað saman og hellt yfir hrísgijónin. Látið standa í það minnsta í klukkustund fýrir neyslu. Vel má geyma salatið í sólarhring í kæli ef vel er um það búið. Ætlað fyrir 4. Indverskt hrísgijónasalat 1 bolli hrísgijón soðin í vatni með 3 tsk. karrí í. Vatnið látið renna vel af á eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.