Morgunblaðið - 30.04.1988, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988
21
Það fer mikill tími í að
skapa sinn eigin tón
SPJALLAÐ VIÐ FJÓRA UNGA TÓNLISTARMENN
SEM HALDA BROTTFARARPRÓFSTÓNLEIKA í DAG
Morgunblaðið/Bjami
Þau ljúka brottfararprófi frá Tónlistarskóianum í Reykjavík í dag: Sitjandi frá vinstri: Hallfríður
Ólafsdóttir, flautuleikari, Anders Josephsson, baritónsöngvari og Marta Halldórsdóttir, sópransöng-
kona. Að baki þeim stendur Pétur Eiríksson, sem leikur á bassabásúnu. Að sögn Péturs er hann
fyrsti íslendingurinn, sem lýkur einleikaraprófi á bassabásúnu hérlendis.
í DAG klukkan 14.30 halda
fjögur ungmenni brottfarar-
prófstónleika sina frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík í Há-
skólabiói. Þau eru Anders Jos-
ephsson, baritónsöngvari, sem
syngur óperuaríur eftir Verdi,
Rossini og Gounoud, Marta
Halldórsdóttir, sópransöng-
kona, sem syngur „Sieben Frii-
he lieder“ eftir Alban Berg,
Pétur Eiriksson, sem leikur á
bassabásúnu konsert fyrir túbu
og hijómsveit eftir Vaughan
Williams, og Hallfríður Olafs-
dóttir, flautuleikari, sem leikur
konsert fyrir flautu og hljóm-
sveit eftir Carl Nielsen. Blaða-
maður Morgunblaðsins settist
niður með fjórmenningunum í
kaffistofunni undir sviðinu i
Háskólabíói og spurði nok-
kurra spurninga um tónlist-
amámið og framtiðaráformin.
Pétur þurfti þvi miður að yfir-
gefa hópinn áður en viðtalinu
var lokið, hann þurfti að mæta
á æfingu fyrir tónleikana.
Fjórmenningamir hafa allir
verið við tónlistamám um nok-
kurra ára skeið, fyrst samhliða
öðru námi en síðustu árin ein-
göngu. 011 luku þau stúdents-
prófi, en að því loknu vom þau í
ýmsum tónlistarskólum áður en
þau hófu nám við Tónlistarskól-
ann í Reykjavík. Anders er auk
þess prestlærður.
Útheimtir tónlistamám ekki
mikinn tíma og einbeitingu?
„Maður notar auðvitað allan
tíma, sem maður hefur,“ sagði
Pétur. Hin skutu því inn, að
áhugaleysi á böllum og öðrum
skemmtunum af því taginu hjálp-
aði heilmikið, í staðinn færu þau
á tónleika vikulega, sem væri hin
besta skemmtan og nýttist auk
þess sem hluti af náminu. „Maður
þarf auðvitað að læra að aga sjálf-
an sig þessa tíma, sem maður
æfir sig á dag,“ sagði Hallfríður.
Sjálfsafneitunin þarf auðvitað að
vera einhver, en þó kannski ekki
eins mikil og fólk heldur, því að
þetta er það sem við viljum gera.“
Ef maður æfir sig af kappi
líður manni vel
„Ef maður æfir sig vel, líður
manni sjálfum vel,“ sagði Marta.
„Maður hugsar alltaf um það hvað
maður muni gera þegar maður
er allt í einu kominn upp á svið
fyrir framan fjölda áhorfenda, og
verður að vera svo ofsalega pott-
þéttur á öllu. Maður veit að það
getur maður ekki nema vera vel
undirbúinn."
Anders og Marta voru sammála
um að söngnámið væri þó ftá-
brugðið því að læra á hljóðfæri
að því leyti að ekki væri hægt að
eyða jafnlöngum tíma í söngæf-
ingar og hljóðfæraleikari við
hljóðfærið. „Röddin þreytist fljótt,
og þá er betra að fara yfir text-
ann, lesa nótur eða hlusta á plöt-
ur og reyna að taka eftir því hvað
aðrir gera,“ sagði Anders. „Mér
finnst best að reyna að fínna eitt-
hvað sjálf út úr nótunum og text-
anum,“ sagði Marta. „Við höfum
það fram yfir hljóðfæraleikarana
að við getum komið texta til skila,
og í söng er textinn yfirleitt
kveikjan að tónverkinu. Þess
vegna eru mörg músíkölsk atriði
fólgin í textanum. Maður þarf að
greina persónur og tilfinningar
og beita allt öðruvísi vinnu en ég
kynntist til dæmis í píanónámi."
Að skapa sinn eigin tón
„í hljóðfæranámi fer mikill tími
bara í það að hita upp með fingra-
æfinum," sagði Hallfríður. Þegar
maður lærir á blásturshljóðfæri
fer mikill tími í að skapa sinn eig-
in tón, það eru engir tveir með
sama tón, allir með sinn persónu-
lega stíl. Hljóðfæraleikarar geta
verið jafnólíkir og söngvarar, það
byggist meðál annars á því hvem-
ig maður andar, hvemig tónninn
hljómar. Það er alls ekki við því
að búast að sams konar tónn komi
alltaf úr sama hljóðfærinu; það
fer allt eftir því hver spilar “
Fjórmenningunum kom saman
um að oft hefði verið erfitt að
samræma tónlistamámið öðru,
sérstaklega í gagnfræða- og
menntaskóla. „Maður var alltaf
að reyna að sérhæfa sig og oft
fannst manni að maður virkaði
bara leiðinlegur og vitlaus," sagði
Marta. „Svo þegar ég kom í Tón-
listarskólann í Reylqavík hitti ég
fjölda af krökkum, sem voru að
gera það sama. Þetta er auðvitað
mikil uppörvun, maður finnur að
maður er ekki einn í þessu leng-
ur. Okkar veiki hlekkur er eigin-
lega sá, hvað við hittumst seint
og erum dreifð út um skólakerfíð
fyrstu árin í tónlistamáminu."
Hver eru framtíðaráformin?
„Líklega bara að æfa og æfa
og vona að maður hafi þá eitthvað
að segja, að einhver vilji hlusta á
mann,“ sagði Hallfriður og hin
tóku í sama streng. „Ég býst við
að fara út í prestskapinn, en ég
ætla sannarlega að halda áfram
að syngja," sagði Anders. „Ef ég
fer til Svíþjóðar, þaðan sem ég
er upprunninn, gæti verið að ég
fengi eitthvert hlutastarf, sem
sameinaði þetta tvennt. Helst vil
ég geta haldið áfram hjá góðum
kennara, en ég hef notið leiðsagn-
ar Elísabetar Erlingsdóttur.“
Anders sagði að það væri þó
ýmislegt í prestsnáminu og söngn-
áminu, sem nýttist vel á báðum
sviðum, til dæmis raddbeiting og
framkoma. „Svo er líka til svo
mikið af skemmtilegri kirkjutón-
list, sem ég hefði gaman af að
syngja í auknum mæli,“ sagði
hann. Anders hefur áður sungið
með hljómsveit, hann söng gesta-
hlutverk í óperunni Carmen fyrir
nokkrum árum og hann hefur
einnig sungið með Islensku hljóm-
sveitinni. „Það er mikilvægt að
fá svona tækifæri," sagði hann.
Prófið gott veganesti
„Maður býr alltaf vel að svona
stóru prófí eins og hér,“ sagði
Marta. „Það koma blaðamenn,
þetta er auglýst í blöðunum og
þetta er allt saman mikil upplifun
og maður lærir mikið af því. í
útlöndum er maður hins vegar
kannski í tvöþúsund manna skóla
og svona próf þykir ekkert tiltöku-
mál, það er ekkert tekið eftir
manni. Fólk, sem við þekkjum,
hefur búið að því alla tíð að ljúka
svona prófi héma heima og von-
andi reynist það okkur vel ? framt-
fðinni líka.“
„Tónlistin nýtur meiri athygli
hér en heima í Svíþjóð," sagði
Anders. Öll kynning á listvið-
burðum í fjölmiðlum er miklu ýt-
arlegri og tónlistin er mikilvægari
þáttur í þjóðlífinu. Það má eigin-
lega segja að hér skipi tónlistin
svipaðan sess í fjölmiðlum og
íþróttimar í Svíþjóð."
Hver er þá staða sígildrar tón-
listar á íslandi að ykkar mati, til
dæmis í útvarpinu? Þyrfti kannski
klass?ska útvarpsstöð?
Skortur á tónlistarhefð
„Vandamálið er kannski það
að það er ekki til tónlistarhefð á
Islandi ennþá, þessi tónlistaráhugi
er svo ungur," sagði Marta. „Fólk
gleypir við einhveiju, sem er fá-
nýtt og skilur ekkert eftir. Það
þarf að kenna fólki að hlusta."
Anders sagðist telja að það þyrfti
dálítið óhefðbundnar aðferðir til
þess að fá fólk til þess að opna
fyrir útvarpið. Það þyrfti kynn-
ingu á því, hvað klassísk tónlist
væri í raun skemmtileg.
Þau voru líka sammála um að
útvarpsstöðvar, sem leggðu sig
eftir klass?skri tónlist, þyrftu að
'sýna meira frumkvæði og taka
upp tónleika með nýju efni í stað
þess að leika alla tónlist af göml-
um plötum.
„Það er margt fólk, bæði eldra
og yngra, sem hefur mikla for-
dóma gagnvart klassísku tónlist-
inni,“ sögðu þau. „Það er af því
að það gefur sér ekki tíma til að
hlusta. Fólk virðist heldur ekki
vilja neina tónlist nema hún sé
byggð upp á takti. Það er engu
líkara en að vestræn tónlist sé að
týna helsta séreinkenni sínu, sem
er hljómagangur, spenna og slök-
un ? hljómum, sem fólk heyrir
ekki lengur, af því að í popp-
músíkinni eru ekki notaðir nema
þrír eða Qórir hljómar, svo bygg-
ist allt á taktfestunni."
Kvíðið þið fyrir próftónleikun-
um?
„Já, það á að vera svoleiðis,"
svöruðu þau hlæjandi. „Á meðan
stressið verður ekki svo mikið að
maður fari að skjálfa og svitna,
þá hjálpar það manni bara að
gera betur og þetta verður allt
miklu skemmtilegra."
„Mannskepnan er lfka alltaf að
koma sér í alls konar áhættu bara
fyrir §örið,“ sagði Marta. „Menn
taka þátt í kappakstri eða fjall-
göngum - þetta er alveg það sama,
maður stendur þama með fullt
af fólki fyrir framan sig, og það
þýðir ekkert annað en að standa
sig, maður fer ekki heim að
skæla." „Svo er maður auðvitað
alltaf að skapa eitthvað," sögðu
þau. „Maður er ekki að gera eitt-
hvað, sem aðrir hafa gert áður,
jafnvel þótt tónverkið hafí verið
flutt hundrað sinnum. Þetta er
okkar eigið - maður gefur alltaf
eitthvað af sjálfum sér.“
Viðtal: ÓÞS
Fjölbreytt fram-
leiðsla Víkurvagua
Víkurvagnar I Vík í Mýrdal hafa,
náð upp talsverðri fjölbreytni I
framleidslu að undanfömu. A ár-
unum eftir 1977 framleiddi fyrir-
tækið aðallega sturtuvagna fyrir
Iandbúnaðinn og byggingariðnað-
inn og síðan ýmsar gerðir af
smærri kerrum, en nú smiða Víkur-
vagnar að auki bátaflutningavagna
og bílflutningavagna, tjaldvagna
og hjólhýsi.
Víkurvagnar h.f. hófu rekstur árið
1977 þegar Loran-stöðin í Vík í Mýrd-
al var lögð niður, en þá var ekki leng-
ur rekstrargrundvöllur fyrir annað
bílaverkstæðið í Vík og voru Víkur-
vagnar stofnaðir þá til þess að nýta
húsnæði bflaverkstæðisins.
Fyrstu árin voru nær eingöngu
framleiddir sturtuvagnar fyrir land-
búnaðinn og byggingariðnaðinn,
fólksbflakerrur, jeppakerrur, vélsleða-
kerrur og hestakerrur. Arið 1984 var
gerður samningur við Camp-let í
Danmörku um samvinnu á smíði tjald-
vagna sem hafa verið vinsælir. Víkur-
vagnar smíða öflugri undirvagn en
gert er annars staðar og setja á þá
13 tommu dekk, en vagnamir eru
útbúnir með eldunaraðstöðu og áföstu
fortjaldi, sem auðveldar mjög upp-
setningu. Arið 1986 gerði fyrirtækið
samning við C.I. Caravan Intematio-
nal í Cambridge í Englandi um sam-
vinnu í smíði hjólhýsa. Tveir menn frá
Víkurvögnum dvöldu af því tilefni við
nám í Bretlandi um tíma og smíði
hjólhýsanna á Islandi hófst sfðan vo-
rið 1977 og vora framleidd og seld
10 slík hjólhýsi í fyrra. A þessu ári
er ráðgert. að tvöfalda framleiðsluna.
Aform era uppi um að bjóða út
smíði á ýmsum hlutum hjólhýsa og
tjaldvagna og markmiðið er að gera
þau alíslensk í framleiðslu. Hjólin
þykja henta vel hér á landi sem færan-
legir sumarbústaðir. Þau era smíðuð
í þremur stærðum, 12, 14, og 16,
fetum og þau kosta frá tæplega 400
þúsund krónur með fsskáp, tvöföldu
gleri, hita, einangrun og fleiru. Það
er Gísli Jónsson & Co h.f. sem hafa
söluumboð fyrir Vfkurvagna og einnig
Sölutjaldið f Borgartúni. Söluaðilar
bjóða einnig upp á geymslu tækja
yfir veturinn.
Hjólhýsi eins og Víkurvagnar smíða nú.
Ein tegundin af sturtuvögnunum sem Víkurvagnar smiða.