Morgunblaðið - 30.04.1988, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 .
Forsetakosningar
í Frakklandi:
Línurnar
skýrast í
sjónvarps-
einvígi
Reuter
Flugmanni þotunnar tókst að lenda henni á eyjunni Maui. Svo sem sjá má á myndinni rifnaði skrokkur vélarinnar skammt aftan við flug-
stjórnarklefann og nær gatið tœpa sjö metra allt aftur að vængjunum.
59 slasast í flugslysi við Hawaii:
Þak farþegaþotunnar rifn-
aði af í 24.000 feta hæð
Honoluiu, Reuter.
59 slösuðust er rifa myndaðist
í þaki farþegaþotu af gerðinni
Boeing 737 skömmu eftir flug-
tak frá Hilo á Hawaii-eyju á
fimmtudag. Að sögn talsmanns
flugfélagsins Aloha á Hawaii
er einnar flugfreyju saknað og
er óttast að hún hafi sogast út
úr flugvélinni. Rannsókn á til-
drögum slyssins er hafin en
ekki er vitað af hvaða sökum
gat kom á skrokk vélarinnar
með þeim afleiðingum að stór
hlutí þaksins rifnaði af.
Þotan var í 24.000 feta hæð
um 25 mflur suður af eyjunni
Maui er óhappið átti sér stað.
Flugmanninum tókst að lenda á
Maui en stór hluti þaksins rifnaði
af skömmu eftir flugtak og náði
gatið allt frá fremri inngöngudyr-
unum að vængjum þotunnar. 95
manns voru um borð og voru 59
fluttir í sjúkrahús. 50 þeirra var
leyft að snúa heim eftir rannsókn
en þrír farþeganna munu vera illa
haldnir.
Talsmaður flugfélagsins sagði
að einnar flugfreyju væri saknað.
„Ein flugfreyjan var á ferð milli
sætaraðanna á fyrsta farrými en
síðan var hún horfin. Ég veit ekki
hvað gerðist en ég sá hana ekki
ganga frá borði," sagði einn far-
þeganna.
I fyrstu var talið að sprenging
hefði orðið um borð f þotunni en
sérfræðingar töldu það ólfklegt er
þeir höfðu lokið frumrannsókn og
rætt við farþeganna.
Að sögn þeirra sem um borð
voru sogaðist allt lauslegt út um
þak farþegaþotunnar er gatið
myndaðist, Lausamunir þeyttust á
loft af völdum sogsins og slösuð-
ust margir farþeganna er þeir urðu
fyrir þeim. „Ég heyrði hvell og
skyndilega sátum við og horfðum
upp í heiðan himininn," sagði einn
farþeganna.
Farþegunum bar saman um að
flugstjórinn hefði unnið mikið af-
rek er honum tókst að lenda þo-
tunni. „Mér datt ekki til hugar að
hægt væri að lenda þotunni og
flugstjórinn stóð sig frábærlega."
París. Reuter.
FRANCOIS Mitterrand Frakk-
landsforseti og Jacques Chirac
forsætisráðherra háðu sjónvarps-
einvigi í fyrrakvöld vegna síðari
umferðar forsetakosninganna 8.
maf nk. Komu þeir viða við en
tókust mest á um þjóðfélagslegt
réttlæti, efnahagslega endurnýjun
og lög og reglu.
Einvígi þeirra frambjóðendanna
þótti gefa góða mjmd af sambúð
þeirra í ríkisstjóm síðustu tvö árin
en ákafastar urðu deilurnar um
hryðjuverk, ofbeldisverk á Nýju
Kaledóníu og uppgang öfgamanna á
hægri vængnum. Samkvæmt skoð-
anakönnun, sem gerð var strax eftir
sjónvarpsþáttinn, bar Mitterrand sig-
ur út býtum ef eitthvað var, en
Chirac var þó sagður hafa staðið sig
betur í þeim málum, sem hann legg-
ur mesta áherslu á, atvinnuleysi, inn-
flytjendamálum og lögum og reglu.
Fréttaskýrendur segja, að Chirac
hafi sýnt mikinn sjálfsaga í einvíginu
en þetta var í fyrsta sinn, sem tveir
æðstu menn landsins deila hvor á
annan í sjónvarpi. Þeir brutu líka í
fyrsta sinn þá óskráðu reglu, að ekki
skuli greint opinberlega frá ágrein-
ingi um málefni ríkisins. Chirac forð-
aðist hins vegar að minnast á aldur
Mitterrands eða ýmis hneykslismál,
sem upp hafa komið í forsetatíð hans.
Skoðanakannanir segja, að Mitt-
errand hafi 14% meira fylgi en mót-
heiji hans en í sjónvarpseinvíginu lét
Chirac þó vera að biðla til stuðnings-
manna Le Pens. Ef hann ætlar að
sigra þarf hann þó á öllu fylgi
hægri- og miðjumanna að halda.
Hvatti hann raunar til mikillar bar-
áttu gegn ótöglegum innflytjendum
en Mitterrand var þá á sama máli
og sagði, að innflytjendum yrði að
fækka.
Evrópa:
Frumskógur í
sjónvarpsheimi
Economist
EVRÓPSKIR embættismenn hafa tekið tíl við að setja reglur
um sjónvarpssendingar. Starf þeirra gætí leitt tíl nýrra hugtaka
í umræðum um truflanir á öldum ljósvakans. Tveir hópar embætt-
ismanna hafa sinnt þessu verkefni. Annar á vegum Evrópubanda-
lagsins og hinn fyrir Evrópuráðið [þar sem ísland er aðili]. í
upphafi var ætlunin hjá báðum að smiða fáeinar meginreglur
en nú eru þeir komnir inn á aðrar og þrengri brautir. Það þarf
að greiða úr flækjunni í evrópskum sjónvarpsmálum en varla
með þessum hættí.
Ætlunin var, að embættismenn-
imir svöruðu spumingum eins og
þessum: Hve mikið ofbeldi á að
leyfa á skjánum? Hvað er við
hæfi að sýna i sjónvarpi? Tveimur
eða þremur ámm eftir að starf
þeirra hófst hafa starfshópamir
sent frá sér ítarlegar tillögur um
það m.a. hveijir eigi að framleiða
dagskrárefni, hvemig á að fjár-
magna það, hve langur tfmi i dag-
skránni megi vera fyrir auglýs-
ingar og hveijir megi auglýsa.
Setja þarf einhveijar einfaldar
reglur um alþjóðlegt gervihnattar-
og kapalsjónvarp. (A síðasta ári
var fræðslumynd um svissneskt
vændi sýnd í bresku kapalsjón-
varpi á þeim tfma, þegar böm
horfa helst á sjónvarp. Skaðinn
var minni fyrir þá sök að talið var
á frönsku, en það dró ekki úr
fátinu hjá áhorfendum.) Eigendur
einkastöðva glima við mismun-
andi reglur um auglýsingar eftir
Evrópulöndum. í Vestur-Þýska-
landi er bannað að ijúfa kvik-
myndir eða þætti með auglýsing-
um. í Danmörku, Noregi og
Sviþjóð er einfaldlega bannað að
auglýsa í sjónvarpi. Frakkar leyfa
ekki, að áfengi sé auglýst á skján-
um. í Belgíu er unnt að sjá gervi-
hnattarstöðina Sky Channel í
Vallóníu, þar sem frönsku mæl-
andi Belgar búa, en ekki í Flæm-
ingjalandi, þar sem töluð er
flæmska. Hollendingar leyfa ekki
erlendum stöðvum að auglýsa á
hollensku.
Auglýsingar og þjóðerni
I tillögum beggja starfshóp-
anna kemur fram það viðhorf, að
líta beri á næstum allar sjón-
varpssendingar einstakra landa
sem alþjóðlegar sendingar, þar
sem þær berist í verulegum mæli
á milli landa (og báðir hópamir
hafa lagt til, eins og neðanmáls,
að nýju reglumar nái einnig til
útvarpssendinga). Þeir sem
standa að útvarps- og sjónvarps-
rekstri eru undrandi yfír því, að
tillögur nefndar Evrópuráðsins,
þar sem aðildarríkin em 21, sýn-
ast stangari en tillögumar frá ÉB.
Margir eigendur einkastöðva telja
þau ákvæði einkar hættuleg, sem
mæla svo fyrir, að auglýsingum
megi aðeins skjóta inn á milli
tveggja heilla dagskráratriða, eða
að aðeins megi einu sinni ijúfa
þætti, sem em yfir 45 mínútur
að lengd. Þetta hefur minni aug-
lýsingatekjur í för með sér eða
hitt sem er miklu líklegra, að ein-
stakir þættir styttist til muna.
Tillögur framkvæmdastjómar
EB um auglýsingar em sveigjan-
legri en Evrópuráðsins en hins
vegar einstrengislegri með tilliti
til þjóðemis og koma þar einkum
til áhrif Frakka. Ef tillögumar
yrðu að lögum þyrftu EB-löndin
innan þriggja ára frá gildistöku
þeirra að sjá til þess, að 60% af
dagskrárefni yrði framleitt af
Evrópubúum. Stjóm EB vill að
sjónvarpsstöðvar veiji 10% af fjár-
veitingum sínum til dagskrárgerð-
ar á þann veg að þær renni til
sjálfstæðra aðila. Stjómvöldum í
ÉB-löndum yrði heimilað að
stöðva útsendingar frá öðmm
Evrópulöndum, ef magn auglýs-
inga yrði meira en 15% af útsend-
ingartíma á dag eða 18% á
klukkustund.
í þessu felst, að bandarísk áhirf
í evrópsku sjónvarpi yrðu minni
en nú er. Evrópubúar vilja kom-
ast hjá þeirri stöðugu tmflun á
útsendingu einstakra dagskrár-
liða, sem einkennir auglýsingar í
bandarísku sjónvarpi. Ogþeir vilja
minna af bandarísku msli á evr-
ópska skjái. (Evrópubúar segjast
geta framleitt nóg af slíku efni
og benda á „Chateauvallon",
„Schwarzwaldklinik" og „It’s a
Knock-out“ máli sínu til stuðn-
ings.)
Tillögur framkvæmdastjómar
EB verða líklega ofan á, einkum
eftir að horfið hefur verið frá kröf-
unni um að allar auglýsingar verði
aðeins sýndar í einni kippu.
Bresku einkastöðvamar segja, að
þær geti ekki lifað af auglýsinga-
tekjum, sem yrðu fengnar með
þvi að sýna aðeins auglýsingar í
kippu á 45 mínútna fresti. En til-
raunir til að beina verkefnum í
hendur evrópskra framleiðenda
em ekki annað en vemdarstefna
og menningarleg þjóðremba. Þeg-
ar öllu er á botninn hvolft getur
ekkert evrópskt efni komið í stað-
inn fyrir Clint Eastwood myrtd. ri