Morgunblaðið - 30.04.1988, Side 30

Morgunblaðið - 30.04.1988, Side 30
30______________ Þjóðminjasafnið MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988 Bókagjöf frá rík- isstjóm Bretlands MARK F. Chapman, sendiherra Breta á íslandi, afhenti á mið- vikudaginn Þjóðminjasafninu nokkrar bækur um fornleifa- fræði að gjöf frá ríkisstjórn Bretlands, i tilefni af 125 ára afmæli safnsins. Þór Magnússon þjóðminjavörður veitti gjöfinni viðtöku. Efni bókanna nær yfir menra en 1000 ára sögu Bretlands og írlands. Forstjóri Brit- ish Museum, sir David Wilson, sem jafnframt er þekktur fomleifafræð- ingur, valdi bækumar. Morgunblaðið/Bjami Frá aðalfundi Sambands íslenskra rafveitna. í ræðustól er Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sendiherra Breta, Mark F. Chapman og Þór Magnússon þjóðminja- vörður virða fyrir sér bókagjöfina. Hagnaður Sparisjóðs Bol- ungarvíkur á árinu 1987 Aðalfundur Sambands íslenkra rafveitna: Unnið við Jöfur KE 17 í Stálvík. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Einkavæðing raforku- kerfisins mikið rædd Á AÐALFUNDI Sambands íslenskra rafveitna, sem haldinn var á Hót- el íslandi i Reykjavík í gær, sagði Aðalsteinn Guðjohnsen, formaður sambandsins að sumir hefðu tilhneigingu til reyna að draga úr sjálf- stæði raforkufyrirtækja á sama tíma og verið væri að huga að því í grannlöndunum að gera fyrirtækin sjálfstæðari. Aðalsteinn gagnrýndi þann afslátt sem hann sagði að Landsvirkjun hefði veitt á rafhitun hjá tilteknum fyrirtækjum. Það væru félagslegar aðgerðir þar sem farið væri eftir því í verðlagningu til hvers orkan væri notuð en ekki hvernig hún væri notuð eins og verið hefði. sagði að í Svíþjóð hefði mörgum sveitarfélaga- og ríkisveitum verið breytt i hlutafélög og Telge Energi hefði verið eitt þeirra. Hann lýsi kostum og göllum breytingarinnar en taldi að kostimir væru mun meiri en gallamir. A fundinum var Aðalsteinn Guðjo- hnsen kosinn formaður Sambands íslenskra rafveitna, Halldór Jónat- ansson varaformaður, Eiríkur Boga- son gjaldkeri og Jón Öm Amarson ritari. Fundinn sóttu um 90 fulltrúar raforkufyrirtækja landsins, iðnaðar- ráðuneytis, Orkustofnunar og Raf- magnsveitna ríkisins. Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra, sagði að óánægja með raf- orkuverð stafaði m.a. af mismunandi álestrarreglum raforkufyrirtækja. Sum fyrirtækjanna jöfnuðu greiðsl- unum yfir árið en önnur ekki. Einnig hefði verið 2 til 3 gráðum kaldara eftir sl. áramót en í meðalári. Ríkið hefði þó gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekari hækkanir á raf- magni og létt skuldir Orkubús Vest- fjarða og Rarik. Friðrik sagði að fengnir hefðu verið ráðgjafar til að athuga skipulag raforkudreifingar. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, flutti erindi um einkavæðingu breska raforkukerfis- ins og sagði m.a. að hún gæti haft í för með sér aukna möguleika á útflutningi raforku héðan til Bret- lands. Johan Ekwall, frá Telge Energi, tæpar 10 milljónir króna Bolungarvik. A AÐALFUNDI Sparisjóðsins sem haldinn var nú um helgina kom fram í skýrslu Sparisjóðs- stjórans, Sólbergs Jónssonar, að innlán Sparisjóðsins á árinu 1987 hafi aukist úr 218 milljónum króna i 306 miljónir króna eða um 40,28%. Innlánsaukning eftir að innlán í ársbyíjun hafa verið hækkuð um lánskjaravísitölu var 14,76%. Útlán- in jukust hins vegar um 43,7%. Laust fé sparisjóðsins í sjóði og lausar bankainnistæður voru 42.150.000 krónur og höfðu hækk- að á árinu um 29.978.000 krónur. Tekjur hækkuðu á árinu um 39.874.000 eða 76%. Rekstrar- kostnaður hækkaði um 32.874.000 krónur eða 66%. Vaxtatekjur hækk- uðu um 83% og vaxtagjöld um 91%. Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður af rekstri krónur 9.945.000 sem færður var til hækk- unar í varasjóði. Hagnaður af reglu- legri starfsemi fyrir skatta sem hlutfall af brúttótekjum var 12,69%. Eigið fé í árslok nemur 94.105.000 krónur eða 22,41% af niðurstöðu- tölu efnahagsreiknings og lækkaði sú prósenta á árinu um 1,17%. Eig- ið fé samkvæmt lögum um banka og sparisjóði er 39,56% og hafði lækkað á árinu um 3,29%. Að lokum kom fram að bókfært virði fast- eigna og búnaðar sem hlutfall af eigið fé er 24,84%. - Gunnar GENGISSKRÁNING Nr. 81. 29. apríl 1988 Kr. Kr. Toll- Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala g*ngl Dollari 38,72000 38,84000 38,98000 Sterlp. 72,51600 73,74000 71,95700 Kan. dollari 31,49100 31,58900 31,37200 Dönsk kr. 6,02970 6,04840 6,09920 Norsk kr. 6,29640 6,31600 6,21340 Sænsk kr. 6,61150 6,63190 6,60060 Fi. mark 9,70910 9,73920 9,71100 Fr. franki 6,83310 6,85430 6,88450 Belg. franki 1,10970 1,11310 1,11630 Sv. franki 27,92340 28,01000 28,26280 Holl. gyllini 20,71140 20,29440 20,80040 V-þ. mark 23,22250 23,29440 23,36370 it. lira 0,03120 0,03130 0,03155 Austurr. sch. 3,30380 3,31400 3,32520 Porl. escudo 0,28340 0,28420 0,28500 Sp. peseti 0,35060 0,35170 0,35000 Jap. yen 0,31076 0,31172 0,31322 írskt pund 61,93300 62,12500 62,45000 SDR (Sérst.) 53,56450 53,73050 53,84110 ECU.evr. m. 48,14250 48,29170 48,38780 Tollgengi fyrir april er sölugengi 28. mars Sjálfvirkur símsvari gengisskráningar er 62 32 70. Fiskverð á uppboðsmörkuðum 29. apríl. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) vorð (kr.) Þorskur 30,00 30,00 30,00 0,500 15.000 Þorskur(ósL) 41,50 33,00 37,79 28,200 1.065.750 Ýsa - 35,00 35,00 35,00 0,250 8.750 Ýsa(ósl.) 48,00 38,00 42,45 20,670 877.630 Ufsi 9,00 6,00 8,66 4,260 36.900 Ufsifósl.) 12,00 5,00 9,99 3,150 31.500 Karfi 19,00 6,00 16,12 1,060 17.150 Skarkoli 35,00 15,00 27,96 0,110 3.100 Skarkoli(ósL) 15,00 15,00 15,00 0,150 2.250 Lúða 65,00 65,00 65,00 0,022 1.430 Skata 54,00 54,00 54,00 0,040 2.100 Langa 15,00 15,00 15,00 0,250 3.750 Langa(ósL) 20,50 15,00 18,44 0,400 7.375 Kinnar 40,00 40,00 40,00 0,112 4.480 Samtals 35,10 59,175 2.077.024 Selt var aðallega úr Saeborgu GK, Geirfugli GK, Skagaröst KE, Dröfn RE, Hrafni Sveinbjarnarsyni GK og Hrafni Sveinbjarnar- syni III GK. I dag verða seld 3 tonn af trollýsu og nk. mánudag verða seld 50 tonn úr Bergvík KE, aðallega ufsi, karfi og gráiúða. Jöfur KE 17 af- hentur í lok maí NÚ ER unnið að lokafrágangi á tækjum og búnaði um borð í rækjutogaranum Jöfri KE 17, sem sjósettur var í skipasmíða- stöðinni Stálvík i Garðabæ ný- lega. Áætlað er að skipið verið afhent eigendunum, Jarli hf í Keflavík, um mánaðamótin mai- júní og haldi þá til rækjuveiða. Um borð í Jöfri er alhliða búnað- ur til rækju- og fiskvinnslu og er skipið fyrst íslenskra skipa, búið rækjupillingarvél frá Kronborg í Danmörku. Slíkar vélar eru ný- komnar á markað en hafa verið reyndar í fáeinum norskum og fær- eyskum skipum og líkað afar vel, að sögn Páls Axelssonar útgerðar- stjóra Jöfurs. Jöfur KE 17 er um 300 brúttórúmlestir að stærð og er áætlað kaupverð um 250 milljónir. 14 manna áhöfn verður á skipinu en skipstjóri er Snorri Gestsson, sem ásamt bræðrunum Páli og Birgi Axelssonum er aðaleigandi Jarls hf. Búinn að veiða 8 tófur og 5 minka Miðhúsum, Reykhólahreppi. BÓNDINN I Djúpadal, Samúel Zakaríasson, er bæði góður bóndi og mikill veiðimaður. í vetur er hann búinn að skjóta átta tófur og voru það allt saman mórauðir steggir. Af þessum átta tófum fékk hann þijár sama kvöldið. Einnig er Samú- el búinn að veiða fímm minka. Samúel sagði að það væru 600 króna verðlaun fyrir tófuna og sagðist hann búast við að hann hefði svona 5 krónur á tímann við að stunda þessa veiði. Verðlaunin fyrir mink eru betri eða 500 krónur fyrir veiddan mink. „Enn er mikið um tófur hér,“ segir Samúel. „Til dæmis sé ég oft eina hvíta, sem er stygg, og einn daginn lá hún fram á klettabrún og baðaði sig í sólskininu en ekki var hún í skotfæri. En ég næ henni seinna." - Sveinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.