Morgunblaðið - 30.04.1988, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988
Næstu aUieimsfrí-
merkj asýningar
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Lesendur hafa e.t.v. fengið nóg
af umræðum um frímerkjasýningu
í undanfomum þáttum, og þar er
auðvitað átt við frásögn um LÍFÍL
88 f marz sl. Engu að síður vil ég
- ekki láta tveggja alheims- eða al-
þjóðafrímerkjasýninga, sem haldnar
verða á þessu ári, með öllu ógetið.
Annað væri í raun ekki rétt, þar sem
íslenzkir safnarar taka þátt í báðum
þessum sýningum. Vissulega hljót-
um við alltaf að verða fáir og smáir
innan um stjórþjóðir heims, en engu
að síður erum við samt að eignast
svo góða safnara í ýmsum greinum
frímerkjasöfnunar (eða fílatelíunnar,
eins og ýmsir vilja nefna þessa söfn-
un á íslenzku), að við erum að verða
þar gjaldgengir. Um verðlaunastig
er svo allt annað að segja, enda
þótt ég leyfi mér að fullyrða, að
þeir íslenzkir safnarar, sem koma-
söfnum sínum inn á alheimssýningu,
hafa oftast góða þekkingu á við-
fangsefni sínu. Hinu er svo aftur á
móti ekki að leyna, og á það hefur
á stundum verið minnzt í þáttum
þessum, að við eigum venjulegast
erfitt uppdráttar í keppni um verð-
launastig, þar sem okkur getur orð-
ið féskylft, þegar kaupa þarf verð-
mæta hluti í söfnin. Það er sem sé
ekkert launungarmál, að þeir kom-
ast helzt upp í hæstu flokka, sem
þurfa ekki að sýta, hvað hlutimir
kosta. En nú skal minnzt á þær tvær
alheimssýningar, sem fram undan
eru og við eigum fulltrúa á.
Á þessu ári eru 350 ár liðin síðan
finnska póstþjónustan var sett á fót.
Af því tilefni minnist finnska póst-
stjómin þessa atburðar með ýmsum
hætti um allt Finnland, enda vill hún
á þann hátt minna á, hversu póst-
þjónusta er mikilvægur þáttur í lífi
Finna sem og annarra þjóða. Einn
liður í þessari afmælishátíð er sam-
vinna við Landssamband finnskra
frímerkjasafnara um að koma á fót
alheimsfrímerkjasýningunni FINL-
ANDIA 88. Póststjómin fínnska
vonast um leið til, að stórir hópar
frímerkjasafnara sjái sér fært að
heimsækja sýninguna og taka um
leið þátt í þeim hátíðahöldum, sem
fyrirhuguð eru á vegum póststjóm-
arinnar. Þetta verður önnur alheims-
sýningin, sem haldin er í Finnlandi.
Hin fyrri var árið 1956, FINL-
ANDLA. 56, og hafði tekizt mjög vel
að allra dómi.
Undirbúningur undir alheims-
frímerkjasýningar tekur alltaf nokk-
ur ár. Þannig hófu finnskir
frímerkjasafnarar og finnska póst-
stjómin undirbúning sinn fyrir ein-
um fimm árum, og síðan hefur stöð-
ugt verið unnið að því að gera þessa
sýningu sem bezt úr garði og sem
glæsilegasta. Umboðsmenn vom
fengnir í sem flestum löndum til
þess að safna efni til sýningarinnar.
Umboðsmaður hér á landi er höfund-
ur þessara frímerkjapistla í Mbl.
Ekki hefur hann samt áður greint
frá þessari væntanlegu sýningu hér
í blaðinu, og má vissulega ekki
seinna vera að gera það, þar sem
FINLANDIA 88 hefst eftir rúman
mánuð eða 1. júní nk. í Helsinki og
stendur til 12. júní.
Eins og venjulega á alheimssýn-
ingum urðu umsóknir um þátttöku
í FINLANDIU 88 miklu fleiri en
hægt var að sinna. Þær fréttir, sem
ég hef nýjastar, eru þær, að sýning-
arrammar verða tæplega 4 þúsund
í samkeppnisdeild og svo Jjúsund
rammar utan samkeppni. I síðari
hópnum verða áhugaverð stimpil-
merkjasöfn víðs vegar að úr heimin-
um. Þá verða 192 rit í bókmennta-
deild. Frímerkjakaupmenn verða
með 37 sölubása eða „sölustanda",
eins og þeir eru oftast nefndir með-
al safnara, og póststjómir verða með
21 bás. Auk þess verða þar að auki
§órir umboðsmenn fyrir 66 póst-
stjómir. Af þessari upptalningu má
ljóst vera, að hér verður bæði margt
að skoða og eins kaupa í söfn sín
hjá póststjómum og kaupmönnum.
Reynslan hefur líka orðið sú, að oft
eru mikil þrengsli við sölubásana.
Sjö þátttakendur verða héðan með
sýningarefni og sumt af því er mjög
athyglisvert. Hálfdan Helgason, sem
verður í hópi dómara á sýningunni,
sýnir í sérstakri deild þeirra hluta
aíf hinu frábæra íslenzka bréf-
spjaldasafni sínu í fjórum römmum.
Nær það jrfir árin 1879-1920.
í samkeppnisdeild sýna svo eftir-
taldir safnarar hluta af söfnum
sínum: Hjalti Jóhannesson safn sitt
af íslenzkum upgrunastimplum
1873-1930, Páll H. Ásgeirsson hið
íslenzka flugsögusafn sitt 1928-
1945 og Jón Aðalsteinn Jónsson
Danmörku 1870-1905. Hefur hver
þeirra fimm ramma undir söfn sín.
Þar sem þessum söfnum hefur svo
oft verið gerð skil í þáttum þessum,
er ástæðulaust að segja nánar frá
þeim hér. Hitt veit ég með sanni,
að öll eru þau í framfór og hafa
tekið nokkrum breytingum frá í
haust, þegar þau voru á HAFNIU
87 í Danmörku.
í bókmenntadeild sýnir Þór Þor-
steins rit sitt, sem nefnist Pósthús
og bréfhirðingar á íslandi. — Sigurð-
ur H. Þorsteinsson sýnir verðlista
sinn íslenzk frímerki 1988. — Loks
sýnir Landssamband íslenzkra
frímerkjasafnaratímarit sitt, Grúsk.
Einn er sá þáttur í þessari sýn-
ingu, sem má alls ekki liggja í þagn-
argildi. Er það spumingakeppni
unglinga. Á STOCKHOLMIU 86 fór
slík keppni fram um Alfred Nobel,
líf hans og störf, eins og þau koma
m.a. fram á frímerkjum. Á vegum
LÍF fór þá harðsnúið lið unglinga
undir stjóm Guðna F. Gunnarsson-
ar, stjómarmanns i FF og LÍF. Stóðu
unglingar okkar sig svo vel, að þeir
lentu í þriðja til fjórða sæti eftir
mjög skemmtilega keppni og vöktu
verðskuldaða athygli. - Nú endur-
taka Finnar sams konar keppni milli
norrænna unglinga, og enn sendum
við lið þriggja unglinga undir stjóm
Guðna. Ég veit, að þeir hafa þegar
unnið dyggilega við að undirbúa sig
og eiga auðvitað enn eftir að gera
það allan næsta mánuð. Keppnin
sjálf skiptist í tvennt og fer fram
4. og 5. júní. Fyrri daginn verður
spurt um Finnland og frímerki lands-
ins 1911-1938, en síðari daginn
verður spurt um frímerki frá öllum
Norðurlöndum frá 1. jan. 1970 til
31. des. 1985. Að auki verður spurt
um fyrstu útgáfur allra Norður-
landa. Keppnin verður örugglega
hörð, en unglingum okkar og farar-
stjóra fylgja allar hinar beztu ámað-
aróskir héðan að heiman.
Gestgjafamir munu sjá bæði sýn-
endum og gestum sýningarinnar
fyrir alls konar afþreyingu, meðan
á sýningunni stendur, enda vart við
að búast, að menn endist til þess
að vera á sýningarsvæðinu allan
tímann, sem opið er. Sjálf sýningin
verður haldin í Kaupstefnumiðstöð
Helsinki, sem er mjög rúmgóður
sýningarstaður og ekki langt frá
miðborginni. Sem umboðsmaður
vakti ég snemma athygli íslenzkra
frímerkjasafnara á FINLANDIU 88,
sem ég hef ástæðu til að ætla, að
verði mjög góð sýning. Ekki gat
samt orðið úr hópferð þeirra þangað
austur á bóginn. Þegar þetta er rit-
að, veit ég því ekki nákvæmlega,
hversu margir leggja leið sína héðan
að heiman á FINLANDIU 88, en
>eir verða samt nokkrir.
88
26. 8 4 9 1988
PRAGA88
Dagana 26. ágústtil 4. september
1988 verður svo önnur alheimssýn-
ing haldin í Prag í Tékkóslóvakíu.
Er hún að hluta til haldin til að
minnast upphafs tékkneska lýðveld-
isins 1918 og tékkneskra frímerkja,
sem þá voru fyrst gefin út. Jafn-
framt nota núverandi stjómvöld
tækifærið til að minnast þess, að á
þessu ári eru 40 ár liðin frá valdar-
áni kommúnista í landinu. Ekki er
að efa, að mikil áherzla verður lögð
á að gera sýninguna sem bezt úr
garði, en þar mun rammafjöldi verða
um 4500. Umboðsmaður PRAGA
88 hér á landi er Guðmundur Áma-
son. Sýnendur héðan að heiman í
samkeppnisdeild verða Hálfdan
Helgason með bréfspjöld sín og Páll
H. Ásgeirsson með flugsögusafn sitt.
Þá sýnir Þór Þorsteins bók sína um
íslenzk pósthús og stimpla í bók-
menntadeild. Vel er hugsanlegt, að
nánar verði greint frá PRAGA 88,
þegar nær dregur sýningunni og
eitthvað meira hefur frétzt af henni.
DAFILO ^88
í 22.-24. \
> APRIL l
DAFILO ’88
Eftir frásögn af tveimur næstu
alheimssýningum er rétt að bæta
við nýjustu fréttum um árangur
íslenzkra safnara á erlendri gmnd.
Dagana 22.-24. apríl var haldin
landssýning í Odense á Fjóni, sem
nefnd var DAFILO '88. Héldu
danskir frímerkjasafnarar hana þar
af því tilefni, að borgin á 1000 ára
afmæli á þessu ári. Buðu þeir söfnur-
um frá öllum Norðurlöndum að taka
þátt í sýningunni. Héðan að heiman
fóru tvö söfn. Páll H. Ásgeirsson
sendi flugsögusafn sitt og hlaut fyr-
ir gyllt silfur. Jón Egilsson þreytti
nú sína frumraun erlendis með átt-
hagasafn sitt, sem hann nefndi
Hafnaríjörður 1894-1950. Fyrir það
fékk hann bronsverðlaun.
Landsþing- Landssambands
íslenzkra frímerkjasafnara
Eftir rétta viku eða 7. maí nk.
verður Landsþing LÍF haldið hér í
Reylqavík í félagsheimili þess í
Síðumúla 17. Auk venjulegra þing-
starfa og kosningar nýrrar stjórnar
verða vafalaust mörg mál, sem varða
frímerkjasöfnun rædd L þinginu.
Ekki er ólíklegt, að þar beri einna
hæst umræður um NORDIU 91,
enda þarf örugglega að mörgu að
hyggja, áður en hún verður að veru-
leika í Laugardalshöllinni sumaríð
1991.
FINLANDIA 88
Að marggefnu tílefní
eftir Ólaf Björnsson
Þeir sletta skyrinu
sem eigaþað
Síðan skýrsla Skreiðamefndarinn-
ar birtist, hefir að vonum verið mik-
ið um hana fjallað, bæði af flölmiðl-
um og mönnum sem telja sig ábyrga.
Lítt hefir málið þó verið krufið til
mergjar og mest hefir þessi umfjöllun
opinberað algert skilningsleysi og
ráfræði flestra sem um málið hafa
fjallað. Útyfir allt tekur þó leiðari í
Morgunblaðinu þann 16. aprfl sl.,
víðlesnasta blaðinu, sem gjaman vill
vera talið það ábyrgasta. Ef litið er
til þess að blaðið ogþó einkum leiðar-
ar þess túlka skoðanir Sjálfstæðis-
flokksins, sem oft á tiðum hefir sleg-
ið Framsókn út í refaskottapólitík
og styrkjasukki, mætti ætla að þetta
væri tímamótaleiðari.
Einhliða umfjöllun
Öll umfjöllun um skreiðarviðskipt-
in við Nígeríu hefir verið með þeim
hætti að ætla mætti að hér sé um
séríslenskt fyrirbæri að ræða. Tal-
andi aðeins um skreið mætti nefna
sjónvarpsþátt sem hér var sýndur
um skreiðarviðskipti Norðmanna.
Þar lék landi okkar „Joe Grimson"
eitt aðalhlutverkið. Þessi viðskipti
buðust okkur á undan Norðmönnum.
En erfiðleikar í viðskiptum við
Nígeríu eru ekki aðeins bundnir við
skreiðina. Árið 1984 bauð Central-
banki Nígeríu þeim sem það vildu
þiggja að fá vanskilaskuldir sínar
greiddar með skuldabréfum til 6 ára
(þeim hefir nú verið breytt í 22 ár).
Nær allir kröfuhafar tóku þessu boði
og gefin voru út slík bréf fyrir um
3,6 milljarða dollara. Það gerðu lfka
skreiðarframleiðendur hér í fullu
samráði við bankana, sem ætluðu
að kaupa bréfin og tóku það litla sem
kom.
Pappírsflækjur eru miklar í
Nígeríuviðskiptum og sífellt verið að
breyta reglum og formum. Allir
pappírar fóru í gegnum mikla endur-
skoðun áður en skuldabréf voru gef-
in út, og misvel tókst til um að koma
öllu saman og heim. Hvað varðar
Skreiðarsamlagið urðu útundan kröf-
ur upp á 4,2 milljónir dollara, vegna
þess sem kalla mætti mannleg mis-
tök, sem tæpast verða skrifuð á sam-
lagið nema að litlum hluta. Hvort
bankamir hefðu keypt þessi bréf
1985 eins og til stóð eða keyptu þau
nú ætti ekki að skipta höfuðmáli.
Stærra mál er að allir sitji við sama
borð í þessum viðskiptum þegar upp
er staðið.
Framtíð Nígeríu
Meðan olíuævintýrið stóð hæst
dældu Nígeríumenn 2,5 milljónum
tunna upp á dag og seldu hverja
tunnu á 36—40 dollara. Nú skammt-
ar OPEK þeim 1,3 miiljón tunnur á
dag og verðið er 14—15 dollarar, og
oft tekst ekki að selja það allt.
Áður en olíuæðið greip um sig var
Nígería sjálfri sér nóg um flest, þeir
voru stærstu útflytjendur heims í
pálmaolíu, með þeim stærstu í kókó,
og margt fleira fluttu þeir út. Þessar
greinar eru þeir nú að efla aftur.
Að vísu gengur hægt, en með bættri
stjómun og vaxandi trausti á stjóm-
völdum, má ætla að framfarir verði
örar. Þegar horfa margir til að flár-
festa í Nígeríu í þessum greinum og
fleirum. Álit FAO og fleiri alþjóða-
stofnana er að Nígería gæti hæglega
brauðfætt alla Afríkubúa, slflct „gós-
en“land er hún. Stjómvöld hafa
ákveðið að eyða ekki meira en aflað
er, og það litla sem aflögu er af gjald-
eyri er boðið upp tvisvar i mánuði
og þar við situr. Að öllu athuguðu
er líklegast að efnahagsspekingar
hér séu vart þess umkomnir að slá
því föstu að skuldabréf sem Nígería
gefur út verði ekki pappírsins virði
eftir 20 ár eða svo, Færi svo að
„blokkin" okkar fengi viðlíka vask í
magni og verði og olía Nígeríu-
manna, gæti farið svo að til þeirra
mætti sækja ráð. Jafnvel væri það
athugandi „strax í dag“.
Skreiðin hefir verið veit-
andi, ekki styrkþegi
Tómas Þorvaldsson sagði eitt sinn:
„Það var brotist inn hjá mér í nótt
og stolið kr. 600 þúsund." Alþingi
hafði þá um nóttina samþykkt lög
um töku gengismunar og sem oftar
kom það harðast niður á skreiðinni.
Tómas hafði slegið á að um það bil
600 þúsund krónur yrði hann að láta
af sínum skreiðarbirgðum í þessa
millifærsluhít.
Gegnum árin hefír þessi saga
„Aö vísu er tekin nokk-
ur áhætta varöandi
gfreiðslugetu Nígeríu-
manna, en ef þetta
dæmi stenst varðandi
kaupverð bréfanna
ieyfi ég mér að halda
fram að bankar og sjóð-
ir hér á landi hafi oft
gert vafasamari kaup.“
margendurtekið sig og aldrei hefur
skreiðarframleiðslan fengið krónu til
baka. Af skreið hafa yfirleitt verið
greidd hæstu útflutningsgjöld.
Nú á að kalla það styrk að „gefa
eftir“ gengismun og lækka gjöld í
það sama og hjá mörgum öðrum
greinum. Einnig á það að heita styrk-
ur þótt skreiðin fái sinn hlut úr end-
urgreiddum ofteknum vöxtum. Svip-
að má segja um flest það sem Skreið-
amefndin tíundar sem fyrirgreiðslu
og aðstoð við skreiðarframleiðendur.
Skuldabréfakaup
Ólíklegustu menn hafa nú áhyggj-
ur af skattgreiðendum, þegar talað
er um að Seðlabankinn kaupi skulda-
bréf vegna skreiðarviðskipta. Skreið-
amefndin varpaði fram þeirri hug-
mynd að Seðlabankinn verði 4 millj-
ónum Bandaríkjadala til kaupa á
skuldabréfum Centralbanka Nígeríu
og gerði ráð fyrir að með þvi feng-
just bréf að nafnvirði 20 milljónir
dala. Mismuninn á kaupverði og
nafnverði, 16 milljónir dala, notaði
bankinn til þess að kaupa allar úti-
standandi skreiðarkröfur fslenskra
útflytjenda í Nígeríu.
Hvers virði þær endanlega verða
veit enginn í dag. Hins vegar verður
að ætla að Seðlabankanum yrði
meira úr þeim en útflytjendum.
Að vísu er tekin nokkur áhætta
varðandi greiðslugetu Nígeríu-
manna, en ef þetta dæmi stenst varð-
andi kaupverð bréfanna leyfí ég mér
að halda fram að bankar og sjóðir
hér á landi hafi oft gert vafasamari
kaup. Eftir sem áður stæðu framleið-
endur uppi með mikið tjón, því þetta
dygði aðeins til að borga hluta af
því verði sem fékkst fyrir skreiðina
1982—83. Sfðan er búið að borga
hundmð milljóna í vexti af lánum
hennar vegna.
Þáttur stjórnvalda
Ámm saman hefir Samlag skreið-
arframleiðenda samþykkt á aðal-
fundum sínum áskoranir á stjómvöld