Morgunblaðið - 30.04.1988, Qupperneq 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988
Minning:
Andrés Magnússon
'bóndi, Vatnsdal
Fæddur 6. maí 1912
Dáinn 20. aprO 1988
í dag, 30. apríl, verður jarðsung-
inn frá Breiðabólstaðarkirkju í
Fljótshlíð tengdafaðir minn, Andrés
Magnússon bóndi, Vatnsdal. Hann
lést á heimili sínu að kvöldi 20.
aprfl sl. eftir stutta sjúkdómslegu
og kom sú harmafregn okkur öllum
mjög á óvart, þótt hann nýlega
* hafi greinst með sjúkdóm þann, sem
bar hann ofurliði á svo skömmum
tfma. En það er ekki á valdi okkar
mannanna hvenær kallið kemur, og
það er. alltaf erfitt að sætta sig við
slíkar staðreyndir, ekki síst, þegar
tekið er tillit til þess, að Andrés var
alla tíð mjög heilsuhraustur, eða
allt fram að síðustu páskum að
hann kenndi þeirra meina er hann
varð að lúta í lægra haldi fyrir.
Andrés fæddist í Hvítanesi í
V-Landeyjum 6. maí 1912. Foreldr-
ar hans voru Dýrfínna Gísladóttir
frá Seljavöllum undir Austur-Eyja-
fjöllum og Magnús Andrésson frá
Hemlu í'V-Landeyjum. Hann ólst
upp f foreldrahúsum, lengst af í
Ytri-Hól í V-Landeyjum í hópi sex
systkina sinna. Eftir fráfall Andrés-
ar eru á lífi tvær systur hans,
Gfslfna og Guðleif. Jafnframt því
að sinna bústörfum á heimili for-
eldra sinna fór hann til sjós margar
vertíðir, eins og margur ungur
maðurinn gerði í þá daga ýmist til
Vestmannaeyja eða Grindavíkur.
Þótti pláss hans ætíð vel skipað og
var eftirsóttur sjómaður.
5. júlí 1935 kvænist Andrés eftir-
Jifandi eiginkonu sinni, Þorgerði
Guðrúnu Sveinsdóttur, mikilli dugn-
aðar- og sómakonu. Þorgerður er
dóttir hjónanna Matthildar Einars-
dóttur og Sveins Guðmundssonar
er bjuggu í Vík í Mýrdal, en frá
tveggja ára aldri ólst hún upp hjá
Sigurveigu Sveinsdóttur og Hall-
grími Brynjólfssyni ömmubróður
sínum á Felli í Mýrdal. Sama ár
hófu þau búskap að Ytri-Hól og
bjuggu þar í sambýli við foreldra
Andrésar í 14 ár, en þá fluttu þau
að Norður-Fíflholtshjáleigu í sömu
sveit. Dvöl þeirra þar var ekki löng,
eða 2 ár. Vorið 1948 flytja þau að
Vatnsdal í Fljótshlíð og hafa búið
þar til þessa dags eða í 40 ár.
Andrési og Þorgerði varð þrettán
bama auðið. Ellefu eru nú á lffi.
Böm þeirra eru: Dýrfínna Ósk, lést
9. júní 1965 aðeins 32 ára. Hún
var gift Kristjáni Jónssyni og áttu
þau 8 böm og bjuggu á Hellu. Kjart-
an, var giftur Unni Björk Halldórs-
dóttur sem lést 12. febrúar 1965.
Kjartan býr í Reykjavík og á 2
böm. Magnús, var giftur Ingu Þórs
Yngvadóttur. Hún lést 23. febrúar
1986. Þau áttu 4 böm. Magnús býr
í Reykjavík. Elvar, hann er ein-
hleypur og hefur búið með foreldr-
um sínum í Vatnsdal. Sveinn, giftur
Auði Karlsdóttur. Þau eiga 3 böm
og búa í Reykjavík. Sigurður, giftur
Svanhvíti Guðmundsdóttur. Þau
eiga 2 böm og búa í Hafnarfirði.
Ólafur, giftur Ólafíu Sveinsdóttur
og eiga þau 4 böm og búa í Húsa-
garði, Landsveit. Sigurleif, gift Sig-
urði Gíslasyni. Þau eiga 3 böm og
búa í Hafnarfirði. Guðríður, gift
Eiríki Ágústssyni. Þau eiga 3 böm
og búa í Álfhólshjáleigu, V-Land-
eyjum. Viðar, lést sólarhrings-
gamall 26. apríl 1947. Matthildur,
gift Dofra Eysteinssyni. Þau eiga
2 böm og búa á Hvolsvelli. Elísa-
bet, gift Tryggva Ingólfssyni. Þau
eiga 3 böm og búa á Hvolsvelli.
Þormar, giftur Sigurlínu Óskars-
dóttur. Þau eiga 3 böm og búa á
Hvolsvelli. Bamabömin eru nú orð-
in þrjátíu og sjö og bamabamaböm-
in tuttugu og níu.
Eftir þessa upptalningu má sjá,
að í nógu hefur verið að snúast á
heimilinu og vinnudagar oft verið
langir, því ekki var þægindunum
fyrir að fara til að létta störf eins
og tíðkast í dag. En með samstillt-
um huga og sameiginlegum ásetn-
ingi hefur Andrési og Þorgerði tek-
ist að koma til manns stórum bama-
hópi, og geta litið stolt yfir lífsstarf
sitt. Veit ég að Andrés leit á böm
sín sem sinn fjársjóð, enda allt hans
lífsstarf helgað þeim og hvergi af
sér dregið til að sjá þeim farborða.
Hann fór §ölda vertíða til sjós eftir
að hann hóf búskap og þá til Vest-
mannaeyja og Grindavíkur eins og
hann hafði áður gert, til að afla
fanga fýrir stórt heimili. Má geta
nærri að ekki hafí alltaf verið auð-
velt að yfirgefa konu og mörg böm
svo mánuðum skipti. En lífsbarátt-
an var hörð í þá daga og þau Andr-
és og Þorgerður eru af þeirri kyn-
slóð, sem alin var upp við þau skil-
yrði að lífsstarfið snerist fyrst og
fremst um að hafa nóg að borða
og til þess þurfti að vinna hörðum
höndum, annað var fjarlægur
draumur. Það var þvf ekki nýtt fyr-
ir þeim að þurfa að hafa fyrir lífinu
og sjálfsbjargarviðleitni þeirra rík
og metnaður til að vera ekki öðrum
háður var þeim báðum í blóð borinn.
En þótt barnalán þeirra hafí ver-
ið mikið, hafa þau þurft að sjá á
eftir tveim bömum sínum og tveim
tengdadætrum yfír móðuna miklu.
1947 misstu þau son sinn sólar-
hringsgamlan, sem hlaut nafnið
yiðar, og 9. júní 1965 lést Dýrfinna
Ósk frá sjö ungum bömum aðeins
32 ára en Dýrfinna og Kristján
höfðu áður misst dreng 1955, og
einnig 1965 lést tengdadóttir Andr-
ésar og Þorgerðar, Unnur Björk,
aðeins 24 ára. Og nú fyrir aðeins
tveimur árum eða 23. febrúar 1986
lést Inga Þórs tengdadóttir þeirra
eftir erfiða sjúkdómslegu aðeins 44
ára. Þessir atburðir allir, höfðu
mikil áhrif á Andrés og skildu eftir
mikinn söknuð, sem hann bar af
miklum hetjuskap. En þrátt fyrir
þessi áföll var Andrés ákaflega
þakklátur forsjóninni fyrir það, hve
böm hans hafa annars verið heil-
brigð og hve mörg þeirra hafa kom-
ist til fullorðinsára. Einnig fannst
Andrési ómetanlegt hve hinn stóri
systkinahópur er samhentur, hvort
sem er í gleði eða sorg.
Ekki get ég skrifað um Andrés
í Vatnsdal án þess að minnast á
hesta. Honum þótti ákaflega gaman
að góðum hestum, enda átti hann
margan góðan gæðinginn. Var
Andrés alltaf vel ríðandi og átti
yfirleitt mikið af hestum. Hann
hafði mjög glöggt auga fyrir hæfi-
leikum hrossa og átti hann ágætt
hrossakyn. En hann hafði ekki bara
auga fyrir hæfileikum þeirra, líka
var hann óvenju laginn að temja
hesta og laða fram hæfileika þeirra.
Held ég að þar hafí í senn notið
sín hið mikla tilfinninganæmi sem
Andrés bjó yfír og hin eðlislæga
lagni hans.
í þau 18 ár sem ég þekkti Andr-
és í Vatnsdal, bar aldrei skugga á
okkar samskipti, enda tók hann
slíku ástfóstri við sín tengdaböm
að hann ann þeim engu síður en
sínum eigin. Hann var í eðli sínu
hógvær, en fastur fyrir ef svo bar
undir og fylgdi fast fram sinni sann-
færingu ef því var að skipta, en lét
sanngimina ávallt sitja í fyrirrúmi.
Og það var stutt í glensið þegar
það átti við, og á ég margar góðar
minningar frá eldhúsborðinu í
Vatnsdal, þar sem Andrés var hrók-
ur alls fagnaðar. Hann undi sér
hvað best þegar bömin, tengda-
bömin og bamabömin komu í heim-
sókn. Þær stundir voru honum mik-
ils virði og um það þurfti hann
ekki að tjá sig með orðum, brosið
og hlýtt handtak hans sögðu meira.
Nú í vor eru liðin rétt 40 ár sjðan
Andrés og Þorgerður fluttu að
Vatnsdal. Þar hafa þau unað sér
og hvergi liðið betur en í faðmi fj'all-
anna, sem þau hafa bundið svo
mikla tryggð við. Með þeim hefur
sonur þeirra Elvar búið og verið
þeim hin styrka stoð og öryggi þeg-
ar aldurinn hefur færst yfír og verð-
ur honum seint fullþakkað fyrir
það. Andrés og Gerða, eins og við
köllum hana alltaf, lifðu í hamingju-
sömu hjónabandi í tæp 53 ár og
voru afskaplega samhent hjón og
er því harmur Þorgerðar mikill við
fráfall Andrésar. Um Andrés mætti
rita langt mál, því lífshlaup hans
hefur verið með þeim hætti og hann
hefur lifað tímana tvenna. Eg veit
hins vegar, að hann var þannig
gerður að hann kærði sig ekki um
að vera í sviðsljósinu. Ég ætla því
ekki að lengja þessi fátæklegu orð
mín öllu meira, en það er ótal margs
að minnast sem ekki er skráð hér,
og þær minningar eru allar á sama
veg og eiga eftir að ylja hjartaræt-
umar er ég minnist Ándrésar. Ég
vil votta tengdamóður minni alla
mína samúð og bið góðan guð að
styrkja hana í sinni miklu sorg og
einnig systkinunum, tengdabömun-
um, bamabömunum og bama-
bamabömunum sem sárt sakna
ástkærs föður, tengdaföður, afa og
langafa. Ég vil að endingu þakka
tengdaföður mínum fyrir alla þá
alúð sem hann hefur sýnt bæði mér
og íjölskyldu minni þessi ár og
söknum þess að fá ekki að njóta
hans lengur. En við huggum okkur
við góðar minningar og eins það
að hann skyldi fá að stíga sín
síðustu spor heima í Vatnsdal, því
það var heit ósk hans að fá að enda
sitt lífshlaup í Dalnum sem hann
unni svo mjög.
Enn vér skulum skilja
skaparans að vilja,
hver fer heim til sín.
Lát oss aftur langa,
lífsins Herra; að ganga
hingað heim til þín.
Og þótt vér ei hittumst hér,
gef oss fund á gleðistundu,
Guð, í ríki þínu.
(V. Briem)
Með þessum ljóðlínum kveðjum
við Andrés hinstu kveðju, ég og kær
dóttir hans og bömin okkar.
Hvíli hann í friði og hafi þökk
fyrir allt og allt.
Tryggvi Ingólfsson
Minning:
Einar G. Tómas
son, Auðsholti
Fæddur 6. september 1912
Dáinn 25. mars 1988
Úr Tunguhverfinu þar sem ég
ólst upp sést þegar bjart er yfir
Auðsholt út við sjóndeildarhringinn.
ÞesSi bær hafði í hugum okkar
nokkra sérstöðu. Þar var margbýli
og um árabil dvaldi hjá okkur
Vigdís Jónsdóttir ekkja eftir Bjama
Jónsson bónda í Austurbænum, má
nærri geta að mannlífíð í Auðsholti
bæri oft á góma. Um þetta leyti
voru þeir Vesturbæjarbræður Tóm-
assynir orðnir fulltíða og hver öðr-
um meiri mannskapsmenn. Einar
var einn af þeim. Síðan var það
árviss viðburður og eitt af því sem
boðaði sumarkomuna, þegar Auðs-
holtsreksturinn rann upp Hvítár-
holtsbakkana, en Auðsholt hefur
frá fomu fari átt upprekstur á
Hrunamannaafrétt og bændur þar
gert þar sín fjallskil. Einar var
haust eftir haust fjallmaður og fór
'á.undum í fleiri en eina leit á hausti
og var eins og einn vinur hans sagði
mér nýlega vinsæll fjallmaður. Til
þess að vera það þarf fjallmaðurinn
að vera úrræðagóður, ósérhlífinn,
áræðinn og vel ríðandi og ekki spill-
ir að geta tekið þátt í þeim gleð-
skap, sem stundum er efnt til f
náttstað. Ennfremur þarf oft að
segja nýgræðingum til og leiðbeina.
Alla þessa eðliskosti hafði Einar til
að bera og hafði að ég held, einstak-
lega gott lag á bömum og ungling-
um, enda sóst eftir því að koma
bömum til þeirra hjóna. Margir af
þessum unglingum hafa bundist
heimilinu tryggðaböndum og hygg
ég að segja megi úm Einar eins og
Snorri sagði um Erling jarl Skjálgs-
son á Sola um samskipti hans við
sína menn: Öllum kom hann þeim
til nokkurs þroska.
Þegar við hjón settumst að hér
í Laugarási þekkti kona mín engan
og ég fáa náið. Fljótlega hófust
samskipti við þá Auðsholtsbræður,
en þá bjuggu þeir félagsbúi Tómas
(látinn 1974) og Einar. Urðum við
þess brátt áskynja að þar var okkur
vel tekið, af mikilli hlýju og hugul-
semi. Er þess nú Ijúft að minnast.
Þann 8. desember 1950 kvæntist
Einar eftirlifandi konu sinni, Ragn-
heiði Guðmundsdóttur frá Innri-
Hjarðardal í Önundarfírði. Þau
eignuðust 4 böm er upp komust,
tvær dætur og tvo syni. Bamaböm-
in em orðin 7. Dreng á öðru ári
misstu þau. Þau hjón voru samhent
í búskapnum og Einar var allra
manna best verki farinn. Hann vann
oft útífrá og á yngri áruni við sjó-
róðra. Þótti ævinlega vel fyrir séð,
ef Einar var búinn að taka að sér
verk, enda var það fjarri honum að
kasta til þess höndunum, sem hon-
um var trúað fyrir.
Fyrir sex árum lenti Einar í stór-
um uppskurði og náði aldrei fullri
heilsu eftir það. Voru síðustu miss-
erin honum erfið en Ragnheiður
annaðist hann af einstakri nær-
fæmi og fómfýsi, og má með sanni
segja, að hún dugði honum best,
þegar hann þurfti mest á að halda.
Útför hans var gerð frá Skál-
holtskirkju í fögm veðri að við-
stöddu fjölmenni á laugardaginn
fyrir páska.
Ragnheiði og bömum hans og
öðrum áðstandendum sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur.
Gunnl. Skúlason
Guðrún Júlíus-
dóttir - Minning
Fædd 6. maí 1913
Dáin 21. apríl 1988
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag
við erum gestir og Hótel okkar er jörðin.
Einir fara og aðrir koma í dag
þvi alltaf bætast nýir hópar í skörðin.
En þó eru ýmsir, sem láta sér lynda það
að lifa úti í homi, óáreittir og spakir,
því það er svo misjafnt, sem mennimir leita
að,
og misjafn tilgangurinn, sem fyrir þeim
vakir.
(Tómas Guðm.)
í dag er til moldar borin föður-
systir mín, Guðrún Júlíusdóttir á
Húsavík, eða Gunna Júll eins og
ég kallaði hana alla tíð.
Guðrún var dóttir hjónanna
Helgu Eggertsdóttur og Andrésar
Júlíusar Sigfússonar, bátasmiðs á
Húsavík.
Með fátæklegum orðum langar
mig að kveðja hana. Þakka henni
allt það sem hún og lífsforunautur
hennar, Jóhannes Helgason, ættað-
ur frá Broddanesi í Strandasýslu,
gerðu okkur hjónunum og bömum
okkar tveimur gott í gegnum árin.
Alltaf var dásamlegt að heimsækja
þau á Álfhóli 3, sem ekki var ósjald-
an gert yfir sumarmánuðina, flest
þau ár sem liðin eru frá því ég
flutti frá Húsavík. Áður en við viss-
um af var búið að drekkhlaða
veisluborð og fyrir alla muni áttum
við að gera cllu skil. Guðrúnu og
Jóhannesi varð ekki bama auðið,
en þess í stað tóku þau að sér og
ólu upp systurdóttur Guðrúnar,
stúlku að nafni Sigurveig Jónas-
dóttir, sem missti móður sína ung-
bam að aldri.
Með þessum fáu orðum votta ég
og fjölskylda mín Jóhannesi, Sigur-
veigu og fjölskyldu hennar okkar
dýpstu sarnúðarkveðjur.
Megi Gunna frænka hvíla í friði.
Blessuð sé minning hennar.
Hörður Sveinsson og
fjölskylda, Kópavogi.