Morgunblaðið - 30.04.1988, Side 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1988
ÍÞRÚntR
FOLK
■ BREIÐABLIK sigraði Víði,
3:1, í Litlu bikarkeppninni á mið-
vikudagskvöld. Ungur og efnilegur
Bliki, Arnar Grétarsson, vakti
athygli fyrir góðan leik. Hann er
aðeins 15 ára og er bróðir Sigurð-
ar Grétarssonar sem leikur með
Luzern í Sviss. Mörk Breiðabliks
'gerðu Grétar Steinþórsson, Ing-
valdur Gústafsson og Jón Þórir
Jónsson úr víti. Heimir Karlsson
gerði mark Víðis.
■ STJARNAN sigraði Breiða-
blik, 4:3, í Litlu bikarkeppninni í
kvennaflokki. Leikurinn þótti lofa
góðu fyrir komandi keppnistímabil.
KNATTSPYRNA / LANDSLEIKUR
Island - Ungverjaland:
íslenska liðið án lykilmanna
Átján leikmenn valdir. Atli og Sigurður Jónsson í hópnum, en ekki víst að þeir leiki
SIEGFRiED Held, landsliðs-
þjálfari í knattspyrnu, til-
kynntí í gœr 18 manna hóp
fyrir vináttulandsleikinn gegn
Ungverjum, sem f ram fer í
Búdapest í nœstu viku. Atli
Eðvaldsson og Sigurður Jóns-
son eru valdir, en á morgun
skýrist hvort fólög þeirra
samþykki að þeirfari.
Eins og fram hefur komið,
verður íslenska liðið án lykil-
manna. Ásgeir Sigurvinsson og
Guðni Bergsson eru meiddir og
eins gaf Ásgeir ekki kost á sér í
leikinn, Amór Guðjohnsen, Bjami
Sigurðsson og Sigurður Grétars-
son hafa öðrum hnöppum að
hneppa og Pétur Pétursson er
ekki í náðinni hjá landsliðsþjálfar-
anum.
Úr ólympíuhópnum fara Birkir
Kristinsson, Olafur Þórðarson,
Ágúst Már Jónsson, Rúnar Krist-
insson, Halldór Áskelsson, Þor-
‘ vaidur Örlygsson, Guðmundur
Steinsson, Guðmundur Torfason,
Pétur Amþórsson og Viðar Þor-
kelsson. Guðmundur Baldursson,
Pétur Ormslev og Ragnar Mar-
geirsson fara héðan til móts við
hópinn í dag og auk þeirra koma
atvinnumennimir Gunnar Gísla-
son, Sævar Jónsson og Ómar
Torfason, en óvíst er með Atla
Eðvaldsson og Sigurð Jónsson
eins og fyrr segir.
Leikurinn verður í beinni útsend-
igu sjónvarps í Ungvetjalandi.
■ ÍSLENDINGAR leika við
Austur-Þjóðveija í undankeppni
ólympíuleikanna í Bischofswerda
í Austur-Þýskalandi í dag kl.
13.00. Leikurinn verður sýndur í
beinni útsendingu í sjónvarpinu.
~^iÚtsendingin hefst kl. 12.55.
■ SJÖ enskir ólátaseggir voru
handteknir eftir vináttulandsleik
Ungverja og Englendinga í Búda-
pest á miðvikudagskvöld. Það voru
um 40 ólátaseggir sem byijuðu
ólætin á diskóteki í Búdapest og
réðust á bíla og hentu bjórflöskum
þannig að nokkrir vegfarendur
meiddust lítillega. Alls voru 1000
enskir áhorfendur sem fylgdust með
leiknum.
■ SYDNEY Maree, hlauparinn
snjalli frá Suður-Ameríku sem
keppir fyrir Bandarikin, sigraði í
5.000 metra hlaupi utanhúss í Renn
Relays-mótinu í Philadelphiu í
fyrra kvöld. Hann náði besta tíma
sem náðst hefur á þessu ári,
13.39,90 mínútur. Terry Braham,
sem á bandaríska metið, varð annar
og Are Nakkim frá Noregi þriðji.
Coiette Goudreau, 22 ára nemi,
sigraði í 10.000 m hlaupi kvenna á
sama móti. Hún náði þriðja besta
tíma bandarískra kvenna sem náðst
hefur á þessari vegalengd, 32.06,14
mínútur. Þetta var í fyrsta sinn sem
jSoudreau keppti í 10.000 m hlaupi.
BLAK / OLDUNGA
Þróttur sigraði í öldungaflokki
Þróttur varð íslandsmeistari öldunga í blaki 1988. Öldungmótið fór fram á Húsavík um síðustu helgi. Þátttakendur
voru um 300 víðsvegar af að landinu. Völsungur sigraði í kvennaflokki, HK sigraði í öðlingaflokki karla og Eik í öðlin-
gaflokki kvenna. Á myndinni er sigurlið Þróttar. Aftari röð frá vinstri: Björgólfur Jóhannsson, Hörður Sverrisson og
Sigfús Haraldsson. Fremri röð frá vinstri: Guðmundur Pálsson, Haraldur Geir Hlöðversson, Böðvar Helgi Sigurðsson
og Tómas Tómasson.
Morgunblaöiö/Siguröur P. Björnsson
SKÍÐI / TVÍKEPPNI || BANDARÍSKAR ÍÞRÓTTIR
Morgunblaöi^Bjarni Eiriksson
VarAlaunahafar í tvíkeppni SR. Frá vinstri: Ásta María Reynisdóttir, Bragi
Viðarsson, Amgerður Viðarsdóttir og Sveinn Ásgeirsson.
Sveinn sigraði
Tvíkeppni í göngu og svigi fór
fram á vegum Skíðafélags
.^íteykjavíkur í Bláfjöllum fyrir
skömmu. Þetta var í 4. sinn sem
þetta mót er haldið og hefur það
öðlast fastan sess hjá skíðamönn-
um. Keppt er í svigi og 4 km göngu
og ræður samanlagður árangur
úrslitum. Sveinn Asgeirsson frá
Neskaupstað sigraði í karlaflokki í
þriðja sinn.
Úrslit urðu sem hér segir:
KarLar 17-34 ára:
Sveinn Ásgeirsson, Nesk...............41,96
Brynjar Guðbjartsson, ísaf.............45,7
Einar Ingvason, ísaf..................60,69
Karlar 35-49 ára:
Halldór Matthíasson, SR...............55,72
Viggó Benediktsson, KR................97,00
Viðar Kárason, SR....................160,34
Ungtingar:
Bragi Viðarsson, SR...................97,66
Benedikt Viggósson, Vík............ 137,06
öldungar:
Hörður Guðmundsson, SR...............134,87
Matthías Sveinsson, SR...............137,47
Konur.
Ásta María Reynisdóttir, SR.............2,6
Stúlkur 12 ára og yngri:
Amgerður Viðaredóttir, SR.............14,15
Samiðí
NBA-deildinni
Samningurinn gildirtil 1994
LEIKMENN og eigendur liða í
bandarísku NBA-deildinni í
körfuknattleik undirrituðu ívik-
unni nýjan samning um kjör og
réttindi leikmanna. Með sam-
komulagi þessu hœttu leik-
menn við að fylgja eftir lögsókn
á hendur eigendum fyrir brot á
lögum um ólögmæta viðskipta-
hætti.
Fyrri samningur þessara aðila
rann út í haust og þegar samn-
ingar náðust ekki um nýjan samn-
ing ákváðu leikmenn að leysa
^■■■1 verkalýðsfélag sitt
Gunnar upp og lögsækja
Valgeirson eigendur fyrir brot á
skrifar lögum um ólögmæta
viðskiptahætti. í
vikunni tilkynnti David Stem, for-
seti NBA-deildarinnar, að náðst
hefði samkomulag milli fulltrúa
leikmanna og eigenda um nýjan
samning. Þó að leikmönnum hafi
ekki tekist að losa sig við þak á
laun liða og háskóladráttinn, þá
náðu þeir mjög að losna um hömlur
á samningsrétti sfnum og hækkun
á þeirri upphæð sem liðum er heim-
ilt að greiða leikmönnum sínum.
Samningurinn gildir til vors árið
1994 og er körfuknattleiksáhuga-
mönnum vestanhafs mikill léttir,
því með honum er afstýrt verkfalli
leikmanna í haust, en verkföll hafa
nokkuð sett strik sitt á aðrar at-
vinnuíþróttir undanfarin ár.
NHL-ísknattlelksdeildln
Nú stendur yfir úrslitakeppnin í
NHL-deildinni í ísknattleik og hafa
lið Detroit og Edmonton, meistar-
amir frá því í fyrra, náð að komast
í undanúrslit. Lið Boston mun síðan
keppa við annaðhvort New Jersey
eða Washington í hinum undanúr-
slitunum. Lið Edmonton verður að
teljast sigurstranglegast af þessum
liðum, enda leikur besti ísknatt-
leiksleikmaður deildarinnar fyrr og
síðar, Wayne Gretsky, með liðinu.
íþróttir
helgarinnar
Veggtennis
Islandsmótið í veggtennis fer
fram um helgina í Veggsport
og Dansstúdíó Sóleyjar. Kepp-
endur verða um 70 og er það
metþátttaka í þessari íþrótta-
grein sem hefur ört vaxandi
vinsældum að fagna. Mótið
er tvískipt. Squash-mótið
hófst í gærkvöldi í Veggsport
og lýkur í dag. Racquetball-
mótið verður á morgun,
sunnudag, í Dansstúdíó Sól-
eyjar.
Frjálsar íþróttir
Víðavangshlaup íslands, sem
frestað var fyrr í mánuðinum,
verður haldið í dag, laugar-
dag, kl. 14.00. Hlaupið verður
haldið við Graskögglaverk-
smiðjuna á Saurbæ í Dala-
sýslu.
Fjölskylduhlaup
Fjölskylduhlaup UMG Fjölnis
í Grafarvogi fer fram á morg-
un, sunnudag. Hlaupið verður
frá Foldaskóla, viðráðanlegan
hring um hverfið. Þetta er
fyrsta keppni sem fram fer á
vegum hins nýja ungmennafé-
lags í Grafarvogi, en það var
stofnað 11. febrúar síðastlið-
inn. I skráningar- og þátt-
tökugjaldi, sem verður 250
krónur, er innifalin treyja og
viðurkennigarskjal fyrir alla
þátttákendur. Einnig verða
veitt verðlaun fyrir efstu sæt-
in.
Skfði
Sannkölluð skíðahátíð verður
á vegum skíðadeildar Ár-
manns í Bláfjöllum um helg-
ina. I dag verður keppt í sam-
hliðasvigi. Sextán manna úr-
slit heíjast kl. 13.30. Á morg-
un kl. 12.00 verður skíðaballet
og einnig verður brunkeppni
þar sem þátttakendur renna
sér frá fjallatoppi og niður á
jafnsléttu.
í Hlíðarfjalli við Akureyri fer
frá Öldungamót íslands á
skíðum um helgina.
Glfma
Íslandsglíman fer fram í dag,
laugardag, að Laugum í Þin-
geyjarsýslu. Þetta er síðasta
stórmót glímumanna á þessu
keppnistímabili.
GoH
Vormót í golfi verður haldið
á Strandarvelli á morgun,
sunnudag kl. 08.00. Mótið er
opið og verða leiknar 18 holur
með og án forgjafar.
Á morgun, sunnudag, fer
fram einnar kylfu keppni að
Korpúlfsstöðum hjá GR. Leik-
ið verður með forgjöf og verð-
ur ræst út frá kl. 13.00.