Morgunblaðið - 05.05.1988, Page 19

Morgunblaðið - 05.05.1988, Page 19
MORGUNBLAÐK), FTMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 19 Helgi Hálfdanarson: Hamlet og Gamlet Félagið MÍR sýndi nýlega rússn' eska kvikmynd, sem gerð er með hliðsjón af leikriti Wiiliams Shake- speares, Hamlet Danaprins. Rússar virðast ekki geta borið fram h, svo myndin heitir á þeirra máii Gamlet. Þessi sama mynd var sýnd hér fyrir nokkrum árum og vakti hrifningu margra sem sáu. Undirritaður var einn þeirra og greip nú tækifærið til að njóta hennar að nýju. Myndin er svart-hvit eins og snilldar-kvikmynd sú sem Laurence Oiivier gerði eftir sama leikriti hér um árið. Það sem einkum vekur aðdáun er glæsilegur leikur í flest- um hlutverkum og bráðsnjöll myndataka. Myndin er textuð á ensku; en þó að ekkert hefði skilizt sem sagt var, hlaut hún samt að heilla þann sem á horfði, svo mjög var til alls vandað sem augað fékk notið. Auk þess var tilkomumikil tónlist eftir Sjostakovítsj fylgi- nautur myndarinnar frá upphafi til enda. Þetta var, í fæstum orðum sagt, mjög gott listaverk. Hitt er svo annað mál, að það sem þarna var að heyra og sjá, var ekki leikrit Shakespeares, þó svo væri látið heita. Til sýningar á sviði þykir leikrit- ið Hamlet býsna langt, svo það er sjaldan sýnt óstytt með öllu. Sýning mun taka um fjórar stund- ir með eðlilegum hraða, þegar ekk- ert er niður fellt. Það er því varla nema von, að leikstjórar telji verk- ið eiga erindi „til rakarans", svo notuð 8éu orð Hamlets um leikþátt þann, sem Póloníusi ráðgjafa þótti of langur. En prinsinn kvað Pólon- íus sofna í leikhúsi, ef hann fengi' ekki gamanvísur eða klámsögu. í rússnesku mjmdinni var talsvert um þögul atriði, og samt stóð sýn- ingin aðeins tvær og hálfa klukku- stund. Það má því nærri geta, hve mikið af texta Shakespeares komst þar fyrir. Að jafnaði fer það eftir leiksýóm og aðstæðum, hvað af textanum er fellt brott í flutningi. Stundum er það talsvert. Á sýn- ingu Leikfélags Reykjavíkur, sem nú stendur yfir í Iðnó, er einungis unnið úr helmingi leikritsins. í mörgum af leikritum Shake- speares má finna atriði, sem virð- ast mega falla brott án þess heild- in bíði verulegt tjón af. Svo er einn- ig um Hamlet. En þegar á annað borð þykir ástæða til að stytta þessi verk til flutnings, verður það ekki sízt í hættu, sem hvað mest Vilhjálm8-bragð er að. Þetta stafar auðvitað af því, að á hveiju sem gengur, þarf efnisþráður að hald- ast á einhvem hátt, þó víst geti hann orðið harla snautlegur á svip- inn, þegar hann kemur frá „rakar- anum“, enda oft einhver ómerkileg saga, tíðum sótt í eldri verk ann- arra höfunda eða gamlar þjóðsögur og annála. Það sem í ruslakörfuna hverfur, er þá einatt misjafnlega mikið af þeim kjamgóða skáldskap Shakespeares, sem öðm fremur gefur verkinu gildi. Ég býst við að Hamlet sé það leikrit Shakespeares, sem leikstjór- ar hafa hvað freklegast rázkað með, klippt það og skorið á ótal vegu, umtumað því og endasteypt fram og aftur, og stundum allt að því umsamið það að meira eða minna leyti. Leikritið geldur þá auðlegðar sinnar, sem bæði er margslungin og um sumt nokkuð torræð, og kann því að freista til ýmiss konar ævintýramennsku, jafnvel uppátækja sem eiga sér enga tátyllu í verkinu sjáifu og geta skyggt á annað sem meira er um vert. Til eru þeir dýrkendur Shake- speares, sem kalla vonlítið að hitta þann höfund fyrir í leikhúsi eða á kvikmynd, því hann sé einungis að finna i sínum eigin enska texta, óspilitum af einhæfri túikun og hégómlegri frumleika-fysn. En aðrir líta svo á, að á leiksviði eða kvikmynd eigi höfundurinn ein- ungis að leggja leikstjóranum í hendur yrkiseftii til að vinna úr sitt eigið verk hveiju sinni. Leikrit Shakespeares geti menn alltaf les- ið, ef þeir vilji komast betur í tæri við þann höfund. Hvað sem því líður, vilja leikstjórar að minnsta kosti fá að vera frumlegir hver á sinn nýstárlega hátt; og til þess þarf að sjálfsögðu æ meiri „dirfsku", því frumleikinn er þegar orðinn æði flölskrúðugur fyrir. Á síðari árum hafa leikstjórar sí og æ verið að gera þá merkilegu uppgötvun, að ýmislegt í verkum Shakespeares muni eiga erindi við nútimann, og til að koma því til skila þurfi að gera sérstakar ráð- stafanir. Slík hjálpsemi við höfund- inn verður að jafnaði harla bros- leg, svo ekki sé meira sagt. Ég minnist enskrar kvikmyndar sem kennd var við leikritið Július Sesar. Þar þótti fráleitt að eftiið gæti skírskotað til nútímans nema hinar rómversku hersveitir væru dubbaðar upp í einkennisbúninga' brezka hersins; og var ekki laust við að harmleikurinn gerðist ögn skoplegur, þegar Brútus sá sér þann kost vænstan að svipta sig lífi og æddi milli vina sinna með skammbyssu í beltinu og grátbað þá að reka sig í gegn. En svona varð þetta að vera til þess að hefja Shakespeare yfir tíma og rúm. Fyrir röskum áratug fengu Reykvíkingar að kynnast harla frumlegum og djörfum leikstjóra, sem hingað kom frá Lundúnum til að setja Lé konung á svið. Frum- leiki hans og dirfska var fólgin í hrikalegri fölsun á leikriti Sha- kespeares. Slík tilþrif þóttu nauð- sjmleg tii þess að forðast „klisju", enda þótt leikritið hefði aldrei fyrr verið sýnt á íslandi! Þó að snilldar- brögð þessa leikstjóra væru hvert öðru hlægilegra, var það þó hláleg- ast alls, að Reykjavíkur-dagbiöðin tóku þessu endemi með þvilfkum bylmings fögnuði, að sjaldan hefur sézt annað eins lof um lifandi, nútímalega, frumlega og djarfa sýningu. Það lætur að likum, að svo kail- aðar Hamlet-sýningar geta orðið býsna sundurleitar. Rússneska mjmdin um Gamlet er ólík öilu öðru af því tagi, þó víst sé hún miklu meira f ætt við Shakespeare en Saxó. Og sú Hamlet-sýning, sem nú á sér stað f Iðnó, og einn- ig er bráðvel leikin, hefur áreiðan- lega aldrei átt sinn iíka. Hún er sprottin af feikna-ftumlegu hug- mjmdaflugi hins snjalla leikstjóra Kjartans Ragnarssonar, sem er svo miklu háttvísari en sumir aðrir leikstjórar að kalla hana með réttu sína leikgerð af verki Shakespear- es. Sú heiðarlega viðurkenning veitir honum það athafnafrelsi sem hann kýs sér; og því getur enginn áfellzt hann fyrir það, að hann sýnir ekki leikrit Shakespeares, heldur sitt eigið skemmtilega verk. Margur hefur fjallað svo um leikritið Hamlet, sem það snúist um fátt annað en skapgerð kóngs- sonarins, sem einatt er köliuð af- brigðileg, jafnvel sjúk vegna þess vanda, sem illur heimur leggur þessum unga manni á herðar; enda hafi hann aldrei verið neinn „sálar- innar Herkúles", þó skynugur sé. Og víst er það svo, að spillingin, sem umlykur hinn göfugljmda prins, á dijúgan þátt í að móta skapgerð hans. En sú spilling er miklu djúpstæðari en bróðurmörð og siflaspell Kládíusar kóngs og fstöðulaust hverfljmdi Geirþrúðar drottningar. Hún er umfram allt kirfilega rótfast og rotið stjómar- far, þar sem „slíkt guðdóms-virki er kringum kóng, að svik geta aðeins skotrað auga að settu marki en gera fátt af vilja sínum," eins og Kládfus kóngur kemst sjálfur að orði í leikriti Shakespeares. Hún er ríkisbákn, þar sem öllu ráða „vélar þessa heims" og „fláráð hirð sem situr um breytni þína og hug“, eins og segir i hinu magnaða kvæði Snorra Hjartarsonar um Hamlet. Kládíus kóngur er í sjálfu leikritinu virðulegur maður, fágaður og lýta- laus á jrfirborði, þótt á laun sé hann gerspilltur hundingi. Sú spill- ing skiptir ekki mestu máli, sem birtist í afkáralegum drykkjulátum og dufli. Hin sanna spiiling, sem enn í dag tröllríður þessari veslings veröld, er fólgin í athöfnum flekk- lausra misindismanna, voldugra og torsóttra glæpamanna, sem í engu mega vamm sitt vita. Um þvílíkt sómafólk fjallar ieikritið Hamlet Danaprins eftir William Shake- speare. Styðjnm slysa- varnastörf eftirOttó Þorvaldsson Ég hafði gaman af að lesa grein Kristjönu Sigríðar Vagnsdóttur, sem hún skrifaði í Morgunblaðið 20. apríl 1988. Þar leitar hugur hennar í stórt og mikið starf til slysavama, að kaupa stóra þyrlu til björgunar heilli togaraáhöfn f einni og sömu ferð. Það er vel hugsað. Slysavamafélag fslands hefur gert stórt átak í slysavamastörf- um en það þarf stuðning lands- manna til að geta unnið sitt starf. Ef hugur fylgir máli hjá Krist- jönu þá vildi ég minna á að hún var meðlimur í Slysavamadeildinni Vinabandið, en eftir að við sem sljómuðum því fyrstu árin fluttum úr plássinu tók maður hennar við stjóm þess. Vinabandið hefur nú því miður minnkað í svifum og er kannski orðinn lítill starfskraftur eða enginn. Ég met mikils þessa uppgötvun Kristjönu og vil hvetja hana til að stofna Slysavamadeild kvenna í Þingeyrarhreppi eða Dýrafírði, Nýr formað- ur leíkara UM SÍÐUSTU mánaðamót tók Sigríður Þorvaldsdóttir leik- ari við formennsku í Félagi íslenskra leikara. Sigríður tók við af Amóri Ben- ónýssyni í kjölfar ráðningar hans sem leikhússtjóra Leikfélags Ak- ureyrar en hann hafði gegnt for- mennsku félagsins í rúm tvö ár. með slíkum samtökum kringum landið er mikið hægt að gera. Höfundurer vistmaðurá Hrafn- istu í Reykjavík og fyrrverandi vitavörður Svalvogsvita. SMITH& NORIAND Nóatúni 4 - Sími 28300 Gömlu góðu SIEMENS gœðin! 10.500 SIEMENS VS 9112 Öflug ryksuga • Stillanlegur sogkraftur fró 250 W uppi1100 W. • Fjórfjöld síun. • Fylgihlutirgeymdirívél. • Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. avim ™ry®WÍM KALT VAX - NÚTÍMA HÁREYÐING Kalt vax fjarlægir óæskileg líkamshár. Eitt handtak og öll hárin hverfa. Allt sem til þarf er tilbúið á einum rennjngi. Ekkert sull, engin fyrirhöfn, að- eins eitt handtak. fMajyftkiviw Tvær stærðir: 1) Stærri gerð fyrir t.d. fótleggi. 2) Minnigerð fyrirtd. andlit eða bikini línu. Póstkröfusendum. Bankastræti 3. S. 13635.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.