Morgunblaðið - 05.05.1988, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988
Útgefandi iutftfafeife Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson.
Auglýsingastjóri BaldvinJónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Askrjftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. (lausasölu 60 kr. eintakið.
Byggðamálin
Sú stefna, sem fylgt hefur verið
í byggðamálum er að komast
í þrot. Það er að vísu umdeilan-
legt, hvort fylgt hefur verið ákveð-
inni stefnu til þess að tryggja
áframhaldandi búsetu á lands-
byggðinni. Hitt fer ekki á milli
mála, að mikil fjárfesting hefur
átt sér stað í byggðum um land
allt með tilstyrk ríkisvaldsins og í
því felst út af fyrir sig ákveðin
stefnumörkun.
Þrátt fyrir mikla uppbyggingu
í atvinnutækjum víða um land eru
byggðamálin komin í mikla
kreppu. Árið 1985 voru íbúar
landsbyggðarinnar 95 þúsund en
á suðvesturhominu þjuggu þá 147
þúsund manns. Byggðastofnun
hefur gert tölvuspá, sem reiknar
með því, að um aldamót hafí íbúum
landsbyggðarinnar fækkað um
3.000 manns en íbúum suðvestur-
homsins hafí þá fjölgað um 35
þúsund frá þvi sem var 1985.
Raunar þurfa menn engar slíkar
tölur til þess að gera sér grein
fyrir því, hversu alvarlegt ástandið
er í byggðamálum.
Það er augljóst, að íbúar lands-
byggðarinnar telja, að mjög halli
á þá í allri framþróun þjóðfélags-
ins. Þeir horfa á gífurlegar fram-
kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu og
suðvesturhominu, svo sem ný-
byggingu Seðlabankans, flugstöð-
ina, Kringluna, væntanlegt ráðhús
og veitingahús á Öskjuhlíð og telja
þessar framkvæmdir til marks um,
að Reykjavíkursvæðið sogi til sín
allt flármagn í óþarfa framkvæmd-
ir. Þeir standa frammi fyrir því,
að eignir þeirra em verðlitlar, ef
þeir vilja selja og flytja til
Reykjavíkur. Þeir horfast í augu
við vandamál, þegar kemur að
framhaldsmenntun bama þeirra.
Þeir sætta sig illa við það, að
meira Qármagn komi ekki til sam-
göngubóta á landsbyggðinni.
Þáttur í þessu öllu er svo staða
atvinnufyrirtækjanna. Svo virðist
sem kaupfélögin hafí samanlagt
tapað mörg hundruð milljónum
króna á sl. ári. Verulegur sam-
dráttur hefur staðið ýfír í land-
búnaði undanfarin ár, sem hefur
komið niður á þeim þéttbýlisstöð-
Um, sem hafa byggzt upp á þjón-
ustu við landbúnaðinn. Þegar erfið
staða sjávarútvegs og fískvinnslu
kemur til viðbótar, þarf engan að
undra, þótt örvæntingar gæti með-
al íbúa á iandsbyggðinni um framt-
íðina.
Ungur sérfræðingur í skipulags-
málum, Trausti Valsson, sagði í
grein hér í Morgunblaðinu sl.
haust, að „núverandi byggðastefnu
hefur ekki tekizt að stöðva óheilla-
þróunina - og því er hún augsýni-
lega stórgölluð... Verstu mistökin
voru þau að átta sig ekki á því,
að hin dreifða byggð úti á landi,
hlaut að mega búast við að eiga
fyrir höndum mjög alvarlega vam-
arbaráttu í þjóðfélagi, sem færist
stöðugt í átt til meiri þarfa í mennt-
un, þjónustu og samskiptum ...
Nú er farið að koma sífellt betur
í ljós, að yfírdrifín atvinna og
óhemju tekjur, eru ekki nóg einar
saman til að halda í fólkið; það
gerir meiri og stærri kröfur."
fbúar á höfuðborgarsvæðinu
hafa löngum býsnast yfír þeim
íjármunum, sem gengið hafa til
uppbyggingar atvinnulífs á lands-
byggðinni. Væntanlega getur þó
enginn íslendingur hugsað sér að
búa í landi, þar sem öll byggðin
hefur safnazt saman á einn blett.
Þess vegna verður ekki hjá því
komizt að taka byggðastefnuna
upp til endurmats og leita leiða til
þess að efla þjóðlífíð á landsbyggð-
inni á nýjan leik. Fá verkefni em
brýnni nú um stundir.
Viðskipta-
bann á Suð-
ur-Afríku?
Fulltrúar fímm þingflokka, allra
nema Borgaraflokksins, hafa
lagt fram á Alþingi frv. um við-
skiptabann á Suður-Afríku. í
greinargerð kemur fram, að til-
gangurinn er sá að „þrýsta á ríkis-
stjóm landsins til þess að láta af
stefnu sinni" og er þá átt við að-
skilnaðarstefnuna og kúgun hvíta
minnihlutans á hinum svarta meiri-
hluta.
Vel má vera, að slfkt viðskipta-
bann geti haft áhrif, þótt þess séu
fá dæmi ef nokkur. Hitt er alveg
ljóst, að ef þingmenn Sjálfstæðis-
flokks, Framsóknarflokks, Alþýðu-
flokks, Alþýðubandalags og
Kvennalista, vilja vera samkvæmir
sjálfum sér, hljóta þeir að breyta
þessu frumvarpi í meðförum Al-
þingis á þann veg, að þetta við-
skiptabann nái til allra þeirra ríkja,
þar sem ríkisstjómir kúga þegna
sína, eins og i Suður-Afríku. Um
þessar mundir fylgjumst við með
fréttum um slíka kúgun í Pól-
landi. Hún hefur viðgengist ára-
tugum saman í öllum A-Evrópu-
löndunum og raunar víða um heim.
Því verður vart trúað, að þing-
menn þessara flokka vilji bara setja
viðskiptabann á þær þjóðir, sem
við höfum efni á að setja í við-
skiptabann! Við íslendingar getum
ekki verið þekktir fyrir að sýna
sömu hræsni í afskiptum okkar af
alþjóðamálum, eins og hinar Sam-
einuðu þjóðir gera aftur og aftur.
Hér verður eitt yfír alla að ganga.
í greinargerð er vitnað til fordæm-
is Norðurlandaþjóða. Það er vont
fordæmi. Sumar þeirra hafa sett
Suður-Afríku í viðskiptabann en
stundað jafnframt lífleg vopnavið-
skipti við ríkið framhjá viðskipta-
banninu. Eru slík vinnubrögð til
eftirbreytni?
Athugasemdir við
Reykj avíkurbréf
eftír Einar Odd
Kristfánsson
Margt breytist í tímans rás. Hér
áður fyrr var það ein helsta
skemmtan þeirra sem boðuðu rót-
tæka vinstri stefnu að bera vammir
og skammir á útgerðarmenn þessa
lands og kenna þeim um allt sem
aflaga fór. Þau eru kynleg örlög
Morgunblaðsins að vera nú arftaki
þessara meinlegu skrifa, eða það
gæti maður að minnsta kosti haldið
eftir lestur Reykjavíkurbréfs 1. maí
sl. _
í sem stystu máli virðist það
skoðun bréfritara að stjómendur
íslenskra sjávarútvegsfyrirtælga
séu upp til hópa hreinir aular, sem
ekki kunni fótum sínum forráð,
hafí hvorki vit né þekkingu til að
reka fyrirtæki sín á hagkvæman
hátt. Að dómi bréfritara virðist svo
illa komið fyrir þessum mönnum
að þeim er fyrirmunað að hugsa
um annað en að heimta gengislækk-
un af stjómvöldum. Eða eins og
bréfritari orðar það: „ ... Það er
einungis eitt sjávarútvegsfyrirtæki
á öllu landinu, sem grípur til ann-
arra ráðstafana en þeirra einna að
óska eftir gengisfellingu..."
Bréfritari vill meina að hjá öðrum
fyrirtækjum á öðram sviðum gæti
nú mjög nýrra viðhorfa í rekstri.
Þar hafí komið fram ungir menn
með vit, þekkingu og burði til að
gera fyrirtækin að yfírburðafyrir-
tælg'um, en ekki bryddi mikið á
nýjungum af þessu tagi í undir-
stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar.
í bréfínu er síðan rakinn hluti
af ræðu Jóhannesar Nordal seðla-
bankastjóra sem hann flutti nýlega
á árshátíð Seðlabankans. Glöggt
má ráða af þeim tilvitnunum að
seðlabankastjórinn og höfundur
Reykjavíkurbréfsins era mjög á
sama máli.
Þar sem sá hugarheimur sem
Reykjavíkurbréf þetta er sprottið
úr er allrar athygli verður, er rétt
að fara hér nokkram orðum um
hinar furðulegu staðhæfíngar bréf-
ritara.
Gengisstefnan
Engir í þessu landi eiga jafn
mikið undir því, að íslenska krónan
Einar Oddur Kristjánsson
„Verðlag sjávarafurða
hefur nú fallið verulega
og ekki séð fyrir end-
ann á því. Borin von er
að stjórnvöldum takist
að þessu sinni að kveða
niður verðbólguna. Það
er við þessar aðstæður
sem hagsmunaaðilar í
sjávarútvegi hafi full-
yrt að þýðingarlaust sé
að halda við núgildandi
stefnu í gengismálum.
Slíkt mundi á örstuttum
tima leiða til hruns,
ekki eingöngu í sjávar-
útvegi heldur mest alls
efnahagslífsins með
skelf ilegum afleiðing-
um, ekki síst fyrir laun-
þega þessa lands.“
megi halda verðgildi sínu eins og
fyrirtæki í útflutnings- og sam-
keppnisgreinum. Því það bitnar
bseði fyrst og þyngst á þeim, þegar
grafíð er undan verðgildi krónunn-
ar. Allir aðilar í íslenskum sjávarút-
vegi, bæði veiðum og vinnslu, hafa
á undanfömum áram stutt af heil-
um hug þá opinbera stefnu stjóm-
valda að auka hér festu í efnahags-
málum og reyna að varðveita verð-
gildi gjaldmiðilsins. Jafnframt hafa
aðilar í sjávarútvegi aftur og aftur
áréttað þá skoðun að framskilyrði
þess að fastgengisstefna stjóm-
valda fengi staðist væri að verðlag
hér innanlands héldist stöðugt.
Því miður hefur þetta ekki geng-
ið eftir eins og alþjóð er kunnugt.
Verðlag hér innanlands hefur ætt
áfram og virðist ekki á því lát. Á
síðastliðnu ári hækkaði verðlag hér
innanlands um 23%, á sama tíma
og verðbólgan í okkar helstu við-
skiptalöndum var þetta á bilinu 0
til 4%. Hlutfallslegur munur á verð-
bólgunni hér og í viðskiptalöndum
okkar er því mun meiri nú en oft-
ast áður á undanfömum áratugum.
Þrátt fyrir þessa óðaverðbólgu hér
innanlands og fastgengisstefnuna
er nú nokkuð ljóst að sjávarútvegs-
fyrirtæki, bæði veiðar og vinnsla,
vora ekki rekin með halla á síðast-
liðnu ári ef litið er á heildina. Þetta
sýnir svo ekki verður um villst
hversu gífurlega mikil aðlögunar-
hæfni íslensks sjávarútvegs er.
Mjög miklar breytingar hafa átt sér
stað í rekstri fyrirtækjanna, þó
eflaust megi gera miklu betur á
flestum sviðum sjávarútvegsins eins
og reyndar allstaðar. Fjölmargar
nýjungar hafa komið fram, ný
tækni hefur ratt sér til rúms, nýjar
pakkningar og ný framleiðsla verið
markaðssett. Fullyrðingar höfundar
Reykjavíkurbréfs um hið gagn-
stæða er aðeins vitnisburður um
ókunnugleika hans.
Á tímum hækkandi verðlags á
útflutningsafurðum okkar geta út-
flutningsfyrirtækin staðist svo
mikla hækkun raungengis, eins og
varð á síðastliðnu ári. En það er
hrein óskhyggja að ætla að slíkt
ástand geti varað nema mjög stutta
stund. Um mitt síðastliðið ár hætti
verðlag á fískafurðum að hækka
og seinni hluta ársins fór að gæta
sölutregðu. Allflest fyrirtæki í sjáv-
arútvegi vora rekin með rekstr-
artapi síðustu mánuði ársins.
Eigi að síður reyndu fískvinnslu-
fyrirtækin í landinu að mæta
Framkvæmdalán en
stöðu hjá Húsnæðiss
BIÐSTAÐA er nú hjá Húsnæðisstofnun í afgreiðslu framkvæmda-
lána. Þau lán hafa verið veitt fyrirtækjum og stofnunum til að
byggja íbúðir, sem siðan eru seldar einstaklingum, eftir að þeir
hafa fengið lánsloforð frá stofnuninni. Ekki hefur reynst unnt
að afgreiða þessi lán nú um nokkurt skeið vegna fjárskorts stofnun-
arinnar. Gunnar S. Björnsson stjórnarmaður í Húsnæðismálastjórn
ríkisins segir, að miðað við þær umræður sem hafa verið í stjóm-
inni, muni verða lögð áhersla á að veita framkvæmdalán tíl fyrir-
tækja og félaga úti á landi, þegar lánveitingar hefjast að nýju.
Gunnar sagði að mjög margar
umsóknir um framkvæmdalán
lægju nú fyrir frá fyrirtækjum,
bæði utan af landi og af
Reykjavíkursvæðinu. „Við getum
ekki sinnt þeim málum ennþá
vegna Qárskorts í kerfínu, lán til
einstaklinga hafa verið látin ganga
fyrir. Þetta byggist talsvert á því
hve mikið lífeyrissjóðimir koma
inn í dæmið. Það vantar enn upp
á að hlutfall þeirra í fjármögnun
kerfísins skili sér. Framlag þeirra
á að aukast vegna meira ráðstöf-
unarfíár sjóðanna," sagði Gunnar.
Hann sagði að umsækendum hefði
verið skýrt frá þessari stöðu mála,
en engum umsóknum hefði verið
synjað.
Sigurður E. Guðmundsson
framkvæmdastjóri Húsnæðis-
stoftiunar sagði að sárafá fyrir-
tæki hefðu fengið þessi fram-
kvæmdalán undanfarin ár. Þau
hafí yfírleitt verið veitt sveitar-
stjómum, stjómum verkamanna-
bústaða og sjálfseignastofnunum
sem byggja fyrir aldraða. Á
síðasta ári hefðu þijú til fjögur
fyrirtæki úti á landi fengið fram-
kvæmdalán til að byggja íbúðir á
almennan markað, enda vildi Hús-
næðismálastjóm styðja við bakið
á byggingaframkvæmdum á
landsbyggðinni. Sigurður sagði að
það hefði gert Husnæðisstofnun
erfítt um vik þegar fjárframlög til
stofnunarinnar vora skorin niður
um 100 milljónir króna í ársbyij-
un. Þess vegna hefði verið ákveðið
að fresta um sinn öllum ákvörðun-
um um framkvæmdalánin.
Sigurður taldi að landsbyggðin
ætti ekki að fara halloka í þessum
málum. Hann benti á að til Dalvík-
ur hefðu farið tvö framkvæmdalán
á síðasta ári og þar hefðu verið
byggðar um 20 íbúðir í vetur.
Ennfremur var veitt slíkt lán til
ísafjarðar. „Húsnæðisstofnun hef-
ur ekkert að gera með hvar menn
byggja samkvæmt lánsloforðum,
það er algjörlega í valdi handhafa
loforðanna," sagði Sigurður. Hann
benti á að sveitarfélög hefðu reynt