Morgunblaðið - 05.05.1988, Síða 36

Morgunblaðið - 05.05.1988, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 Sölutap hleypur á millj- ónum vegna verkfallsins — segir Gísli Jónsson framkvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar Lagið tekið á krúttmagakvöldi í Sjallanum. Krúttmagakvöld haldin í Sjallanum um helgina „ÞESSI verkfallstími hefur ver- ið mjög dapurlegur hjá okkur. Fólk hefur afpantð ferðir, bæði suður og til annarra landa, á hveijum degi og hleypur söl- utap vegna þessa hjá okkur á „NOKKUÐ hefur borið á veik- indum hér á Akureyri, sem Jíklega eru af sama stofni og sú inflúensa sem hefur gengið yfír á höfuðborgarsvæðinu, þó ekki sé beint hægt að tala um faraldur," sagði Hjálmar Frey- steinsson yfirlæknir Heilsu- gæslustöðvar Akureyrar í sam- tali við Morgunblaðið í gær, en nokkuð hefur borið á /orföllum barna og unglinga i skólum og á dagheimilum síðustu daga. Ekki liggja fyrir niðurstöður úr prófunum frá Akureyri, en að sögn - N áttúrulækninga- félag Akureyrar: Félagar á á þriðja hundrað AÐALFUNDUR Náttúrulækn- ingafélags Akureyrar var hald- inn fyrir skömmu í Laxdals- húsi. Fundurinn var vel sóttur. Nokkrir nýir félagar gengu í NLFA og eru þeir nú á þriðja hundrað. Stjóm NLFA næsta starfsár er þannig skipuð: Áslaug Kristjáns- dóttir formaður, Dýrleif Jónsdóttir varaformaður, Matthildur Egils- dóttir ritari, ísak J. Guðmann gjaldkeri, Haukur Berg Bergvins- son, Kristbjörg Ásbjamardóttir og Sigurður Ami Kristinsson með- stjómendur. í skýrslu formanns kom m.a. fram að stjómarfundir voru 10 á liðnu ári og félagsfundir 3, auk þess einn kynningar- og fræðslu- fundur í félagi við Gigtarfélagið á Norðurlandi eystra. Margar nefndir störfuðu á árinu og voru þeim þökkuð giftudijúg störf. Bingónefndin var umsvifa- mest, hélt mörg bingó og eitt stór- bingó á Hótel KEA. Flóamarkaður var í gangi, kökusala á göngugöt- unni á Akureyri og hinn árlegi Kjamalundardagur síðsumars. NLFA gaf í fýrsta sinn út síma- skrá og það fyrir allt svæði 96. Mest hefur þó mætt á bygging- arnefnd. í henni eru Haukur Berg Bergvinsson, Ágúst Jónsson og Lýður Bogason. Nefndin hélt 15 bókaða fundi á árinu. Múrhúðun í Kjamalundi er að mestu lokið og eru nú til umfjöllunar þeir áfangar sem fyrirhugað er að vinna að í sumar. Árgjald í NLFA er 300 krónur en styrktarfélagar greiða helmingi hærra gjald. einhverjum milljónum króna,“ sagði Gísli Jónsson fram- kvæmdastjóri Ferðaskrifstofu Akureyrar í samtali við Morg- unblaðið. „Áberandi var að fólk. sem Hjálmars, er líklega um að ræða inflúensu af A-stofni. „Sjúkling- amir geta fengið töluverðan hita, beinverki, magaóþægindi, kvef og hósta. Það er engin sérstök með- ferð við þessu önnur en sú að fara vel með sig. Fólk, sem tekur flens- una í sig, er veikt í þetta fjóra til fímm daga og mest er inflúensan smitandi þegar fólk er að veikj- ast,“ sagði Hjálmar. Hann sagði að aðallega virtist þetta leggjast á böm og unglinga, en eldra fólk hefði verið sprautað fyrir inflúensu fyrir áramótin og ættu þær sprautur að vera í fullu gildi ennþá. hugðist fara á ráðstefnur og fundi erlendis, afpantaði miða sína, auk þess sem mikill samdráttur var í svokölluðum helgarpökkum þar sem tvö af stærstu hótelum bæjar- ins, KEA og Varðborg, voru lok- uð.“ Gísli sagðist hafa setið einn á skrifstofunni í verkfallinu og reynt að sinna eftir megni öllu því sem upp hefði komið, en fímm starfsmenn hans voru allir í verk- falli. „Sumir viðskiptavina okkar tóku þessu ástandi ákaflega vel, en aðrir voru hundfúlir. Þá fannst mér það skjóta nokkuð skökku við að á meðan önnur ferðaskrifstofa hér í bænum fékk að hafa skrif- stofustjóra sinn í vinnu, var minn skrifstofustjóri rekinn heim auk tveggja annarra skrifstofustjóra hjá næstu fyrirtækjum hér við mig,“ sagði Gísli. Hann sagðist vera þess fullviss að þetta verkfall myndi hafa ein- hver áhrif á ferðamannafjölda til landsins í sumar. Slíkar uppákom- ur spyrðust fljótt út. „Mér sýnast bókanir hér ætla að verða færri en undanfarin tvö ár. Hinsvegar þori ég engu að spá um hversu miklu þar munar." HIN árlegu krúttmagakvöld verða haldin í Sjallanum um helgina, föstudags- og laugar- dagskvöld. Fimm ár eru nú liðin síðan fyrst var haldið slíkt kvöld og vegna gífurlegrar þátttöku, hafa krúttmagakvöld hlotið ár- legan sess í skemmtanalifi kvenna, ekki bara norðlenskra þvi hópar alls staðar að af landinu fjölmenna á þessar vin- sælu skemmtanir. Upphafskonur krúttmagakvölds- ins voru þær Herdís Ingvadóttir og Helga Ámadóttir, og ásamt þeim starfar tíu kvenna skemmtinefnd ár hvert. Nefndin semur öll skemmtiatriði sjálf og að sögn Herdísar er óspart gert grín af lífinu og tilverunni. Ingimar Eydal hefur fylgt konunum eftir frá byijun og sér um hljóðfæraleik ásamt hljóm- sveit sinni. „Við höfðum aldrei heyrt að haldin væru konuskemmtikvöld, að konur færu einar út að skemmta sér. Hinsvegar eru karlaskemmti- kvöld alvanaleg. Talið er sjálfsagt að þeir til dæmis borði saman ýmist f hadegi eða á kvöldin og skemmti sér saman þess á milli. Okkur þótti því tilhlýðilegt að vita hvaða við- tökur þessi hugmynd okkar fengi á meðal kvenna og kom þessi mikla þátttaka okkur virkilega á óvart," sagði Hérdís. Krúttmagakonur hafa einu sinni haldið krúttmagakvöld á Broadway í Reykjavík og ætla þær einnig suður nú. Skemmt verður í lokuðum klúbbi, Mánasal í Þórskaffí, þann 11. maí, en opið krúttmagakvöld verður haldið þar 13. maí. A slíkum kvöldum er boðið upp á hlaðborð sjávarrétta. Því næst fer fram skemmtidagskrá, sem stendur til kl. 23.00 og það er ekki fyrr en um miðnætti sem karlmennimir fá inngöngu í gleðina. Menntaskólanum gefnar Æviskrár MA-stúdenta Morgunblaðið/Rúnar Þor Knútur Óskarsson, formaður útgáfustjómar Æviskráa MS-stúdenta afhendir Jóhanni Sigurjóns- syn, skólameistara, fyrsta eintak fyrsta bindis. Gunnlaugur Haraldsson, ritstjóri, fylgist með. FYRSTU eintök Æviskráa MA- stúdenta vora formlega afhent Jóhanni Sigurjónssyni skóla- meistara í gærmorgun. Það voru þeir Gunnlaugur Haralds- son þjóðháttafræðingur og rit- stjóri verksins og Knútur Oskarsson í útgáfustjóra sem afhentu bindið, en þeir eru á meðal þeirra stúdenta MA sem útskrifuðust frá skólanum árið 1973. Aðrir f útgáfustjóra eru Málfriður Þórarinsdóttir, Björgvin Þorsteinsson, Kristján Pálmar Amarsson og Hulda Ólafsdóttir. Á tíu ára stúdentsafmæli ár- gangsins, 1983, var ákveðið að ráðast í þetta verk, en alls verða bindin fímm. Þetta fyrsta bindi inniheldur æviskrár fyrstu stúd- enta skólans, frá 1927 til ársins 1944. í tilefni af 10 ára stúdentsaf- mæli sínu ákváðu stúdentar, út- skrifaðir frá MA árið 1973 að minnast skólans með því að annast samantekt og útgáfu á æviskrám allra MA-stúdenta á tímabilinu 1927-1973. Sú ákvörðun var kynnt skólameistara, kennurum og gest- um í Akureyrarkirkju þann 17. júní 1983 með afhendingu sérstaks gjafabréfs, þar sem þessi fyrirheit voru skjalfest. Jafnframt lögðu stúdentar fram ákveðna fjárhæð hver og einn í þar til gerðan stofn- sjóð. Varðandi efnismeðferð var mörkuð sú meginstefna að birta ekki aðrar upplýsingar um einka- hagi, en þær sem komu fram I svörum og voru samþykktar af stúdentum eða aðstandendum þeirra. Til að auka sem mest ætt- fræðilegt gildi ritsins var einnig ákveðið að geta föður- og móður- foreldra viðkomandi ásamt upplýs- ingum um fseðingardag og -ár, dánardag og -ár, starf þeirra og búsetu. I allflestum tilvika kostaði þetta tímafreka leit í prentuðum og óprentuðum ættfræðiritum, prestþjónustubókum, manntölum og öðrum skjalagögnum, auk þeirr- ar aðstoðar sem Hagstofa íslands lét í té. Þá var þeirri meginreglu fylgt um námsferil stúdenta að miða einvörðungu við framhalds- nám að loknu stúdentsprófi. Þeirri meginviðmiðun var fylgt við rita- skrá og ritastörf að geta fyrst og fremst sjálfstæðra útgáfuverka og starfa manna við ritstjóm og út- gáfu hvers konar. Varðandi einstök efnisatriði skal að lokum getið þeirrar viðleitni að rekja saman skyldleika og tengdir MA-stúdenta. Vorið 1987 gekk útgáfustjóm frá samningi við bókaútgáfuna Steinholt I Reykjavík um útgáfu á æviskránum. Án efa munu flestir finna til þess hversu lífsferill norð- anstúdenta er samofínn sögu MA og mótaður af þeirri samhyggju og vináttu, sem sjálfkrafa tengir skólasystkin sterkum böndum á langri samleið, segir Gunnlaugur meðal annars. Má ætla að MA- stúdentinn Kristján Eldjám hafi mælt fyrir munn margra er hann í formála að sögu skólans minntist fyrstu samfunda með svofelldum orðum: „Undarlegt er til þess að hugsa, svo fersk er sú minning í huga mér, þegar ég gekk við hlið föður míns inn langa ganginn til fyrsta fundar við skólameistara, þar sem ég var honum og skóla hans falinn til næstu fimm ára. í móðu löngu liðinna daga er þessi stund Ijóslifandi fyrir mér og við hana tengdar tilfinningar af mörg- um toga, svo að ekki er með öllu auðvelt sundur að greina. Ætla má að margur hafi svipaða sögu að segja, því öll hljótum vér, sem skólann sóttum, iðulega að hug- leiða hversu mjög og á hvem hátt það urðu oss örlagaspor sem vér stigum, þegar vér gengum í fyrsta sinn inn um skólans dyr.“ Skólameistari þakkaði þessa góðu gjöf fyrir hönd skólans og sagði jafnframt við tækifærið að ýmsir hefðu efast um að af þessu verki yrði. „Þessir nemendur vom hálfpartinn siðustu geirfuglamir, ef svo má að orði komast. Þeir höfðu gengið í gegnum ýmsa um- brotatíma á sviði skólamála á með- an hippatímabilið var og hét eða ’68-kynslóðin svokallaða. En hitt er þó staðreynd að gamlir nemend- ur hafa alla tíð verið skólanum hlið- hollir og sýnt honum einstaka tryggð. Eldri árgangar hafa flykkst hingað til okkar ár hvert þegar útskrifað er, gefíð skólanum gjafir og leitast við að koma eigin bömum og bamabömum til náms hjá okk- ur,“ sagði Jóhann. Áskrifendur að bókinni á Reykjavíkursvæðinu geta í þessari viku nálgast bókina í forlaginu Steinholti, Engjateigi 9, Verk- fræðingahúsinu. Annars verður hún send áskrifendum I póstkröfu. Flensan komin norður: Einkennist af hita, hósta, kvefi, bein- og magaverkjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.