Morgunblaðið - 05.05.1988, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988
Aðalfundur Sam-
taka sunnlenskra
sveitarfélaga
Kirkjuhíí'jarklaustri.
AÐALFUNDUR Samtaka sunn-
lenskra sveitarf élaga var haldinn
að Kirkjubœjarklaustri dagana
15. og 16. aprll sl. Fundurinn var
nyög fjölsóttur, fulltrúar komu
frá öllum hreppum kjördæmis-
ins, utan einum, enda kannski
fuU ástæða tU því m.a. hafði ver-
ið ákveðið að eitt af málefnum
fundarins yrði hugmynd um
stofnun samtaka sveitarfélaga
utan höfuðborgarsvæðisins, auk
þess sem svokallað gjaldheimtu-
mál yrði rætt.
Að venju hófst fundurinn á
skýrslum stjórnar og hinna ýmsu
„milliþinganefnda" auk reikninga
samtakanna og fjárhagsáætlun. Þá
voru ávörp gesta svo sem þing-
manna kjördæmisins. Því næst
kynnti Trausti Valsson hugmyndir
sínar um veg yfír hálendið, vega-
tengingu milli Suður- og Norður-
lands, sem nokkuð hefur verið fjall-
að um undanfarið sbr. þingsálykt-
unartillögu sem liggur fyrir Al-
þingi. Skýrði Trausti ítarlega þessa
hugmynd og hugsanleg áhrif hen-
anr á byggðaþróun. Styðst hann
við það markmið að beina byggða-
þróun framtíðarinnar inn á jarð-
Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir
Séð yfir fundarsalinn. í ræðustól er formaður atvinnumáíanefndar
fundarins, Ómar Garðarsson, frá Vestmannaeyjum.
Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir
Valur Þórarinsson skýrir frá hugmyndum varðandi gjaldheimtur.
hitasvæði landsins. Ávinningur að
slíku yrði m.a. styttri vegalengdir
milli landshluta. Gerði samgöngu-
nefnd aðalfundarins síðan ályktun
varðandi þetta mál, þar sem mælt
er eindregið með framkominni þing-
sályktunartillögu.
Forstjóri Byggðastofnunar, Guð-
mundur Malmquist, greindi frá
tengslum stofnunarinnar við Suður-
land og skýrði frá lánveitingum og
annarri fyrirgreiðslu til svæðisins.
Kom m.a. fram í máli hans að stofn-
unin hefur ráðið mann í tímabundið
starf við að gera könnun á helstu
atvinnumöguleikum svæðisins (
kringum Kirkjubæjarklaustur.
í tengslum við fundinn komu
einnig starfsmenn Orkustofnunar
og gerðu grein fyrir helstu athugun-
um sem gerðar hafa verið á Suður-
landi á síðasta ári, á vegum stofn-
unarinnar. Þar var aðallega um 4
verkefni að ræða, þ.e.a.s. frumat-
huganir á náttúrulegum forsendum
fískeldis í V-Skaft., rannsókn á
aðstæðum til sjótöku úr borholum
í Flóa, rannsóknir vegna fiskeldis í
uppsveitum Ámes- og Rangárvalla-
sýslu og athuganir á jarðhita í Ölf-
usi og Grafningi, með tilliti til físk-
eldis. Þá skýrðu þeir einnig frá
væntanlegum athugunum á þessu
ári, og störfuðu með orkunefnd
aðalfundarins.
Nefndir störfuðu síðan á föstu-
dagskvöld og fyrir hádegi á laugar-
dag. Þá var mættur á fundinn Val-
ur Þórarinsson frá Neskaupstað,
sem skýrði fundarmönnum frá
ýmsu því sem komið hefur fram
varðandi hugmyndir manna um
gjaldheimtur skv. nýjum reglum
vegna staðgreiðslu, þar sem gert
er ráð fyrir sameiginlegum gjald-
heimtum ríkis og sveitarfélaga.
Komu þama fram mjög nákvæmar
upplýsingar sem ekki hafa hingað
til legið fyrir og í framhaldi af því
var sfðan samþykkt ályktun þar
sem fundurinn leggur til að sveitar-
félög á Suðurlandi stofni Gjald-
heimtu Suðurlands og kjósi einn
fulltrúa hvert í fulltrúaráð gjald-
heimtunnar. Sé fulltrúaráðinu falið
að ganga frá stofnsamningi gjald-
heimtunnar, þar á meðal að kjósa
tvo menn í stjóm hennar og velja
henni stað. Gert er ráð fyrir að
kalla ráð þetta saman innan 30
daga.
Þá urðu að sjálfsögðu miklar
umræður um áðumefnd mál fund-
arins, þ.e.a.s. hugmyndina að stofn-
un sambands sveitarfélaga utan
höfuðborgarsvæðisins. Mætti til
fundarins Sigurgeir Sigurðsson,
formaður Sambands íslenskra sveit-
arfélaga og mælti gegn slíkum hug-
myndum, taldi hann að slíkt mundi
aðeins veikja stöðu sveitarfélaga í
því sem hann nefndi baráttu við
ríkisvaldið. Komu fram mjög skipt-
ar skoðanir enda hafði stjómin lagt
fyrir fundinn tillögu um myndun
slíks sambands. Samþykkt fundar-
ins um þetta mál var síðan á þann
veg að lýst var þungum áhyggjum
vegna þeirrar byggðarröskunar sem
orðin er og jafnframt veikri stöðu
landsbyggðarinnar. Voru stjómvöld
hvött til að gera ráðstafanir til að
stöðva þessa þróun í samvinnu við
sveitarfélög. Jafnframt var krafíst
aðgerða af hálfu stjómvalda og fól
fundurinn stjóm SASS að fylgja
Morgunblaðið/Hanna Hjartardóttir
Steingrímur Yngvarsson greinir
frá ályktunum samgöngumála-
nefndar aðalfundarins.
Viltu:
VÍSA
GÆÐI
ENDINGU
OG
ÖRYGGI
Hjólbarðar fyrir allar
tegundir bíla.
Góðir hjólbarðar á réttu verði.
Greiðslukjör;
VISA - EURO afborganir
t.d. ekkert út
og hitt á 4 mánuðum.
(Eitt dekk á mánuði?)
JOFUR HF
Nýbýlavegi 2. Simi 42600
Hjólbarðadeild opin 9—6 virka daga.