Morgunblaðið - 05.05.1988, Síða 49
F
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988
49
Qfc
Skal dilla bami,
svo bíði það ró?
eftirDavíð
Erlingsson
Kæra Morgunblað,
Þakka þér fyrir að senda mér
ósk um gleðilegt sumar og biðja
mig að hafa „sól í sinni“ ganga
með „bros í augum". Vandamálin
blasa að vísu við. En þau eru fyrst
og síðast verkefni, sem takast þarf
á við, og hluti af tilveru okkar sem
þjóðar og einstaklinga."
Þú sérð að ég gríp þessi orð upp
úr leiðaranum þínum á sumardag-
inn fyrsta. Það er ekki oft ég hef
stundir til að lesa þig, en nú er ég
haldinn og við rekkjubrík af faralds-
kvefi í fyrsta skipti á þessum
„vetri", og þá verður mér nú þetta
fyrir, að lesa leiðarann þinn. Þá ber
svo að, að ég heyri nokkuð af því
sem suðar og sveimar í andrúmi
þessara orða þinna, og mér þykir
ekki annað bróðurlega heiðarlegt
en ég tjái þér það. Ég heyri: Vanda-
málin eru (bara) verkefni og (fast-
ur) hluti af tilverunni (og hvað er
þá að vera að fást um þau nú? Það
verður að gera hvort eð er — en
skyldi ekki mega duga að gera það
á morgun?). Einmitt það?, spyr ég
þig. Núna, þegar erfíðleikar blasa
sannarlega við, verkfall er orðið
staðreynd, auðsældarár nokkur í
Hólmavík:
9,5 milljóna
króna tap á
rekstri KSH
Laugarhóli, Bjarnarfirði.
AÐALFUNDUR Kaupfélags
Steingrímsfjarðar á Hólmavik
var haldinn laugardaginn 30.
aprfl og heimsóttu hann fulltrúar
frá öllum deildum kaupfélagsins
auk stjórnar þess.
Á árinu varð um 9,5 milljóna
króna tap á rekstri KSH í heild, en
ágóðinn á sl. ári var hins vegar um
5,8 milljónir. Ágóði varð á rekstri
verslana en mest tap varð hinsveg-
ar á frystihúsinu eða rúmar 15
milljónir.
Segir kaupfélagsstjórinn, Jón E.
Alfreðsson, svo í skýrslu sinni:
„Hraðfrystihúsið á Hólmavík er
nú gert upp með 15.175 þúsund
króna tapi en var gert upp með 288
þúsund króna hagnaði í fyrra. Halli
af rekstri ökutækja er 761 þúsund
en var 399 þúsund í fyrra. Pakkhús
er gert upp með 325 þúsund króna
tapi á móti 36 þúsund í fyrra. Slát-
urhús er gert upp með 196 þúsund
króna tapi en skilaði 3.426 þúsund
króna hagnaði árið á undan. Aðal-
verslun á Hólmavík skilar 2.330
þúsund króna afgangi á móti 1.705
þúsund í fyrra. Sameiginlegur
rekstur er með 4.163 þúsund krón-
ur í hagnað nú er var 116 þúsund
í fyrra. Félagið í heild er með 9.487
þúsund króna rekstrarhalla nú en
hagnaður í fyrra var 5.841 þúsund.
Slátrun hjá félaginu sl. haust var
18.382 stk. á móti 19.245 árið áð-
ur. Meðalþungi dilka var 16,40 kg
á móti 16,17 kg í fyrra. Innifalið í
sláturfjárfjölda eru 2.823 stk. sem
slátrað var fyrir Kaupfélag ísfirð-
inga og 405 stk. sem slátrað var
fyrir Framleiðnisjóð landbúnaðar-
ins.“
Þess má þó geta að meðal ann-
ars greiddi KSH 246 aðilum laun á
árinu sem námu 45,103.000 krón-
um.
Mest varð fjárfestingin í nýju
verslunarhúsi sem tekið verður i
notkun á næstu vikum. Nam hún
ellefu milljónum og fimm hundruð
þúsundum króna.
Fundinn sóttu 19 kjömir fulltrúar
úr deildum auk stjómar.
- SHÞ
röð hafa verið misnotuð hrapallega,
og augljós er þrenging valkosta
okkar fram undan. Skuldimar sem
standa í vegi fyrir æskilegri þróun
þjóðfélags okkar hafa hreint ekki
minnkað nóg, — ef þær hafa þá
ekki bara haldið áfram að hlaðast
upp. Nýverin aflahrotuár hefur mis-
skiptingin á sameiginlegum tekjum
okkar aukizt mjög ískyggilega,
vegna þess að það hefur sannarlega
mistekizt — enn eina ferðina — að
stjóma þjóðfélaginu bærilega. Ég
þykist vita, að það hljóti að hvarfla
að þér ekki síður en mér, hvort ríkis-
stjómin, sú sem við höfum nú, sé
ekki orðin ónýt til þess að halda
áfram.
En hví ertu þá að bera fram fyr-
ir mig og þjóðina þetta léttlætis-
fals? Eg þykist vita að þú hugsir,
að slíkt viljum við heyra, í samræmi
við boðskap sem talsvert er uppi í
tímanum og vel mætti orða í kjör-
orð eða trúboðorð: Við erum bjart-
sýn og skulum vera það, og þetta
heyri ég þá ekki betur en þú látir
merlqa, að við skulum líta á eigin-
leg og alvarleg vandamál sem
hversdagsleg og sem hálfgildings
aukaatriði sem lengi megi fresta til
morguns. Að mínu takmarkaða viti
væri erfitt að draga það sem að er
í stjómarfari okkar betur saman í
eina staðhæfingu en með því að
segja einmitt það sem í hugarfars-
afstöðu leiðarans þíns felst: Ráð era
ekki tekið í tíma. Og í beinu fram-
haldi hljóta þá að hvarfla að mér
spumingar: Ertu sléttmáll og viltal-
aður orðberi að reyna að selja sig
með slíku við götunnar hom? Elleg-
ar flón? Það síðamefnda tel ég
hreint ekki koma til mála. Og næst
er óhjákvæmilegt að spyija, hvort
þú lítir sjálft á þig sem raggudilli
þjóðarbamanna fyrir þá sem valds-
ins forsjá halda í höndum sér (og
þykir gott meðan svo er sem nú er
„Ég vildi mega vænast
meiri heiðarleika í
hugsun leiðandi dag-
blaðs þjóðarinnar. Um
leið er ég svo bjartsýnn
að trúa, að þú eigir
andlegt þroskamegn til
að bæta þig.“
og lítið minnkar neyzlubægsla-
gangurinn, sem veitir auðræðið til
þeirra valda)? Þessi spuming er um
sjálfsvitund þína, því að ekki þarf
að spyija um orð þín, sem áður
vora hér lesin. Andi þeirra og merk-
ing bendir svo eindregið til þess,
að þú sért til (—að einhveiju leyti
sem ég treysti mér ekki til að af-
marka hér—) til þess að dilla ragg-
unni, hvort sem þú veizt það sjálft
eða ekki, vilt það sjálft eða ekki.
Eins og góðum vini sæmir að gera
er ég að biðja þig að spyija sjálft
þig þessara undirstöðuspuminga
um vera þína.
í leiðaranum þeim ama segir þú
í rauninni lítið annað en almenn
bjartsýnisorð. Þú tjáir ást þína og
okkar allra á sumrinu og sumar-
landinu sem við eigum heima í. Við
eigum reyndar heima í því líka á
hörðum vetri og í vorhreti. En mig
rekur reyndar minni til áþekkra
ástarorða og hjá þér einu sinni í
útvarpaðri alþingisræðu hjá
Steingrími nokkram Hermannssyni.
Það var fyrir nokkram áram og
einmitt á tíma þegar veralega horfði
illa í efnahagsrekstrí landsins, og
nefiidur Steingrímur átti að vísu
sinn stjómmálamannshlut í því,
hvemig komið var. Nu kvað hann
vera vinsælasti stjómmálamaður
iandsins, svo að þar er ekki leiðum
að líkjast.
Viljinn að trúa því — og sú trú
sjálf, að heimur fari batnandi og
sé nú betri en var, er afar sterk
og virk á okkar dögum og hefur
verið það áður á ýmsum tímabilum.
Þessi trú má heita goðsögn (mýþa),
og á hana er hægt að leika og beita
henni fyrir sig. Þú segir: „Aðstæður
okkar era allt aðrar og stóram betri
en fyrr til að lifa góðu lífi í landinu,
sem forsjónin hefur lagt okkur upp
í hendur." Þetta er vísu réttmæli,
En rétt á undan í sama viðfanginu
segir þú líka: „Á þeirri tíð, þegar
landsmenn sóttu allt sitt í atvinnu-
vegi sem háðir vora veðurfari, féll
ekki aðeins búsmali, heldur og
mannfólk þegar þann veg áraði."
Mikið er það sem við höfum til leið-
ar komið í þessu blessaða landi, og
ekki eram við litlir kallar, Hrólfur
minn. Hér sé ég ekki betur en að
goðsögnin sé orðin óefaður og sjálf-
sagður undirstöðusannleikur hjá
þér. Ætli ekki hefði sett að þér
bæði hugsun og hik, hefðir þú farið
að fullyrða það í beinni fullyrðingu,
sem þú fullyrðir reyndar líka hér,
en bara með skírskotun til þess sem
við vitum öll og trúum: Skírskotun
til goðsagnar? Eg ætla þér ekki það
varúðarleysi, að þú mundir segja
það afdráttarlausum orðum, að við
eigum ekki allt undir veðurfari,
reyndar. Það er óneitanlegt, að það
eigum við í raun og vera, þrátt
fyrir það að áhrif minni háttar
sveiflna í líf okkar séu nú ekki al-
veg eins bráð og bein og áður var.
Staða okkar gagnvart náttúraöfl-
unum er því óbreytt, Náttúran get-
ur sem hægast máð okkur út úr
sér, og mörg era alkunn merki þess,
að við séum sjálf á góðri leið að
neyða hana til þess. En þú skírskot-
aðir til blekkingar sem býr yfir
sannfæringarmætti þess sjálfsagða,
goðsagnarinnar. Eiginlega fínnst
mér ekki fallegt af þér að fara þann-
ig að, að leyfa goðsögninni að hugsa
fyrir þig í staðinn fyrir að gera það
sjálfur.
Með því móti dillaðirðu ragg-
unni, lagðir þitt af mörkum til að
halda þjóðarbaminu fjölhöfðaða í
værð og ró. Ég vildi mega vænast
meiri heiðarleika í hugsun leiðandi
dagblaðs þjóðarinnar. Um leið er
ég svo bjartsýnn að trúa, að þú
eigir andlegt þroskamegn til að
bæta þig. Spumingar mínar um
vera þína og tilvistarvanda benda
líka á annan, stærri tilvistarvanda,
sem einnig kallar á almenna um-
ræðu, nl. tilvistarvanda þjóðar og
hvemig hún vill hafa það þjóðfélag
sem hún skapar sér. Gleymdu ekki
ábyrgð þinni, þeirri að eiga þátt í
mótun hugarfars, í umhugsun al-
mennings um þjóðfélag sitt. f slíkri
allsheijaramræðu þarf líka að ræða
um ábyrgð og hiutverk blaðanna,
og því er ég reyndar ekki aðeins
að biðja þig þess að þú lítir svolítið
í eigin barm, kæra Morgunblað,
heldur bið ég um miklu meira og
treysti því að margir mundu taka
undir þá bæn og raunar kröfu. Auk
trúar minnar á þroskamegn þitt
veit ég líka að þú hefur eitt
íslenzkra dagblaða efnalegt bol-
magn til veralegs batnaðar. Þess
vegna gerist ég tryggur að senda
þér þessar ádrepur með batnaða-
róskum og þakklæti mínu fyrir
sumarkveðjuna.
Breiðholti 22. apríl 1988.
Höfuadur er kennari ííslenzku
við Háskóla Islands.
KAUPMANNAHÖFN
FLUGLEIDIR
-fyrír þíg-
Brottfarir 1988:
maí 10—22
júm 3-12-24
júlí 3-15-24
ágúst 5—14—26
sept. 4—16—25
okt. 7-28
nóv. 4—11
des. 20
• * mm Gististaðir:
/um
13 daga
22 daga
10 daga
22 daga
Verð frá kr. 28.420.-
(2 fullorðnir, 2 börn í íbúð)
Royal Magaluf
Royal Cristina
Marina, Park
Royal Playa de Palma
Royal Jardin del Mar
OTKXVTMC
FERÐASKRIFSTOFA HALLVEIGARSTÍG 1 SÍMAR 28388-28580
DINBtS CLUB
l