Morgunblaðið - 05.05.1988, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 05.05.1988, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 t Móöir okkar, SVAVA JÓHANNA GUÐVARÐARDÓTTIR, Grensásvegi 60, lést þriðjudaginn 3. maí. Unnur Birgisdóttir, Sólveig Birgisdóttir, Oddrún Guðmundsdóttir, Guðvarður Birgir Birgisson. t Eiginmaður minn og faðir okkar, DAÐI EYSTEINN JÓNSSON, Marbakkabraut 22, Kópavogi, varð bráðkvaddur á heimili sínu að kvötdi 2. maí. Bára M. Eirfksdóttir, María Björk Daðadóttir, Kristrún Lilja Daðadóttir, Atli Már Daðason. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR, Túngötu 17, Patreksfirði, andaðist 4. maí í Sjúkrahúsi Patreksfjaröar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Faðir okkar, SVAVAR H. JÓHANNSSON bókari, lést í Landspítalanum þann 3. þessa mánaðar. Börnin. t Kveðjuathöfn um HÓLMSTEIN HELGASON útgerðarmann á Raufarhöfn, sem lést 29. apríl sl., verður í Fossvogskirkju, í dag, fimmtudag- inn 5. maí, ki. 13.30. Jaröarförin fer fram frá Raufarhafnarkirkju, laugardaginn 7. maí, kl. 14.00. Jóhanna Bjömsdóttir og börn hins látna. t Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA SÓLVEIG MAJASDÓTTIR, Gyðufelli 8, lést í Borgarspítalanum 29. apríl. Sólveig Jónsdóttir, Helgi Jónsson, Torfi Jónsson, Þórdfs Hansen, Ingvar Jónsson, Kristfn Magnúsdóttir, Kristbjörg Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför t MARGRÉTAR ÞÓRARINSDÓTTUR, Háaleitisbraut 26, Reykjavík, fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, föstudag, kl. 13.30. Guðjón Guðbjartsson, Jósefína Gísladóttir, Úlfar Ágústsson, Gréta Kinsley, William C. Kinsley, Þórarinn Gíslason, Rósa Þórarinsdóttir Sigurrós Gissurardóttir, og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö vegna andláts og útfarar mannsins míns, föður okkar, tengdafööur og afa, REYNIS GUÐMUNDSSONAR " vélstjóra. Ingibjörg Böðvarsdóttir, Svanhvft Reynisdóttir, Andrós Pétursson, Guðrún Reynisdóttir, Halidór Júlfusson og barnabörn. Aðalsteina Jóhannes dóttir - Minning Fædd 23. september 1983 Dáin 23. aprfl 1988 Aðeins nokkur kveðjuorð til litlu frænku minnar Allyar. Hún hét fullu nafni Aðalsteina Jóhannes- dóttir, og var þriðja bam þeirra hjóna Ámýjar Aðalsteinsdóttur og Jóhannesar Stefánssonar. Það var 23. þ.m. að mikil tilhlökkun og gleði ríkti á mínu heimili, þar sem ég átti að fermast næsta dag. Klukkan níu um kvöldið er hringt og okkur tilkynnt að hún Ally væri dáin. Þetta gat ekki verið. Hún sem ætl- aði að verða fyrst i kirkjuna og hjálpa prestinum að ferma mig. Hún var búin að fá hvítan lq'ól og hvítan hatt. í þessum fötum klædd- ist hún í kistuna sína. Allý átti við fvanheilsu að etja frá fýrstu tíð, mér fannst hún vera eins og lítil dúkka, en hún var alltaf svo dugleg og mikið fjör í henni. Hún kom í heimsókn til okkar á páskadag með foreldrum sfnum og systmm. Var hún hrókur alls fagn- aðar í leikjum okkar frænknanna. Mér fínnst svo erfítt að trúa því að Allý sé farin til guðs, hún var bara fjögurra ára, en þeir sem guð- imir elska deyja ungir. Kærleiksríkrar umhyggju naut Ally litla í ríkum mæli hjá foreldrum og systmm, að ógleymdum ömmu og afa í Mosfellssveit, en hjá þeim dvaldi hún oft. Foreldmm og öðmm ástvinum votta ég samúð mfna, söknuður þeirra er mikill en fullvissa um annað líf án líkamlegra þrauta, en meiri andlegs þroska, verður þeirra mesti styrkur. Þú guð míns lffs ég loka augum mfnum í líknarmildum föðurörmum þínum og hvfli sæll þótt hvergi sólin bjarta ég halla mér að þínu föðurhjarta. BirgirB. Guðbjarts son - Kveðjuorð Fæddur 13. mars 1944 Dáinn 14. apríl 1988 Upp í töfrafaðmi blárra íjalla, hvar fjólan smáa vex og gleym-mér-ei er ljúft að mega þreyttu höfði halla að hjarta guðs með brotið lífsins fley. Það hjarta rúmar ástvini hans alla, sem eiga von og heyra Drottin kalla. (Öldufaldar) Þannig kemst Frímann Einars- son afí okkar að orði í fallegu Ijóði, einu af mörgum er hann orti til átthaga og æskubyggðar. Þeim mun hafa verið líkt farið Birgi og afa okkar, hin ósnortna náttúra hefur heillað þá báða. Þann 14. apríl sl. andaðist á Landakotsspítala bróðir minn og mágur, Birgir Bergmann Guð- bjartsson, eða Biggi eins og hann var alltaf kallaður. Hann var elsta bam foreldra okkar, Guðrúnar Dag- bjartar Frímannsdóttur og Guð- bjartar Bergmanns Franssonar, strætisvagnabílstjóra. Biggi fór snemma til náms í prentiðn og starfaði við hana í fjölda mörg ár, en síðustu 5 árin starfaði hann hjá heildverslun Ásbjamar Ólafssonar hf., en það starf lfkaði honum vel. Biggi kynntist ungur sínum elskulega lífsförunaut, Þóru Guð- rúnu Valtýsdóttur, dóttur þeirra ágætu hjóna, Valgerðar Jónsdóttur t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÞORBJÖRNS SIGURÐSSONAR, Hornafirði. Ágústa Margrét Vignisdóttir, Sigurbergur Þorbjörnsson, Vignir Þorbjörnsson, Sigrfður R. Eymundsdóttir, Ólafur Björn Þórbjörnsson, Sigurbjörg Karlsdóttir, Örn Þór Þorbjörnsson, Unnur Garðarsdóttir, Ágúst Hiimar Þorbjörnsson, Halldóra Bergljót Jónsdóttir, Guðjón Hermann Þorbjörnsson, barnabörn og aðrir vandamenn. t Vinur okkar, JÓN EINARSSON verkamaður, Bólstað, Garðabæ, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, föstudaginn 29. apríl. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, föstudaginn 6. maí kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hrafnistu. Fyrir hönd aettingja og vina, Helga Guðmundsdóttir, Ólafur Vilhjálmsson. t Eiginmaöur minn, sonur okkar, faðir, tengdafaðir og afi, RAGNAR Á. SIGURÐSSON sparisjóðsstjóri f Neskaupstað, verður jarðsunginn frá Noröfjaröarkirkju laugardaginn 7. maí kl. 14.00. Kristfn Lundberg, Kristrún Helgadóttlr, Sigurður Hinriksson, Sigurður Ragnarsson, Ragnheiður Hall, Sigurborg Ragnarsdóttir, Hólmgrfmur Heiðreksson, Kristrún Ragnarsdóttir, Snorri Styrkársson, Jóhanna Kr. Ragnarsdóttir, Hjólmar Kristinsson og barnabörn. Æ tak nú drottinn föður og móður mína í mildiríka náðarvemdan þína og ættlið mitt og ættjörð þína virtu geyma og engu þínu minnsta bami gleyma. (Matt. Joch.) Elena B. Sævarsdóttir og Guðmundar Valtýs Guðmunds- sonar, vörubifreiðastjóra. Þóra hef- ur verið honum góð eiginkona, vin- ur og félagi. Þau giftu sig 26. júlí 1962 og eignuðust þijá syni, Reyni Bergmann, Víði Bergmann og Hlyn Bergmann, sem allir eru nú upp- komnir og mestu dugnaðarmenn. Áhugamál Bigga voru ferðalög og útivera, þar naut hann sín vel og með fjölskyldu sinni, ættingjum og vinum. Dáðumst við oft að því hvað þau voru dugleg að ferðast innanlands með drengina er þeir voru ungir. Þegar þeir voru orðnir uppkomnir ferðuðust þau víða er- lendis. Þau nutu þess að sjá nýja staði, einkum hrifust þau af ósnort- inni náttúru. Áttu þau mikið af myndum frá þessum ferðalögum. Það var gaman að skoða þessar góðu myndir og njóta skemmtilegra frásagna Birgis, það var eins og að vera sjálfur þátttakandi. Biggi var smekkvís ljósmyndari, geymast verk hans, en hann hefur tekið mjög fallegar myndir. Ber þar hæst fjölskyldu- og ferðamyndir. Sem fyrr segir, var hann rnikill náttúru- unnandi og gekk því aldrei framhjá fallegu landslagi, því alltaf var myndavélin nálæg. Ógleymanlegar eru Þórsmerkurferðimar sem ég fór með þeim hjónum fyrr á árum. Fyrir ári byrjuðu veikindi Bigga, sem hann gerði ekki mikið úr en þar kom að hann varð að gangast undir erfíðan uppskurð. Hann var bjartsýnn á batann, því hann hresst- ist vel í fyrstu. I desember tóku veikindin sig upp aftur og varð hann þá að gangast undir annan erfíðan uppskurð. Skugginn sem skapaðist og varð að niðamyrkri var ekki numinn burt — sjúk- dómurinn ógnvænlegi hafði sigrað hinn unga, glaðværa og hrausta mann. Hann stóð ekki einn í sínum veik- indum, Þóra stóð eins og klettur við hiið hans allan timann ásamt ástvinunum öllum. Elsku Þóra og synir, mamma, pabbi og aðrir ástvinir, Guð styðji ykkur og styrki í sorginni og um ókomna framtíð. Davíð bróðir, Guðrún og synir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.