Morgunblaðið - 05.05.1988, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 05.05.1988, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 51 Þorbjöm Sigurðsson, Höfn - kveðjuorð Laugardaginn 23. apríl sl. var til grafar borinn af sex sonum, Þor- bjöm Sigurðsson, fyrrum skipstjóri. Hann var um áratuga skeið fulltrúi Flugfélags íslands og síðar Flug- leiða á Höfn, Homafírði. Þorbjöm var sonur hjónanna Bergþóm Jóns- dóttur frá Krossalandi og Sigurðar Ólafssonar, skipstjóra og útgerðar- manns frá Bæ. Sigurður var þekkt- ur sægarpur, djarfur og aflasæll. Reynsla hans og öryggi á sjónum urðu sonunum Ólafí og Þorbimi dýrmætur skóli. Eftir að Ólafur fórst á skipi skammt frá Homa- fjarðarósi árið 1946, mun Sigurður hafa hvatt Þorbjöm til þess að starfa með sér í landi, enda flug- samgöngur í uppgangi og vart á færi Sigurðar að annast einn hin margvíslegu störf er að þeim lutu. Á fyrstu ámm flugsins vom far- þegar fluttir í báti milli þorpsins og Melatanga þar sem flugvélamar lentu. Var það oft erfítt verk og ekki hættulaust þegar straumur var mikill og (srek um ósinn. Þorbjöm var að jafnaði með föður sfnum í þessum ferðum hans uns hann ann- aðist þær að mestu einn. Síðla árs- ins 1946 kvæntist Þorbjöm eftirlif- andi konu sinni, Ágústu Vignis- dóttur og hefur hún allt frá þeim degi staðið traust við hlið hans, úrvals kona. Ágústa ól Þorbimi 6 syni og ber uppeldi þeirra og mannkostir for- eldmnum fagurt vitni. Ég minnist margra ferða til Hafnar fyrr á ámm þegar í fylgd með Þorbimi vom hraustlegir og sterkir strákar, hver öðram myndarlegri og hjálpuðu til við að afferma og ferma flugvélam- ar. Var gaman að sjá hve vænt Þorbimi þótti um drengina sína og mun hann fljótt hafa séð hvað í þeim bjó. Elsti sonurinn Sigurberg- ur, vinnur á Stokksnesi. Næstelstur er Vignir, aðalfulltrúi Flugleiða á Höfn. Allir hinir syninimir flórir em útgerðarmenn og skipstjórar, Ólaf- ur Bjöm, Öm Þór, Ágúst Hilmar og Guðrjón Hermann. Það er eftir- tektarvert að allir synimir sex hafa bundist átthögunum órofa böndum og búa allir á Höfn. Það ér vissulega mikil gæfa fyrir byggðarlagið að þessir atorkumenn skuli hafa valið þann kost að helga því krafta sína. Þorbjöm kunni vel að meta það og nú þegar hann er allur, era synimir og fjölskyldur þeira, Ágústu ómetanlegur styrkur og þá ekki síst bamabömin. Það er margs að minnast frá lið- inni tíð, gæti verið efni í langa sögu sem verður ekki sögð hér þótt merk sé. Þorbjöm var óvenjulegur maður um margt. Hann var trygglyndur, glaðlyndur og hlýr. Hjálpsemi, greiðvikni og gott hjartalag vom ríkir eiginleikar að ógleymdu skop- skyninu, sem var næsta fágætt. Ég tel mér óhætt að fullyrða að öllum starfsmönnum flugsins fyrr og síðar hafí þótt vænt um Þor- bjöm og allt hans fólk. Mér er minn- isstætt hve Öm 0. Johnson, for- stjóri Flugfélags íslands og Flug- leiða, mat Þorbjöm mikils. Lágu leiðir hans og frú Margrétar oft til Homaíjarðar til þess að njóta hvíldar í fögm umhverfí og þá ekki síður til þess að vera þar í góðvina- hópi. Ég trúi að ég megi fyrir hönd gömlu starfsmannanna, sem unnu fyrir Flugfélagið á gömlu góðu ár- unum, færa Þorbimi alúðar þakkir fyrir samfylgd og samstarf og nú að leiðarlokum, öllum ástvinum hans innilegar samúðarkveðrjur. Nú þegar leiðir skilja um stund er mér þakklæti ríkast í huga, þakk- læti fyrir að hafa átt þess kost að kynnast þeim drenglundaða manni sem Þorbjöm Sigurðsson var. Þakk- læti fyrir góðvildina og gestrisnina á heimili hans og Ágústu. Þakklæti fyrir að mega telja mig til vinna þessarar frábæm fjölskyldu. Öllum ástvinum Þorbjamar sendi ég og fjölskylda mín innilegar sam- úðarkveðjur. Hafí góður vinur þökk fyrir allt og allt. Jóhannes R. Snorrason t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eigin- manns míns og föður, BERGS LÁRUSSONAR verslunarmanns, Vanabyggð 11, Akureyri. Ásta T ryggvadóttir, Gísli Bergsson. t Hjartans þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúö og vináttu við andlát og útför ástkærs föður míns, tengdafööur og afa, SIGURÐAR Ó. JÓNSSONAR bakarameistara, Auðarstræti 11. Sæmundur Sigurðsson, Snæfríður Jensdóttir, Stella Sæmundsdóttir, Marsibil Jóna Sæmundsdóttir, Sigurður Jens Sæmundsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR HELGU JÓNASDÓTTUR, Dalbraut 27, áður Bergþórugötu 18. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki öldrunardeildar, Hátúni 10B, 3. hæð, fyrir frábæra umönnun. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför LEIFS INGÓLFSSONAR forstjóra, Skildlnganesi 62, Anna Dam, Helga Leifsdóttir, Garðar Gunnlaugsson, Pétur Leifsson, Vilborg Leifsdóttir, Leifur Leifsson, Gunnlaugur Garðarsson. t Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andl- át og útför dóttur okkar og systur, AÐALSTEINU JÓHANNESDÓTTUR. Jóhannes Stefánsson, Árný Aðalsteinsdóttir, Hanna Gróta og Guðný Lára. Dagur Evrópu í dag SVEITARFÉLÖG og stofnanir þeirra halda í dag hátíðlegan dag Evrópu, 6. maí, sem er stofn- dagur Evrópuráðsins. Mörg munu þau hafa við hún Evrópu- fánann, sem er tólf gular stjöm- ur á bláum feldi, og strætisvagn- ar Reykjavíkur og Kópavogs aka skreyttir fánaveifum. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent sveitarfélögunum ávarp dagsins á veggspjaldi, sem víða mun hanga uppi ^ á skrifstofum sveitarfélaganna. Á því er ávarp dagsins, sem að þessu sinni er helg- að samskiptum norðurs og suðurs undir kjörorðunum „Norður — suð- ur, sama framtíð". Póst- og símamálastjóm gaf í vikunni út Evrópufrímerki, sem að þessu sinni em helguð fjarskiptum og boðveitum, og Sjónvarpið sýnir í kvöld mynd, sem Evrópuráðið hefur látið gera í tilefni dagsins um samskipti norðurs og suðurs. Hér fer á eftir ávarp Evrópudags- ins 1988. Norijur — suður, sama framtíð „Örlög Evrópu em nátengd framtíð Afríku, Asíu og Suður- Ameríku. Við emm hvert öðm háð í efna- hagsmálum og í félagsmálum og hvað varðar umhverfísmál. Sam- skipti norðurs og suðurs hafa bein áhrif á líf okkar sjálfra. Við kom- umst ekki undan þeim, en verðum að líta á þau sem örvun til dáða. Af þessum sökum stendur 21 ríki Evrópuráðsins með þátttöku Vatík- ansins að áróðursherferð um sam- stöðu norðurs og suðurs og gagn- kvæma hagsmuni. Þessi áróðurs- herferð á erindi til allra: „Norður — suðun sömu verk — sama framtíð." (Fréttatilkynningf) XJöfðar til JLX fólks í öllum starfsgreinum! REX ROTARY: Ljósritunarvélar ét. Þaó er okkur mikil ánægja aö segja frá því aö vió höfum tekið viö söluumboöinu fyrir REX ROTARY á stór Reykjavíkur- svæóinu. Við bjóöum REX ROTARY Ijósritunarvélar í miklu úrvali, meó öllum helstu nýjungum, sem slíkar vélar bjóöa upp á. — Japönsk hágæðavara. — Frábært verö. — Góö reynsla á íslenska markaðnum. — Fullkomin viðgeröarþjónusta hjá traustum aöilum. — Vertu öruggur — veldu REX ROTARY vegna gæðanna, verósins og þjónustunnar. — Hægt aó skipta um lit á örfáum sek. TÖLVU linDIID HUGBÚNAÐUR W MnWH SKRIFSTOFUTÆKI SKEIFAN 17 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 91-687175 Tvær góðar þvottavélar frá SIEMENS Góð og hagkvæm þvottavél • 18 þvottakerfi. • Sparnaðarhnappur. • Frjálst hitaval. • Vinduhraði 600 og 800 sn./mín. • íslenskir leiðarvísar. • Þurrkari fáanlegur með sama útliti. WV 2760 Kjörgripur handa hinum vandlátu • Fjöldi þvottakerfa. • Sparnaðarhnappur. • Frjálst hitaval. • Áfangaþeytivinding. Mesti vinduhraði 1200 sn./mín. • Hagkvæmnihnappur. • íslenskir leiðarvísar. WV 5830 Hjá SIEMENS eru gæði, ending og faiiegt útlit ávaiit sett á oddinn! SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.