Morgunblaðið - 05.05.1988, Síða 53

Morgunblaðið - 05.05.1988, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 53 Kristínn Hállvarðs- son - Minning Fæddur 5. ágúst 1971 Dáinn 26. apríl 1988 í dag, 5. maí, verður jarðsunginn frá Neskirkju Kristinn Hallvarðsson, tæpra sautján ára að aldri. Frá því hann var 7 ára átti Krist- inn við alvarlegan sjúkdóm að etja. Varð hann oft að vera innan dyra og gat því ekki alltaf tekið þátt í leikjum með félögum sínum. En svo komu langir góðir kaflar inn á milli þar sem allt virtist vera í lagi og glæddust þá vonir um að tekist hefði að komast fyrir sjúkdóminn. Andlát hans nú kom okkur því á óvart. Kristinn var tveggja ára er hann flutti með fjölskyldu sinni í Vestur- berg 98, en þar, eins og svo víða þegar ungt fólk er að koma sér þaki yfír höfuðið, myndaðist náin vinátta íbúanna í stigaganginum, ekki síst bamanna. Þannig urðu jafnaldramir Kristinn og Denni, sonur okkar, strax hinir mestu mátar og voru inni á heimili hvor annars. Gekk þá á ýmsu, eins og eðlilegt telst, mikið hlegið, stundum skælt, en allt gert upp að loknum áhyggjulausum leik. Þótt við flyttum úr landi slitnuðu aldrei þessi vinabönd og vart var Denni kominn heim í sumarleyfum en hann hringdi í Kristin og þeir mæltu sér mót. Þannig fóm þeir t.d. í Vatnaskóg, í veiðitúra með Halla og brölluðu margt saman. Eftir mikla þrautseigju lækna hér heima var ákveðið að senda Kristin til Svíþjóðar sumarið 1984 í aðgerð. Oft haifði verið rætt um að hann fengi að koma einhvem tíma í heim- sókn til Denna, en þá bjuggum við f Stokkhólmi. Ekki hafði orðið af þvf vegna veikindanna. Þótt ástæða Svíþjóðarferðar Kristins, Sísíar og Ágústs sumarið 1984 væri læknis- fræðileg, var hún um leið vinaheim- sókn og líkt og örlögin hefðu ákveð- ið þessa endurfundi fyrirfram. Þessi stutti tími er okkur öllum ógleyman- legur og oft var hann rifjaður upp eftir að við vomm öll komin heim til íslands á ný, enda víða farið um Stokkhólm og nágrenni og skemmt sér vel. Hin erfíða aðgerð á Hudd- inge-sjúkrahúsinu tókst vel og vakti þær vonir að tekist hefði að vinna bug á sjúkdómnum, enda vpm fram- farir stöðugar í heilt ár á eftir. En því miður fór að bera á einkennum á ný og í desember 1985 var því önnur Svíþjóðarferð farin, sem leiddi enn til bjartsýni því við tók gott tíma- bil bata. Þrátt fyrir sjúkdóm sinn var Krist- inn áfram glaðvær, ræðinn og glett- inn. Hann fermdist vorið 1985 og lauk samræmdu níundabekkjarprófí með sóma þrátt fyrir fjarvistir. Síðastliðið haust hóf hann nám í Fjölbrautaskólanum f Breiðholti og ætlaði sér að verða matreiðslumað- ur. Hann varð að hverfa frá því námi fyrir rúmu hálfu ári. Undanfama mánuði ræddu þeir vinimir mikið um bíla, enda var til- hlökkunin að fá bflpróf mikil, eins og gerist hjá ungu fólki á þessum aldri. í Kristni var ekki til neinn uppgjafartónn, alltaf litið fram á við með bjartsýni. Að leiðarlokum leita margar áleitnar spumingar á hugann um tilgang lífsins og hverfulleika. Fátt verður um svör þegar stórt er spurt, því eins og fom spekingur sagði: „Vér höfum ekki enn lært að þekkja lífíð, hvemig ættum við þá að þekkja dauðann?" Öll erum við þakklát fyrir að hafa fengið að njóta ótal ánægjustunda með Kristni þó þetta lengi og minningin um góðan dreng og tryggan vin mun ætíð lifa. Elsku Sfsí, Halli, Ágúst og Hild- ur. Guð gefí ykkur áfram þann mikla styrk, sem þið hafíð búið yfír hingað til, styrk, sem byggir á þeirri trúarvissu, að hinir dánu séu ekki horfnir að fullu, heldur aðeins komnir til áfangastaðar á undan. Þá vissu hafði Kristinn. Anna og Hjálmar Við systkinin vissum bæði að Kristinn færi bráðum frá okkur en að það yrði svona fljótt gmnaði okk- ur ekki. Seinni part þriðjudagsins 26. apríl sagði amma okkur að Krist- inn væri dáinn. Þó svo að við ættum von á þessum tíðindum brá okkur mjög. Það má segja að við höfum þekkst frá fæðingu þar sem mæður okkar hafa verið vinkonur frá bamæsku. Við tengdumst þó mest síðustu árin. í rauninni er ekki hægt að lýsa með orðum hvemig Kristinn var því hann var svo sérstakur. Hann kenndi okk- ur svo margt án þess að hann vissi það sjálfur. Þrátt fyrir veikindin sem htjáðu hann var hann bjartsýnn og talaði við okkur um framtíðina eins og allt væri í lagi en þó sérstaklega um draumabílinn sem hann ætlaði að fá sér í haust og var búinn að vera að safna sér fyrir lengi. Kristinn var lítið sem ekkert í gagnfræðaskóla en var samt með góðar einkunnir úr samræmdum prófum 9. bekkjar. Síðastliðið haust byijaði hann í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á matvælasviði og stefndi að því að verða kokkur. Honum gekk vel þar, en varð að hætta námi í lok sfðasta árs. Kristinn sýndi öllu sem í kringum hann var mikla umhyggju og hafði alltaf mikinn áhuga á öllu því sem hann og við tókum okkur fyrir hend- ur. Hann var traustur og sannur vinur. Kristinn var alltaf að grínast. Jafnvel síðustu dagana sem hann lifði var hann að reyna að fá fólkið sem f kringum hann var til að hlæja enda var mikið hlegið þegar við hitt- umst og alls staðar þar sem hann kom. Hann lifði með veikindunum mest alla ævi en var samt alltaf hress og kátur sem er meira en hægt er að segja um marga þá sem heilbrigðir eru. í sfðustu sfmtölunum talaði Krist- inn við okkur um dauðann og það að nú myndi hann sjálfur bráðum deyja. Við okkur sagði hann að við ættum ekki að gráta hann því honum myndi bara líða vel þegar hann dæi sem eflaust er rétt hjá honum. Það er erfítt að reyna að ímjmda sér hvemig allt verður án hans og að hann sé farinn fyrir fullt og allt. Yngsta meðlim fíölskyldu okkar, Kristínu Ölmu, sem hann sýndi mik- inn áhuga, fékk hann aðeins einu sinni að sjá. Við sendum vinum okkar, fíöl- skyldu Kristins, innilegar samúðar- kveðjur. Óskar og Soffía. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna sem horfðu eftir þér í sárum trega. Þá blómgast enn og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðmundsson) Því verður ekki á móti mælt að dauðinn er blindur sláttumaður, sem fær ekki séð þann gróður sem hann fellir. Að minnsta kosti fannst okkur það sem Kristin Hallvarðsson þekkt- um. En hann var aðeins tæplega 17 ára er hann lést úr þeim sjúkdómi er hann hafði svo hetjulega barist við en varð nú að lúta í lægra haldi fyrir. Kristinn var sonur hjónanna Sess- elju Jónsdóttur og Hallvarðar Ferd- inandssonar, Kleifarseli 10, Reykjavík. Þau eiga tvö böm, Ágúst fæddan 1967 og Hildi Guðlaugu fædda 1977. Við vorum svo lánsöm að eiga þessa flölskyldu sem nágranna um árabil er við bjuggum við Vestur- berg. Bömin okkar urðu leikfélagar og vinir. Frá þeim tíma eigum við góðar minningar. Þessi flölskylda var einstaklega samhent hvort sem um var að ræða uppbyggingu heimilisins, fjölskyld- una, ferðalög eða annað sem þau tóku sér fyrir hendur. Og mikið reyndi á fjölskylduna þegar þessi ógurlegi sjúkdómur barði að dymm. Þá var allt gert sem í mannlegu valdi var til að létta Kristni erfíða tíma. Hetjuleg barátta bams við hinn illskeytta sjúkdóm var öllum erfið. En tækninni fleygir fram, læknar í Svfþjóð höfðu reynt aðferð til lækn- inga sem prófa átti á Kristni, svo margar ferðir vom famar til Hudd- inge sjúkrahússins. í fómm mínum á ég bréf frá Kristni er hann sendi mér haustið 1984 frá Huddinge sjúkrahúsinu. Þetta bréf mun ég geyma vel — bréf frá ungum vini sem þá var aðeins 13 ára. Hann átti eftir að fara fleiri ferðir og ævinlega stóð móðir hans með hon- um sem hetja. Ágúst bróðir Kristins lagði sitt af mörkum svo aðgerðin mætti takast, en allt kom fyrir ekki. Við kveðjum nú vin okkar og fé- laga með sámm trega og sendum foreldmm hans og systkinum okkar einlægustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrlqa þau og styðja í sárri raun. Sísí, Jón og synir. Margrét Þorsteins- dóttir - Kveðjuorð Fædd 6. janúar 1904 Dáin 14. apríl 1988 Okkur hjónin langar að minnast stuttlega Margrétar Þorsteinsdóttur frá Vík f Mýrdal. Hún var dóttir hinna merku hjóna Þorsteins Þor- steinssonar og Helgu Ólafsdóttur, kaupmannshjónanna, sem störfuðu í Vík í Mýrdal á sínum tíma. Það var bjart yfír Möggu og henn- ar högum, en svo var hún kölluð í daglegu tali. Hlýjuna bar hún með sér jafnt í orði sem verki. Gáska átti Magga til, er hljómaði vel í eyr- um. Líkaði henni allvel er tilsvörin vom svipuð. Hún var glögg á hið spaugilega í hveiju umræðuefni. Hún var ágætlega fróð kona og af þeim fróðleiksbmnni hafði hún miklu að miðla okkur hinum og minnumst við hjónin þess með mikilli ánægju. Ólafí bróður hennar og mág- konum, Fjólu og Kristine, vottum við innilega samúð okkar og biðjum Guð að blessa minningu Margrétar. Ágústa Baldursdóttir, Kristinn Gfslason. ELDHÚSKRÓKURINN Þrjár góðar frá 3 löndum í dag ætia ég að gefa ykkur uppskriftir af þremur kökum, Vínarköku frá Austurríki, möndlutertu frá ítaliu og mandarfnuköku frá Englandi. Vínarkaka, 2 stk.: Deig: 300 gr. hveiti, 1 tesk. lyftiduft, 300 gr. sykur, 300 gr. smjör eða smjörlíki, 3-4 egg, 100 gr. rifínn appelsínubörkur, 100 gr. brætt suðusúkkulaði. Skreyting: 125 gr. flórsykur, 2 matsk. kakó, 1 tesk. smjör, 2 matsk. sjóðandi vatn. Smjörið, eða smjörlíkið, látið mýkjast í hlýju og þvi hrært sam- an við sykurinn þar til hræran er létt og ljós. Eggjarauðunum bætt út í einni i einu. Blandið appelsínuberkinum saman við smáskammt af hveiti svo hann leggist ekki á botn kö- kunnar. Hveiti og lyftiduft er sigt- að saman og svo bætt út í. Setjið appelsínubörkinn og súkkulaðið út í, og hrærið að lokum stífþeytt- um eggjahvítunum saman við. Setjið deigið í tvö smurð og hveiti stráð kökuform, um 24 sm. í þvermál, og bakið neðst í ofni við vægan hita, um 175 gráður, í um 30 mínútur. Á meðan kakan er að bakast er gott að laga skreytinguna. Smjörið er brætt og flórsykri og kakó bætt út í áður en sjóðandi vatninu er hrært saman við. Eftir að kökumar hafa verið teknar úr ofninum eru þær látnar standa f formunum í um 10 mínút- ur áður en þær em settar á bökun- • arrist. Skreytingin borin á eftir að kökumar hafa kólnað. Geyma má Vínarkökuna í frysti, en þá er skreytingin ekki sett á fyrr en kakan hefur verið þídd upp. Möndluterta: Deig: 200 gr. hveiti, 200 gr. sykur, 200 gr. smjör eða smjörlíki, 3-4 egg, Vs tesk. lyftiduft, V2 tesk. möndludropar. Skreyting: 50 gr. smjör eða smjörlíki, 50 gr. sykur, 50 gr. hakkaðar möndlur, 1 matsk. ijómi, 1 matsk. hveiti. Mýktu smjörinu hrært saman við sykurinn. Möndludropum bætt út í og síðan eggjunum, einu í einu. Lyftiduft og hveiti sigtað saman og bætt út í, og deigið hrært þar til það er vel blandað. Þá er það sett í smurt og hveiti stráð hringlaga kökuform, um 24 sm. í þvermál, og bakað neðst í ofni við 175 gráðu hita í um 30 mínútur. Á meðan er öllum efnum skreytingarinnar blandað saman, sett í pott og hitað þar til suðan kemur upp. Þegar kakan hefur verið bökuð er skreytingunni smurt varlega yfir hana og kakan svo sett á ný inn í ofninn í um 8 mínútur. Kakan geymist vel í frysti. Mandarínukaka: Deig: 200 gr. hveiti, 200 gr. sykur, 200 gr. smjör eða smjörlíki, 3-4 egg, V2 tesk. lyftiduft, 100 gr. appelsínumarmilaði. Fylling: 50 gr. smjör, 50 gr. sykur, 2 mandarínur, skrældar og rifnar í báta. Fyllingin er löguð fyrst. Smjö- rið er brætt og þvf hellt jafnt í botninn á smurðu og hveiti stráðu kökuformi, um 24 sm. í þvermál. Sykrinum stráð yfír og mand- arínubátunum jafnað yfír. Þá er það deigið. Smjörið er mýkt þar til það er álfka þétt og majónes. Sykrinum hrært saman við þar til hræran er létt og ljós, °g eggjunum bætt út í, einu í einu. Hveiti og lyftiduft sigtað saman og bætt út í ásamt marmilaðinu. Deigið hrært þar til vel blandað. Deiginu bætt út á kökuformið, sett neðst í ofn og bakað við 175 gráðu hita í um 35 mínútur. 5-10 mínútum eftir að kakan hefur verið tekin úr ofninum er henni hvolft úr forminu á bökunarrist. Kakan hentar vel til geymslu f frysti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.