Morgunblaðið - 05.05.1988, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988
59
Þessir hringdu ..
Filma
Guðbjartur Gunnarsson-
hringdi:
„Ég fór með fílmu í framköllun
í Myndahúsið í Hafnarfírði fyrir
nokkru. Filman glataðist í fram-
köllun en hefur hugsanlega lent
í höndum einhvers viðskiptavinar
Myndahússins. Á fílmuni eru 9
myndir, fjölskyldumyndir og
myndir frá afhendingu miðunar-
stöðvar í Garði. Ef einhver hefur
fílmuna undir höndum er sá hinn
sami beðinn að hafa samband við
mig í síma 51540."
Hringnr
Perluhringur með tveimur dem-
öntum tapaðist fyrir um það bil
mánuði. Finnandi er vinsamlegast
beðinn að hringja í síma 26300
eða síma 31474 eftir kl. 18. Fund-
arlaun.
Faxið of sítt
Eldri kona hringdi:
„Hinn 23. apríl birtist mynd af
illa hirtum hesti á blaðsíðu 24 í
Morgunblaðinu. Faxið á honum
var svo sítt að hann getur ómögu-
lega séð framfyrir sig. Það ætti
að segja sig sjálft að skepnunni
líður ekki vel svona. Það var siður
þar sem ég var í sveit fyrir nokkr-
um áratugum að tekinn var vor-
dagur til að snyrta hestana og
svona útgangur á hesti hefði þótt
til skammar þar."
Góður upplestur
J.B.V. hringdi:
„Ég hef hlustað á upplestur
Péturs Péturssonar á ævisögu
Ama Þórarinssonar en hann hefur
aðeins lesið fyrra bindið. Ég veit
um fjöldi manns sem vill fá fram-
hald á þessum góða upplestri og
að síðara bindið .verði lesið líka.
Vona ég að Ríkisútvarpið verði
við þessari ósk."
Gleraugu
Dökk sjóngleraugu ásamt tvö-
földu hulstri töpuðust í
Vesturbæjarlauginni fyrir nokkru.
Finnandi er vinsamlegast beðinn
að skila þeim í afgreiðslu
Vesturbæjarlaugarinnar.
Úr
Lítið tölvuúr fannst í Ingólfs-
stræti í sl. mánudag. Upplýsingar
í síma 14987.
„Bjargráð“ Framsóknarflokksins
Til Velvakanda.
Fréttir af landsfundi Framsókn-
arflokksins hafa sífellt angrað
hlustir manna, og litið hefur út,
eins og þjóðin muni farast nema
farið yrði eftir „bjargráðum"
flokksins. Ég man vel hvemig þessi
bjargráð hafa leikið þjóðina. Um
þau má segja eins og maðurinn
sagði „það er fundvís maður sem
fínnur físk í þessum plokkfíski."
Fyrst eftir að verslunin varð fijáls
og komst í hendur landsmanna, og
kaupmönnum óx fískur um hrygg,
þá stofnuðu bændur kaupfélögin,
sem síðar sameinuðust í SÍS, og
nú skyldu kaupmenn ekki okra á
bændum, en nú sjá allir, að þetta
ráð var einmitt þar versta fyrir
landbúnaðinn. SÍS var veitt vald til
að kaupa afurðimar og selja þær,
alveg eins og Hörmangaramir feng-
ur einokunarrétt á allri verslun á
dögum Skúla fógeta. Til að styrkja
bjargráðin var Framsóknarflokkur-
inn stofnaður. Fólkið sem flúið hafði
harðréttið í sveitinni og sest að í
kaupstöðunum, það átti ekkert gott
skilið, og í mínu ungdæmi vom
Reykvíkingar kallaðir Grimsbylýð-
ur, þegar togaramir fóru að selja
fískinn til Englands. Heimskreppa
lék þjóðina miklu verr en aðrar þjóð-
ir vegna „bjargráða" Framsóknar.
í 4 ár mátti ekki fella gengið því
að útgerðin var í höndum íhaldsins,
og afleiðingin af þessu var sú að
miklu minna verð fékkst fyrir físk-
inn. Einu „bjargráðin" sem Fram-
sókn hafði, var að setja á stofn
einkasölur sem bara eru spillinga-
bæli eins og nú fréttist frá Rúss-
landi. Flokkar, sem stofnaðir em
bara fyrir eina stétt em til skaða,
og mest fyrir stéttina sem þeir eiga
að bjarga, og er hagur bændastétt-
arinnar hér á landi skýrasta dæm-
ið. Það er ekki rétt að Framsókn
hafí alltaf viljað vera í stjóm eins
og þingformaður flokksins sagði á
þessum fræga landsfundi. Eftir
stríð þá neitaði flokkurinn að fara
í stjóm, og ég veit ástæðuna, það
átti að endumýja fískiskipaflotann
sem orðin var ósjófær. 100 ámm
eftir stofnun kaupfélaga Þingey-
inga, þá leggur SIS það niður og
nú mega kaupmenn sjá Þingeying-
um fyrir lífsnauðsynjum, og þannig
þakkar SÍS fyrir viðskiptin. Fram-
sóknarflokkurinn var stofnaður af
öfund út í verslunina, og öfund er
rót alls ills.
Húsmóðir
Hið árlega veislukaffi kvenfélagsins S'
Heimaeyjar verður haldið á Hótel Sögu,
Súlnasal, sunnudaginn 8. maíkl. 14.
Aldraðir sérstaklega boðnir velkomnir.
Stjórnin
AÐALFUNDUR
RAUÐA KROSS ÍSLANDS
Aðalfundur Rauða kross íslands 1988
verður haldinn á Egilsstöðum 3.-5. júní
nk. Fundurinn verður settur á Hótel Vala-
skjálf klukkan 20.00 föstudaginn 3. júní.
Dagskrá samkvæmt 16. grein laga RKÍ.
Stjórn Rauða kross íslands.
+
4-
ia m Dfmmi mmi
Nú geturþú látið það eftirþér að fá þér
ný/an leðurhornsófa í stofuna
eða sjónvarpsholið.
BERGEN hornsófinn er klæddur með
ekta nautaleðri á slitflötum en gervileðri
á utanverðri grind.
Stærð: 210x265 cm.
Verð:
79.590.-
jiúsgagnajiöllin B
MWHil Pll'i I I IIIHBi—M—BBBBggga—— .
REYKJAVlK