Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 05.05.1988, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 HANDBOLTI Einar lokaði markinu EINAR Þorvarftarson varði mjög vel ívináttulandsleiknum gegn Japönum í gœr, lokafti markinu undir lokin og tryggði íslenska liftinu eins marks sig- ur, 19:18, en í hálfleik var stað- an 12:8 fyrir ísland. Leikurinn fór rólega af stað, en íslenska liðið hafði ávallt undir- tökin. Forskotið var mest fjögur mörk, ei\ um miðrjan seinni hálfleik ■■■■■ var Bjarka Sigurðs- Frá syni vísað af velli í Júlíusi tvær mínútur, gest- Siguijónssyni gjafamir gerðu þá iJapan þrjú mörk í röð og staðan 16:15. Sami munur hélst út leikinn og var það ekki síst mark- vörslu Einars að þakka. ísienska liðið lék 6-0 vöm, sem heppnaðist mjög vel gegn hinum smávöxnu Japönum. í sókninni var leikið 3-3 og skipt yfír í 4-2 og ruglaði þetta gestgjafana verulega. Ámi Friðleifsson og Karl Þráinsson meiddust í upphituninni og léku ekki, en leikið var á bem stein- gólfí. Karl rann á Áma og þurfti Stefán Karlsson, læknir landsliðs- ins, að sauma sjö spor f vör Áma, en skurður á enni Karls var lfmdur saman. * Leikurinn, sem fór fram í Nagoyia, þriðju stærstu borg Japan með um tvær milljónir íbúa, hófst klukkan hálf sex í gærmorgun að fslenskum tíma að viðstöddum á þriðja þúsund áhorfenda. Mörfc fslands: Júlfus Jónasson 7/2, Þorgils Óttar Mathiesen 4, Jakob Sigurðsson 3/1, Bjarki Sigurðsson 2, Geir Sveinsson 2, Atli Hilmarsson 1. ÍpRÓm FOLK ■ DAVÍÐ Sigurðason, stjómar- maður HSÍ og fararsfjóri fslenska landsliðsins i handknattleik, fékk góðar móttökur í einni glæsilegustu ■■■■■ fþróttahöll heims, Frá sem er f Nagoyna, Júlíusi mekka handboltans Sigurjónssyni j Japan. Borgin iJapan sótti á sínum tíma um að halda Ólympfuleikana f haust, byggði höllina og tók í notk- un fýrir ári. Hún tekur sjö þúsund áhorfendur á íþróttaleiki, en um 10 þúsund á tónleika. Jón Hjaltalin Magnússon, formaður HSÍ, var yfír sig hrifínn, fékk teikningar og sagði að svona höll þyrfti að byggja f Reybjavík fyrir HM 1993. Davíð sveif hins vegar beint á fram- kvæmdastjóra hallarinnar, heilsaði og sagði: „Við eigum það sameigin- vjegt að reka eins íþróttamannvirki." Þetta féll í góðan jarðveg, en Davíð minntist ekkert á stærð íþrótta- hússins í Mosfellsbæ, sem hann veitir forstöðu. ■ ÍSLENSKA landsliðið fór í hraðlest frá Tókýó til Nagoyna og tók ferðin tvo tíma, en vegalengdin er um 400 km. Ekki má vera með farangur í lestinni og var hann því sendur með rútu. Einhveijar tafír voru á hraðbrautinni og komst far- angurinn ekki í hendur hópsins fyrr en eftir 17 tíma. fyrir vikið varð að sleppa æfíngu. ■ JAKOB Sigurðsson hefur hingað til ekki verið í hópi víta- kónga, en á því varð breyting í leiknum í gær, sem var sá sjötti milli íslands og Japan á einum mánuði. Júlíus Jónasson, sem skoraði úr tveimur vítaskotum í leiknum, misnotaði einnig tvö og það varð til þess að Jakob steig fram, tók sitt fyrsta víti í landsleik og skoraði af miklu öryggi. HANDKNATTLEIKUR/LANDSLIÐIÐ „Tími Bogdans er útrunn- inn eftir ÓL í Seoul“ - segja landsliðsmennimir Páll Ólafsson og Alfreð Gíslason, sem eru að eigin sögn sjálfir á síðasta snúningi sem landsliðsmenn „ÞAÐ eru Ólympfuleikarnir sem kalla á okkur heim til íslands. Viö strákarnir í landsliðinu erum ákveftnir í að gefa allt sem viö eigum til aö ná sem bestum árangri f Seoul. í þvf sambandi er ekki hægt aö þjóna tveimur herr- um - félagi f V-Þýskalandi og landsliði fslands. Viötókum landsliðið fram yflr atvinnu okkar hér og komum heim til aðtaka þátt í lokaundirbún- ingi landsliðsins fyrir ÓL, á fullum krafti," sögðu þeir Al- freð Gfslason og Páll Ólafs- son f viðtali við Morgunblað- ið. of seint." Páll: „Það er ljóst að einhvem tíma verður að breyta til. Það er aðeins spumingin hvenær það verður gert. Þessi kjami sem nú er í landsliðinu er búinn að vera meira og minna saman í landslið- inu, svo til óbreyttur, síðastliðin fímm til sex ár. Spumingin er núna, hvað lengi helst þessi lqami saman. Það verður að fara að breyta til. Gefa ungum leikmönn- um tækifæri til að spreyta sig. „Við hlaupum akkl undan markjum" Þeir Alfreð og Páll sögðust gera sér grein fyrir því, að illa gæti farið á Ólympíuleikunum. íslands gæti misst sæti sitt í A-keppni heimsmeistarakeppninnar. „Ef illa fer, þá erum við tilbúnir að vera áfram. Fram yfír næstu B- keppni, sem verður í febrúar," sagði Álfreð. Páll: „Við, sem emm búnir að vera í landsliðinu undanfarin ár, fömm ekki að hlaupa frá landslið- inu, ef svo illa fer að við náum ekki einu af sex efstu sætunum. Ef svo færi þá held ég að það sé engin spuming að allir leikmenn- imir yrðu áfram.“ Jóhann Ingi: „Þetta er mjög gott viðhorf hjá þeim Páli og Alfreð. Þetta sýnir að það sé styrkleiki landsliðsmanna okkar, að menn hlaupa ekki frá hálfklámðu verki. Það væri mjög auðvelt fyrir þá að segja eftir OL í Seoul: „Þetta er orðið gott. Nú geta næstu leik- menn tekið við.“ Nýtt lið, sem fær aðeins stuttan tíma til undirbúning, á enga möguleika í B-keppni. Okkar sterkasta vopn er að fara með svipaðan kjama í B-keppnina, og um leið að fara að byggja upp nýtt landslið, með framtíðina í huga. En segjum svo að strákam- ir myndu ekki ná að klára B- keppnina. Þá væri ljóst, að gera Þir félagar, sem hafa gengið til liðs við KR, segjast vera á hátindi feriis síns sem hand- knattleiksmenn. „Við eigum þetta ■■■■^B fímm til sex ár eft- SigmundurÓ. ir í handknatt- Steinarsson leik,“ sögðu þeir skiriar Alfreð og Páll, sem em tveir af litríkustu handknattleiksmönnum V-Þýskalands og íslands. Ætla þeir félagar að gefa kost á sér í landsliðið allan þann tíma sem þeir verða á ferðinni í handknatt- leiknum? Páll: „Það held ég ekki. Landslið- ið er orðinn svo stór hluti og mik- ilL Það fer mikill tími í æfíngar, ferðir og ýmislegt sem fylgir því að leika með landsliðinu. Ég held að ég sé ekki tilbúinn að fóma svo miklu fyrir landsliðið - mörg ár til viðbótar.“ Alfreð: „Ég tel að það sé tíma- bært eftir Olympíuleikana að fara að breyta til. í þeirri stöðu sem ég og Átli Hilmarsson höfum leik- ið undanfarin ár, er kominn tfmi til að breyta til. Gefa ungu leik- mönnunum Júlíusi Jónassyni og Héðni Gilssyni tækifæri til að koma inn í þá stöðu sem par. Ég hef alltaf áhuga að leika með landsliðinu, en fyrir framtíðina tel ég rétt að breyta til. Ég gæti þess vegna aðeins leikið í vöm- inni, á meðan að þeir Júlíus og Héðinn eru að fínna rétta takt- inn.“ Eru Ólympíuleikarnir þá lokin á stóru verkefnunum ykkar með landsliðinu? Alfreð: „Já, en áhuginn hjá mér er enn fyrir hendi. En ef ég væri þjálfari og hugsaði um framtíðina, þá fínndist mér rétt að ungu leik- mennimir okkar fæm að fá tæki- færi. Áður en það verður orðið KR-ingarnlr Páll Ólafsson, Jóhann Ingi Gunnarsson og Alfreð Gfslason. Morgunblaðið/Sigmundur ó. Steinarsson X i • i • v Morgunblaöið/Sigmundur Ó. Steinarsson A heimleið Jóhann Ingi og Gunnar Ingi, Páll, Ingibjörg Snorradóttir, eiginkona hans og Páll Ingi, Alfreð Gíslason, Kara Guðrún Melstað, eiginkona hans og Elvar Alfreð. yrði róttækar breytingar á lands- liðinu. Burt frá þessum vangaveltum er ég viss um að landsliðskjaminn, sem skipar landsliðið nú, eða 70% af honum, ætti að geta verið á fullri ferð fram yfír Heimsmeist- arakeppnina 1990. Svo framar- lega sem áhuginn sé fyrir hendi og leikmennimir séu líkamlega heilir." „Tlml Bogdans or útrunninn afUrÓLÍSaoul" Það vakti mikla athygli þegar Bogdan, landsliðsþjálfari, sagði í viðtali við Morgunblaiðið fyrir stuttu, að hann væri tilbúinn að breyta til og taka við þjálfun 21 árs landsliðs íslands eftir ÓL í Seoul. Hvað segja þeir félagar um þessi ummæli Bogdans? Páll: „Bogdan hefur gefíð út þá yfirlýsingu að hann verði ekki áfram með landsliðið eftir Seoul og í kjölfarið á því gerði hann samning við Víking. Þar af leið- andi getur Bogdan ekki verið áfram með A-landsliðið. HSÍ leyf- ir það ekki, að þjálfari sem þjálfar landsliðið, þjálfi einnig félagslið. Burtséð frá því er ljóst að það er kominn tími á Bogdan, þrátt fyrir að hann sé búinn að vinna geysi- lega mikil starf fyrir okkur og landsliðið. Það verður einnig að gera breytingar í sambandi við þjálfara, eins og leikmenn. HSÍ verður að gera sér grein fyr- ir því strax í dag, að þeir verða að fara að leita sér að nýjum þjálf- ara. Það verður nýr þjálfari að taka við liðinu eftir Ólympíuleik- ana. Ef íslenskir þjálfarar em ekki tilbúnir að taka við landslið- inu, verða forráðamenn HSÍ að fara út fyrir landsteinana." Alfreð: „Eins og Páll segir, þá fer það ekki saman hjá þjálfara að vera bæði þjálfari 1. deildarliðs og landsliðsins. Mörg verkefni em framundan."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.