Morgunblaðið - 05.05.1988, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 05.05.1988, Qupperneq 64
WRIGLEY’S SYKURLAUSX, JWtrjpitiMiiWð* upplýsingar m um vörur og þjónustu. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Óvenju mikið um fæðingar: Sængurkonur sendar heim á fjórða degi FÆÐINGAR hér á landi hafa verið með mesta móti það sem af er þessu ári. Einkum hefur þetta verið áber- andi nú síðustu vikumar og að sögn Guðmundar Steinssonar læknis á fæðingadeild Landspítalans hefur orðið að grípa til þess ráðs að senda sængurkonur heim á flórða degi eft- ir fæðingu. Undir venjulegum kringumstæð- um fá þær viku til að jafna sig á fæðingadeildum eftir bamsburð. Fiskveiðasjóður: Smíði 4 fiskiskipa í Portúgal samþykkt "fISKVEIÐASJÓÐUR hefur sam- þykkt lánveitingu til smíði á fjór- um 150-180 tonna fiskiskipum í Portúgal samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Kaupendur skip- anna eru þijú útgerðarfyrirtæki á Höfn i Homafirði og eitt f Hrísey. Hér er um svonefnd fjöl- veiðiskip að ræða en hönnunina annaðist ráðgjafafyrirtækið Ráð- garður. Samningsverð hvers skips er 238.600.000 escudos sem samsvarar um 68 miHjónum króna. Þorsteinn Broddason, hjá Nidana sem er umboðsaðili skipasmíðastöðv- arinnar í Portúgal, sagði í samtali við Morgunblaðið að upphaflega hefði verið samið um smíði skipanna 20. desember sl. en sámningurinn síðan endurskoðaður í mars. Sá samningur hafí verið endanlega samþykktur í síðustu viku. Sagði Þorsteinn að skipin væru frambyggð með skutrennu og búin mjög öflug- um veiðibúnaði. Þau væru búin tveimur 16 tonna togspilum á milli- dekki og 4 grandaraspilum. í þremur þeirra væri 900 hestafla Deutz-vél um en í einum yrði 900 hestafla Stork-vél. Lengdin væri tæplega 26 metrar, breidd tæpir 8 metrar og dýpt að aðaldekki 3,80 metrar. Þá. væru skipin einangruð fyrir fryst-' ingu um borð og miðaðist búnaður við að hún yrði tekin upp. —4 Sjá nánar viðskiptablað Bl. Morgunblaðið/Bjöm BJöndal LEIGUHLERISETTUR Á SINNSTAÐ Flugvirkjar Flugleiða unnu að því fram eftir nóttu að koma á sinn stað hlera við hjólabúnað Boeing 727 vélar félagsins, sem missti sams konar hlera í lendingu við London s.l. mánudag. Þessi hleri var leigður hjá bandaríska flugfélaginu Delta. Hlerinn sem datt verður gerður upp og settur á sinn stað að lokinni viðgerð. Sjá nánar bls. 2 Þrettán félög verslunarmanna: Verkföllum aflýst eftir samþykkt nýrra samninga NÝIR samningar við verslunar- menn voru undirritaðir og sam- þykktir í gær af öllum þeim þrettán félögum sem enn voru í verkfalli, og verkföllum rúmlega 4000 verslunarmanna hefur ver- ið aflýst í kjölfarið. Nýju samn- ingarnir eru á svipuðum nótum og miðlunartillaga rikissátta- ’semjara, sem felldir voru í félög- unum á laugardaginn, en gera ráð fyrir 350 króna hærri launa- uppbót á mánuði og 5000 króna greiðslu í júní. Þá gilda þeir skemur en miðlunartillagan, eða til 20. febrúar á næsta ári í stað 10. apríl. Ákveðið var að bera hina nýju samninga upp samdægurs í öllum félögunum til að draga verkföllin ekki lengur en nauðsyn bæri til. Samningarnir voru samþykktir með miklum meirihluta atkvæða alls staðar. Hjá Verslunarmannafélagi Suðumesja voru þeir samþykktir Sjóefnavinnslan hf. á Reykjanesi: Lyfjafyrirtækin Delta og Pharmaco gera tilboð Grindavik. Gríndavik. STJÓRN Sjóefnavinnslunnar hf. t^fur borist 45 mil^jóna króna tilboð í allar eigur fyrirtækisins, að orkuverinu undanskildu, frá lyfjaframleiðslufyrírtækjunum Pharmaco hf. og Delta hf. t til- boðinu gera þau ráð fyrir að fá alla orku án endurgjalds í 15 ár. í tilboði lyfjaframleiðslufyrir- tækjanna gera þau ráð fyrir að greiða tilboðsupphæðina á 15 árum án vaxta en með verðbótum. Að auki eru skilyrði í tilboðinu sem snúa að hitaveitu Suðumesja, m.a. að fá orkuna frá henni endurgjalds- laust í 15 ár ef af kaupunum verð- ur. Stjóm Sjóefnavinnslunnar hf. hefur vfsað tilboðinu til stjómar hitaveitunnar til umsagnar áður en frekari viðræður fara fram við Pharmaco hf. og Delta hf. „Miðað við verðlag á orku nú er hér um að ræða um 30 milljónir króna á ári,“ sagði Jón Gunnar Stefánssson, stjómarformaður Sjó- efnavinnslunnar hf., í samtali við Morgunblaðið. Lyfjafyrirtækin tvö hafa verið í samstarfí við Sjóefna- vinnsluna hf. undanfarin ár um framleiðslu og markaðssetningu á kísl og tilraunir þeirra með áburð gegn unglingabólum hafa borið góðan árangur enn sem komið er. Kr. Ben. með 179 atkvæðum gegn 54, hjá Félagi verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri 220-81, hjá Verslunar- mannafélagi Hafnarflarðar 169-26, í Ámessýslu 151-36, á Sauðárkróki 42-24, í Vestmannaeyjum 20-5, á ísafírði 58-8, á Akranesi 31-15, á Húsavík 62-13, í Borgamesi 64-0, í Bolungarvík 26-12 og á Siglufirði 22-1. Viðmælendur Morgunblaðsins voru sammála um það að þessi fjórða og síðasta lota samningavið- ræðna verslunarmanna hefði geng- ið fljótt og vel fyrir sig, ekki síst vegna þess að viðsemjendur hafi ákveðið að beita ekki hörðum að- gerðum á meðan á viðræðunum stóð. Steini Þorvaldsson; formaður Verslunarmannafélags Amessýslu, sagði að samningurinn væri viðun- andi áfangasigur fyrir verslunar- menn, og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði að eins og málin hefðu þróast hefði friðurinn verið keyptur réttu verði. Við undirritun samninganna sagði Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, að deilan hefði verið óvenju erfið og hörð á köflum. Leó Kolbeinsson, formaður Verslunar- mannafélags Borgamess, sagði að líklega þyrfti að leita aftur til ársins 1963 til að fínna jafnlangvinna og harða deilu verslunarmanna. Sjá ennfremur fréttir og viðtöl á miðopnu. Hækkar bensín- lítrinn í 33,80 kr.? OLÍUFÉLÖGIN hafa lagt inn til Verðlagsstofnunar ósk um 6% hækkun á útsöluverði á bensfni. Verði beiðni félag- anna samþykkt hækkar bensínlítrínn um 1,90 kr., úr 31,90 f 33,80 kr. Olíufélögin fá nú eingöngu blýlaust bensín frá Sovétríkjun- um og stafar helmingur hækk- unarinnar af því en hinn helm- ingurinn er vegna hækkunar á bensínverði á heimsmarkaði. Þó bensínlítrinn fari í 33,80 kr. verður hann enn 1,20 kr. lægri en þegar bensínverðið var sem hæst, þ.e. í árslok 1985 þegar lítrinn kostaði 35 krónur. Olíufélögin hafa ekki sótt um hækkun á verði á gasolíu eða svartolíu. Búist er við að verð- lagsráð taki beiðni olfufélag- anna fyrir á fundi í næstu viku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.