Morgunblaðið - 06.05.1988, Side 2

Morgunblaðið - 06.05.1988, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 Efri deild: Bjórinn samþykktur 13-8 í annarri umræðu ÖNNUR af Boeing 737 þotum Amarflugs flaug til Bretlands á miðnætti i nótt og gengst i dag undir málmpróf. Bandarísk flug- málayfirvöld hafa fyrirskipað rannsókn á 737 þotum eftir að þak rifnaði af flugvél þeirrar gerðar frá Aloha-flugfélaginu yfir Hawaii. Athyglin beinist að samskeytum á byrðingi þotunnar þar sem málmplötur eru hnoð- aðar saman. í óhappinu á Hawaii rifnaði kafli úr farþegarými þotunnar frá flugstjórnarklefan- um að fremri hluta vængjanna. Skoðunin nær aðeins til elstu 737 þota en byrjað var að framleiða þær árið 1968. í október síðastliðnum létu bandarísk stjómvöld skoða efri hluta byrðingins á ölium Boeing 737 þotum sem áttu ákveðinn flölda flugferða að baki. Að sögn tímarits- ins Time höfðu þá komið í ljós spmngur í málmbyrðingi eldri flug- véla þessarar tegundar. Eftir óhappið á Hawaii fóm bandarisk flugmálayfirvöld fram á skoðun á langelstu Boeing 737 þotum en á miðvikudag var ákveðið að skoða þyrfti allar 737 vélar sem ættu fleiri en 60.000 flugtök að baki. Flugmálayfírvöld hér á landi fylgja þeirri meginreglu að kröfum stjómvalda í framleiðslulandi flug- véla skuli fylgt. Amarflug rekur nú tvær Boeing 737 þotur og er sú eldri nálægt fyrmefndum mörk- um. Þotan kom til iandsins fyrir fáeinum vikum. Iiún var tekin á leigu í Bandaríkjunum en hefur lengst af verið á Nýja Sjálandi. EFRI deild Alþingis samþykkti i gær bjórfrumvarpið eftir aðra umræðu um máiið með þrettán atkvæðum gegn átta. Engin breytingartillaga var flutt við þessa umræðu en líklegt þykir að tillaga um þjóðaratkvæða- greiðslu verði flutt þegar frum- Þessi vél var framleidd árið 1969 og er því jafngömul þotunni á Hawaii. Að sögn Þorsteins Þorsteinsson- ar yfirmanns flugrekstrardeildar Amarflugs hafa báðar Boeing 737 þotumar verið háðar reglubundnu eftirliti vegna sprungumyndunar. Hann átti því ekki von á því að nokkurt nýtt kæmi í ljós við skoðun- ina. „Þotan á enn 600 flug eftir að þeim mörkum sem voru sett, en við vildum klára skoðunina strax áður en annatíminn hefst," sagði Þor- steinn. „Hér á landi em hvorki tæki né mannskapur til þess að skoða þotuna og því verður farið til næstu skoðunarstöðvar sem er í Luton á Englandi. Eftirlit yfírvalda með flugvélum varpið kemur til þriðju og síðustu umræðu i þinginu á mánudaginn. Ef breytingartiliaga um þjóðarat- kvæðagreiðslu verður samþykkt þarf frumvarpið að fara aftur til meðferðar neðri deildar en hún hafnaði á sínum tíma breytingartil- í Evrópu er mun strangara en í Bandaríkjunum. Þotan sem lenti í óhappinu á Hawaii átti til að mynda 86.000 lendingar að baki en vélam- ar eru hannaðar fyrir um 70.000 lendingar. Sú þota sem Amarflug átti fyrir hefur árlega verið skoðuð vegna spmngumyndunar og sú sem við tókum nýlega á leigu var undir jafn ströngu eftirliti." Skoðunin í Luton beinist að sam- lögu þess efris. Þar sem þingslit em fyrirhuguð á þriðjudag er ólík- legt að hægt yrði að taka málið til meðferðar. Ef breytingartillagan yrði hins vegar felld og atkvæða- greiðsla um frumvarpið færi líkt og í gær væri bjórfrumvarpið orðið að lögum. Nokkrir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu þegar frum- varpið kom til afgreiðslu í gær. Guðrún Agnarsdóttir, Kvennalista, sagði að ef bjórinn yrði leyfður myndi það hafa í för með sér aukna heildameyslu áfengis og þar með aukin félagsleg vandamál. Guðmundur H. Garðarsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að eina raunhæfa leiðin í nútíma þjóðfélagi í baráttunni gegn áfengisneyslu væri að efla forvamarstarf með stórauknum flárframlögum. Boð og bönn dygðu ekki. Sjá frásögn á þingsfðu bls. 37. Hleri hefur áður brotnað af Flugleiðaþotu ATVIKIÐ sem gerðist yfir Lund- únum sfðastliðinn mánudag þeg- ar hlerí féll af Flugleiðaþotu f bakgarð er ekki einsdæmi f sögu félagsins. Fyrir átta árum brotn- aði hlerí af hjólahúsi DC-8 þotu eftir flugtak frá London. Hlutur- inn hafnaði fjarrí mannabyggð- um að sögn Boga Ágústssonar blaðafulltrúa Flugleiða. Atvikið gerðist 13. nóvember árið 1980. Að sögn Boga var þotan á þessum tíma leigð Air India og á leið frá Lundúnum til Dehli. Flug- stjóri var bandarískur en aðstoðar- flugstjóri og flugvélstjóri íslending- ar. Þegar í ljós kom að hlerinn hafði brotnað af var vélinni beint til Parísar. Eftir því sem næst verður komist rannsakaði breska flugmálastjómin óhappið. í upplýsingabréfi Flug- málastjómar fyrir árið 1980 og seg- ir að sennileg orsök óhappsins sé að dekk hafi sprangið. Vélin sem bar skrásetningar- númerið TF-FLC er ekki lengur í eigu Flugleiða. KRGN / Morgunblaöió /BenStef skeytum milli málmplatna á byrð- ingi þotunnar. Þar sem plötumar skarast þarf að beita mælitækjum til að kanna hvort sprangur geti leynst undir samskeytunum. Að sögn Þorsteins koma slíkar skemmdir stundum í ljós við reglu- bundna skoðun og þarf þá aðeins að skipta um hnoð til að treysta samskeytin. Moi-gunblaðið/Sigurður Jónsson Tfu sjúklingar voru sendir heim af Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi f gær vegna yfirvofandi verkfalls starfsfólks á þvottahús- inu, sem átti að hefjast á miðnætti í gær og var myndin tekin þegar einn sjúklinganna, Ólafur Bjömsson, var að yfirgefa sjúkra- húsið. Samkomulag tókst í nótt SAMKOMULAG tókst f kjara- deilu starfsfólks á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi og dvalar- heimilisins Lundar á Hellu um miðnættið og var þá stefnt að þvf að undirrita samninga sfðar f nótt. Sigurður óskarsson, for- seti Alþýðusambands Suður- lands, og Karl Björnsson, bæjar- stjóri á Selfossi og f launanefnd sveitarfélaganna, lýstu báðir yfir ánægju sinni með sam- komulagið f samtali við Morgun- blaðið f nótt en vUdu ekki gefa upp efnisatriði samningsins fyrr en að lokinni undirritun hans. Á miðvikudag slitnaði upp úr samningaviðræðum Launanefndar sveitarfélaganna og Alþýðusam- bands Suðurlands vegna kjaradeilu ræstingafólks í sjúkrastofnunum á Suðurlandi og skilaði Launanefnd- in umboði til samninga aftur til stofnananna. Ríkissáttasemjari boðaði forsvarsmenn dvalarheimil- isins Lundar á Hellu og Sjúkra- húss Suðurlands á Selfossi og full- trúa verkalýðsfélaganna Þórs á Selfossi og Rangæings í- Rangár- vallasýslu til fundar í Reykjavík klukkan 13 í gær og tókust samn- ingar rétt fyrir miðnætti eins og áður segir. Þróunarfélagið: Beiðnir um hlutafjár- kaup í stað beiðna um lán ÞRÓUNARFÉLAGINU bárust f febrúar og mars beiðnir frá 34 fyrirtækjum um kaup á hlutafé fyrir um 400 milljónir króna. Á samatfma hafa beiðnir til Þróun- arfélagsins um lán og ábyrgðir, sem mikið var um á sfðasta ári, lagst af að mestu, segir Gimn- laugur Sigurmimdsson forstjóri félagsins. Langflestum beiðnun- um hefur verið hafnað, einungis hefur verið gengið til samstarfs við tvö fyrirtæki og nemur hlut- afjáreign Þróunarf élagsins f þeim samtals um 10 mil\jónum að sögn forstjórans. Fyrir stjórn fyrirtækisins liggja nú óaf- greiddar beiðnir um 60 milljón króna hlutafjárkaup, sem bárust f aprílmánuði „Það era fyrirtæki í öllum grein- um, allt frá veitingahúsum til fyrir- tækja sem stunda framleiðslu á vélbúnaði til útflutnings, sem vilja fá okkur til Iiðs við sig," sagði Gunnlaugur Sigurmundsson for- stjóri Þróunarfélagsins. „Hvort það er vegna þess að menn hafi fengið ársreikningana sína í febrúar og mars og uppgötvað þá að veralega hafi gengið á eiginfjárstöðuna eða vegna þess að farið er að sverfa svo að fyrirtækjum að menn era almennt famir að huga að því að taka inn nýtt eigið fé, er ekki gott að segja til um. Hvað sem ræður, þá varð í febrúar veraleg og skyndi- leg kúvending á þeim beiðnum sem okkur hafa borist, lána- og ábyrgðabeiðnir falla út en beiðir um hlutafjárkaup margfaldast." Gunnalugur sagði að þau fyrir- tæki sem Þróunarfélagið samþykkt að fjárfesta í, væri annars vegar stofnun verslunarhúss, sem stunda mun útflutning á íslenskum iðn- vamingi, í Hamborg í Vestur- Þýskalandi og hins vegar hug- búnaðarfyrirtæki í Reykjavík. „Staðreyndin er sú að flest þess- ara fyrirtækja sem era að biðja um þetta hlutafé koma of seint, þau era þegar komin í veralegan vanda," sagði Gunnlaugur. Hann sagði að Þróunarfélagið þætti gera strangar arðsemiskröfur en þar væri litið til tveggja þátta. „í fyrsta lagi þarf að kanna hvort reksturinn stendur undir því fjármagni sem í honum er bundið og í öðra lagi að fínna út hver sé arðsemi af því hlut- afé sem ætlunin er að leggja fram. Þá verða menn að geta gefið sér að þeir geti losað aftur sitt hlutafé eftir ákveðinn eignahaldstfma, 6- 7 ár. Við skoðum ofan í kjölinn hvort við eigum útgönguleið úr flárfest- ingunni aftur, hveijir séu líklegir til að kaupa, hvað sé líklegt að eig- ið fé fyrirtækisins verði orðið eftir þennan ákveðna tíma og, miðað við þá prósentu af hlutafé sem við lögð- um fram í upphafi, hvað eigum við stóran hluta af því,“ sagði Gunn- laugur. „Svo reiknum við til baka hver ávöxtunin hefur verið á þessu fé. Ef um er að ræða hefðbundinn rekstur, sem menn þekkja, þá er hægt að gera lægri arðsemiskröfur heldur en ef um er að ræða nýsköp- unarfyrirtæki þar sem óvíst er hvemig ganga muni að koma fram- leiðslunni á markað," sagði Gunn- laugur Sigurmundsson. Onnur þota Arnarflugs kölluð til skyndískoðunar Er sömu geröar og þotan sem þakið rifnaöi af á Hawaii Leitaö aö sprungum í Boeing 737 þotum Boelng 737-100 llugvél Aloha flugfélagsins á leiö frá Hilo til Honolulu á Hawaii-eyjum nauölenti á flugvellinum f Kahului fimmtudagskvöldió 28. aprfl eftir aö þriöjungur af efri hluta farþegarýmislns haföl rifnaó af á flugi. Þannig rifnaöi þakiö af þotunni á Hawaii. Athyglin beinist elnkum aö samskeytum (fremri hluta vólarinnar, milli farþega- rýmisins og flugstjórnarklefans. Bandaríska flugumferöa- stjórnin hefur fyrirskipaö prófanir á samskeytum f byröingi allra Boeing 737 þota sem eiga fleirí en 50.000 lendingar aö bakl. önnur af þotum Arnarflugs heyrir undir þessa skil- greiningu. Hún var fram- leidd áriö 1969, eins og þotan sem var hætt komin á Hawaii.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.