Morgunblaðið - 06.05.1988, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
Flugleiðir kæra verkfallsvörslu VS:
Viljiim fá á hreint
hveijir mega vinna
SIGURÐUR Helgason, forstjóri unni væri krafist skaðabóta, en það Hólmfríður Ólafsdóttir hjá Versl-
Flugleiða, hefur kært Verslunar-
mannafélag Suðurnesja fyrir það
atvik er verkfallsverðir VS hindr-
uðu hann í starfi við innritun far-
þega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
í verkfalli verslunarmanna. Að
sögn Boga Agústssonar, blaða-
fulltrúa Flugleiða, er ástæðan
fyrir kærunni sú að félagið vill
fá á hreint hveijir megi vinna i
verkföllum og hverjir ekki.
Flugleiðir og VSÍ álíta að dómur
Hæstaréttar frá 1986 um að há-
skólarektor megi opna dyr Háskól-
ans þó að húsvörður sé í verkfalli
hafi það fordæmisgildi að beinir yfir-
menn megi ganga í störf þeirra sem
eru í verkfalli, þó að þeir sinni þeim
störfum ekki að staðaldri. Sigurður
Helgason væri einn af fimm mönn-
um sem Flugleiðir teldu hafa þennan
rétt og menn vildu fá dómsúrskurð
um málið til að koma í veg fyrir
deilur og átök í framtíðinni.
Bogi sagði aðspurður að í kær-
VEÐUR
væri einungis formsatriði. Það væri
af og frá að VS gæti bætt þann
tugmilljóna króna skaða sem Flug-
leiðir hefðu orðið fyrir í verkfallinu
og félagið ætlaði ekki að gera VS
gjaldþrota. Bogi sagðist raunar telja
það sameiginlega hagsmuni verka-
lýðsfélaga og vinnuveitenda að fá
þessa hluti á hreint í eitt skipti fyr-
ir öll.
unarmannafélagi Suðumesja sagðist
ekki hafa séð kæmna enn og því
gæti hún lítið sagt um hana. Það
væri í sjálfu sér ágætt að fá úr því
skorið hveijir mættu vinna í verk-
falli, en hún sagðist telja það alveg
ljóst að fleiri hefðu verið við vinnu
í Flugstöðinni en leyfilegt væri,
hvemig sem á málið væri litið.
Arsfundur Norræna rithöfunda-
ráðsins haldinn um helgina
ARSFUNDUR Norræna rithöf-
undaráðsins verður haldinn hér á
landi nú um helgina og hefst hann
i Norræna húsinu i dag klukkan
9.30. Þátttakendur eru 31 talsins,
frá öllum Norðurlöndunum og þar
af 7 frá íslandi.
Af hinum Norðurlöndunum em 5
þátttakendur frá Danmörku, 4 frá
Finnlandi, 1 frá Færeyjum, 2 frá
Grænlandi, 8 frá Noregi og 5 frá
Svíþjóð auk tveggja fulltrúa Sama.
Að sögn Rannveigar J. Ágústs-
dóttur, framkvæmdastjóra Rithöfun-
dasambands íslands, mun ársfundur-
inn einkum Qalla um sameiginleg
hagsmunamál rithöfunda á Norðurl-
öndum, meðal annars með tilliti til
samskipta við útgefendur.
ÍDAGkl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa Islands
(fiyggt á veðurspá kl. 16.15 í gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 6.5. 88
YFIRLIT í gaan Á vestanverðu Grænlandshafi er hægfara 968 mb.
lægð sem grynnist heldur en um 800 km suðvestur af Vestmanna-
eyjum er 985 mb. lægð sem hreyfist allhratt norðaustur. Hiti breyt-
ist fremur Iftið.
SPA: Á morgun verður suður- og suðvestanátt á landinu, víðast
kaldi. Skúrir eða slydduól verða á Suður- og Vesturlandi, en á
Norður- og Austurlandi léttir til.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á LAUGARDAG: Suðvestanátt og fremur svalt í veðri.
Skúrir eða slydduól ó Suður- og Vesturlandi, en þurrt og sums
staðar léttskýjað á Noröur og Austurlandi.
HORFUR Á SUNNUDAG: Suðlæg átt og heldur hlýnandi veður í
bili. Rigning um sunnan- og vestanvert landið, en þurrt Norð-
austanlands.
TÁKN:
G Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
t * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hrtastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V
Él
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
GO Mistur
—Skafrenningur
[T Þrumuveður
w VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gœr að ísl. tíma hltl Vflður Akureyri 8 léttskýjað Reykjawfk 3 riflnlng
Bergen 7 þokumóða
Helainki 13 skýjað
Jan Mayen 0 skýjað
Kaupmannah. 11 skýjað
Narssarasuag +5 skýjað
Nuuk +11 hálfskýjað
Osló 9 alskýjað
Stokkhólmur 1t þokumóða
Þórshöfn 8 skúrir
Algarve 17 þokumóða
Amsterdam 13 mistur
Aþena vantar
Barcelona 18 skýjað
Beriln 20 léttskýjað
Chlcago 9 léttskýjað
Feneyjar 18 skýjað
Frankfurt 20 skýjað
Qiasgow 13 sltýjað
Hamborg 16 skýjað
Las Þalmas 21 skýjað
London 14 skýjað
Los Angeles 13 alskýjað
Lúxemborg 17 skýjað
Madrid 14 skúrir
Malaga 18 alskýjað
Mallorca 26 lóttskýjað
Montreal 12 skýjað
New York 12 rigning
Parfs 18 skýjað
Róm 26 skýjað
San Diego 14 skýjað
Wlnnipeg +2 skýjað
Morgunblaðið/HG
Pétur Th. Pétursson við netið á sýningarbásnum í Glasgow fyrir
skömmu.
Markúsametið nær
fótfestu í Bretlandi
Búizt við sölu
fyrir 6 til 8 millj-
ónir á næstu
mánuðum
Björgunametið Markús er
nú að ná fótfestu á markaðn-
um á Bretlandseyjum. Fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins,
Pétur Th. Pétursson, var með
netið á tveimur vörusýningum
í aprU og segir markaðssetn-
ingu netsins hafa tekizt full-
komlega. Netið er þegar kom-
ið inn á markaðinn á Norðurl-
öndunum og býst Pétur við
þvi, að sala næstu fjóra mán-
uði nemi 6 til 8 milljónum
króna.
Pétur hóf kynningu á netinu
fyrir tveimur árum á sjávarút-
vegssýningum og sýningu fyrir
öryggisbúnað á sjó. Hann sagði
í samtali við Morgunblaðið, að
markmiðið þá hefði verið að
skapa áhuga yfirvalda og sjó-
manna á netinu og fá það viður-
kennt og sett í reglur, en í Bret-
landi og Danmörku væri sam-
þykki yfirvalda forsenda sölu.
Hann hefði nú, auk þess að
kynna netið víða um heim, verið
með það á tveimur sýningum í
Glasgow og London. Móttökur
hefðu verið framar öllum vonum
og hugmyndin, sem netið byggð-
ist á, væri vemduð með fullgildu
einkalejrfí. Yfírvöld í Bretlandi
hefðu jafnframt lýst áhuga
sínum á því, að þar í landi giltu
svipaðar reglur um notkun nets-
ins og í Danmörku, þar sem það
væri skylda að nota það í skip
17 til 44 metra að lengd og
mælt með því um borð í minni
og stærri skip.
Netið yrði kynnt á sérstökum
fundi Alþjóða siglingamálastofn-
unarinnar á næsta ári og í fram-
haldi þess hefðu brezk yfírvöld
lýst sig fylgjandi tillögu, kæmi
hún frá Islandi, þess efnis að
notkun handvirks búnaðar hlið-
stæðum netinu yrði tekin upp í
alþjóðlegum reglum.
Nýlega hafa borizt pantanir í
netið frá finnsku strandgæzl-
unni, sem fyrir er með 6 net á
sínum snærum og á næstunni
verður björgunametið sett um
borð í flest olíuþjónustuskip Esso
og Conecon, sem samtals em 70
til 80.
„Það ánægjulegasta við þessa
ferð var, að álit sjómanna, út-
gerðarmanna og sérfræðinga, og
reyndar allra, sem rætt var við,
var einróma þess efnis að Mark-
úsametið ætti fullan rétt á sér.
Rétt væri að festa notkun þess
í reglur um björgunarbúnað
skipa í Bretlandi. Hugmynd
Markúsar heitins er því orðin
mjög hátt skrifuð um allan
heim,“ sagði Pétur.
Geymsluþol mjólkurinnar eykst sífellt:
Sölufresturinn lengd-
ur 1 sex sólarhringa
Sölustimplunin lengd um helming á sjö árum
MJÓLKURSAMSALAN i
Reykjavík hefur lengt sölufrest
á ferskum mjólkurvörum. Siðasti
söludagur er nú sex dagar frá
gerilsneyðingardegi, en var áður
fimm dagar. Sölufresturinn var
3 dagar eftir áföll sem urðu í
framleiðslunni á árinu 1981 en
hefur siðan lengst smám saman.
Forráðamenn Samsölunnar
stefna að því að geta stimplað
mjólkurumbúðimar enn lengra
fram i tímann.
Pétur Sigurðsson framkvæmda-
stjóri hjá Mjólkursamsölunni segir
að aukið geymsluþol vörunnar hald-
ist f hendur við gæði þeirrar mjólk-
ur sem bærist frá bændum. Sífellt
væri verið að herða reglur um leyfi-
legt gerlainnihald hrámjólkurinnar
og bændumir hugsuðu meir en áður
um gæði þeirrar mjólkur sem þeir
legðu inn f mjólkurbúin. Pétur sagði
einnig að bætt aðstaða í mjólkur-
stöðvunum og betri kæling hjá
dreifingarfyrirtækjum hefði einnig
áhrif á gæði mjólkurinnar.
Pétur sagði að það væri útbreidd-
ur misskilningur hjá fólki að síðasti
söludagur væri sama og síðasti
neysludagur. Hann fullyrti að fólk
ætti að geta treySt því að gæði
mjólkurinnar héldust óbreytt í tvo
daga eftir síðasta söludag.