Morgunblaðið - 06.05.1988, Síða 11
11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
Tússmynd eftir Jan Knap.
Grafík og teikningar
Myndllst
Bragi Ásgeirsson
í Nýlistasafninu stendur nú
yfir samsýning á verkum fímm
erlendra listamanna til 8. maí.
Listamennimir, sem allir hafa
átt verk á samsýningum hér áð-
ur, eru þeir John Van t’Slot, Jan
Knap, Peter Angerman, Pieter
Holstein og Martin Disler.
Mest eru þetta tækifærisriss,
sem hafa yfir sér svip af „comic-
strip“-myndum mörg hver —
augnabliksmyndir, sem minna
um sumt á það, sem teiknað er
í gestabækur á góðum stundum.
Og sem slík eru þau æði misjöfn
og oft erfitt fyrir utanaðkom-
andi, sem ekki er inni í hug-
myndaheimi gerandanna, að átta
sig á því hvert þeir eru að fara.
Ekki bætir úr skák, að myndim-
ar eru ótölusettar og sýningar-
skrá engin, svo að í heild virkar
þetta nokkuð klén framkvæmd
og mikil spum, fýrir hveija sýn-
ingin er sett upp. Varla er þetta
gert fyrir íslenzkan almenning
nema þá i því skyni að fæla hann
frá innliti á staðinn aftur, sem
er frakar slakt, þar sem í hlut á
áhugasamasta fólk í Evrópu.
En fyrir einhverja hlýtur sýn-
ingin að vera sett upp og í sér-
stökum tilgangi og væri heiðar-
legast að gera hér hreint borð.
Það er nefnilega alls engin afsök-
un að ganga ekki betur frá sýn-
ingum, hvorki frumlegt né snið-
ugt, og þá einkum þegar mynd-
imar em þess eðlis að vekja fáa
til umhugsunar nema fyrir það,
hve mikili kauðsskapur er yfir
útfærslu sumra myndanna. En
fréttir af slíkum tiltektum, sem
nær enga athygli vekja hér, rata
þó í Hsttímarit erlendis, á meðan
merkum listviðburðum er ekki
að neinu getið frekar en að þeir
hafi ekki skeð!
Á þessari sýningu bera myndir
þeirra Pieter Holstein og Jan
Knap af fyrir einlæg vinnubrögð
og þeim virðist báðum liggja
ýmislegt á hjarta í list sinni.
Grafík og klipp
f Gaileríi Lást f Skipholti 50b
heldur Helga Armanns sína
fyrstu einkasýningu og kynnir
aðallega grafísk verk en einnig
nokkrar klippimyndir.
Helga lauk prófi úr grafíkdeild
MHÍ fyrir tveim árum og hefur
undanfarið starfað á grafíkverk-
stæði í Hafnarfirði.
Straumur kvenna hefur ekki
síður legið í grafíkdeild MHÍ en
aðrar myndlistardeildir og er nú
svo komið að karlmenn eru í mikl-
um minnihluta í Grafíkfélaginu.
Hér áður fyrr var það hin ensk-
fædda Barbara Ámason, sem var
eini kvenmaðurinn hérlendis, sem
hafði eitthvað að ráði komið ná-
lægt grafík, en hún mætti víst
aldrei á félagsfundi. Nú er svo
komið, að kjami þeirra sem mæta
að staðaldri á fundi telur ca. 10
konur en 2—4 karlmenn og sýnir
það ljóslega umskiptin.
Flestar vinna konumar í hinum
þýða og blæbrigðafagra miðli inn-
an málmgrafíkurinnar er æting
nefnist og er hér Helga Armann
engin undantekning þótt hún fari
fyrir sumt öðmvísi að. Grunnurinn
er þá einlitur og ákaflega þýður
en ekki að sama skapi blóðríkur
né safamikill. Hér má læra mikið
af sýningu á verkum meistara
Soulages.
En það er áberandi hve vel
Helga Armann fer með svart og
á það í senn við klippimyndimar,
ætingamar og litógrafíumar og
þetta tel ég sterkustu hlið hennar
enn sem komið er. Hún er enn
að taka út þroska enda er nokkur
byijandabragur á sumum mynd-
anna. Bestu myndimar bera þó
ótvírætt vott um umtaisverða
meðfædda hæfíleika og þá einkum
er mjúkur svartur tónn liðast um
allan myndflötinn svo sem gerist
á myndinni er fylgir þessu skrifi.
Valgerður Bergsdóttir
í sýningaflóði vorsins geta mis-
tök alltaf átt sér stað, enda standa
sumar sýningar svo stutt, að ekk-
ert má útaf bera ef að listdómur
á að koma á síður blaðsins meðan
hún varir.
Þegar ég skoðaði sýningu Val-
gerðar Bergsdóttur við opnun
hennar var það í frítíma mínum
frá skrifum og rann mér síst í
gmn að það kæmi í minn hluta
að skrifa um hana. Og er ég tók
saman sýningar sem ástæða var
að skrifa um í óvæntum forföllum
starfsbróður míns við blaðið þá
datt mér ekki annað f hug en að
sýningin stæði út þessa viku. Ég
gleymdi hreinlega í miklum önn-
um að athuga þetta betur. En
þetta gefur augaleið, að sýningar-
salir ekki síður en gagnrýnendur
verða að laga sig að breyttum
aðstæðum og þannig tel ég sýn-
Valgerður Bergsdóttir
ingartfma meiri háttar listvið-
burða ekki mega vera skemmri
en tvær vikur, sem gerir þijár
helgar, en sýningar verða að hafa
svigrúm til að vinna sig upp.
Það gefur og einnig hinum al-
menna sýningaigesti aukið tæki-
færi til að fylgjast með því helsta
á sýningarvettvangi en sýning-
amar eru orðnar það margar að
fólk veigrar sér við að skoða meira
en brot þeirra á þeim stutta tíma
sem þær standa yfir eða hreinlega
missir af þeim.
Ég harma mjög að hafa ekki
náð að skoða sýningu Valgerðar
Bergsdóttur það vel að ég teldi
mér fært að skrifa umsögn um
hana en vil staðfesta að margt á
henni féll mér vel í geð. Hér var
um athyglisverða og kraftmikla
sýningu á stórum og umbúðalaus-
um teikningum að ræða og satt
að segja hlakkaði ég til að skoða
hana aftur við tækifæri.
En þannig getur þetta gengið
fyrir sig og við því er fátt að segja.
Heima o g heiman
Sverrir Páll
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Sverrir Páll: ÞÚ OG HEIMA.
Teikningar eftir Þorvald Þor-
steinsson. Umsjón, Akureyri
1988.
Ljóð Sverris Páls í Þú og heima
bera þess merki að vera hnitmiðuð
og fáguð eftir föngum. Mörg þeirra
eru stutt, sum aðeins fáeinar línur,
önnur lengri, en ekkert langt.
Augun segja er dæmi um þetta:'
Augun segja
allt
Ekki orðin
nei nei
Augun segja
allt
Allt
Heima og heiman eru orð sem
lýsa yrkisefnum Sverris Páls. Hann
yrkir um bemsku sína í norðlensku
þorpi og hann ferðast til annarra
landa og ber þau saman við heim-
byggðina. Ljóð Sverris Páls eru af
því tagi sem geta kallast svip-
myndir. Hann dregur upp myndir
og forðast yfirleitt að gefa yfírlýs-
ingar um eigin skoðanir eða túlka
sjálfur það sem fyrir augu ber.
Lesandinn á að ráða í málið, sjónar-
mið höfundarins að koma fram í
gerð myndanna. Það reynist engum
erfiðleikum bundið því að Sverrir
Páll yrkir ljóst og einfalt. Eins og
til dæmis í Við ána:
Þú ert
eins og skólp
af óhreinu gólfi
Samt vaka fiskar
um þig alta
og vínfeitir veiðikarlar
með voðalega langar stengur
verða ekki varir
(það vantaði ekki vöffin
hér í vísuna)
Hvernig ættu líka
aumingja fiskamir
að sjá önglana
og beituna
í þessu skólpi?
Ef ég væri fiskur
mundi ég samt bita á
Bara til að komast
í burtu
Þessi kankvfsi tónn er áberandi
i ljóðum Sverris Páls, en stemmn-
ingar af alvarlegri gerð era líka í
bókinni. Dæmi um slíka er Andar-
tök lífe, vel heppnað ljóð um sálina
sem á síðasta andartaki flýgur af
stað til nýs lífs.
Maður hefur Sverri Pál grunaðan
um að hann vilji ekki vera alltof
hátíðlegur og kjósi þess vegna að
þræða leiðir glettninnar. En eftir
Þú og heima að dæma er honum
óhætt að róa á dýpri mið. Ljóðin
verka mörg hver eins og æfing í
ljóðrænni tjáningu. En nokkur
þeirra gefa góð fyrirheit, standa vel
fyrir sínu.
Bókmenntlr
Jóhann Hjáimarsson
Dúi Másson: ÆVINTÝRI GULA
JAKKAFATAMANNSINS. Ljóð
og sögur. Guðrún Lijja mynd-
skreytti. Skellandi hurðir
slamm hf. 1987.
Ævintýri gula jakkafatamanns-
ins era dæmigerð fyrir neðanjarð-
arútgáfu, bækur sem ekki eiga
samleið með venjulegum bókum.
Dúi Másson er ungur höfundur
sem einkum lýsir óvæntum uppá-
komum í anda hugarflugs og ekki
alltaf ljóst hvert stefnir í frásögn-
inni. Það skiptir ekki heldur máli
þegar stemmningin er aðalatriði,
það að koma lesandanum helst
rækilega á óvart. Guli jakkafata-
maðurinn og loðna skrýmslið byij-
ar til að mynda þannig:
„Kyrkingsleg kona stóð á götu-
horni með lítið loðið skrýmsli í
bandi. Maður í gulum jakkafötum,
grænum skóm með bleikt bindi
... hallærislegt? Kannski. Ert
þú eitthvað skárri? Hvað um það,
þessi náungi sparkaði af ógnar
krafti í litla loðna skrýmslið svo
það kastaðist eins og loðin melóna
beint fyrir nýuppgerðan líkbfl.
Otrúlegt? Látt’ ekki svona, þetta
er alveg satt.“
í ljóðinu Malbiksmaðurinn segir
m.a.: „Hann horfði alltaf á þig/
dreymandi blár, vel klæddur/ og
kannski fór hrollur um þig/ er þú
leist í malbikslituð augun.“ Ljóð
og sögur renna saman í eitt hjá
Dúa Mássyni. Draumkenndur
textinn sver sig í ætt við ýmsar
tilraunir i íslenskum skáldskap að
undanfömu, ekki síst þær sem líta
á fantasíuna sem æskilega leið,
en hafa hið venjubundna raunsæi
að engu. Þessi texti gerist stund-
um í málinu sjálfu og hefur til-
hneigingu til að vera skrautlegur
og dálítið upphafinn.
Ævintýri gula jakkafatamanns-
ins era þegar best lætur vísbend-
ing, en ekki nógu markvís til þess
að unnt sé að átta sig á höfundin-
um.
reiknin/élaf*
prentarar
tölvuhúsgögn
Til sölu í Haf narf irði
Timburhús í Norðurbæ
Fallegt álklætt 96 fm einnar hæðar hús við Heiðvang.
4 herb., eldhús, bað, geymsla og geymslukjallari. Stór
lóð. Laust strax, Einkasala.
Árni Gunnlaugsson, hrl.,
Austurgötu 10, sími: 50764.