Morgunblaðið - 06.05.1988, Page 18

Morgunblaðið - 06.05.1988, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 Heimili Verndar við Laugateig. Mortfunblaðið/Sverrir Framkvæmdastjórn Verndar ásamt heiðursformanni og húsráðsmanni heimilisins við Laugateig. Talið frá vinstri: Stella Magnúsdóttir, Sigurjón Kristjánsson, Hanna Johannessen, Sigríður Heiðberg, Þóra Einarsdóttir heiðursformaður, Bjöm Einarsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir formaður, Siguijón Jósepsson húsráðsmaður, Hrafn Pálsson og Ottó Öra Pétursson. Heimili Veradar við Laugateig vígt Félagasamtökin Vernd reka heimili fyrir fyrrverandi fanga við Laugateig i Reykjavík. Heimilið var vígt síðastliðinn miðvikudag að viðstöddu fjölmenni. Á heimilinu dve^ja nú 16 menn. Áður hef- ur Verad rekið sambærileg heimili við Ránargötu og Skólavörð- ustíg. Húsið við Laugateig var keypt sumarið 1985 og tekið i notkun 1. október það ár. Ailan timann hefur aðsókn að heimilinu verið mikil og er biðlisti eftir dvöl þar. Við vígsluathöfnina flutti formaður Verndar, Jóna Gróa Sigurðardóttir ávarp og séra Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur Laugarnessóknar sá um helgi- stund. Jóna Gróa Sigurðardóttir form- sögu samtakanna í ávarpi sínu. aður Vemdar rakti í stuttu máli Söguna má rekja til ársins 1959, en fyrsta starfsár félagasamtak- anna var 1960, þó tók jólanefnd samtakanna til starfa haustið 1959. Tilgangur Vemdar hefur allt frá upphafi verið að aðstoða þá, sem gerst hafa brotlegir við refsilöggjöf landsins og aðstand- endur þeirra í samvinnu við stjóm- völd, stofnanir og einstaklinga. Reynt er að hjálpa þeim yfir byij- unarörðugleika þegar þeir koma út í lífíð eftir afplánun refsivistar, Séra Jón Dalbú Hróbjartsson sóknarprestur Laugarnessóknar blessar heimilið á vígsludaginn. þannig að þeir vinni aftur traust samfélagsins. Það er gert með því meðal annars að útvega þeim at- vinnu, húsnæði og þá félagslegu aðstöðu sem þeim er nauðsynleg. Markmið vemdar er hjálp til sjálfshjálpar. „Ég fullyrði að við eigum góða nágranna og við emm góðir nágrannar," sagði Jóna Gróa í ávarpi sínu og þakkaði þann stuðning sem Vemd hefur fengið víða að. Jóna Gróa Sigurðardóttir sagði í samtali við Morgunblaðið, að rekstur heimilisins væri einn mik- ilvægasti þátturinn í starfí Vemd- ar. Húsið var keypt árið 1985 og kostaði 9,5 milljónir króna. Það var fjármagnað m.a. með andvirði húseignar Vemdar við Ránargötu sem gekk upp í kaupverðið. Það var 1,5 milljónir króna. Tekið var lán hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, 6,5 milljónir. „Þess sem á vantar höfum við aflað með aðstoð góðra manna. Við höfum fengið mikinn stuðning frá Reykjavíkurborg og Textun og þýðingar á sjónvarpsefni: Guðbrandur víssi hvað hann var að geraþegar hann þýddi Biblíuna - segirHans Kristján Árnason, stjórnarmaður í Stöð 2 UNDANFARIÐ hafa tvö mál, er snerta sjónvarp og sjónvarps- efni, verið ofarlega á baugi. Annars vegar hefur Stöð 2 sótt um aðild að Evrópusambandi útvarpsstöðva, EBU, sem sér sjónvarpsstöðvum innan sam- bandsins fyrir fréttaefni. Hins vegar hefur mikið verið rætt um þátt sjónvarpsstöðvanna í verndun tungunnar og í út- varpslögum er kveðið á um að útvarps- og sjónvarpsstöðvum beri að stuðla að almennri menn- ingarþróun og efla íslenska tungu. Einnig eru í útvarpslög- um ákvæði um að texta eða þýða beri allt erlent sjónvarpsefni. Nú hefur Ingi Björa Albertsson hins vegar lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að útvarpsstöðvar verði eftirleiðis ekki skyldaðar til að nota þuli til þess að kynna eða endursegja á íslensku erlent dagskrárefni, sem sent er beint um gervihnött og sýnir atburði, er gerast í sömu andrá. Morgunblaðið átti stutt spjall við Hans Kristján Ámason hjá íslenska sjónvarps- félaginu, sem rekur Stöð 2. Hans var fyrst inntur eftir því hvers konar samtök EBU væru og hvaða hag íslenskar útvarps- og sjónvarpsstöðvar hefðu af því að vera aðilar að þeim. „EBU er Evrópusamtök út- varpsstöðva, gamalt samband sem í fyrstu var fyrst og fremst sam- band ríkisútvarpsstöðva, vegna þess að einkastöðvar voru ekki til staðar," sagði Hans. „í áranna rás hefur þetta samband hins vegar breyst þannig að einkastöðvar fá þar einnig inni. Gott dæmi er til dæmis frá Bretlandi, þar sem einkastöðin ITV og BBC eru báðar aðilar að EBU. Sama gildir í Frakklandi, þar eru fimm stöðvar saman aðilar að EBU, þar á meðal Canal Plus, sem er eiginlega fyrir- mynd Stöðvar 2. Við sóttum fyrst um aðild árið 1985, en fuilnægðum þá ekki öllum skilyrðum. Forsend- umar voru þær að ekki væri kom- in nægileg reynsla á starfsemi stöðvarinnar og að við næðum ekki til nægilegs hluta lands- manna. Við sóttum aftur um í fyrra og höfum síðan fundað með fulltrú- um EBU í Genf. Þar hefur okkur verið sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu að við fengjum aðild að samtökunum, við uppfylltum öll lagaleg skilyrði, og við náum nú til um 93% landsmanna. Hins veg- ar þarf umsögn Ríkisútvarpsins að koma til, þar sem þeir eru fullgild- ir aðilar að sambandinu." Hans sagði að aðild að EBU skipti Stöð 2 verulegu máli, vegna þess að EBU hefði mjög fullkomna fréttaþjónustu fyrir sjónvarp. „Það segir sig sjálft að fyrir okkur, sem náum til þorra þjóðarinnar og telj- um okkur hafa skyldum að gegna við áhorfendur okkar, er það mjög bagalegt að fá til dæmis engar fréttir frá Norðurlöndunum svo dæmi sé tekið," sagði Hans. „Dæmi um þetta var í stðustu viku. Þar var sagt frá jámbrautarslysi í Danmörku þar sem nokkrir létust og margir slösuðust. Við urðum að láta okkur nægja að lesa þetta upp af blaði, þar sem við höfðum engar myndir. Hjá Ríkissjónvarp- inu var þetta hins vegar fyrsta frétt, með myndum frá Danmörku. Frá slíkum fréttamyndum erum við útilokaðir. EBU verður til dæm- is líka með mikið efni frá Ólympíu- leikunum í haust, auk annars íþróttaefnis. RÚV veit þess vegna alveg hver styrkur þess er, á þessu sviði hafa þeir yfírburði. Við höfum hins vegar haldið þvf fram að við eigum að hafa aðgang að sömu upplýsingum erlendis frá. Fréttim- ar verða aldrei þær sömu, áhersl- umar eru svo ólíkar. Þetta er sam- bærilegt við það að Þjóðviljinn og Morgunblaðið hafa aðgang að sömu fréttunum hjá Reuter-frétta- stofunni. Ekkí hlutverk • þingkjörinnar nefndar að bregða fæti fyrir aðra Þess má líka geta að vera RÚV í EBU gerir Ríkissjónvarpinu kleift að fá mikið af dagskrárefni frá erlendum stöðvum á mjög hag- stæðu verði. EBU er hins vegar þannig uppbyggt að það gerir ráð Morgunblaðið/Bjami Hans Kristján Áraason fyrir fleiri en einum aðila frá hveiju landi. Það er því ekkert til fyrir- stöðu af þeirra hálfu að við ger- umst aðilar, en þeir vilja að við komum okkur saman við RÚV um skiptinguna á efninu. Það þarf að finna einhveija vinnureglu, draga kannski um það hver sýnir þennan eða hinn íþróttaleikinn og þar fram eftir götunum. Einn þáttur í þessu máli er líka sá að kostnaður RÚV af vem sinni í EBU, sem er áætlað- ur yfír 20 milljónir króna, skiptist jafnt á milli sjónvarpsstöðvanna ef við fáum aðild líka. Þannig spara báðir aðilar á því. Ég veit að út- varpsráð hefur þetta mál til um- ijöllunar núna. Ráðið hefur ekki neitunarvald í þessu máli, en um- sögn þess til ÉBU er hins vegar nauðsynleg og það sem ég óttast mest er að það reyni að tefja um- sögnina. Umsóknir um aðild að EiBU eru nefnilega teknar fyrir aðeins einu sinni á ári, seint í maí og ég er hræddur um að útvarpsr- áð geti beðið svo lengi með um- sögnina að heilt ár fari enn í va- skinn hjá okkur. Auðvitað eru Stöð 2 og Ríkissjónvarpið í hörkusam- keppni og sem dæmi um metnaðinn hjá báðum stöðvum er hvemig við keppumst alltaf við að vera með sem mest innlent efni, núna þess vikuna sýnir RÚV tæpar 1000 mínútur af innlendu efni, en við rúmar 1100. Við verðum hins veg- ar líka að geta lyft okkur yfir dægurþrasið og forðast að koma höggi hvor á annan. Það skiptir líka miklu máli í þessu tilviki, að útvarpsráð er þingkjörin nefnd, og að mínu mati eiga fulltrúar Al- þingis þar ekki að heita valdi sínu til þess að koma höggi á aðra ís- lendinga, þegar um það er að ræða að fá aðgang að alþjóðastofnunum. Það er ekki hlutverk þeirra. Hugsanteg aukning & framboði erlends sjónvarpsefnis vekur spumingar um málvernd í sjón- varpinu. Hver er til dæmis stefna Stöðvar 2 varðandi textun og þýð- ingar á erlendu efni? „Við rekum Stöð 2 auðvitað eft- ir íslenskum lögum, þar sem segir að útvarpsstöðvar skuli stuðla að almennri menningarþróun og efla íslenska tungu. íslenskur texti eða tal fylgir því öllu efni á Stöð 2. í tillögu Inga Bjöms Albertssonar er farið fram á breytingu á út- varpslögunum, þannig að atburð- um, sem sendir em um gervihnött og gerast í sömu andrá og þeir em sýndir, þurfi ekki að fylgja íslensk kynning eða endursögn. Hættan er hins vegar sú, að verði farið að veita undanþágur frá því, sem nú tíðkast, sé stíflan brostin. Það er ómögulegt að fara að tína úr til dæmis dagskrá erlendra sjónvarps- stöðva það sem er sent beint og sleppa því við þýðingu. Menn geta þá haldið því fram að þeir horfi bara á beinar útsendingar á slíkum stöðvum, en slökkvi svo á tækjun- um þegar kemur að fyrirfram framleiddu efni, sem lögum sam- kvæmt ber að texta. Mér fínnst tillagan dálítið vanhugsuð að þessu leyti. Menn geta ekki stjómað þessum loftárásum, sem til dæmis erlendar gervihnattastöðvar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.