Morgunblaðið - 06.05.1988, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
ÞINGBREF STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Færri og stærri frystihús
Er þörf endurskipulagningar íslenzks frystiiðnaðar?
Hagsæld þjóðarinnar veltur á hyggilegri nýtingu helztu auð-
linrtar hennar, ekki sízt lífríkis sjávar. Stærsta auðlindin er þó
fólkið sjálft, menntun þess, þekking og framtak. Myndin sýnir
hnokka og hnátur skoða sjávarfang. Þau skrifa íslandssögu
„Það er flestum ljóst, að
tímamir hafa verið að breyt-
ast. Samkeppni hefur farið vax-
andi, ekki hvað sízt um hráef-
nið, og hinn alþjóðlegi markað-
ur er kominn alveg upp að dyr-
um okkar. Þvi tel ég lifsspurs-
mál fyrir fiskiðnaðinn á íslandi
að hann lagi sig að þessum
breyttu aðstæðum, — breyti
skipulagi sinu þannig að vinnsl-
an verði hagkvæmari og hún
geti tekið tæknina i þjónustu
sína i mun ríkari mæli en hún
hefur gert fram að þessu. Til
þess að svo megi verða þarf að
stokka upp skipulag vinnslunn-
ar, einingamar þurfa að verða
miklu stærri og húsin þurfa að
geta sérhæft sig í vinnslu ein-
stakra fisktegunda. Með stofn-
un Granda hf. úr tveimur fisk-
vinnslufyrirtækjum vóru skap-
aðar forsendur fyrir slíku og
ég tel að sameiningin hafi gef-
ið góða raun“.
Það er Þröstur Ólafsson,
framkvæmdastjóri Verka-
mannaféiagsins Dagsbrúnar,
sem þannig kemst að orði i við-
tali við tímaritið Sjávarfréttir.
I
Likur standa til að eftirspum
eftir ferskfíski fari vaxandi meðal
fískneyzluþjóða. Ferskfískmark-
aðir greiða og að jafnaði hátt
verð, meðan fiskframboð er í
þokkalegu samræmi við eftir-
spum.
„Með bættri flutningatækni og
tilkomu gámanna er hægt að
flytja ferskan fisk frá nánast
hvaða höfn sem er á íslandi til
næstum hvaða borgar sem er á
meginlandi Evrópu", segir Ámi
Benediktsson, framkvæmdatsjóri
Sambandsfískframleiðenda, í við-
tali við Sjávarfréttir.
Frystiiðnaðurinn kemur því til
með að eiga í harðnandi sam-
keppni við ferskfískútflytjendur,
saltfískframleiðendur og innlend-
an fískneyzlumarkað um þann
takmarkaða afla, sem ráðlegt er
að taka úr helztu nytjastofnum
okkar.
næstu áratuga.
II
Það er ekki einungis samkeppni
frystihúsanna um aflann sem fer
harðnandi. Sölusamkeppnin á
helztu mörkuðum okkar erlendis
eykst ár frá ári. Sú samkeppni
snýst fyrst og fremst um gæði
og verð. Verð hefur fallið nokkuð
á Bandaríkjamarkaði undanfarið.
Versnandi staða Bandaríkjadals
hefur lækkað söluandvirðið enn
frekar.
í greinargerð Þjóðhagsstofnun-
ar, sem unnið er að fyrir ríkis-
stjómina og Morgunblaðið fjallar
fréttalega um fyrir fáum dögum,
er rekstrarstaða sjávarútvegsins
talin slæm. Orðrétt segir blaðið:
„ Að sögn Þórðar Friðjónssonar,
forstjóra Þjóðhagsstofnunar, er
ekki fráleitt að halli frystingarinn-
ar nemi nálægt 10 prósentum".
Meginorsök slæmrar rekstrar-
stöðu felst í hækkun innlends
tilkostnaðar langt umfram verð-
þróun framleiðslunnar erlendis.
Þessum vanda hefur á stundum
verið mætt með gengisfellingu,
það er að greiða innlendan til-
kostnað niður með smækkun
krónunnar, ef þann veg má að
orði komast. Slík gengislækkun
kann að eiga rétt á sér í ein-
hveijum tilfellum, en annmarkar
hennar eru ýmsir. Hún er verð-
bólguhvetjandi (samanber
víxlhækkanir verðbólguáratugar-
ins), þyngir erlendar skuldir og
erlendan lánsfjárkostnað. Hún
ýtir undir óróa í efnahagslífí og
kjaramálum. Jákvæð áhrif hennar
em því oftar en ekki skammæ.
Aðgerð af þessu tagi á að vera
undantekning en ekki regla.
III
Fleiri og fleiri, er fjalla um
rekstrarvanda fískvinnslunnar,
staldra við hagræðingu í atvinnu-
greininni sjálfri: „Endurskipu-
lagningu fískiðnaðarins" eins og
það er stundum kallað, en það var
meginefni samtals Arna Bene-
diktssonar og Þrastar Ólafssonar
í Sjávarfréttum, sem vikið var að
hér að framan.
Spumingin sem menn velta
fyrir sér er sú, hvort frystihúsin
séu of mörg, miðað við það hrá-
efni sem tiltækt er, og raunar
einnig of smá, miðað við hag-
kvæmni- og arðsemisjónarmið og
samkeppnisstöðu greinarinnar,
heima og heiman. Eða með öðmm
orðum, hvort fjárfesting { frysti-
iðnaði, húsnæði og vélum, sem
og hráefnið, nýtist ekki nægilega.
Það er af framangreindum
ástæðum sem settar hafa verið
fram hugmyndir um fækkun og
stækkun frysihúsanna, með og
ásamt sérhæfíngu í vinnslu þeirra
og vaktavinnu, til að nýta fjárfest-
ingu, hráefni og fagþekkingu bet-
ur. Lengri vinnslutími, til dæmis
með tvískiptum vöktum í stærri
rekstrareiningum, gæti og trúlega
lækkað raforkuverð og raforku-
kostnað umtalsvert.
Með þessu móti mætti koma
við meiri hagræðingu, sérhæf-
ingu, tæknivæðingu og fram-
leiðni. Eða með öðrum orðum að
stuðla að betri rekstrar- og sam-
keppnisstöðu.
Ami Benediktsson segir við-
talinu við Sjávarfréttir:
„í stað þess að hér eru nú
110-120 frystihús, þá yrðu þau
kannski á bilinu 10 til 20“.
Fyrr má nú trúlega „grisja
frystihúsaskóginn". Og stað-
bundnar aðstæður og byggðasjón-
armið kreíjast þess ugglaust, að
ganga verður fram með gát í
þessu efni. En það er ekki lengur
hægt að loka augum fyrir nauðsyn
einhverrar uppstokkunar með
hliðsjón af breyttum aðstæðum
atvinnugreinarinnar.
IV
Þröstur Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Dagsbrúnar, telur
að tími endurskipulagningar í
frystiiðnaðinum sé kominn. Hann
segir:
„Þetta þarf að gerast á næstu
5-7 árum. Við höfum ekki mikinn
tíma. Við erum að renna inn í
miklu stærri markaðsheildir en
áður. Vestanhafs hafa Banda-
ríkjamenn gert fríverzlunarsamn-
ing við Kanadamenn . . . Evrópa
er að renna saman í einn markað
og við verðum að skoða það mjög
vandlega, hvort og þá hvemig við
stöndum utan við þann mark-
að . . .“
Ef rétt er, sem fram kemur í
samræðum Arna Benediktssonar
og Þrastar Ólafssonar, að af-
kastageta frystihúsanna sé vem-
lega umfram þann afla, sem ráð-
legt er að taka úr nytjastofnum
okkur, og að nýtingu fjárfestingar
og hráefnis sé ábótavant, er eðli-
legt að Sjávarfréttir komist að
þessari niðurstöðu í forystugrein:
„Af framansögðu má ráða, að
einhvers konar uppstokkun eða
endurskipulagning sé óhjákvæmi-
leg i íslenzkum frystiiðnaði, hvort
sem mönnum líkar betur eða ver.“
Þessi niðurstaða sýnir að sam-
eining tveggja fiystihúsa í Granda
hf. hér í höfuðborginni, sem
skammsýnir gagnrýndu, var kór-
rétt.
Málið er hinsvegar flóknara og
erfiðara viðfangs í stijálbýli og
snertir viðkvæm byggðapólitísk
viðhorf. Þessvegna verða hér
spömð hin stóm orðin, þótt reynt
hafí verið að draga upp nokkrar
meginlínur. Skylt er að vega og
meta það frá öllum hagsmunahlið-
um.
Fiskvinnsla, sem er þungavigt-
argrein í íslenzkum þjóðarbúskap,
á í erfíðleikum, sem takast verður
á við. Rekstrargmndvöll hennar
verður að tryggja, bæði í bráð og
lengd. Hluti af því verkefni er að
þróa atvinnugreinina sjálfa að
samkeppnis-vemleika dagsins í
dag — og morgundagsins.
Bjamarfjörður:
Skiptí um veðurham
á sumardaginn fyrsta
Laugarhóli, Bjarnarfirði.
MENN byijuðu að bleyta grá-
Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsaon
Snjór náði upp á miðja glugga og huldi þá alveg á sumum bæjum,
svo ekki sást út á fyrstu hæð.
sleppunetin nm páskana hér um
slóðir, en ekki varð mikill árang-
nrinn af þvi. Rauðmaga fengu
þeir kannski rétt í matinn fyrir
sjálfa sig og gott þótti ef þeir
fengu eins og eina grásleppu i
net til að byrja með. Þá gerði
mikinn siyó og vont veður kring-
um sumardaginn fyrsta. Voru þá
skaflar á aðra mannhæð þegar
vegurinn um Bjarnarfjörð var
opnaður. Ætlunin er svo að opna
veginn norður i Árneshrepp nú
í vikunni eða i kringum annan
maí.
Það var ekki mikil veiðin sem
þeir fengu er fyrstir lögðu hrogn-
kelsanetin sín hér um slóðir um
páskana. Veiðin var aðeins nokkrir
fískar og þótti jafnvei gott að fá
eins og einn rauðmaga eða grá-
sleppu í mat. Aðeins hefír veiðin
þó glæðst á síðustu dögum þótt lítil
von sé talin að vel muni veiðast að
þessu sinni.
Nú eru þeir menn komnir, er
annars búa í bænum og koma hér
á vorin til veiðanna og til að nytja
hlunnindi jarða sinna. Urðu jafnvel
að bíða á Hólmavík, þar til vegurinn
norður Balana hafði verið hreinsað-
ur heim til þeirra.
f vikunni 24,—30. apríl var svo
farið að moka bæði norðan frá úr
Ámeshreppi og eins að sunnan,
verður því væntaniega lokið í næstu
viku og vegurinn norður í Ámes-
hrepp þá orðinn opinn fyrir flesta
bíla.
Páskahretið sem gerði hér eftir
páskana, eða um sumardaginn
fyrsta, var með afbrigðum vont og
kyngdi niður snjó er síðan fauk (
skafla. Vom skaflamir á aðra
mannhæð á dýpt þegar mokað var
norður á Balana. Hálfri annarri viku
seinna voru svo aðeins eftir vor-
fannir í íjölium, eftir að sólin hefír
vermt og aðeins rignt hér um slóð-
ir. Má því segja að með sumardegin-
um fyrsta hafi algerlega skipt um
veðurham og sumarið í raun komið,
eins og ýmsir höfðu spáð.
- SHÞ
Heildsölu-
markaður
með hrein-
lætisvörur
NÝTT fyrirtæki hefur verið
stofnað undir nafninu Besta og
er það staðsett í Kópavogi. Besta
er heildsölumarkaður með
ræsti- og hreinlætisvörur.
Besta býður upp á yfír eitt þús-
und tegundir af vörum til ræst-
inga, þar á meðal öll ræstiefni,
pappír, áhöld og vélar. Fyrirtækið
mun einnig standa fyrir sýningum
á ræsti- og hreinlætisvörum og
námskeiðum og verða námskeiðin
og sýningamar haldnar í húsnæði
fyrirtækisins á Dalvegi 16.
Friðrik Ingi Friðriksson er eig-
andi Besta en Hilmar Böðvarsson
sölustjóri.
Bemhard