Morgunblaðið - 06.05.1988, Síða 23

Morgunblaðið - 06.05.1988, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 23 ■*!# Opið bréf til ráða- mannaheil- brigðismála Leiðrétting Setningar eða setningarhlutar féllu niður á þremur stöðum í grein Eyþórs B. Kristjánssonar, „Opið bréf tíl ráðamanna heil- brigðismála," sem birtist í blað- inu 12. aprfl. Eru viðkomandi kaflar birtir hér aftur með leið- réttingum. í 2. dálki átti að standa: „Það hefur vafalaust ekki farið framhjá neinum stjómmálamanni í hinum vestræna heimi að útgjöld til trygginga- og heilbrigðismála bara aukast og aukast. Sá þáttur sem eykst hvað mest er útgjöld vegna álagseinkenna frá hreyfi- kerfínu (ásamt hjarta- og æðasjúk- dómum). Þessum útgjöldum er gróft hægt að skipta í þijá flokka. 1. Útgjöld vegna tapaðra vinnu- daga. 2. Útgjöld vegna læknismeð- ferðar á sjúkrahúsi. 3. Útgjöld vegna læknismeðferðar fyrir utan sjúkrahúsin. Hvaða útgjaldapóstur skyldi nú vera dýrastur? í Noregi var áætlað að útgjöld vegna kvilla í stoð- og hreyfíkerfi hafí numið ca. 10 milljörðum norskra króna árið 1984. Um 3 milljarðar af þessari upphæð fór í sjúkrahúskostnað og um 100 milljónir fóru í að borga læknum sem starfa fyrir utan sjúkrahúsin og lun 100 inillj- ónir fóru í sjúkraþjálfarameðferð fyrir utan sjúkrahúsin. Afgangur- inn eða ca. 6,8 milljarðar króna fóru í að borga tapaða vinnudaga." í 4. dálki átti að standa: „Það er enginn leyndardómur að í læknanáminu er engin kennsla í hvemig á að greina og meðhöndla kvilla frá hreyfíkerfínu. Síðast þeg- ar ég vissi var eitt námskeið upp á 20—30 tíma sem hét endurhæf- ingalækningar þar sem aðallega var farið í lög og reglugerðir endurhæfíngarmála. “ Og í 5. dálki átti að standa: „Hvað myndu læknar segja ef ákveðið yrði að mennta „lækna" sem lærðu bara lyfjafræði og efnafræði og fengju réttindi til að skrifa út lyfseðla til sjúklings án þess að kunna að sjúkdóms- greina sjúklinginn eða sjá einkennin í víðara samhengi?" Blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum. Opið bréf til þingmanna Austurlandskjör- dæmis og annarra landsbyggðarþingmanna Blaðinu hefur borist eftirfar- andi frá stjóm Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi: Eins og ykkur ætti að vera kunn- ugt stendur landsbyggðin höllum fæti um þessar mundir. Má nefíia ýmsar staðreyndir því til staðfest- ingar, en hér skal látið duga að til- taka þrennt; íbúum landsbyggðar- innar hefur fækkað um nærri því 1% á ári undanfarin ár, undirstöðu- atvinnuvegir landsbyggðarinnar, og reyndar þjóðarinnar allrar, standa höllum fæti og efnahagsleg staða sveitárfélaganna úti á landi er svo bágborin að þau geta ekki sinnt því hlutverki sem þeim er ætlað lögum samkvæmt. Astæður þessa eru margvíslegar. Má þar nefna að sú efnahagsstefna sem fylgt hefur verið að undanfömu og nefnd hefur verið fastgengis- stefíia á þaraa stóra sök. Ennfrem- ur er full ástæða til að vekja at- hygli 'ykkar á því að setning laga og reglugerða sem snerta stöðu landsbyggðar hafa á heildina litið orðið til að skapa þá gjá sem mynd- ast hefur á milli landsbyggðar og höfuðBorgarsvæðis. Nægir í því sambandi að benda á hve gífurlega sveitarfélögum er mismunað í tekj- um, tjd. með reglum um álagningu aðstöðugjalda og breytilegt mat fasteigna eftir landssvæðum. Auk þess er framkvæmd á lögum um Jöfnunarsjóð sveitarfélag með þvílíkum eindæmum að óviðunandi er. Lögbundin framlög til sjóðsins hafa verið skert á hveiju ári frá 1984 og þurfa sveitarstjómir að búa við árlegar geðþóttákvarðanir ríkis- stjóm^ hvað þetta varðar. Auk þess era úthlutunarreglur úr sjóðnum þess eðlis að best stæðu og fjöl- mennustu sveitarfélögin fá í sinn hlut allt of stóran hlut af ráðstöfun- arfjármagni hans. Hvers vegna gerist það að lög og reglur era landsbyggðinni jafn óhagstæð og dæmin hér að framan sanna á sama tíma og þið lands- byggðarþingmenn erað í meirihluta á Alþingi? Getur skýringin verið sú að þið lítið fremur á ykkur sem fulltrúa stjómmálasamtaka eða ríkisstjóma en fulltrúa ykkar kjör- dæma? Ráða hagsmunir fíokks eða stjómarsáttmáli fremur gerðum ykkar og afstöðu á þingi, í stað þess að þið takið höndum saman og gætið í sameiningu hagsmuna umbjóðenda ykkar úti á lands- byggðinni? Landsbyggðarfólk og ekki síst sveitarstjómarmenn úti á landi era búnir áð fá nóg. Mælirinn er fullur og sú krafa heyrist hvarvetna að það misrétti sem nú viðgengst á milli höfuðborgarsvæðis og lands- byggðar verði upprætt. Fjölmargir kostir era fylgjandi því að eiga heimili á landsbyggð- inni, en það breytir því ekki að íbú- ar hennar gera kröfu um réttlæti og sánngimi. Til að snúa við hinni óhagstæðu þróun á landsbyggðinni verðið þið að endurskoða öll ykkar vinnubrögð á Alþingi. Þið verðið að snúa bökum saman og hefja sókn fyrir hagsmunum landsbyggð- ar og láta í þeim efnum engin flokksbönd eða afstöðu til ríkis- sljómar hindra ykkur. Það verður grannt fylgst með störfum ykkar á vettvangi stjóm- málanna á næstu vikum og mánuð- um og ef ekki verður þar á grand- vallarbreyting mun stjóm Sam- bands sveitarfélaga í Austurlands- „Mælirinn er fullur og sú krafa heyrist hvar- vetna að það misrétti semnú viðgengst á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar verði upprætt.“ kjördæmi hvetja til þess af fullri einurð að viðeigandi ráðstafanir verði gerðar. Og stjómin mun ekki binda hugsanlegar ráðstafanir við Austurlandskjördæmi, heldur mun hún, ef þörf krefur, leita samstarfs við sveitarstjómarmenn og aðra sem víðast á landsbyggðinni. Egilsstöðum, 27. mai 1988. Stjórn Sambands sveit- arfélaga í Austurlands- kjördæmi. FARSIMINN ER HEIMSÞEKKTUR FYRIR VANDAÐAN TÆKNIBÚNAÐ OG SKYRAN HLJOM □ Sérstaklega hannaður til að þola hnjask □ 100 númera minni □ Hægt að nota tvö símtól á sama tæki án aukabúnaðar □ Meðfærilegur og nettur □ Tveggja ára ábyrgð □ Sérhannaður fyrir framtíðar- möguleika á tengingu við telefax og fotofax □ Viðurkennd viðgerðaþjónusta Staðgreiðsluverð: frá kr. 91.000 (Stofngjald til Pósts og síma kr. 9.125) Laugavegi 170 -172 Simi 695500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.