Morgunblaðið - 06.05.1988, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
Eldsvoði í skýjakljúf í Los Angeles:
Fólkí bjargað ofan af
þakinu með þyrlum
Los Angeles. Reuter.
ÞYRLUR björguðu í fyrrinótt
12 manns ofan af þaki hæstu
byjfgingarinnar i Los Angeles
eftir að eldur hafði komið upp
í húsinu. Er það 62 hæða hátt
en eldurinn eyðilagði að mestu
fjórar hæðir. Einn maður lést
og 31 var fluttur á sjúkrahús
vegna reykeitrunar.
Talsmaður slökkviliðsins í Los
Angeles sagði, að einn maður hefði
farist í eldinum og hefði lík hans
fundist í lyftu á 12. hæðinni en
Bolshoj-
ballettinn
til Kína
Peking. Reuter.
Bolshoj-ballettinn heldur í sýn-
ingarferð til Kína á næsta ári,
að þvi er fréttastofan Nýja Kina
skýrði frá i gær.
Þijátiu ár eru liðin frá því Bols-
hoj-balletinn fór síðast til Kína og
er þessi langa bið vegna mikilla
deilna milli Sovétrílq'anna og Kína.
Þegar Mfkhaíl Gorbatsjov, leiðtogi
Sovétríkjanna, hvatti til þess að
haldinn yrði leiðtogafundur
rfkjanna í janúar sagðist Deng Xia-
oping, leiðtogi Kfna, ekki vilja
mæta til slíks fundar fyrr en Sovét-
menn hefðu fengið Víetnama til að
fara með heri sína frá Kambódíu.
talið er, að eldurinn hafí komið
upp þar. Var hann mjög magnaður
og gereyðilagði allt á 12., 13., 14.
og 15. hæðinni. Vegna hitans
brotnuðu rúður á öðrum hæðum
og rigndi glerbrotunum yfír hverf-
ið.
„Það var 930 gráða hiti inni í
eldhafínu og vatnið úr slöngunum
breyttist samstundis í gufu. Ég
var farinn að örvænta um að hægt
væri að slökkva eldinn en okkur
tókst það samt,“ sagði Donald
Manning, slökkviliðsstjóri. „Að
reyna að nálgast eldinn var eins
og að ganga inn í bræðsluofn."
Tvö hundruð og sjötíu slökkvi-
liðsmenn og áhafnir flögurra
þyrlna börðust við eldinn í rúmar
íjórar klukkustundir áður en þeim
tókst að ráða niðurlögum hans.
Manning slökkviliðsstjóri sagði,
að eldurinn hefði komið upp þegar
verið var að koma fyrir sjálfvirku
slökkvikerfí í húsinu en verkið
hefði þó ekki verið komið svo
langt, að hægt hefði verið að nota
það. í Los Angeles var það ekki
gert að skyldu fyrr en 1974 að
hafa slíkt kerfí í öllum háhýsum
en byggingin, sem eldurinn kom
upp í, First Interstate Bancorp-
byggingin, var reist árið 1971.
Það var mikið lán í óláni, að
eldurinn kviknaði eftir að venju-
legum vinnutíma lauk en 40
manns, aðallega ræstingarfólki,
tókst að flýja undan honum, niður
á neðri hæðir eða upp á þak.
Eldurinn leikur um 12. og 13.
hæðina í First Interstate Ban-
corp-byggingunni en áður en
slökkviliðsmönnum tókst að ráða
niðurlögum hans hafði hann ger-
eyðilagt 14. og 15. hæðina.
Atlantshaf sbandalagið:
Nauðsynlegt að auka
framlög til vamarmála
- segir aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna
ERLENT
London, Reuter.
WILLIAM Taft, aðstoðarvarnar-
málaráðherra Bandarfkjanna,
sagði í ávarpi er hann flutti i
London á miðvikudagskvöld að
aðildarriki Atlantshafsbanda-
lagsins i Evrópu þyrftu að stór-
auka framlög sín tii varnarmála
á næstu árum. Taft er nú i för
um Evrópu til að hvetja stjórn-
völd viðkomandi ríkja til að
leggja meira af mörkum til sam-
Evrópubandalagið:
Samþykkt um samhljóm
sláttuvéla í Evrópu í höfn
The Sunday Telegraph.
ÞRETTÁN ára þrotlausar
samningaviðræður embættis-
manna Evrópubandalagsins
hafa loksins getið af sér sam-
komulag um hávaðatakmörk
fyrir sláttuvélar f bandalags-
löndunum. Þetta verkefni hef-
ur reynt á innsæi og frumleika
þjá mörgum lögfróðum mönn-
um og stjómendum innan EB.
I Bretlandi, tíl dæmis, hafa
nokkrir opinberir starfsmenn
eytt dijúgum hluta starfsæv-
innar f að glfma við skilgrein-
ingu á hugtakinu „sláttuvél".
Eftir að skilgreiningunni „vél
til að klippa gras'* var hafnað
var ný hönnuð. „Vélknúið tæki
hentugt til að halda aftur af
grasvexti með þvf að klippa
sprettuna, með hvaða aðferð
sem er, á svæðum þar sem vex
gras til skrauts, skemmtunar,
tómstundaiðkunar eða f sam-
svarandi tiigangi.“
Samningaviðræður um sláttu-
vélahljóð sigldu í strand fyrir
mörgum árum vegna deilna um
prófanir og aðferðir við að mæla
hávaða vélanna. Þjóðverjar og
Hollendingar, sem framleiða
hljóðlátari sláttuvélar en Bretar,
vildu að hávaðamörk væru miðuð
við að vélamar væru notaðar á
mesta hraða. „Sláttuvélar eru
venjulega ekki notaðar fyrir
fullri orku,“ sögðu þá starfsmenn
breska viðskiptaráðuneytisins.
„Það yrði að hlaupa á eftir
sláttuvélunum ef svo væri.“
Öðru sinni komust viðræðum-
ar á viðkvæmt stig vegna ágrein-
ings um staðsetningu hljóðnema
við prófanir á hávaða vélanna.
Átti að hafa hljóðnema þar sem
sá sem stjómar vélinni stendur
eða Qær tækinu og taka þá mið
af hugsanlegri fjarlægð annarra
en stjómandans?
Tímamótasamþykktin árið
1984
Árið 1984 varð kúvending í
viðræðunum. Var þá stigið stórt
skref í átt að samkomulagi þegar
gerð var eftirfarandi samþykkt:
„Hljóðstyrkinn „hávaði á flatar-
mál“ (W/ftn) á að mæla sam-
kvæmt fyrstu málsgrein í kafla
7.2 í viðauka 1 í Leiðbeining-
arbæklingi 79/113/EB. Þegar
sláttuvél er á ferð skal mæling-
artími vera tíminn sem það tekur
að fara frá stað A að stað B á
jöfnum hraða.“ Er óhætt að full-
yrða, að þetta eru afar hand-
hægar leiðbeiningar fyrir garð-
sláttumenn sem vilja fara eftir
settum reglum.
Samningaviðræðum banda-
lagsríkjanna um hávaðamörk
sláttuvéla var hins vegar engan
veginn lokið þó þessi tímamóta-
samþykkt hefði verið gerð. Tvær
breytingar og viðamiklar við-
bætur við samþykktina voru loks
samþykktar í síðasta mánuði. í
anda bandalagsins varð að miðla
málum milli Breta og Þjóðveija
og sú málamiðlun var samþykkt.
Þýskir fengu lægri hljóðmörkin,
sem þeir höfðu farið fram á, og
breskir fengu samþykkt að sam-
þykktin tæki ekki gildi fyrr en
árið 1992 svo þeir gætu aðlagað
sláttuvélaframleiðslu sína há-
vaðamörkunum.
Bretar eru þó enn á varðbergi
gagnvart Þjóðveijum og haft
hefur verið eftir opinberum
breskum starfsmanni að líklega
eigi Þjóðveijar enn eftir að koma
með mótbárur. „Þetta mál er
ekki í höfn. Ég tel fullljóst að
við eigum eftir að lenda í vand-
ræðum vegna bensínsláttuvéla
sem gengið er á eftir,“ sagði
langþreyttur Bretinn.
Samhljómur
evrópskra sláttuvéla
Þrátt fyrir þreytumerki á opin-
berum starfsmönnum sem feng-
ist hafa við sláttuvélamálið í rú-
man áratug fagna bandalagslönd
samkomulaginu um nýjan sam-
hljóm sláttuvéla í Evrópu eins
og glasnosti Gorbatsjovs hefur
verið fagnað. Ákveðið var, í sam-
ræmi við þennan glasnost-anda
evrópskra skriffínna að samn-
ingsaðilar láti hver öðrum í té
upplýsingar um staðsetningu
rannsóknarstöðva þar sem
sláttuvélar eru hávaðamældar,
rétt eins og getið er um í samn-
ingi risaveldanna um útrýmingu
meðaldrægra flauga í Evrópu.
eiginlegra varna aðildarríkj-
anna.
„Staðreyndin er sú að ríki Evrópu
hafa, sem heild, efni á því að auka
Qárframlög til vamarmála," sagði
Taft og bætti við að menn yrðu að
gera sér ljóst að þrotlaus vígvæðing
Sovétmanna krefðist þess að vamir
bandalagsríkjanna yrðu treystar.
Auðugri ríki þyrftu ekki einungis
að veija auknum fjármunum til eig-
in vama heldur einnig veita fátæk-
ari aðildarrikjum hemaðaraðstoð.
Til að gefa orðum sínum aukinn
þunga vitnaði Taft til sögunnar og
sagði að NATO-ríkin í Vestur-
Evrópu mættu ekki verða lík hinum
„auðugu og lítt vörðu" nýlendum
heimsveldisins foma því ella yrðu
þau auðveld bráð fyrir „villimenn í
landvinningahugleiðingum".
í máli Tafts kom fram að einung-
is þijú aðildarríki; Bandaríkin, Bret-
land og Grikkland, veija meiru en
sem nemur fímm prósentum af
vergri þjóðarframleiðslu til vamar-
og öryggismála. Fimm ríki NATO
sagði Taft veija innan við þremur
prósentum vergrar þjóðarfram-
leiðslu í þessu skyni. „Það er ein-
faldlega ekki rétt að skera þurfí
niður áætlanir um félagslega upp-
byggingu þótt framlög til vamar-
mála verði aukin í Qögur prósent
af vergri þjóðarframleiðslu. Slík
aukning mun ekki heldur stefna
efnhag ríkjanna í voða,“ sagði Taft.
Bætti hann við að reynsla Banda-
ríkjamanna undanfarin tíu ár sýndi
ljóslega að aukin fjárframlög í
þessu skyni þyrftu ekki að minnka
hagsæld og hagxöxt. „Meira að
segja Bandaríkin, sem veija 5,7
prósentum af vergri þjóðarfram-
Ieiðslu til vamarmála, gætu leyft
sér að auka útgjöld sín á þessu
sviði," sagði aðstoðarráðherrann.
Á Bandarílq'aþingi gerast þær
raddir nú sffellt háværari að aðild-
arríki NATO í Vestur-Evrópu þurfí
að leggja meira af mörkum til eigin
vama. Hefur Taft þegar kynnt sjón-
armið Bandaríkjamanna í höfuð-
stöðvum NATO í Brussel og í Holl-
andi. Frá Bretlandi heldur hann til
Bonn og Rómar en I næstu viku
sækir hann Japana og Suður-
Kóreumenn heim.
í ávarpi sfnu í Brussel gagnrýndi
Taft þá ákvörðun Spánveija að
neyða Bandaríkjamenn til að flyija
omstuþotur af gerðinni F-16 frá
Spáni. Þá vék hann einnig að frum-
varpi sem nýlega var samþykkt á
danska Þjóðþinginu um ferðir er-
lendra herskipa innan danskrar lög-
sögu, sem leiddi til þess að Poul
Schliiter, forsætisráðherra Dan-
merkur, rauf þing og boðaði til
kosninga þann tfunda þessa mánað-
ar. Taft sagði ákvarðanir þessar
hafa mælst illa fyrir í Bandaríkjun-
um og óttuðust margir að samstaða
bandalagsrflq'anna kynna að rofna
af þessum sökum. Aðstoðarráð-
herrann sagðist á hinn bóginn ekki
vera fyllilega sammála þessu sjón-
armiði því stjómvöld í ríkjum NATO
hefðu oftlega sýnt að þau gerðu sér
ljóst mikilvægi þess að ríkin styddu
hvort annað í nafni sameiginlegra
hagsmuna.
Sovétríkin:
Fyrstu Krímtatar-
amir fá að snúa heim
Moskvu. Keuter.
SOVÉSK stjórnvöld hafa ákveð-
ið að fyrsti hópur Krimtatara,
sem leyft verður að snúa til síns
heima, fari þangað í þessum
mánuði. Einræðisherrann Jósef
Stalín lét flytja þá nauðungar-
flutningum I seinna stríði.
í Pravda Vostoka, málgagni
kommúnistaflokksins í Úzbekfst-
an, sem barst til Moskvu f fyrra-
dag, var getið átta verkamanna
úr fámennum hópi Krímtatara,
sem fá að fara til Krímskaga síðar
í mánuðinum til þess að hefla hús-
byggingar fyrir sig og fjölskyldur
sínar.
Stalfn lét flytja alla Krímtatara
til Mið-Asfu árið 1944, en hann
sakaði þá um að hafa unnið með
Þjóðveijum á meðan hemámi
þeirra á Krímskaga stóð. Tug-
þúsundir Tatara féllu á meðan
ferðinni austur á bóginn stóð.
í fyrra ákvað Sovétstjómin að
taka málefni Krímtatara til nýrrar
umfjöllunar eftir að 700 Tatarar
héldu mótmælafund á Rauða torg-
inu, þar sem þeir kröfðust þess að
fá að flytja aftur til Krím, sem nú
er hluti Ukraínu.