Morgunblaðið - 06.05.1988, Síða 30

Morgunblaðið - 06.05.1988, Síða 30
30 MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 FRÖNSKUM GÍSLUM SLEPPT í LÍBANON: Lausnargjald og ír- önum heítíð vopnum W. IIilI iun LIBRES EUF(H\ - segja heimildarmenn í Beirút Beirút, Reuter. HEIMILDARMENN Reuters-fré ttastofunnar i Beirút í Líbanon sögðu í gær að Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands og frambjóðandi til embættis forseta, hefði gert samkomulag við öfgamenn i Líbanon, sem slepptu þremur frönskum ríkisborgurum úr gislingu á miðvikudag. Kváðu heimildarmennimir stjómvöld í Paris hafa fallist á að selja írönum vopn og að endurgreiða 40 migjarða króna lán sem Frakkar fengu þjá íranskeisara árið 1979. Þá var og fullyrt að Chirac og stjórn hans hefði fallist á að greiða mannræningjunum lausnargjald en þeir höfðu haldið Frökk- unum þremur í gislingu i þijú ár. Chirac staðfesti i gær að lausn gíslamálsins bæri að þakka stjóravöldum i íran. Jacques Chirac sagði í gær að franska ríkisstjómin hefði ávallt „haldið virðingu sinni" á þessum þremur árum. „Nú þegar gíslamir í Líbanon hafa verið leystir úr haldi má ímynda sér að samskipti Frakklands og írans verði eðlileg á ný“. Vom þessi orð forsætisráð- herrans túlkuð á þann veg að ein- hvers konar samkomulag hefði verið gert við klerkastjómina í ír- an. Fylgismenn Khomeinis Mannræningjamir tilheyra líbönsku öfgasamtökunum „Jihad" (Heilagt stríð) sem starfa f tengsl- um við „Hizbollah“-samtökin (Flokkur Guðs). Samtök þessi em hliðholl stjóm öfgafullra múha- meðstrúarmanna í íran og hafa það helst á stefnuskrá sinni að breiða út „irönsku byltinguna" auk þess að hegna þeim þjóðum sem styðja íraka í Persaflóastríðinu. Vitað er að samtökin halda enn tveimur Bandaríkjamönnum í gíslingu en 22 útlendinga er sakn- að í Líbanon. Bar heimildarmönn- um sama um að líkur fyrir því að þessum gíslum yrði sleppt hefðu á engan hátt aukist þó svo að Frakkamir hefðu verið leystir úr haldi, Þvert á móti kynni sam- komulag þetta að ógni öryggi bandarískra og breskra gísla í Líbanon þar sem stjómvöld þess- ara rfkja hefðu alla tfð neitað að semja við öfgamenn. Leynileg vopnasala til írans Ónefndur heimildarmaður Re- uíers-fréttastofunnar sagði að Frakkar hefðu fallist á að selja írönum vopn gegnum eitthvert þriðja ríki. Væri aðallega um að ræða eldflaugar gegn skriðdrekum og skotfæri auk varahluta fyrir ratsjárkerfí írana og flota þeirra. Þá hefði franska ríkisstjómin einn- ig fallist á að endurgreiða að fullu 40 milljarða lán frá árinu 1979. Denis Baudouin, talsmaður Chric- as forsætisráðherra, sagði í París í gær að Frakkar hefðu þegar greitt tvo þriðju hluta lánsins og væri fyrirhugað að ljúka greiðsl- unum bráðlega. Sömu heimildir hermdu að sér- legur sendimaður Chiracs, Jean- Charles Marchiani, sem reynt hef- ur að fá gíslana leysta úr haldi, hefði greitt Iausnarféð áður en Frökkunum þremur var sleppt. Hefði það numið rúmum 70 millj- ónum íslenskra króna. Charles Pasqua, innanríkisráðherra Frakk- lands, sagði f gær að fréttir þessar væm bláber tilbúningur. „Við greiddum ekki einn franka, ekki einn dollar, ekki eitt jen eða mark,“ sagði hann. íranir hlynntir Chirac Líbanski ritstjórinn Hassan Sa- bra, sem fyrstur manna skýrði frá leynilegri vopnasölu bandarískra embættismanna til frans, sagði í Beirút í gær að íranir hefðu fyrir- skipað að gíslunum skyldi sleppt þar sem það myndi styrkja stöðu Jacques Chiracs í kosningabarátt- unni um forsetaembættið í Frakkl- andi. Klerkastjómin í íran teldi hann hófsaman og að unnt væri að ná samkomulagi við hann um ýms ágreingsefhi ríkjanna tveggja. fírmtfmím l <ltl I IIkiii «***t rilfiei j itinmu- r. f Irtii'iceSkWt 1* LfBERfö mmm mw0mmM lliw . r. r Af«. Reuter Forsiður franskra dagblaða voru að vonum lagðar undir lausn gisla- tnólains { gær en mennimir þrir höfðu verið á valdi mannræningja í Líbanon i þijú ár. Breskir gíslar i Líbanon: Semjum aldrei við maimræningja - segir Margaret Thatcher Londoa, Reuter. MARGARET Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, skýrði frá þvi i gær að stjómvöld i Frakklandi hefðu fullvissað sig um að ekki hefði verið greitt lausnargjald fyrir Frakkana þrjá, sem líbanskir öfgamenn slepptu úr haldi á miðvikudag. Þrir Bretar eru á valdi mannræningja i Líbanon og herma fréttir að þeir séu allir á lifi. Nokkrir breskir þingmenn mótmæltu harðlega i gær er þær fréttir bárust að Frakkar hefðu greitt öfgamönnunum lausnargjald þvi stefna Breta er sú að senya ekki við mannræningja og hryðjuverkamenn. Thatcher skýrði frá þessu á þingi í gær og tók skýrt fram að stjóm- völd á Bretlandi hygðust ekki hvika frá þessari stefnu sinni. Aldrei yrði gengið að kröfum öfgasamtaka og hiyðjuverkamanna. Eiginkona eins gíslsins, blaða- mannsins Jeans-Marie Kauffmanns, sagði eiginmann sinn hafa sagt að bresku gíslamir þrír væm allir á lifí. Hún tók hins vegar skýrt fram að þessar upplýsingar væm komnar frá mannræningjunum og gætu þvi tæp- ast talist áreiðanlegar. Bresku gíslamir þrír em Terry Waite, sér- legur sendimaður ensku biskupa- kirkjunnar, John McCarthy blaða- maður og Brian Keenfan kennari. Waite hefur verið haldið föngnum í 407 daga en hann hvarf skömmu eftir hann hélt til Beirút í Líbanon til viðræðna við öfgamenn þar. Ættingjar tveggja bresku gíslanna sögðu það óverjandi með öllu ef Frakkar hefðu gengið til samninga við líbönsku öfgamennina. Ekki yrði þó annað séð en það hefði einmitt verið gert. Slíkt samkomulag kynni að koma sér illa fyrir bresku gíslana í ljósi stefnu breskra stjóm- valda. Systir Brians Keenans kvaðst hins vegar ekki vera andvíg því að greitt yrði lausnargjald ef það yrði til þess að bróðir hennar fengi frelsi. „Myndir þú leggjast gegn því væri þetta bróðir þinn?“ spurði hún I við- tali við fréttamann Reuters-frétta- stofunnar. Kosið í Slésvík-Holstein á sunnudag; Kristílegum demókrötum spáð verulegu fylgistapi Bonn. Reuter. KRISTILEGI demókrataflokkurinn í Vestur-Þýskalandi neyðist liklega til að sleppa stjórnartaumunum í Slésvík-Holstein eftír kosningarnar á sunnudag. Er flokknum spáð miklu fylgistapi í ríkinu en hann hefur átt undir högg að sækja vegna pólitískra hneykslismála og efnahagslegrar stöðnunar. í skoðanakönnunum kemur fram, að kristilegir demókratar, CDU, sem hafa farið með völd í Slésvík-Holstein i Ijóra áratugi, fái ekki nema 36-37% atkvæða í kosn- ingunum á sunnudag en Jafnaðar- mannaflokkurinn um 50%. Frá því í kosningunum i september sl. hefur ekki verið neinn formlegur stjómarmeirihluti á ríkisþinginu en daginn fyrir kosningamar skýrði vikuritið Spiegel frá því, að Uwe Barschel, fyrmrn forsætis- ráðherra, hefði staðið fyrir ófræg- ingarherferð gegn frambjóðanda jafnaðarmanna. Síðan hafa kristi- legir demókratar stjómað ríkinu til bráðabirgða. Það, sem mestu veldur um líklegt fylgistap CDU, er óánægja með niðurskurð Evrópubandalags- íns á landbúnaðarframleiðslu og niðurgreiðslum til hennar og auk- inn stuðningur við hægriöfga- flokka. Þá óttast frammámenn flokksins, að margir fyrri kjósenda hans sitji heima til að mótmæla Barschel-hneykslinu. Barschel sagði af sér eftir kosn- ingamar í september en í október fannst hann látinn ofan f baðkeri í hótelherbergi í Genf í Sviss. Seg- ir lögreglan, að hann hafí augljós- lega svipt sig Iffí en fjölskylda hans er raunar á öðru máli. Þing- nefnd komst að þeirri niðurstöðu, að Barschel hefði fengið einkalög- reglumenn til að njósna um Bjöm Engholm, frambjóðanda jafnaðar- manna, SPD, og koma af stað hviksögum um kynferðislíf hans og meint skattsvik. Engholm hefur gert efíiahags- ástandið að sínu baráttumáli en máttarstoðir atvinnulífsins í Slésvík-Holstein, skipasmíðar og landbúnaður, eiga f miklum erfíð- leikum og atvinnuleysið er meira en landsmeðaltalið. Engholm hefur þvertekið fyrir samstarf við græningja takist hon- um ekki að ná hreinum meirihluta en samkvæmt skoðanakönnunum fá græningjar raunar ekki þau 5%, sem þarf til að fá menn á þing. Björa Engholm, leiðtogi jafnað- armanna. Heiko Hoffmann Bandaríkin: Leita að lífi á öðrum hnöttum Washington, Reuter. Vísindamenn við Geimrann- sóknastofnun Bandaríkjanna, NASA, hyggjast nota nýjar háþróaðar tölvur til að taka á mótí merkjum frá fjarlægum vitsmunaverum tíl að skera úr um hvort líf sé á öðrum hnöttum. Áætlað er að þessi rannsókn stofnunarinnar taki tíu ár og kosti 80 milljón dali, eða um 3,1 milljarð íslenskra króna. Fyrsta tölvan mun kosta um 12 milljón- ir dala, eða um 108 milljónir íslenskra króna, og verður hún sett upp í einni byggingu NASA í Goldstone í Kalifomíu. Áætlað er að hinar tölvumar kosti eina milljón dala, um 39 milljónir íslenskra króna og fyrirhugað er að setja þær f helstu stjömu- rannsóknastöðvar heimsins. Síðar verða send hljóðmerki til allra þeirra hnatta sem vitað er um í von um að svar berist.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.