Morgunblaðið - 06.05.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
31
Frönsku gíalarnir á Villacoubly-herflugvellinum skammt fyrir utan
Paris í gær. Frá vinatri Marcel Carton, Jean-Paul Kauffmann og
Marcel Fontaine.
Reuter
Ættmenni frönsku gislanna fagna þeim við komuna til Parísar.
Gíslarnir skýra frá martröðinni í Líbanon:
Einangraðir og í hlekkjmn
undanfama 14 mánuði
París, Reuter.
FRÖNSKU gíslamir þrír, sem verið höfðu á valdi mannræningja í
Líbanon í þijú ár, komu til Parísar í gær. Einn gíslanna, blaðamaður-
inn Jean-Paul Kauffman, sagði i viðtali að fætur þeirra hefðu ávallt
verið hlekkjaðir undanfama 14 mánuði.
Mennimir þrír þóttu líta vel út
er þeir stigu út úr þotunni sem
flutti þá frá Beirút. Jacques Chirac,
forsætisráðherra Frakklands, tók á
móti þeim á Villacoublay-herflug-
vellinum skamt fyrir utan París og
þakkaði írönum fyrir milligöngu
þeirra f máiinu. Sagði hann að bú-
ast mætti við því að stjómmálasam-
skipti rfkjanna færðust aftur í eðli-
legt horf.
Auk blaðamannsins var tveimur
frönskum stjómarerindrekum,
Marchel Carton og Marchel Fonta-
ine, sleppt úr haldi. Jean-Paul
Kauffmann, sagði í viðtali sem var
tekið, er þotan sem flutti þá frá
Líbanon millilenti í Grikklandi, að
mannræningjamir hefðu skýrt hon-
um frá því á miðvikudag að ákveð-
ið hefði verið að sleppa þeim. Frétt-
ir hermdu að Kauffman væri að-
framkominn en rödd hans var skýr
og greinileg. „Ég hef þraukað f
þijú ár. Nú ætla ég mér að njóta
líflsins," sagði Kauffmann er hann
ræddi við útvarpsmanninn Roger
Auque, en mannræningjar f Líbanon
höfðu hann í haldi þar til í nóvemb-
er á síðasta ári.
Örlög fjórða gíslsins
Kauffmann kvaðst að vonum
vera glaður þar sem martröðinni
væri nú lokið en sagði dauða flórða
gfslsins, Michels Seurats, skyggja
mjög á gleði sína. Sagði hann Seur-
at hafa látist af völdum krabba-
meins f maga og hefði dauðastríðið
verið langt og kvalafullt. „Dag eft-
ir dag fylgdumst við með baráttu
vinar okkar sem barðist stoltur og
af hörku fyrir lífí sínu og ávann sér
djúpa virðingu okkar. Hann hvarf
í desember árið 1985. Hann gæti
hafa notið nærvem fjölskyldu
sinnar í dauðastrfðinu og sú sára
tilhugsun mun fylgja mér alla ævi.“
Mannræningjamir, sem tilheyra
„Jihad“-samtökunum (Heilagt
strið) og hliðholl em írönum, skýrðu
frá því árið 1986 að Michel Seurat
hefði verið „tekinn af lífí“.
Kauffmann sagði að honum Car-
ton og Fontaine hefði öllum verið
haldið föngnum f sama herberginu
þar til í nóvember á síðasta ári
þegar mannræningjamir fluttu
Fontaine til. „Mér brá mjög að sjá
hann aftur, ég hélt að þeir hefðu
sleppt honum í nóvember". í við-
talinu kom og fram að Frakkamir
þrír fengu engar fréttir af því sem
fram fór utan veggja herbergisins.
Marchel Cartop sagði að mann-
ræningjamir hefðu haft fleiri gísla
f haldi en Frakkamir hefðu ekki
vitað nákvæmlega hverjir þeir vom.
„Martröðinni sem staðið hefur f
þijú ár er nú lokið. Mér fínnst ég
vera fæddur til nýs lífs“.
í haldi með Anderson
í París sagði Carton að honum
hefði verið haldið í gíslingu f Beirút
ásamt bandariska blaðamanninum
Terry Anderson. Anderson var yfír-
maður skrifstofu Associated Press-
fréttastofunnar í Beirút er honum
var rænt 16. mars 1985. Carton
var spurður hvemig honum hefði
tekist að lifa prísundina af. „Með
þvf að lesa bækur og Ieika skák og
dóminó við hinn bandarfska vin
minn“. Carton kvaðst ekki geta
hætt að hugsa til Andersons. „Við
verðum að gera allt sem við getum
til að fá hann leystan úr haldi“.
Aderson var rænt sex dögum á
undan Marcel Carton en talið er
að öfgamenn f Beirút hafí átta aðra
Bandarfkjamenn á valdi sínu.
Nýja Kaledónía:
Frönsku gíslamir frels-
aðir eftir harðan bardaga
15 kanakar og tveir hermenn í valnum
Noumea, Reuter.
FRANSKAR hersveitir frelsuðu í gær 22 franska herlögreglu-
þjóna úr gíslingu á Nýju Kaledóníu f gær. Það gerðist þó ekki
átakalaust því eftir harðan bardaga lágu 15 maimræningjanna
og tveir hermannanna í valnum. Aðgerðin tók sjö klukkustundir
og torveldaði það hana mjög, að gíslarnir voru geymdir í helli efst
á bjargi, en allt umhverfis þykkur frumskógur. Að sögn Bernard
Pons, nýlenduráðherra, tóku 60 úrvalshermenn og herlögreglu-
þjónar þátt í aðgerðinni. Mannræningjarnir, sem allir voru inn-
fæddir kanakar, reyndust vera um 30 talsins.
Pons sagði að gíslatakan hefði
verið árás á heiður Frakklands,
franska hersins og herlögreglunn-
ar, en gíslamir vom frelsaðir í
sama mund og stjóm Jacques
Chirac tóks að fá þijá franska gísla
lausa úr haldi í Líbanon, en þeir
höfðu verið þijú ár í höndum líban-
skra mannræningja.
Þrautskipulög'ð aðgerð
Árásin hófst í dögun þegar sveit-
imar læddust í gegn um frumskóg-
inn, en franskar herþyrlur flugu í
sífellu yfír frumskóginn til þess að
hermannanna yrði síður vart í öll-
um hávaðanum.
Þegar hermennimir komu að
hellinum biðu þeir ekki boðanna
og gerðu tafarlausa árás á mann-
ræningjana. Barist var með vél-
byssum á stuttu færi og féllu tveir
hermannanna þegar í stað. Eftir
talsverða skothríð réðust hermenn-
imir til inngöngu f hellinn og hand-
tóku þá 13 mannræningja, sem enn
voru á lífí. Þrír mannræningjanna
og tveir herlögregluþjónar eru al-
varlega særðir.
Leiðtogar aðskilnaðarsinna kan-
aka sögðu á daglegum frefta-
mannafundi sínum að árásin væri
„nýtt dæmi um villimennsku ný-
lendustefnunnar" og sögðu hana
vera „skammardag fyrir Frakk-
land“.
Hundmð kanaka hafa barist
gegn frönskum yfírvöldum eyjunn-
ar undanfamar tvær vikur. 24
manns hafa fallið í átökunum, þar
af þrír herlögregluþjónar, sem vom
höggnir í spað, og einn sem var
skotinn til bana af mannræningj-
unum.
Sósfalfsk þjóðarfylking kanaka
(FLNKS) sagði að þeir kanakar,
sem fallið hefðu í árásinni væm
píslarvottar og skoraði á kanaka,
sem em um 43% íbúa eyjunnar,
að „taka upp hanskann gegn ný-
lendustefnunni, vegpia þess að
stund baráttunar hefur mnnið
upp.“
Pons sagði að ákvörðunin um
árásina hefði verið tekin vegna
ítrekaðra hótana mannræningj-
anna um að drepa gíslana. „Staðan
var orðin óbærileg, gíslamir hefðu
getað verið drepnir á hverri
stundu.“
„Við höfðum reynt allt, hefð-
bundnar samningaviðræður, vfsað
til mannúðarsjónarmiða og hvað
ekki. En spennan jókst bara og
við komumst að þeirri niðurstöðu
að ekki væri unnt að semja um
málið.
Pons skýrði ennfremur frá því
að árásarsveitimar hefðu vitað að
hægt væri að treysta á samvinnu
gíslanna, því fímm þeirra em í
sérsveitinni GIGN, en helsta hlut-
verk hennar er að beijast gegn
hryðjuverkamönnum. Yfírmanni
GIGN, Philippe Legoijus höfuðs-
manni, sem verið hafði meðal-
göngumaður mannræningjanna og
gfslanna, hafði áður tekist að
smygla tveimur skammbyssum til
gíslanna og einnig látið þeim í té
lykla, sem þeir notuðu til þess að
fjarlægja handjámin þegar árásin
hófst.
Legoijus var í hópi þeirra, sem
mannræningjamir höfðu upphaf-
lega rænt, en tókst að ávinna sér
traust þeirra og fékk að fara óá-
reittur milli hellisins og jrfírvalda.
Það kom sér hins vegar illa, þvf
þegar til kom var það Legoijus sem
fór fyrir árásarsveitinni.
Líbanon:
Nokkrir
skærulið-
arfelldir
Jerúsalem, Reuter.
HERMENN i Suður-Líbanons-
her felldu nokkra skæruliða í
gær, sama dag og síðustu ísra-
elsku hermennimir komu til
ísraels eftir tveggja daga leit
að skæruliðum í Suður-Líbanon.
Átökin áttu sér stað í grennd
við þorpið Maidoun, þar sem 40
skæruliðar og þrír ísraelskir her-
menn féllu þegar ísraelskir her-
menn leituðu skæruliða og búða
þeirra á miðvikudag. Talsmaður
ísraelska hersins sagði að hermenn
í Suður-Líbanonsher hefðu tekið
eftir jeppabifreið sem í hefðu verið
vopnaðir skæruliðar á leið til Ma-
idoun. Hermennimir hefðu elt bif-
reiðina og fellt skæmliðana. Hann
sagði ekki hversu margir þeir
hefðu verið.
ísraelsk útvarpsstöð greindi frá
því að þremur flugskeytum hefði
verið skotið á öryggissvæði ísraela
frá Marjayoun, norðan við landa-
mæri ísraels. Nokkur viðbúnaður
var í byggðum ísraela við landa-
mærin vegna hugsanlegra hefnd-
araðgerða Palestínumanna eða
skæruliða Hizbollah-samtakanna.
Leiðtogar ísraela sögðu í gær
að ísraelski herinn gæti ráðist aft-
ur inn fyrir landamæri Líbanons
héldu palestfnskir skæmliðar
áfram árásum sínum yfír landa-
mærin. ísraelar lýstu almennt yfír
stuðningi við aðgerðir ísraelshers
í Maidoun, en nokkrir sögðust ótt-
ast frekari íhlutanir Israela í
Lfbanon.
KRGN / Morgunblafiifi / AM
Louisiana:
Einn lést í
sprengingu
Norco. Reuter.
MIKIL sprenging varð í gær í
efnaverksmiðju og olíuhreinsun-
arstöð Shell-olíufélagsins skammt
frá New Orleans f Louisianariki
í Bandaríkjunum. Lét einn maður
lífíð og 19 slösuðust.
Talsmaður lögreglunnar f Louis-
iana, Mike Taylor, sagði, að 2.800
manns hefðu verið fluttir á brott
eftir sprenginguna enda lagði mik-
inn og svartan reyk yfír nágrennið.
Við sprenginguna brotnuðu rúður f
húsum í allt að fimm km fjarlægð
og mátti heyra dmnumar í 100 km
fíarlægð.
Yfírmaður olíuhreinsunarstöðvar-
innar sagði, að tilraunir til að hemja
eldinn hefðu gengið verr en ella
vegna þess, að sfmasambands- og
rafmagnslaust varð við fyrstu
sprenginguna. Ekki er vitað hvað
henni olli.