Morgunblaðið - 06.05.1988, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 06.05.1988, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 45 Minning: Jón Einarsson frá Hafnarfirði Fæddur 21. júlí 1900 Dáinn 29. apríl 1988 Hinn 29. apríl sl. andaðist á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði í hárri elli Jón Einarsson verkamað- ur. Með honum er eftirminnilegur og góður maður genginn, sem allir munu sakna, er honum kynntust og með honum voru. Jón fæddist 21. júlí árið 1900 í Stykkishólmi. og voru foreldrar hans hjónin Olöf Jónsdóttir og Ein- ar Jónsson. Jón ólst upp á Snæfells- - nesi og dvaldi þar á ýmsum stöðum, þar til að leið hans og fóstru hans Ragnheiðar lá suður til Hafnar- íjarðar, en þangað komu þau í kringum 1920. Þar stundaði hann almenna verkamannavinnu, eftir því sem hana var að fá, meðal ann- ars í íshúsi Hafnarfjarðar og síðustu starfsárin í Sædýrasafninu. Auk þess vann hann um árabil við búið á Vatnsenda hjá Lárusi Hjalte- sted, frá þeim tíma átti Jón góðar minningar. Jón Einarsson var mörgum góð- um kostum búinn, svo sem góðri greind, næmri og hárfínni kímni- gáfu. Bókhneigður var hann með afbrigðum og naut í ríkum mæli að lesa höfuðskáld okkar, og gaman var að heyra hann fara með fleyg orð og hendingar úr verkum þeirra, sem hann endurtók gjaman og hnykkti þá betru á í hið síðara. Vel er þekkt eftirfarandi setning úr góðri bók, sem Jón mat mikils og tók heilshugar undir í orði og verki. „111 meðferð á skepnum ber vott um grimmt og guðlaust hjarta." Vandfundinn mun sá maður, sem náð hefur jafn góðu og innilegu sambandi við dýr og Jón Einarsson. Hann umgekkst þau aldrei sem skynlausar skepnur heldur gædd viti go tilfinningum, enda urðu þau dýr, sem hann gegndi, öll vinir hans. Þetta sást hvað best, ef komið var suður í Sædýrasafn, þar sem hann vann um skeið. Það var ánægjulegt að heyra hvemig hann talaði við dýrin og sjá þau fagna honum. Eitt sinn er Jón kom aftur til vinnu sinnar, eftir nokkura daga lasleika, fagnaði ljónynjan honum með því að leggja hramminn af mikilli varúð jrfir öxl hans eins og hún vildi segja, „gaman er nú að sjá þig aft- ur gamli vinur". Síðla árs 1973 átti Jón í hús- næðiserfiðleikum og kom hann þá inn á heimili okkar og var þar heim- ilisfastur í nær 4 ár. Það er alltaf ávinningur að kynnast nánar manni eins og Jóni og fyrir það erum við öll j)akklát. í nóvember árið 1977 var Jón svo lánsamur að komast sem vist- maður á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar sem hann dvaldi við mjög góða umönnun og aðbúnað, sem hann þakkaði af alúð. Einn er hver á vegi þó með öðrum fari, einn í áfanga þó með öðrum sé, einn um lífsreynslu einn um minningar enginn veit annars hug. Samt er í samfylgd sumra manna andblær friðar án yfirlætis, áhrif góðvildar, inntak hamingju þeim er njóta nær. (Höf. Guðmundur Böðvarsson) Fjölskyldan Bólstað Ég fann hjá mér mikla þörf að kveðja með nokkrum orðum gamlan og góðan vin og samstarfsmann um árabil. Sjálfrátt eða ósjálfrátt tengj- umst við vináttuböndum við aðeins örfáa af öllum þeim aragrúa fólks sem við eigum samneyti við á langri lífsleið. Það er kannski viðhorfið til lífs og leiks sem miklu ræður. Nokkur aldursmunur kom ekki í veg fyrir nána vináttu. Viðhorfið til lífsins bauð oft upp á margar samræðustundir hvort sem á dag- skrá var pólitík, bækur eða ljóð, yfir kaffibolla eða glasi af eðalvíni á góðri stund. Á kveðjustundinni kemur f hug- ann hversu misjafna nærveru menn hafa. Góða nærveru oft og mörgum sinnum vil ég þakka. Þó Jón Einarsson hefði mjög litla skólagöngu að baki var hann ótrú- Hildur, frænka mín og góð vin- kona, lést í Landspítalanum, fimmtudagsmorguninn 28. apríl. Hún var búin að vera mikið veik af og til í 2 ár. Hún stóð sig svo vel allan tímann, gat gert að gamni sínu, og var alltaf svo gott að tala við hana, hún var alltaf svo hlýleg, og góður vinur vina sinna. En allan tímann var maður að vona að bat- inn kæmi, en sú von brást. Nú'er þrautum hennar lokið, og hún kom- in í ljósið bjarta, þangað sem kær- leikann og góðleikann er að finna. Mér finnst erfítt að sætta mig við og skilja, að Hildur mín sé ekki lega víðlesinn og fróður. Bijóstvitið og eðlisgreindin var sérlega góð. Ljóð og þjóðlegur fróðleikur voru hans áhugamál, og ekki sakaði að taka í spil þegar svo bar undir. Jón Einarsson var fæddur í Stykkishólmi 20. júlí árið 1900 en hann fór ungur maður að heiman í atvinnuleit. Hann vann á ýmsum stöðum til sveita en kom til Hafnar- ijarðar um 1920 og vann þar verka- mannavinnu á ýmsum stöðum. Jón var eftirsóttur starfsmaður því hann var hraustur til vinnu og verk- laginn. Hið ljúfa og hljóðláta við- mót gerði hann vinsælan af starfs- félögum og vinnuveitendum. Jón gætti þess vel að ekki væri hægt að setja út á störfin. Það er gjaman sagt um slíka menn að þeir séu af gamla skólanum, þegar þeir eru samviskusamir í hvívetna. Vinnu- lúnar hendur og veðurbarið andlit báru merki um mikið og langt starf að baki. Það var sérstætt í fari Jóns Ein- arssonar að hann gerði aldrei kröf- ur sjálfum sér til handa. Honum fannst nógir aðrir um að gera kröf- ur með miklum hávaða. Steytingar og upphrópanir féllu ekki að skap- gerð Jóns Einarssonar. Það var aldrei lagt illt til nokkurs manns. Jón kvæntist aldrei en bjó ætíð einn á ýmsum stöðum og oftast við gott atlæti húsráðenda því við nán- lengur hér, nú er ekki lengur hægt að hringja til hennar, og spjalla við hana, við vorum búnar að ráðgera að gera svo margt í sumar, fara í ferðalög, við ætluðum í Stykkishólm til Dóru systur og í Tjaldanes, til Ástu frænku, og hlökkuðum mikið til, en eitt veit ég, að Hildur verður efst í huga mínum þegar ég fer í þessi ferðalög, og ég mun sakna hennar mikið. Mig langar að þakka læknum og hjúkrunarfólki á deild 11A í Landspítalanum, fyrir alla þeirra hjálp og góðmennsku í garð Hildar. Ég votta bömum, tengdabömum ari kynni féll hann flestum vel í geð því fólk fann til hinnar góðu nær- veru. Best naut Jón sín í þröngum hópi vina við sögur og ljóð. Þá kom fram kímni og frásagnarhæfíleiki sem of fáum er gefínn. Jón hafði af miklu að miðla í fróðleik. Glettni skein úr augum við hveija frásögn. Jón var heilsuhraustur maður með afbrigðum þar til á efri ámm en þá rak hvert áfallið annað og síðustu árin vom erfið. Hann hafði oft á orði hversu mikla umhyggju hann nyti á Hrafnistu í Hafnarfírði en þar lést hann 29. apríl sl. Hann var þreyttur en sáttur þegar að endalokum dró. Sjálfur fannst hon- um hæfilegt að kveðja. Ég þekki fáa samferðarmenn sem svo sáttir hafa mnnið sitt æviskeið og árekstralítið við aðra menn. Ef fleiri, æðri sem lægri, væm búnir hæfileikum Jóns Einars- sonar í starfi og í samskiptum við aðra menn, væri heimurinn betri. Þegar þessi aldni heiðursmaður er kvaddur situr ljúf minning eftir, skrýtnar sögur og gamansamar, og ótal kviðlingar frá góðum stundum. Við hjónin og bömin söknum góðs vinar. Það er ljúft að geta góðs sam- ferðarmanns á kveðjustund. Guð blessi minningu Jóns Einarssonar. Jón Kr. Gunnarsson og bamabömum innilega samúð, og bið góðan guð að gefa þeim styrk. Megi elsku Hildur hvfla í friði. Maja Sigurðar Hildur Ö. Eggerts- dóttír - Minning GOODYEAR Grand Prix S Radial SUMARDEKK AGOODYEAR KEMST EG HEIM m LEIÐANDI I VEROLD 1A KNIEROUNAR HJOIBARDA _____________HF Laugavegi 170 172 Simi 695500 PRISMA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.