Morgunblaðið - 06.05.1988, Side 47

Morgunblaðið - 06.05.1988, Side 47
47 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 Ferilgreining Guðmundar Einarssonar: SÍS eignaðist kaffið og seldi það aftur til KA VIÐSKIPTIN SÝND MYNDRJENT. I B C (SAMTÖK FRAMLEIÐENDA) F N C NAF gerir samning vió samtök framleióenda um kaup á kaffi m.a. fyrir SlS. \/ li- N A F NAF gerir samning fyrir SÍS um kaup á kaffinu fyrir reikn- ing SÍS. SlS greióir framleiðandanum kaff- ió meó peningum til banka skv. tilvisun seljanda. NAF og SÍS sjá um flutning á > f kaffinu frá umskipun- arhöfn i Evrópu. S I S KA kaupir kaffió af SÍS og greiðir þaö meó vixli í L.I. á Akureyri. KA sér um tol1ski1. > K A Hér eru kaffiviðskiptin sýnd myndrænt. Teikning þessi er tekin úr álitsgerð Ráðgjafarþjónustu Lagastofnunar háskólans. þar sem segir að gegn neitun ákærða þyki ekki alveg nægjanleg- um stoðum skotið undir lögfulla sönnun fyrir sök hans. Loks lagði hann málið í dóm og krafðist sýknu. Eðli viðskiptanna Guðmundur Ingvi Sigurðsson, veijandi ákærða Hjalta Pálssonar, tók næstur til máls. Hann sagði málið fyrst og fremst snúast um hvort um umboðsviðskipti hefði ver- ið að ræða. Hann sagði að ráða- menn SÍS ættu sína sök á þvf í hvaða farveg málið fór, með þvi að nefna viðskiptin umboðsviðskipti. Þó hefði ekki verið óeðlilegt að þeir notuðu þetta hugtak, því marg- ir aðrir reyndir og fróðir menn í viðskiptum hefu fallið í sömu gryfju. Árið 1981, þegar fyrst var farið að ræða um skiptingu tekna af kaffi- innflutningi, hefði borið nauðsyn til að skilgreina viðskiptin, en það hefði því miður ekki verið gert. Menn hefðu gengið út fra'því að um umboðsviðskipti væri að ræða. Þá hefði Rannsóknarlögregla ríkis- ins einnig gefíð sér þá forsendu og hagað spumingum sínum í sam- ræmi við það. Ágreiningur um hvort SÍS eða Kaffibrennslunni bæru tekjumar, hefði þó átt að vekja rannsóknaraðila til umhugsunar. Til dæmis hefði ekki verið haft sam- band við NAF fyrr en verjendur hefðu óskað eftir því haustið 1986. „Víraríkissaksóknari talar um skólabókardæmi í fjársvikum. Þetta gæti hins vegar verið skólabókar- dæmi fyrir rannsóknaraðila um að kokgleypa ekki framburði, heldur rannsaka alla þætti málsins," sagði verjandinn. Hann sagði sakadóm þó eiga þakkir skildar fyrir að átta sig á að ekki hafi verið um skjala- fals að ræða, þó ekki hafi dómurinn borið gæfu til að skilja eðli viðskip- tanna. Það væri þó eðlilegt, því málið væri flókið. Varðandi meinta launung í við- skiptunum sagði Guðmundur, að menn básúnuðu ekki um gróða af viðskiptum sínum og launung um slíkt þætti sjálfsögð. Þetta kæmi meðal annars fram í framburði Hjalta og forstjóra O.Johnson & Kaaber. Þá benti veijandinn á, að í skýrslu Guðmundar Einarssonar, verkfræðings, kæmi fram, að Bras- ilía og Kólumbía viðhefði leynd { kaffíviðskiptum og væri ástæðan meðal annars sú, að ekki nytu allir viðskiptavinir sömu kjara. Um tvöfalt reikningakerfi sagði Guðmundur, að afsláttur af send- ingu hefði ekki komið til greiðslu fyrr en síðar og því hefðu reikning- ar hlotið að sýna brúttóverð. SIS hefði nærri undantekningalaust verið skráð á reikningana sem kaupandi k.affisins og mætti því staðhæfa að svo hefði verið. Bras- ilíumenn hafí viljað hafa tvöfalt reikningakerfí og það hafi verið fast form í kaffíviðskiptum. „Þeir beittu þessu um gjörvalla heims- byggðina," sagði veijandinn. Hann benti.á framburð Amórs Valgeirs- sonar, þar sem komið hefði fram, að ekki var litið á nettóreikning sem vömreikning, heldur sem reiknings- skitaskjal og sagði að tvöfalt reikn- ingakerfí hefði ekki verið notað í blekkingarekyni. Loks sagði veijandinn, að ekkert benti til þess að Hjalti og Erlendur hefðu sammælst um fjársvik, það kæmi hvergi fram nema í ákæru. í ákærunni segði líka að þeir hefðu staðið fyrir því að tvöfalt kerfí reikninga var notað, en sú fullyrð- ing hafí fallið um sjálfa sig fyrir héraðsdómi, enda ekki hægt. að renna neinum stoðum undir hana. Þá hafi foretöðumenn deilda innan SÍS verið sjálfstæðir í starfí og undirmenn Hjalta ekki þurft að hafa samráð við hann vegna allra mála: Að vísu hafí því verið haldið fram að svo væri um kaffíkaupin, en því hefði Hjalti neitað. Þá hefði það ekki verið í verkahring Hjalta að taka ákvörðun um hvert tekjur af kaffiviðskiptunum skyldu renna, en hann hefði talið eðlilegt og sjálf- sagt að þær rynnu til SÍS, sem hafði veg og vanda af því að koma viðskiptunum á og tók lán vegna þeirra. Guðmundur Ingvi Sigurðsson lauk ekki vamarræðu sinni f gær og heldur henni áfram í dag. GUÐMUNDUR Einarsson verk- fræðingur hefur samið svo- nefnda ferilgreiningu um kaffi- viðskiptin fyrir SÍS og var hún lögð fram i málinu í hæstarétti f gær. Frumkvæði að þessari fer- ilgreiningu áttu þeir Guðjón B.OIafsson, forstjóri SÍS og Val- ur Arnþórsson, stjómarformað- ur SÍS, en hann er jafnframt stjómarformaður Kaffibrennslu Akureyrar. Tilgangurinn með þessari feril- greiningu var að fá svar við þeirri spumingu, hvemig kaffíviðskiptin hefðu átt að fara fram, úr því að þau voru dæmd ólögleg í undirrétti eins og framkvæmd þeirra var hátt- að. Gagnasöfnun og úrvinnsla skyldi vera með þeim hætti, að skýrelan myndi nýtast vamaraðil- um í málinu. Guðmundur Einarsson var valinn til þessa verkefnis vegna reynslu sinnár af milliríkjaviðskiptuin. f þessari ferilgreiningu rannsakar hann allar athafnir og skjöl tengd hrákaffikaupunum á ámnum 1979-1981. Jafnframt leitast hann við að túlka og skýra alls konar orð og hugtök, sem þama skipta máli, en kaffíviðkiptin fóm að mestu leyti fram á ensku. Loks er leitað um- sagnar margra aðila, þar á meðal hjá ríkisendurekoðun, gjaldeyriseft- irliti Seðlabankans, tollstjóra, laga- deild og viðskiptadeild háskólans og hjá Verzlunarráði Islands. Ferilgreining þessi er rúml. 250 blaðsíður. Þar er leitast við að bijóta til mergjar gögn málsins, sem era sum hver mjög óaðgengileg við fyrstu sýn og auðvelt að misskilja þau. Jafnframt er þar Ieitast við að renna stoðum undir þá stað- hæfíngu SÍS, að það hafí orðið eig- andi kaffisins og siðan selt það aft- ur til Kaffibrennslu Akureyrar. Ástæðan er sú, að sakadómur byggði dóm sinn á hinu gagnstæða, það er að um umboðsviðskiptí hefði verið að ræða og sakfellir hina ákærðu. Af sömu ástæðu komst dómurinn að þeirri niðuretöðu, að Kaffíbrennslu Akureyrar hefðu bo- rið allir þeir afslættir, sem framleið- endur veittu kaupendum vegna við- skiptanna. Guðmundur Einareson rekur feril hrákaffisins frá framleiðendum í Brasilíu og Kólumbíu um Rotterd- am til Reykjavíkur og þaðan til Akureyrar. Þar kemur m. a. fram, að hinir erlendu viðsemjendur SÍS telja það í öllum tilfellum kaup- anda. Árið 1979 breyttust viðskipt- in ennfremur á þann hátt, að SÍS tók _að sér að fjármagna kaffikaup- in. í bókhaldi SÍS og samskiptum þess og Kaffibrennslu Akureyrar var þó gert ráð fyrir, að SÍS fengi 1,5% umboðslaun af viðskiptunum. Eitt af þeim gögnum, sem Guð- mundur Einareson Ieggur fram I ferilgreiningu sinni, er álitsgerð frá Ráðgjafarþjónusta Lagasstofnunar Háskóla Islands og er hún samin af Jóni L. Amalds nú borgardómara og Þorgeir Örlygssyni prófessor. f niðurstöðu þessarar álitsgerðar seg- ir m. a.: Samkvæmt fyrirliggjandi gögn- um greiðir SÍS viðkomandi erlend- um framleiðanda kaffifarm þann, sem keyptur hefur verið fyrir SÍS hveiju sinni í skjóli áðurgreinds umsýslusamnings. Virðist SÍS því verða eigandi farmsins fyrir milli- göngu NAF (Norræna samvinnu- sambandsins), þegar við útskipun i framleiðslulandinu. SÍS og viðkomandi kaffiframleið- andi hafa samstarf um flutning frá Brasilíu og Kolúmbiu til Evrópu. SÍS sem eigandi sér um áffarn- haldandi flutning farmsins til ís- lands. Þegar farmurinn kemur til fslands, virðist sem kaup (commerc- ial sale of goods) um farminn ger- ist öðm sinni, þar eða í millum SÍS og KA. Virðast þau kaup gerast þannig, að KA greiðir SÍS í London farminn með víxli eins og áður er lýst. Leysir KA farminnúr tolli og verður þar með eigandi hans. Morgunblaðið/Silli Þátttakendur á 88. aðalfundí Kvenfélagasambands Suður-Þingeyinga í Ýdölum 1988. Húsavík: Aðalfundur Kvenfélagasambands S-Þingeyinga Húsavik. Kvenfélagasamband Suður- Þingeyinga hélt 83. aðalfund sinn í Ýdölum fyrstu helgina á sumri. Þetta er eitt af elstu og öflugustu félagasamtökum I sýslunni og er formaður þess nú Jóhanna Á. Steingrímsdóttir, Arnesi. Eftir að Laugalandsskóli hafði verið lagður niður var eitt af bar- áttumálum sambandsins á sinum tíma bygging húsmæðraskóla á Norðurlandi og urðu átök um það, hvort hann ætti að vera á Akur- eyri eða i sveit. Niðurstaða varð sú vegna forgöngu sambandsins að skólinn var byggður á Laugum og tók hann til starfa 1929 og gegndi um áratuga skeið miklu menningarhlutverki bæði um bæi og sveitir. Aðalfundurinn stóð í tvo daga og vom þar mörg mál tekin til umræðu og afgreiðslu. Meðal ann- ars var rætt um umgengni utan hÚBa og talið var þar vfða þörf úrbóta. Samþykkt var að hvetja til lagfæringa og að kvenfélögin hvert i sfnu heimahéraði hefðu samband og samráð við viðkomandi sveitar- stjómir. Áskomn var samþykkt og send til Alþingis um að fella framkomið frumvarp um sölu og framleiðslu á áfengum bjór. Töldu fundarkonur vanda þjóðfélagsins vegna vínneyslu og vímugjafa ærinn fyr- ir, þó ekki væri bjómum bætt við. Á vegum sambandsins em eftir- taldir sjóðir, sem konumar vinna ötullega að að efla: Sjúkrasjóður, sem styrkir tækjakaup til sjúkra- húsa, Menningarsjóður þingeyskra kvenna, sem veitir námsstyrki í vissum tilfellum, og Ferðasjóður, sem hefur það hlutverk að styrlqa konur til þátttöku í orlofum oj ráðstefnum kvenna erlendis. siðasta ári veitti sambandið styrki til allra námskeiða sem haldin vom á svæðinu. Sjúkrahúsinu á Húsavík vom gefin tæki sem kostuðu um 900 þúsund krónur. Fastur liður í starfsemi sam- bandsins er útgáfa ársritsins Berg- máls og útgafa jólakorta, sem kon- ur hafa teiknað. Innan sambands- ins starfar Lissýarkórinn — sem er kvennakór skipaður um 50 kon- um. Fundarkonur gistu bæi í Sveit- inni og eykur slikt kynni og eflir samstarfið. — Fréttaritari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.