Morgunblaðið - 06.05.1988, Side 49

Morgunblaðið - 06.05.1988, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 ^49 Bergsveinn Guð- mundsson -Mimúng umar Ingveldi, Helenu og Eygló og reyndist Gísli þeim sem besti faðir. Þau Gísli og Laufey vom ná- grannar okkar hjóna og vinafólk frá fyrstu kynnum, við ferðuðumst og skemmtum okkur saman. Man ég vel skemmtanir sem við sóttum með þeim sem átthagafélag Sléttu- hrepps stóð fyrir og þorrablót sem voru mjög skemmtileg. Það var auðfundið að þetta elskulega og samhenta fólk, sem hafði orðið að yfírgefa átthaga sína, hafði mikla þörf fyrir að hittast og halda hóp- inn, tala saman og skemmta sér og var þá oft glatt á hjalla. Stundum var sest að spilum og var þá ekki verra að faðir Laufeyj- ar, Ami Guðmundsson útvegsbóndi frá Teigi í Grindavík, væri viðstadd- ur því hann spilaði af lífí og sál. Ámi dvelst nú á Hrafnistu DAS í Hafnarfírði, háaldraður, en em og hress í anda. Gísli bar mikla ást til átthaganna fyrir vestan og komu þau Laufey sér upp aðstöðu þar til sumardvalar. Þau ferðuðust mikið hérlendis og erlendis og áttu margar góðar stundir þar saman. Nú er Gísli blessaður fallinn frá, en lífíð heldur áfram sinn vana- gang. Margs er að minnast og margs er að sakna, en þó er mestur sökn- uður eiginkonu, bama og bama- bama. Elsku Laufey, við vottum þér, bömum þínum og tengdabömum og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúð. Góður drengur er genginn en minning hans lifír. Guðrún Árnadóttir, Pétur Hannesson. sem land var að hafa á hveijum tanga og hverri vík. Urðu það örlög sumra að lognast útaf án þess að lifna eða verða atvinnulífi staðarins að gagni. A kreppuárunum sem fylgdu síldarleysinu á ámnum 1966—1970 dvaldi ég eitt vorið á heimili Finn- boga. í aðgerðarleysinu um vorið fann hann það sér til afþreyingar að setja upp landnót með gamla lag- inu í þeirri von að síld gengi í fjörð- inn að nýju. Margt kvöldið og marga nóttina fór ég með Finnboga út með fírði til að svipast eftir sfld er geng- ið hefði í fjörðinn. Oft fylltust við von er sá á sporðaköst eða fuglager sem reyndist ýmist vaka yfír sfli eða smáufsa. Vorið leið í spenningi og von um veiði, sem bætt gæti fár- haginn, en árangurs. Meira í gamni en alvöru og til að sýna mér og son- um sínum gamalt verklag var nót- inni kastað út við Hánefsstaðaeyrar í skugga nýreistrar Síldarverksmiðju sem aldrei varð annað en útgjöldin fyrir þá stórhuga er að byggingu hennar stóðu. Aflinn sem var einn eða tveir marhnútar er sennilega eini aflinn sem verksmiðjunni barst, var þó meira til hennar lagt en afl vinnulúinna handa Finnboga, sem reyndi af mætti en litlum efnum að leggja sitt af mörkum til að rífa sig upp úr doða og djöfulskap athafna og atvinnuleysis. Minningabrot þessi um sérstæða atvinnuhætti fyrri tíma, er upprifjun frá viðræðu okkar Finnboga, sem hann varðveitti og gaf mér með sér á þessum vomóttum 1967. Árið 1976 lést Kapitóla og brá þá Finnbogi búi og flutti til Reykjavíkur og settist hann hjá Kolbrúnu dóttur sinni í Breiðholti. Hann yar hvers manns hugljúfi og bamgóður svo af bar. Enga stund átti hann betri en þær sem hann gætti bamabama sinna og þolin- mæði hans og umburðarlyndi við böm átti sér engan líka. Árin sem_ Finnbogi bjó í hverfínu sótti hann sundlaugina hvem dag sem guð gaf, meðan heilsa hans entist. Eign- aðist hann þar mikinn flölda vina og kunningja sem segja má að borið hafi hann á höndum sér síðustu ár- in. Átti hann engin orð yfír vináttu þeirra og velvild í sinn garð öll árin sem hann sótti laugamar, gilti einu hvort um starfsmenn eða sundlaug- argesti var að ræða. Það hlýja hug- arþel er þessum aldna heiðursmanni var sýnt af óskyldum síðustu árin er öllum þeim til sóma er það sýndu og átti hann engin orð til að þakka það. Gunnar Fæddur 3. maí 1904 Dáinn 26. apríl 1988 Kijúpum í bæn af kraftanna lindum kenn oss að risa af duftsins smæð • gef oss í striði þolgæði að þreyja þrek til að lifa, Iq'ark til að deyja máttarins Guð í hæstu hæð. (F.R.G.) Mig langar í örfáum órðum að minnast tengdaföður míns Berg- sveins Guðmundssonar. Hann var dálítið sérstakur per- sónuieiki,_ hógvær og fremur dulur maður. Ég tel hann hafa verið náttúrubam fram í fíngurgóma, enda þreyttist hann seint á að ræða um vissa fagra staði á landinu og óskaði þess oft hin seinni ár, þegar kraftar voru á þrotum að hann væri sterkari til að uppfylla þann þroska er náttúran hafði upp á að bjóða. Bergsveinn var alla tíð meðan kraftar entust, athafnamaður mik- ill, listasmiður enda veit ég að hann lifði sig inn í sitt fag, en það voru ekki bara smíðamar sem áttu hug hans allan. Sjórinn heillaði hann mjög. Á yngri ámm smíðaði hann sér bát sem hann lét heita Helga eftir bróður sínum sem honum þótti mjög vænt um. Það kannske skipti Bergsvein í rauninni ekki svo miklu máli hvort hann var úti á sjó á bátnum eða bara að ditta að honum í nausti. Bara að vera í tengslum við hafíð. Finna sjávarlyktina og heyra í fuglunum. Síðustu sex árin höfum við hjónin og bömin okkar ekki getað verið nógu oft með hon- um vegna flutninga okkar frá Hafn- arfírði til Akureyrar, þó höfum við hist af og til. Það hefði verið mér kært að geta hitt hann áður en hann fór héðan. Bergsveinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Margrét J. Thorlac- íus, þau slitu samvistum. Þau áttu saman fjögur böm, Kristínu Þuríði, gifta Hjörleifí Kristjánssyni, Guð- mund Jón, kvæntan undirritaðri, Friðrik, kvæntan Sigrúnu Olgeirs- dóttur og Grétu Berg, gifta Stefáni Kristjánssyni, bamabömin eru 13. Seinni kona Bergsveins er Ingibjörg Jóhannsdóttir og hefur hún staðið við hlið manns síns í öllum hans veikindum eins og kraftar hennar leyfðu. Ennfremur vil ég minnast alls þess er þau Friðrik sonur hans og hans kona Sigrún gerðu fyrir hann síðasta ævikvöldið. Elsku Ingibjörg, ég veit að þú saknar Begga þíns eins og þú kallaðir hann, en nú líður honum vel. Ég og fjöl- skylda mín kveðjum kæran föður, tengdaföður og afa. Blessuð sé minning Bergsveins Guðmundsson- ar. Ásgerður Ágústsdóttir Bergsveinn Guðmundsson, húsa- smíðameistari, sem kvæntur var frænku minni, Ingibjörgu Jóhanns- dóttir, er lifír mann sinn, lézt á Borgarspítalanum þann 26. apríl. Hann hafði lifað langa ævi og stranga. Bergsveinn var fæddur á Tanna- nesi í Onundarfírði 3. maí 1904 og vantaði því aðeins rúma vikuna í áttugasta og fjórða afmælisdaginn. Foreldrar hans vom hjónin Kristín Friðriksdóttir og Guðmundur Magnús Sveinsson. Kristín var af höfðingjum komin fram í ættir, fjórða manneskja frá Eggerti Ólafs- syni í Hergilsey eða svo rekur Eyj- ólfur Jónsson ætt Kristínar. Guðrún „elsta" dóttir Eggerts var langamma Kristínar. Sú kona er sögufræg atgervismanneskja og faðir hennar, Eggert, sem var kven- samur útvegsbóndi, hafði til þess öll efnin, kynfylgja hans dugði í Thoroddsena, Thorsteinssyni, Kollafjarðarbræður, syni Þóru í Skógum og marga aðra höfðings- menn, andlega og veraldlega, þeirra á meðal Sigurð skurð Jóhannsson. Hrifnastur er þó sá, sem hér rit- ar, af Jóni Frigga, hálfbróður Kristínar útaf Eggerti, en Jón var sterkasti maður í Bolungarvík á sinni tíð. Hann hafði furðulegt afl til burðar og átaka, stilltur maður og ágætur, faðir Friðriks í Simrad, sem kunnug maður í sjávarútvegi. Margt af ættmennum Eggerts í Hergilsey hafa verið og eru sér- sinna, og það held ég að Bergsveinn hafí mátt kallast. Systursonur Kristínar var Am- grímur Bjamason, ritstjóri og fróð- leiksmaður mikill, sérkennilegur gáfumaður. Hann var í Bolungarvík póstmeistari og oddviti. Honum var létt um að skrifa og allar heimildir geymdi hann í kolli sér. Guðmundur, faðir Bergsveins, var sonur Sveins Pálssonar bónda á Hesti í Önundarfírði og konu hans Steinunnar Jónsdóttur, sem Ólafur Þ. Kristjánsson segir í Sögu- riti ísfírðinga að muni hafa verið „atorkumikill dugnaðarkona". Steinunn bjó á Hesti eftir lát manns síns og var svo mikil af sér, að henni var leyft að kjósa til hrepps- nefndar átta ámm áður en konur fengu kosningarétt. Mosfellingar höfðu misskilið orðið „Mænd“ í dönsku tilskipuninni, og héldu það geta átt við konur jafnt sem karla að íslenzkri málvenju; konur mættu því kjósa, ef þær hefðu til þess efna- hag og mannorð. Af því fékk Stein- unn að kjósa 1874. Foreldrar Bergsveins giftust 1890, þá bæði húsmenn á Fossi í Skutulsfirði, og Guðmundur ekkju- maður, rétt um fertugt, átti þá tvær dætur frá fyrra hjónabandi, en Kristín 25 ára. Þau hjónin áttu næstu árin heima í Skutulsfirði og Hnífsdal og þeim fæddust ört böm- in, alls sjö. Komust þau öll til full- orðinsára nema eitt, sem dó sam- dægurs og það fæddist. Árið 1894 fluttu þau hjónin á Tannanes, og þar fæddist Berg- sveinn, yngsta bam þeirra. Guðmundur Magnús dó þegar Bergsveinn var sex ára og þá flosn- aði ekkjan upp af jörðinni ári síðar og bamaskarinn dreifðist. Eitt bamanna varð eftir í Tannanesi og þijú fóm til ísafjarðar, en tvö. yngstu bömin fylgdu móður sinni, drengimir Kristján og Bergsveinn. Kristín fór fyrst til Dýrafjarðar, en var þar ekki nema árið, þá fluttist hún til ísafjarðar, og þar náði hún saman öllum bömunum og bjó með þeim í fjölbýlishúsinu Bjamarborg, en þar bjó margt fátækra manna. Fátæktin í æsku hefur trúlega valdið nokkm um það, að Berg- sveinn fór vel með fjármuni. Það em mörg dæmin um það, að dugleg- ir menn, sem unnu sig uppúr fá- tækt urðu fastir á fé, þeir mundu fátæktina alla ævi, og máttu ekki til þess hugsa, að eiga hana aftur yfír höfði sér. Böm Kristínar í Bjamarborg sem til aldurs komust urðu öll efna- manneskjur. Guðrún (hér talið eftir aldri) giftist Hermundi Jóhannssyni húsasmið og líkistusmið á Akur- eyri, Guðmundur dó ungur og ókvæntur, Elín, giftist Halldóri Snæhólm bónda á Sneis, Helgi var bakarameistari á ísafírði, en Krist- ján framkvæmdamaður í Reykjavík, rak Pípuverksmiðjuna við Rauðar- árstíginn og stundaði byggingar- starfsemi og Bergsveinn komst til góðra efna. Öll vom þessi systkini dugnaðar- og sómafólk. Þegar Bergsveinn var sextán ára fluttist hann með systur sinni, Guð- rúnu, tii Akureyrar og lærði smíðar hjá mági sínum Hermundi, og varð meistari í því handverki. Hann var fram til 1927 við smíðar á Akur- eyri en fluttist þá suður og vann þar við smíðamar næstu tvö árin, en þá drifu þeir bræður sig, Krist- ján og Bergsveinn, út til Kaup- mannahafnar. Kristján hafði þá lok- ið Verzlunarskólanámi hér heima. Bergsveinn sótti nám í Teknologisk Institute í húsateikningum og vann samhliða náminu. Hann kom hingað út aftur 1931 og þá gerðu þeir bræður þrír með sér félag til húsa- bygginga, Helgi bakari, Kristján, sem þá var farinn að steypa hellur og rör, og Bergsveinn húsasmíða- meistari. Þeir bræður Bergsveinn og Kristján (Helgi var áfram vestra) byggðu mörg hús í Reykjavík næstu árin, til dæmis við Ránargötuna húsin nr. 2-4 og 35-40, húsalengju, sem var einnig við Garðastræti (nr. 6), homhúsið á Garðastræti og Vesturgötu. Hús sín leigðu þeir flest. Dugnaður þeirra var mikill og jieir fóru vel með aflafé sitt. Á þessum árum tók Bergsveinn mjög að hneigjast að guðspekinni, en hafði þó fyrr, eða þegar hann var á Akureyri, hugleitt þau trúar- efni. Hann varð mjög handgenginn Grétari Fells og gekk hér í Guð- spekistúkuna en á Akureyri var hann í stúku af svipuðu tagi, sem Jón Ámason, prentari og stjömu- fræðingur hafði stofnað og kallað Co-frimúrarastúku. Á árinu 1939 kynntist Bergsveinn konu sem var mjög sama sinnis í andlegum mál- um og hann sjálfur, Margrét Thorlacius frá Öxnafelli í Eyjafírði og er hún þjóðkunn kona fyrir lækn- ingar sínar. Læknisverk hennar eru staðreynd, sem bjánaskapur er að neita, svo mörgum vottorðum skil- góðra manna sem þau eru studd. Hinu velta menn fyrir sér, hver eftir sinni trú og geðþótta, hvaðan Margrét og hennar líkar komi kraft- urinn til læknisverka sinna yfirskil- vitlegra. Þau Margrét og Bergsveinn gift- ust 17. desember 1940, og Berg- sveinn reisti þá lítið snoturt hús úti á Seitjamamesi þar í Lambastaða- túninu, kallaði það Hvol. Eitt bama þeirra var þá fætt hjónunum, Kristín Þuríður, sem gift er Hjör- leifí Kristjánssyni, skipstjóra, en tvö fæddust á Hvoli, Guðmundur Jón, húsasmíðameistari_ á Akureyri, kvæntur Ásgerði Ágústsdóttur, og Friðrik, húsgagna- og húsasmiður í Reykjavík, kvæntur Sigrúnu 01- geirsdóttur; yngsta bam þeirra hjóna Gréta Berg, fæddist á Akur- eyri. Hún er hjúkrunarkona, gift Stefáni Kristjánssyni, jámiðnaðar- manni á Akureyri. Árið 1947 bauðst Bergsveini að stjóma byggingaverki fyrir SÍS á Akureyri (hús Gefjunar og Iðunnar) — og fluttu þau hjónin þá norður. Akureyri var bær Margrétar, en Bergsveinn undi þar ekki, og átti Fædd 10. júlí 1934 Dáin 29. apríl 1988 Þegar svo óvænt og skyndilegt kall kemur, brestur orð til að móta hugsanir sem bijótast fram, af hverju hún og af hveiju svona fljótt? Erla var okkur öllum er henni kynntumst svo hugstæð og mikils virði, hún vann sín daglegu störf af rómaðri samviskusemi og dugn- aði. Við þökkum fyrir allar sam- þar þó góða vini. Einn hans bezti vinur þar var ágætismaður Vetur- liði Sigurðsson, húsasmiður og sam- verkamaður Bergsveins, og mikill áhugamaður einnig um guðspeki. Bergsveinn var þama tímakaups- maður, sem gekk reglubundið til starfa síns, vann sinn tíma og sótti launaumslagið á útborgunardögun- um. Hann saknaði umsvifanna í Reykjavík, þegar hann hafði mörg hús í smíðum og lagði nótt við dag, því að hann var hinn mesti vinnu- garpur. Kristján, bróðir Bergsveins, lézt 1952 og þá var enginn til að líta eftir eignum Bergsveins í Reykjavík og því varð það nokkru seinna, að þau Bergsveinn og Margrét fluttu suður, og settust að í einni íbúð Bergsveins við Ránargötu. Bergsveinn kom sér ekki fyrir á ný með framkvæmdir, heldur vann hjá öðrum. Hann kunni ekki á verð- bólguna, lærði aldrei að lifa í henni. Ekki varð þessi búferlaflutningur þeim til farsældar í hjónabandinu. Margrét undi sér ekki í margbýlinu. Það voru margar íbúðir í húsinu og oft ónæðissamt fyrir hana, sem vildi hafa sem mesta kyrrðina. Bergsveinn reisti á þessum ámm hús á Amarstapa og þar voru þau hjónin tíma á sumrum. Bergsveinn hafði smíðað sér trillu fallega með skútulagi, Helga hét hún RE 220. Hann reri henni allmikið bæði frá Stapa og Reykjavík í frístundum sínum. Það fór svo, að þau hjónin skildu 1962, en 8. maí 1965 kvæntist Bergsveinn aftur og nú Ingibjörgu Jóhanndóttur Bárðarsonar kaup- manns. Jóhann Bárðarson var Bolvíking- ur, hafði verið þar formaður, flutt- ist til Ísaíjarðar og gerðist þar kaupmaður og rak mikla timbur- verzlun vestra í mörg ár, fluttist síðan suður, þegar aldurinn færðist yfír hann, og stundaði nokkra inn- flutningsverzlun um skeið, en tók einnig að stunda ritstörf, og vann þjóðþrifaverk með bókum sínum frá áraskipatímanum, Áraskipum og Brimgný. Þær þykja báðar öndveg- is heimildarrit um lok árabáta- tímans vestra. Móðir Ingibjargar var Guðbjörg Pétursdóttir úr Hafnardal, en Hafn- ardalsfólk er fjölmenn ætt og margt þar mætra manna. Ingibjörg vann fjölda ára í Út- vegsbankanum í Reykjavík. Mjög gott var alla tíð með þeim Berg- sveini og Ingibjörgu. Þau misstu bæði heilsuna til vinnu um 1970 og bjuggu sér þá gott heimili í Eskihlíð 18, í íbúð, sem Ingibjörg átti þar, og voru hvort öðru stoð eftir því sem hallaðist á fyrir öðru hvoru þeirra í veikindum. Frænku minni verður nú allt daprara náttúr- lega, en böm Bergsveins hafa reynzt henni vel. Ekki kann ég að mæla persónu- lega eftir mann frænku minnar, við kynntumst lítið, og hugðarefni hans voru mér framandi, en það veit ég að hann var hinn mesti manndóms- maður, afburða verkmaður og íheldinn uppá gamla mátann. Nú er aðeins að vona, að Berg- sveinn hafí orðið að trú sinni. Guð líti svo til með frænku minni. Ásgeir Jakobsson verustundir er við áttum saman og fá að hafa kynnst henni. Skarphéðni, bömum, tengda- bömum og barnabömum og öðrum aðstandendum vottum við okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt (V. Briem) Starfsfélagar í mötuneyti Pósts og síma, Sölvhólsgötu. Kveðjuorð: Erla Kristjánsdóttír frá Súgandafirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.