Morgunblaðið - 06.05.1988, Síða 54
0
54
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988
4
■ i
<
Faðir Koesler (Sutherland) er í vandasamri aðstöðu í Rósary-
morðunum.
SÁLNAHIRÐAR
OG SIFJASPELL
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarson
ROSARY-MORÐIN -
“THE ROSARY MURDERS“
Leikstjóri Fred Walton. Hand-
rit Walton og Elmore Leonard.
Kvikmyndataka David Golia.
Tónlist Bobby Laurel og Don
Sebesky. AðaUeikendur Donald
Sutherland, Charles Durningf,
Belinda Bauer, Josef Sommer.
Bandarísk. The Samuel Goldwyn
Company 1987.
Þessi rólega og óvenjulega saka-
málamynd Qallar öðru fremur um
þá erfiðu aðstöðu sem hinn órjúfan-
legi þagnareiður skriftastólsins get-
ur fært kaþólskum klerkum.
Venjubundið líf föður Koeslers
(Sutherland), sem einkum fæst við
að ritstýra blaði kaþólskra í Detr-
oit, hrynur skyndilega til grunna
er röð morða verða á vegi hans.
Einhver útí borg er önnum kafinn
við að drepa kaþóiska klerka og
nunnur, það eina sem tengir morðin
eru svört talnabönd sem stungið er
í hendi fómarlambanna. Koesler
vill allt gera til að hjálpa lögregl-
unni í málinu en er í þeirri slæmu
stöðu að vera bundinn þagnareiði
skriftastólsins — því hann kemst
fljótlega á braut morðingjans — sem
af bölvun sinni skriftar hjá honum.
Okkur mótmælendum kann að
þykja þessi eiðstafur harla fárán-
legur undir ógnarkringumstæðum
sem þessum en þá ber að hafa í
huga að hér er einmitt um að ræða
eitt grundvailaratriði kaþólskunnar.
Þá er illa komið kaþólskri kirlqu
ef trúnaðartraust skriftanna er
brotið. Þá er lætt með ljúfu ástar-
ævintýri; blaðakona verður ást-
fangin af Koesler, sem orðinn er
fullur efasemda um hina stífu, fom-
eskjulegu túlkun kirkjulaganna. Og
í lokin hefur maður frekar á tilfinn-
ingunni að geistlegu starfi hans sé
lokið.
Það sem háir Rosary-morðunum
er heldur veikt undirstöðuefni sem
er teygt full mikið á langinn. Og
lokauppgjörið við drápsmanninn
einkar ófullnægjandi í flesta staði.
Hinsvegar em samtölin vel skrifuð
á lipru menntamannamáli og mátu-
leg kímni til staðar. Stfgandinn er
fyrir hendi, þó hægur sé, svo og
nokkur vel útfærð atriði til hrelling-
ar taugakerfinu!. Sutherland undir-
leikur einkar laglega og gerir prest-
inn að aðlaðandi og þægilegri per-
sónu. Duming gengur að vanda
fyrirhafnarlau8t gegnum hlutverk
sitt, skilar þröngsýnum harðiínu-
prestinum eins vel og efni standa
til. Klippingin er góð og myndin í
heild lágt stemmd, allt að þvi hæ-
versk afþreying.
Brlds
Arnór Ragnarsson
Sanitas-keppnin
Bridssamband íslands og Sanitas
hf. hafa náð samkomulagi um að
bikarkeppni BSÍ 1988, sem fram
fer að venju í sumar, verði haldin
undir nafninu Sanitaskeppnin, gegn
Qárstuðningi Sanitas hf. við BSI.
Stjóm Bridssambands íslands
færir Sanitas hf. beztu þakkir fyrír
þann velvilja og stuðning við starf-
semina, sem í þessu felst og vonar
að þetta verði beggja hagur.
(Fréttatílkynning frá Bridssamb&ndwu)
Bridsfélag Tálknafjarðar ,
Sveit Bjöms Sveinssonar bar sig-
ur úr býtum í aðalsveitakeppni fé-
lagsins eftir hreinan úrslitaleik við
sveit Ævars Jónassonar. Með Bimi
eru í sveitinni: Ólöf Ólafedóttir,
Brynjar Olgeirsson og Egill Sig-
urðsson.
Röð sveitanna (efetu) varð þessi:
Stig
Sveit Bjöms Sveinssonar 120
Sveit Ævars Jónassonar 104
Sveit Kristínar Ársælsdóttur 7 4
Lokið er 1. umferð af þremur í
Firmakeppni félagsins, sem jafii-
framt er einmenningskeppni. Staða
efstu firma er þessi:
Ríkisskip (Sigurður Skagflörð) 171
Rafröst (Sveinbjöm Júlíusson) 170
Esso-nesti (Brynjar Olgeirsson) 167
Vatnsveita Tálknafjarðar —
(Steinbeig Ríkarðsson) 153
Vélaverkstæði Gunnars (Ævar Jón-
asson) 151
Eyrarsparisjóður (Símon Viggós-
son) 150
Álls taka 20 firmu (spilarar) þátt
í keppninni.
Opna Sparisjóðsmótíð
í Kópavogi
Eitt glæsilegasta mót sem haldið
verður á íslandi verður í Kópavogin-
um helgina 28.-29. maí nk. Það
er Opna sparisjóðsmót Bridsfélags
Kópavogs. Stefiit er að þátttöku
32 sveita, sem munu spila í 2x16
sveita riðlum, með útsláttarfyrir-
komulagi, þar til 1 sveit er eftir í
hvorum flokki. Á sama tfma munu
þær sveitir sem falla út, keppa í
„Svissnum", hliðarkeppni, sem spil-
uð verður út allt mótið. Tvær efetu
sveitimar úr „Sviss-keppninni"
munu síðan spila til úrslita við sig-
urvegarana úr riðlunum tveimur,
en á sama tíma heldur „Svissinn"
áfram og sigursveitin þar hlýtur
2. sætið f mótinu. Sveitimar sem
tapa í 4 liða úrslitunum hljóta 4.-5.
sætið en sigursveitimar spila um
1. og 3. sætið. Þetta er sama (svip-
að) fyrirkomulag og notað er í
Olympíumótinu f sveitakeppni (Ros-
enblum-keppninni), en einfaldað
nokkuð. Spilað verður um afar
glæsileg verðlaun:
1. verðlaun: kr. 120.000
2. verðlaun: kr. 80.000
3. verðlaun: kr. 40.000
4. verðlaun: kr. 20.000
5. verðlaun: kr. 20.000
ímyndin og innihaldið
Kvikmyndlr
Arnaldur Indriðason
Sjónvarpsfréttir („Broadcast
News“). Sýnd í Bíóborginni.
Bandarísk. Leikstjóri, hand-
ritshöfundur og framleiðandi:
James L. Brooks. Kvikmynda-
taka: Michael Ballhaus. Tónlist:
Bill Conti. Helstu hlutverk: Holly
Hunter, William Hurt, Albert
Brooks, Robert Prosky, Lois Chi-
les, Peter Hackes og Jack Nic-
holson.
Bíðið við, hér er frétt sem var
að berast. Óskarinn fyrir bestan
leik konu í aðalhlutverki hefði betur
farið til Holly Hunter en samkvæmt
áreiðanlegum heimildum verður
engin leiðrétting gerð á því. Og hér
var að berast önnur frett. Sjón-
varpið blekkir, skælir og skekkir
en þannig er sjónvarp og sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
verður ekki aftur snúið með það.
Ög þá er það veðrið.
Já, Holly Hunter sat eftir með
sárt ennið á Óskarsverðlaunahátíð-
inni. í ljós kemur að hlutverk henn-
ar er miklu burðarmeira eri Cher í
Fullu tungli, bitastæðara og meira
krcfyandi og hún gerir því mjög góð
skil í myndinni Sjónvarpsfréttir
(„Broadcast News“), sem sýnd er
í Bíóborginni og er önnur mynd
leikstjórans James L. Brooks er
áður gerði „Terms of Endearment".
Eins og óskarsverðlaunahátíðir
eru Sjónvarpsfréttir um þá sem
komast áfram og þá sem sitja eft-
ir, lélegasti fréttamaðurinn kemst
áfram á sjónvarpsstöðinni, sem er
leiksvið myndarinnar, en sá besti
lendir f þriðja flokks starfi útá
krummaskuði. Hvers vegna? Hvað
hefur sá lélegi framyfir þann besta?
Hann ræður varla hjálparlaust við
frétt. En jájá, hann hefur gott út-
lit, hann kemur vel fyrir á skjánum
og um það snýst sjónvarp; að koma
vel fyrir. Skítt með það þótt þú
getir ekki talið upp að tíu án þess
að fingurbijóta þig og látir ekki
vangaveltur um siðferðileg heilindi
í starfí skemma morgunkaffíð (ef
þú þá skilur þá yfírleitt hugtakið).
Þú getur verið góður fréttamaður
en ef þú situr f aðaiþularsætinu og
svitnar eins og Nixon, þá er úti um
Þ'g;
Á okkar skemmtanasjúku,
snöggsoðnu tímum verða hinir
Spilað verður einnig um silfur-
stig. Keppnisstjórar verða Hermann
og Ólafur Lárussynir. Spilað verður
í Félagsheimili Kópavogs, Fannborg
2, og hefst spilamennskan kl. 13 á
laugardaginn. Skráning er hafin hjá
Hermanni Lárussyni (41507) og
skrifetofu BSÍ (689360). Spilurum
er bent á að hafa samband sem
fyrst, vegna takmörkunar á þátt-
töku (aðeins 32 sveitir, þær er fyrst
skrá sig, fá að vera með). Keppnis-
gjald er aðeins kr. 8.000 pr. sveit,
sem verður að teljast í lægri kantin-
um miðað við verðlaun.
Allar nánari upplýsingar eru
veittar hiá Hermanni eða á skrif-
stofu BSI. Mótið er opið öllum
NÝRSKEMMTIS TAÐUR
Krókurinn
Nýbýlavegi 26, Kópavogi,
Mini 46080.
í kvöld, föstudaginn 6/5
og laugardaginn 7/5:
Rúnar Þór Pétursson og
Steingrímur Guðmundsson
íbanastuði
V. ^
VILLIAM HURT ALBERT BR00KS H0LLY HUNTEI
Hunter, Hurt og Brooks i Sjónvarpsfréttum.
síðustu aðeins fyrstir ef þeir standa
sig vel á skjánum, segir Brooks.
William Hurt, í hlutverki frétta-
mannsins Tom Grunicks, hvorki
þolir það eða skilur hvað hann er
lélegur í því sem hann nýtur mestr-
ar velgengni í á meðan Albert
Brooks, f hlutverki fréttamannsins
Arons Áltmans, skilur það alltof vel
hvað hann er góður í því sem hann
nýtur engrar velgengni í.
Brooks er svosem ekkert sérstak-
lega í mun að koma þessum boð-
skap á framfæri, að sjónvarp byggi
meira á ímynd en innihaldi, að f
auknum mæli eru fréttir að breyt-
ast í skemmtiefiii, heldur flækist
hann á meinfyndinn og oftar en
ekki sprenghlægilegan hátt inní
rómantíkina á milli þriggja frétta-
manna sjónvarpsstöðvar í Was-
hington. Rómantíkin er aðalefni
þessarar frábæru gamanmyndar en
það eru hinar í sjálfu sér ekkert svo
(nýju hugmyndir Brooks um sjón-
varp sem gefa persónunum og
myndinni líf og gera Sjónvarps-
fréttir einstaklega skemmtilega og
fyndna bíómynd.
Eins og í „Terms of Endear-
ment" er miðpunktur Sjónvarps-
frétta kraftmikil kona. Jane Craig
(Hunter) framleiðir fréttaþætti
stórrar sjónvarpsstöðvar og hún
losar sig aldrei við vinnuna. Hún
dregst meira gegn vilja sínum en
hitt að hinum aðlaðandi Grunick
sem er, eins og þriðji aðilinn í
þríhymingnum, Aron Altman, seg-
ir, persónugervingur alls þess sem
hún er á móti í starfínu. Það má
vera að Grunick sé engin mannvits-
brekka en hann er snillingur í að
heilla fólk ólíkt Altman, og Craig
heillast.
ELf það er eitthvað sem einkennir
þær tvær bfómyndir sem Brooks
hefur gert má alveg eins segja að
það sé útpæld, fyndin og afbragðs-
góð persónusköpun gerð af næmri
tilfínningu fyrir fólki og tengslum
þess hvers við annað. Og Brooks
hefur tröllatak á Ieikurunum. Sjón-
varpsfréttir er frábærlega vel leikin
enda hafa leikaramir úr úrvals efiii-
við að moða; handritið tútnar út í
snjöllum samtölum og leikaramir
gera sér ljósa grein fyrir því. Brooks
notar aftur Jack Nicholson í örlitlu
aukahlutverki aðalfréttaþular og
það er ekki að spyrja að því að
hann slær meðleikara sfna út á
tímabili.
Brooks er nógu smekkvís til að
forða sér undan auðveldu lausnun-
um í lokin. Og myndin hans er sann-
arlega þess virði að sjá. Sjónvarps-
fréttir er einhver albesta og vandað-
asta gamanmynd sem hér hefur
sést lengi. Allt hjálpast að, úrvals
handrit, úrvals leikur, úrvals leik-
stjóm. Úrvalsmynd.
mm
20 ára aldurstakmark Snyrtilegur klæðnafiur. Miöaverö kr. 650,-
OPIÐ í KVÖLD
PRAJKL. 22-03
I Bíókjaiíaranurn^f-
dansað öll kvöld
fcasssasa®*.
Hlynur=Master mix,
Daddi=Dee J og
Kiddi=Big foot sjá um aó
TÓNLIST TUNGLSINS og
BÍÓKJALLARANS sé alltaf
pottþétt
OpiÓ óll kvöld frá kl. 21
Mtóaver kr 100,- frá sunnud.
til fimmtudags. Biókjallarinn
sameinast Lœkjartungli á
föstudðgum og
laugardögum.
TlTt tl
JUL