Morgunblaðið - 06.05.1988, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 06.05.1988, Qupperneq 64
EINKAfíEIKNINGUR Þ/NN í LANDSBANKANUM FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Neskaupstaður: Bjarti snúið við úr söluferð til Færejja Færeyingar buðu aðeins „ufsaverð“ fyrir þorskinn Neskaupstað. SKUTTOGARINN Bjartur sneri við úr söluferð til Færeyja í gær. Hann var kominn langleið- ina, þegar í Ijós kom að Færey- ingar vildu aðeins borga ufsa- verð fyrir þorskinn, um 23 krón- ur. Aflanum verður því landað í Neskaupstað, þrátt fyrir að tæp- Siglufjörður: Gunnjón GK f ékk trollí skrúfuna Sig-lufirði. GUNNJÓN GK fékk troll í skrúfuna í fyrrinótt og Pét- ur Jónsson RE tók hann í tog til Siglufjarðar og var kominn með hann hingað um klukkan 22.30 í gær- kvöldi. ast hafist undan að vinna þann fisk, sem að landi berst. Sveinn Benediktsson, skipstjóri á Bjarti, sagði í samtali við fréttarit- ara Morgunblaðsins, að þeir hefðu verið með um 150 tonn, þar af um 65 af þorski. Vegna þess hve mikið af físki bærist nú að, hefði verið ákveðið að selja aflann í Vogi á Suðurey. Þegar í ljós hefði komið hve lágt verð þeir vildu borga fyrir þorskinn, hefði ekki verið um annað að ræða en snúa heim að nýju. Sveinn sagði að þeir hefðu verið með góðan þorsk, ekki þann smáa, sem fengist hefði úr hólfínu í Beru- fjarðarál, sem að hans mati hefði ekki átt að opna á þessum tíma. Mikill afli hefur borist hér að landi undanfarið og ekki hafst und- an að vinna hann. Nótaskipið Börk- ur fór því utan fyrir skömmu með um 190 tonn, sem seld voru í Grims- by í vikunni og fékkst þokkalegt verð fyrir aflann, um 10 krónum hærra að meðaltali fyrir þorskinn en úr gámunum. Ágúst Morgunblaðið/Þorkell Orka vegin ogmæld Orka úr iðrum jarðar ólmast hvæsandi upp á yfirborð Nesja- valla. Þaðan munu íbúar höfuð- borgarsvæðisins fá heita vatnið sitt í framtíðinni. Þar standa gufustrókarnir upp frá bor- holum og ein sú nýjasta þeirra er NJ 18. Hola númer 18 á Nesjavöllum, boruð af Jötni. Borun lauk síðastliðið haust og hefur holan blásið síðan. í gær voru starfsmenn Orkustofnun- ar að mæla hita og þrýsting í NJ 18. Inni í rörinu, sem þeir eru að koma fyrir, er hólkur með mælitækjum. Hólkinum er slakað niður í jörðina, allt niður á 2.000 metra dýpi. Til þessa verks hafa þeir þijár stundir. Hitinn og þrýstingurinn á þessu dýpi eru meiri en svo, að nokk- ur rafleiðari þoli. Þess vegna eru í hólkinum sjálfvirk mæli- tæki tengd klukku og sírita. Klukkan getur gengið í þijár stundir, því verður að hafa hraðar hendur við að koma tækjunum niður í holuna, niður á 2.000 metra dýpi, áður en tíminn er útrunninn. Síðan verður holunni lokað og orkan geymd þar til hennar verður þörf til að orna borgarbúum. Rekstrarstöðvun og at- vinnuleysi blasir við Frystingin rekin með 15% tapi, segir Jón Ingvarsson, formaður stjórnar SH Þá kom Víkingur AK með slasaðan sjómann til Siglu- fjarðar í fyrrinótt og Guð- mundur VE kom hingað í gær með rifíð troll. Jón Finnsson RE kom hingað í nótt eftir að hafa fengið á sig lítið gat í ísnum um 80 sjómflur norð- ur af Siglufírði fyrir nokkrum dögum, að sögn Guðlaugs Jónssonar skipstjóra á Jóni Finnssyni. M.J. „VERÐLÆKKANIR á freðflski auk innlendra kostnaðarhækk- ana, meðal annars vegna ný- gerðra kjarasamninga, hafa að engu gert þann ávinning, sem vannst með gengisbreytingunni og er rekstarhalli frystingar nú samkvæmt nýlegu úrtaki talinn vera um 15%. Því blasir nú ekk- ert annað við en rekstrarstöðvun hjá fjölda frystihúsa víðs vegar um landið auk stórfellds atvinnu- leysis, verði ekki þegar í stað gripið til róttækra efnahagsráð- stafana," sagði Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH, meðal annars á aðalfundi samtakanna. í gær. Jón ræddi um markaðsmál og fleiri þætti starfseminnar, en lagði mikla áherzlu á afkomu frystingar- innar og rakti gang þeirra mála síðustu misseri. „Eftir mikið góðæri í íslenzkum sjávarútvegi og sam- fellt tímabil erlendra verðhækkana, sem stóð síðari hluta árs 1986 og fyrri hluta síðastliðins árs og fólu í sér yfír 30% verðhækkanir á freð- físki, má segja að loksins hafí náðst jafnvægi í afkomu frystingar," sagði Jón. „En Adam var ekki lengi í Paradís. Gífurleg þensla leiddi til holskeflu innlendra kostnaðar- hækkana. Er engu líkara en að öll- Borgarstjórn staðfestir byggingarleyfi ráðhúss Morgunblaðið/Ámi Sæberg Áheyrendapallar borgarstjórnar voru nær fullskipaðir í gærkvöldi. BYGGINGARLEYFI fyrir ráð- húsi við Tjörnina hlaut staðfest- ingu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gærkvöldi. Fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins greiddu staðfestingu leyfisins atkvæði en allir fulltrúar minnihlutans voru á móti. Fólk úr samtökunum fyörnin lifi fyllti áheyrendapalla borgarstjóm- ar. Forseti borgarstjómar þurfti oftar en einu sinni að hasta á áheyr- -«endur vegna frammíkalla, þegar borgarstjóri var í ræðustól og undir ræðu hans risu meðlimir samtak- anna allir úr sætum í einu, gengu úr salnum og sungu hástöfum biblíusönginn „Á sandi byggði heimskur maður hús“. Fulltrúar Alþýðubandalags, Al- þýðuflokks og Kvennalista lögðu 'fram bókun á fundinum þar sem forsendur þeirra fyrir andstöðunni við ráðhúsið em raktar. Þar kemur fram að staðsetning hússins raski mjög svip umhverfisins, húsið sé of dýrt og of stórt. Minnihlutafull- trúamir telja byggingarleyfið stangast á við skipulagslög þar sem það sé ekki í samræmi við aðal- skipulag Reykjavíkur. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins, lagði fram sérstaka bókun þar sem það er talið borgaryfírvöldum til vansa að þau hafí keyrt framkvæmdir áfram með offorsi. Sigrún segist hlynnt ráðhússbyggingunni sem slíkri en gagmýnir þann hátt sem hafður var á við útboð fram- kvæmda, kynningu á húsinu og hönnun bílastæða í kjallara þess. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið eftir fundinn að hann gæti ekki ímyndað sér að neitt stöðvaði fram- kvæmdir við ráðhúsið nú að bygg- ingarleyfínu staðfestu. „Þetta er allt í réttum farvegi og húsið er langt innan við þau mörk sem sett eru á þessu svæði," sagði Davíð. „Þetta er sennilega minnsta húsið í Kvosarskipulaginu miðað við nýt- ingu.“ Borgarstjóri sagði að fram- kvæmdir myndu halda áfram af fullum krafti og væntanlega yrði hægt að fara að grafa fyrir húsinu eftir nokkra daga. um erlendum verðhækkunum hafí bókstaflega verið veitt út í hag- kerfíð til að fjármagna þensluna. Auk þess var mikið innstreymi er- lends ijármagns í formi erlendra Iána og fjármagnsleigu, sem magn- aði þetta ástand." Um gengi krónunnar sagði Jón: „Homsteinn efnahagsstefnu núver- andi ríkisstjómar, fastgengisstefn- afl' hefur gert það að verkum að hagkvæmara er nú að flytja inn flesta hluti frá útlöndum í stað þess að kaupa innlenda framleiðslu. ís- lensk framleiðslufyrirtæki, sem framleiða plastumbúðir og bylgju- pappa og sem lengst af hafa stað- ist samkeppni við innflutta fram- leiðslu eru nú hvergi nærri sam- keppnishæf. Af þeim sökum hefur Sölumiðstöðin meðal annars séð sig tilneydda til að snúa sér til útlanda með þessi viðskipti. Svipaða sögu er að segja af ýmsum öðrum iðnfyr- irtækjum hér á landi svo ekki sé talað um ferðamannaþjónustu og flugrekstur. Þessi dæmi, sem hér hafa verið nefnd auk hins geigvænlega við- skiptahalla hljóta að gefa tilefni til að ætla að gengi krónunnar sé of hátt skráð. Einsætt virðist því að framkvæmd fastgengisstefnunnar hefur mistekÍ3t vegna þess meðal annars að forsenda raunhæfrar fastgengisstefnu er að verðbólga sé ekki meiri til lengdar að minnsta kosti heldur en í viðskiptalöndum okkar. Stjómvöldum hefur einfald- lega ekki tekist að haga stefnu sinni í stjóm efnahags- og peningamála með þeim hætti að dygði til að stemma stigu við hinni hrikalegu þenslu." Sjá ræðu Jóns Ingvarssonar á bls. 24 og 25 og frásögn af aðalfundi SH á bls. 26.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.