Morgunblaðið - 20.05.1988, Síða 12

Morgunblaðið - 20.05.1988, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 Organistanámskeið í Skálholti: Ætlað tál eflingar tón- listarlífi safnaðanna - segir Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri Haukur Dór myndlistarmaður. Nýhöfn: Listamannalaunum úthlutað í Kópavogi LISTAMANNALAUNUM var úthlutað í annað sinn þann 11. maí s.l. á 33 ára afmæli Kópa- vogskaupstaðar. Einnig var út- hlutað sérstökum heiðurslaun- um sem veitt eru þegar ástæða þykir til. Starfslaun listamanns komu í hlut Ingibergs Magnússonar myndlistarmanns. Hann er kunnur grafíklistamaður og hefur nýverið haldið sýningu í Gallerí Gangskör. Ingiberg nam í Myndlista- og handíðaskólanum árin 1965-1970 og hefur haldið 12 einkasýningar. Einnig hefur hann haldið sýning- ar, aðallega á grafíkverkum, í Oðinsvéum og Stokkhólmi og tek- ið þátt í samsýningum víða erlend- is. I fyrra, er starfslaunum var út- hlutað í fyrsta sinn, deildu tveir listamenn með sér laununum.þeir Björgvin Pálsson ljósmyndari og Björgvin Gylfí Snorrason mynd- listarmaður. Þá voru að þessu sinni einnig veitt sérstök heiðursverðlaun að upphæð 250.000 kr. og þau hlaut Bjöm Guðjónsson tónlistarkenn- ari. Bjöm er kunnur fyrir braut- ryðjendastarf í tónlistarmálum Kópavogsbúa og hefur um áratuga skeið stjómað Skólahljómsveit Kópavogs. Ingiberg Magnússon listamaður Kópavogs 1988. Björn Guðjónsson hljómsveitar- stjóri sem hlaut heiðursverðlaun Kópavogskaupstaðar. NÁMSKEIÐ fyrir organista og kórfólk í kirkjum landsins verður haldið í Skálholti dagana 3. til 12. júní næstkomandi. Það er söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar, Haukur Guðlaugsson, sem ber hitann og þungann af skipulagn- ingu og stjórn námskeiðsins, sem verið hefur árlegur viðburður undanfarin ár. „Þetta námskeið er einkum til þess ætlað að efla tónlistarlíf safn- aðanna út um landið," sagði Hauk- ur. „Þetta er í fjórtánda sinn sem ég held námskeið af þessu tagi og þau hafa gefist afar vel. Af um 180 organistum á landinu hafa um 70 mætt að jafnaði á þessi námskeið og mikið hefur líka mætt af kór- fólki, þannig að um 300 manns hafa verið í Skálholti þegar mest hefur verið." Á námskeiðinu verða kenndar nokkrar sameiginlegar námsgrein- ar, litúrgía, kórsöngur, tónfræði, tónheym og kórstjóm, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. í eink- atímum verður svo kenndur píanó- leikur, orgelleikur, söngur og sam- leikur. Fyrri hluti námskeiðsins, sem stendur frá 3. til 9. júní, er einkum ætlaður organistum og ein- söngvurum. Kórþáttur námskeiðs- ins, sem ætlaður er kórfélögum, hefst hins vegar 9. júní. Meðal kennara á námskeiðinu verða Guðrún Tómasdóttir, Glúmur Gylfason, Jónas Ingimundarson, Reynir Jónasson, Fríða Lárusdóttir, Halldór Vilhelmsson, Ingibjörg Þor- steinsdóttir, Bjöm Steinar Sól- bergsson og Haukur Guðlaugsson. Einnig mun prófessor Gerard Dic- kel frá Tónlistarháskólanum í Ham- borg halda þriggja daga námskeið í orgelleik fyrir lengra komna í Selfosskirkju. Dickel verður einnig dómari í keppni í leik sálmalaga. Keppendur munu leika sálminn Vor Guð er borg á bjargi traust og að auki tvö sálmalög að eigin vali. Að sögn Hauks Guðlaugssonar eru námsgreinamar miðaðar við prófverkefni í 1. áfanga orgelleik- araprófs. „Mér er ákaflega um- hugað að koma námsefninu, sem við kennum á þessu námskeiði, inn í alla tónlistarskóla á landinu," sagði Haukur og sagðist telja að slíkt yrði tónlistarlífí kirkjunnar tvímælalaust lyftistöng. Meðan á námskeiðinu stendur verður tónleikahald á hveiju kvöldi í Skálholtskirkju. Flytjendur verða þátttakendur á'námskeiðinu og kirkjukórar úr Ámesprófastsdæmi. Einnig munu þeir Gerard Dickel og Ulrich Böhme, organisti Tómasar- kirkjunnar í Leipzig, leika á orgel kirkjunnar. Að sögn Hauks verða tónleikar þessir öllum opnir. Haukur Guðlaugsson sagði að upplýsingar um námskeiðið hefðu verið sendar öllum organistum á landinu og kórfélagar gætu haft samband við þá ef þeir hefðu áhuga á námskeiðinu. Þátttakendur munu gista í Skálholtsskóla og sumarbúð- unum í Skálholti. Morgunblaðið/Ól.K.M. Nýjar kirkjuklukkur verða vígðar á Seltjarnamesi á hvítasunnudag. Kírkjuklukkur vígð- ar á Selljarnarnesi HÁTÍÐAHÖLD verða í Sehjam- ameskirkju á hvítasunnudag, þann 22. mai nk. Við hátiðaguðs- þjónustu sem hefst kl. 14 verða nýjar kirkjuklukkur vígðar, sem komið hefur verið fyrir í klukknaportinu við kirkjuna. Klukkumar, sem em þijár, em smíðaðar í Bretlandi og era gjafir frá einstaklingum og félagasamtök- um á Seltjamamesi, en um gefend- ur klukknanna verður nánar til- kynnt við vígsluna. Söfnuðurinn gleðst við hvem nýjan áfanga við kirkjubygginguna, en klukkur sem kalla fólk til guðsþjónustu em þar afar mikilvægur þáttur. Við guðsþjónustuna mun Elísa- bet F. Eiríksdóttir syngja stólvers eftir Stefán frá Hvítadal og Selmu Kaldalóns, organisti verður Sig- hvatur Jónasson, en sóknarprestur- inn Solveig Lára Guðmundsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Sóknarnefnd Morgunb!aðið/Ámi Sæberg Haukur Guðlaugsson söngmála- stjóri með námsefnið, sem kennt verður á námskeiðinu. Gigtarfélag íslands: Giglin er dýrasti sjúkdómur á Islandi Haukur Dór sýnir HAUKUR Dór opnar sýningu í Listasalnum Nýhöfn, Hafnar- stræti 18, laugardaginn 21. maí kl. 14.00. Á sýningunni verða teikningar og málverk unnin á pappír og striga á síðastliðnum tveimur ámm. Haukur Dór er fæddur í Reykjavík árið 1940. Hann stund- aði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík 1958—1'62. Frá 1962—’64 var hann við nám í The Edinborough College of Art og við Kunstakademiet í Kaupmannahöfn frá 1965—’67. Trúlega er Haukur Dór þekktast- ur fyrir leirverk sín, en að eigin sögn segist hann hafí sagt skilið við leirinn og hefur snúið sér ein- göngu og að málun og teikningu. Hann er nú búsettur í Danmörku. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10.00—18.00 og um hvítasunnuna og helgar frá kl. 14.00—18.00. Hún stendur til 1. júní (Fréttatilkynning) NÝKJÖRIN stjóm Gigtarfélags íslands hefur sett fram kröfu um að heildarskipulagi verði komið á læknisþjónustu við gigtsjúka hér á landi. Gigtin er skæð og veldur örkumlum en sjaldan dauða. Gigtin er dýrasti sjúk- dómur á Islandi en um leið sá afskiptasti í heilbrigðiskerfinu að mati Jóns Þorsteinssonar yfir- læknis, formanns Gigtarfélags íslands. Talið er að gigtsjúkir í landinu séu ekki undir fímmtíu þúsundum en félagar í Gigtarfélagi Islands era 2.200 talsins. „Allur þessi fjöldi þjáist á einn eða annan hátt dag hvem. Vinnutapið er gífurlegt og örorkubætur og sjúkrapeningar sem gigtveikir fá em margfalt meiri en það fé sem veitt er til gigt- lækninga. Krafa nýlqörinnar stjóm- ar er því sú að komið verði á heildar- skipulagi gigtlækninga hér á landi, svo færri þjáist og skattpeningar sparist," sagði Jón. Undir forystu Sveins Indriðason- ar hefur Gigtarfélag íslands reist gigtlækningastöð við Ármúla 5 í Reykjavík. Þar starfa nú fjórir sjúkraþjálfarar, tveir iðjuþjálfarar og þrír gigtlæknar sem veita sjúkl- 'ingum móttöku. „í gigtlækninga- stöðinni er unnið mikið og gott starf, en það er aðeins hluti af heil- sugæslu gigtsjúkra, sem verður að auka og bæta. Og að því stefnir nýkjörin stjóm," sagði Jón. Stjómina skipa, auk Jóns, Sigríð- ur Gísladóttir sjúkraþjálfari, vara- formaður, Arinbjöm Kolbeinsson fyrrv. yfirlæknir, ritari, Sigurður H. Ólafsson kaupmaður, gjaldkeri, Sveinn Indriðason forstjóri, Ámi J. Geirsson læknir, Guðbjörg Eiríks- dóttir skrifstofumaður, Ingibjörg Pétursdóttir hjúkmnarfræðingur, Kristján Steinsson læknir og Sigur- þór Margeirsson forstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.