Morgunblaðið - 20.05.1988, Side 15

Morgunblaðið - 20.05.1988, Side 15
Rafiðnaðarsam bandið: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. MAÍ 1988 15 Gengisfell- ingu mótmælt SAMBANDSSTJÓRN Rafiðnað- arsambands íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun um kjaramál í tilefni nýlegrar geng- isfellingar. Fundur fullskipaðrar sambands- stjómar Rafiðnaðarsambands ís- lands, haldinn á Selfossi 13.-14. maí 1988, mótmælir harðlega þeirri gengisfellingu sem ríkisstjómin hefur ákveðið. Fundurinn lýsir fyllsta stuðningi við ályktun formannafundar lands- sambanda innan ASÍ frá 13. maí sl. Fundurinn hvetur verkalýðs- hreyfinguna til órofa samstöðu gegn öllum hugmyndum um að rýra kjör verkafólks. Jafnframt vara raf- iðnaðarmenn við áformum um að skerða samningsrétt verkalýðs- hreyfingarinnar. Ennfremur lýsir fundurinn full- um stuðningi við starfsfólk Álvers- ins í Straumsvík í kjarabaráttu þess. Fundurinn felur miðstjóm R.S.Í. að fylgjast með þróun mála næstu daga og móta afstöðu R.S.Í. til aðgerða stjómvalda þegar þær liggja fyrir. Vinnueftirlitið: Leiðbeininga- rit um starfs- mannarými VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur gefið út nýtt hefti í röð fræðslu- rita sem nefnist „Starfsmanna- rými. Leiðbeiningar um hönnun og fyrirkomulag. Reglur um hús- næði vinnustaða." Tilgangurinn með útgáfunni er sá að auðvelda þeim, sem þurfa að bæta og end- urnýja starfsmannarými, það verk. Einnig á ritið að auðvelda arkitektum og öðrum er vinna við að skipuleggja atvinnuhús- næði hönnun starfsmannarýmis. Tilefni þess að Vinnueftirlitið gefur út þetta leiðbeiningarit er gildistaka endurskoðaðra reglna um húsnæði vinnustaða 1. maí síðast- liðinn og em reglumar birtar í heild í bæklingnum. Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum gera viss- ar kröfur til starfsmannarýmis og hefur Vinnueftirlitið eftirlit með því að þeim, ásamt reglum þeim tengd- um, sé framfylgt. Hugtakið starfs- mannarými nær yfir ýmis konar aðstöðu starfsfólks eins og Mat- og kaffistofur, búningsherbergi, sal- emi og fleira. Teikningar af nýju atvinnuhús- næði og verulegum breytingum á eldra húsnæði skal leggja fyrir Vinnueftirlitið til umsagnar og er einn þáttur þeirrar umsagnar að yfirfara hvort gert sé ráð fyrir fúll- nægjandi starfsmannarými. Búnaðarsamband Suðurlands: Afmælisferð til Noregs Selfossi. Búnaðarsamband Suðurlands efnir til bændaferðar til Noregs í júní f tilefni af 80 ára afmæli sambandsins. Níutfu manns fara í bændaferðina og er uppselt í hana. Sunnlensku bændumir fara með leiguflugi til Bodo 12. júní og heim aftur 19. júní. Nokkur sæti era laus með leigufluginu, samkvæmt upp- lýsingum Búnaðarsambandsins, og geta þeir sem áhuga hafa haft sam- band við Einar Þorsteinsson í Sól- heimahjáleigu í Mýrdal. Sig.Jóns. I nordmende 14" Nordmende 3604 litsjónvarpstækið er með fullkomna fjar- stýringu, inniloftnet, tengingu fyrir heyrnar- tól og að sjálfsögðu frábær myndgæði í öllum regnbogans lit- um. Sjónvarpið tengist beint í 220 Volt eða við 12 Volta geymi með spanspenni. Hann kostar 3.980,- (keyptur með sjón- varpi, en 4.980,- sér). Alm. verð á 14" sjón- varpinu er 27.400,- en Við bjóðum auðvitað Visa raðgreiðslur og Eurokredit greiðslu- kjör, sem sagt ekkert út og restin á allt að 11 til 12 mánuðum. BILLINN 2. tbl. 1988 I Reynsluakstur: Nýr BMW520i og Lada Samara 1500. - Hvernig á að ve/ja jeppa? - Eðalvagnar í Ólafsfirði. - Glæsilegustu sýningarbílarnir. - Verðskráin: Nú erað grípa gæsina. REYNSLUAKSTUR *\9 Frjáktframtak Armúla 18,108 Reykjavfk Aðalskrifstofur: Ármúla 18 — Slmi 82300 Ritsljóm: BikJshöfða 18 - Slmi 685380

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.